Morgunblaðið - 16.05.1986, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR16. MAÍ1986
| .
uHneyksLanleghl Qa^föh'm hermar
cru ba.ro. 6má.pjötLur."
áster...
... að klæðast eftir-
lætis kjólnum hans.
TM Reg. U.S. Pat. Off.—all ríghts reserved
c19fl5 Los Angeles Times Syndicate
Sameiginlegur áhugi
okkar á bankabókum
ætti að sameina okkur!
Með
morgamkafíinu
Já, þetta er hringurinn
sem Böddi gaf mér. Nú
hefur Oggi tekið að sér
afborgunarskilmálana!
Kaþólskari en páfinn
Heiðraði Velvakandi:
Nýlega var vakin athygli á því í
blöðum, að mjög væri það einkenn-
andi fyrir flesta af framámönnum
kommanna hérlendis, að þeir
rejmdu ákaft að telja fólki trú um,
að sjálfir væru þeir af meinleysis-
legu krata-, sjálfstæðis- og fram-
sóknarfólki komnir. Hins vegar
hefðu vondir menn vestan hafs og
víðar orðið til þess að færa þá yfír
til sósíalismans. í sömu átt hefðu
og haft áhrif á þá atburðir í Víet-
nam t.a.m. (því má raunar skjóta
hér inn, að kommmamir hafa lítið
rætt um Víetnam — málin eftir að
flóttafólk þaðan kom hingað til
lands, og sagði sína sögu þaðan).
Þá reyna kommamir mjög að láta
líta svo út sem þeir séu nú eiginlega
bara jafnaðarmenn, svona eins og
við könnumst við úr hinum ýmsu
Evrópulöndum, sbr. skeytasending-
ar leiðtoganna til Papandreous,
Mitterrands o.fl. — Raunar vita nú
flestir sannleikann: að meginþorri
kommanna er ættaður beint úr
söfnuði Stalíns sáiuga og „samlede
venner".
Annað er einnig einkennandi
fyrir hérlenda komma, en það er
hin svonefnda friðarbarátta þeirra.
Þar er mönnum t.a.m. í fersku
minni Moskvuför Ólafs Ragnars,
sem skilaði ágætum árangri, — að
hans eigin sögn (hvað annað?).
Annars hefur Olafur Ragnar haft
heldur hljótt um sig eftir kjamorku-
slysið í Rússlandi, og það í samræmi
við fyrri dæmi austræns eðlis. Eftir
vonda atburði eins og gerzt hafa í
Finnlandi, Ungveijalandi, Tékkó-
slóvakíu, svo og Treholts-málið,
hefur jafnan verið læðzt með veggj-
um um tíma.
Og broslegt er örvæntingarfullt
yfirklór kommanna í sambandi við
kjamorkuslysið í Sovétríkjunum.
Svonefndur fréttaskýrandi sjón-
varpsins ræddi þar í fyrstu um
„fíjálslyndi" nýrra ráðamanna
eystra. Sá fréttaskýrandi virðist
raunar vera í þessum efnum ka-
þólskari en páfinn, þvi að jafnvel
sá ritstjóri Þjóðviijans, sem dvalizt
hefur langdvölum í Rússlandi, Ámi
Bergmann, gekk ekki svo langt í
blaði sínu. Og síðan hefur helzt
verið, varðandi þetta efni, sjón-
varpað frá Bandaríkjunum afsökun-
arraeðum rússneskra sendimanna
þar vestra. Sem sagt: um mál þessi
virðist helzt fjallað af glórulausu
ofstæki þar á bæ.
Virðingarfyllst, með þökk fyrir
birtingu.
Jóna Guðjónsdóttir,
Iðufelli 8, Reykjavík.
Gullarmband
týndist
Kona hringdi:
„Um mánaðamótin janúar—
febrúar 1985 týndi ég gullarm-
bandi á Mímisbar. Ég spurðist
fyrir hjá starfsfólki, einnig lög-
reglunni, og auglýsti í DV en án
árangurs. Armbandið er tæplega
1 cm á breidd með hreisturáferð.
Ef sá, sem hefur það undir hönd-
um, vill skila því, þá getur hann
hringt í síma 27214. Fundarlaun."
Textinn eftir
Dósóþeus
Hannes hringdi:
„í Velvakanda 14. maí sl. spyr
Vilborg Guðmundsdóttir frá
ísafirði hver sé höfundur kvæðis,
sem ber yfirskriftina „Báran,
sandurinn og þú“. Kvæðið heitir
reyndar „í bláma vorsins" og er
eftir Dósóþeus Tímóteusson frá
Bolungarvík."
Myrju-túburnar
óþjálar
Ostaunnandi hringdi:
„Osta- og smjörsalan framleiðir
ljómadni góða sumrosta sem ka.ll-
ast skinkumyrja og Napólímyija
og fást í túbum. Sá er galli á gjöf
Njarðar, að mjög erfitt er að
kreista túbumar, þær eru svo stíf-
ar. Auk þess gengur illa að ná úr
þeim — mikið af innihaldinu vill
sitja eftir og þá þarf að skera þær
f sundur til þess að ná því sem
ekki vill út um stútinn.
Mig langar að spyija þá hjá
Osta- og smjörsölunni, hvort ekki
sé hægt að selja myijuna í hent-
ugri umbúðum, því hún er af-
bragðsgóð og leiðinlegt að þurfa
að hætta að neyta hennar, vegna
þess eins hve treglega hún gengur
úrtúbunum.“
Lýsandi stund í Ljósbrá
í Hveragerði
Ellert Guðmundsson hringdi:
„Magnús Guðmundson í Kirkju-
lækjarkoti hefur opnað sína sjöttu
málverkaáyningu í Hótel Ljósbrá.
Hann hefur nú að miklu leyti snúið
sér að list sinni, sem lýsir af ást
og trú á land og guðdóminn, og
kemur vel frá sér hugmyndum og
hugsun í myndum.
Það er nú svo, að sumir skila
fullri starfsævi án þess að hafa
komist að því hvað í þeim bjó, og
hvað þeir hefðu átt að gera með
tímann. En vel sé þeim sem koma
auga á þá hæfileika í tíma, sem
guð hefúr gefið þeim og nýta þá
þannig, að þeir skila jafnvel tvö-
földu ævistarfi eins og Magnús.
„Ég skora á fólk að koma og
sannfærast um list Magnúsar."
Hjóli stolið
Kona hringdi:
„Sá sem tók blátt Kalkhoff-hjól
fyrir utan Sólheima 23 sl. laugar-
dagskvöld milli kl. 9 og 10 er vin-
samlega beðinn að skila því þangað
aftur. Það sást til hans og hjólið
verður sótt heim til hans ef hann
ekki skilarþví."
Víkverji skrifar
Líklegast tekst íslenskum fjöl-
miðlum aldrei að ráða þá gátu
hvenær „rétt" sé að birta nöfn
þeirra manna sem komast uppá
kant við þjóðfélagið. Meginorsökin
er eflaust fámennið og hvemig allir
þekkja alla eins og það er orðað.
Þetta vill verða handahófskennt
fyrir bragðið eða sýnist svo að
minnsta kosti; og hefur enda margt
verið skrafað um þetta í blöðunum,
sem eru alls ekki svo merkileg með
sig til allrar hamingju að þau þykist
ekki sjá á þessu vankantana.
Umræðan um þessi mál er enda
orðin æði gömul. Ætli menn hafi
ekki verið að vandræðast útaf þessu
í ræðu og riti nánast allt frá þeim
tíma sem blaðamennskan byijaði
að standa undir nafni hér uppi á
íslandi — og vísast lengur.
XXX
Almenningur gerist stundum
hneykslaður útaf þessu
ástandi og þeir hinir röskari telja
ekki eftir sér að stinga niður penna
eða slá á þráðinn til blaðanna. Þetta
kemur svona eins og í gusum þegar
eitthvert stórmálið kemur upp á
íslenska visu svo sem eins og okur-
málið núna síðast. En almenningur
á bara alveg eins bágt og fjölmiðl-
amir. Hann hefur nefnilega ekki
heldur hugmynd um hvað er hið
eina „rétta" í þessum efnum. Sumir
heimta nafnbirtingu í nafni réttlæt-
isins, aðrir krefjast nafnleyndar í
nafni réttlætisins.
Þetta er allt stórum einfaldara
með fjölmennu þjóðunum þar sem
einstaklingurinn týnist í mergðinni.
Á Bretlandi geta dómstólar krafist
nafnleyndar en fara samt gætilega
með þetta vald sitt. Blöðin eru upp
til hópa ófeimin við að birta nöfn
og gildir þá einu hver hlut á að
máli enda væri annað ótækt þar
sem svona leikreglur en í gildi. Á
hinn bóginn er til dæmis hið virta
blað Guardian með sérviskulega
dynti f frásögnum sínum af af-
brotamönnum og sakamálum, eins-
konar refsivönd má eiginlega segja
sem þætti kyndugur hér heima.
Bretinn rígheldur enn sem kunnugt
er í kurteisistitlana Mr., Mrs. og
Miss. og þeir hjá Guardian sýnast
hafa þann háttinn á, að á meðan
dómur er ekki fallinn í sakamáli er
hinn meinti lögbijótur, sem við
getum kallað Jones, samviskusam-
lega titlaður Mr. Jones en jafnskjótt
og sekt hans er sönnuð og dómurinn
fallinn heitir hann bara ótíndur
Jones.
Blaðamaður, sem vék úrklippu
úr einu dagblaðanna að Vík-
veija, gerði það með þeim orðum
að stundum skammaðist hann sín
fyrir að vera í stéttinni. Á úrklipp-
unni var mynd af kvenmanni að
stijúka vangann á samkvæmis-
klaeddum karli. í myndatexta sagði
meðal annars: „Meðfylgjandi mynd
sýnir Díönu Ross klappa söngvaran-
um Julio Iglesias á kinnina rétt áður
en hann var lagður inn á spítala
vegna húðútbrota sem versnuðu
stöðugt. Ástæðan fannst fljótlega
við rannsóknir; Julio er með húð-
krabba og verður því ekki jafn-
mjúkur á kinn og fyrrum." Þá eru
lesendur fræddir á því að nauðsyn-
legt kunni að reynst að „að fram-
kvæma meiriháttar húðflutning á
kappanum" og síðan klykkir texta-
höfundur út í sama fislétta glettn-
istón: „Og aðdáendur hans — kven-
fólk um allan heim — sem dáðst
hafa að þessum sólbakaða nánunga
verða í vanda, því varla fellur venju-
legur bleikskinni jafnvel inni í
ímyndina af kappanum."
Kappinn og húðkrabbinn. Verst
að maðurinn skuli ekki vera dauð-
vona. Þá væri nú aldeilis hægt að
velta sér uppúr þessu.