Morgunblaðið - 16.05.1986, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1986
51
n ^7
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
HEILRÆÐI
Dráttarvélaeigendur
Tryggið öryggi þeirra sem aka dráttarvélum ykkar. Dráttarvélar
og stórvirk vinnutæki eru hættuleg í meðförum, ef ekki er farið
að öllu með gát. Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið látið slík
verkfæri í hendur unglingum eða jafnvel bömum.
Geislunarmæla
í stað fótbolta
Poppkorn
í framför
Ágæti Velvakandi.
Ég vil hér með andmæla
7890—5700, sem gagniýnir Popp-
kom þann 7. maí sl. Mér finnst
þáttur þessi vera í mikilli framför
einmitt nú, þar sem hann er mun
fjölbreyttari en áður. Mun meira
er nú spilað af þungarokki í Popp-
komi, sem er ágæt tilbreyting frá
skallapoppinu, sem 7890—5700
virðist þykja best. Kynningamar,
eða öllu heldur leikþættimir, eru
drepfyndnar og gera það að verk-
um, að maður myndi horfa á þáttinn
þótt lögin væru leiðinleg.
Að lokum vil ég biðja Poppkom-
arana að halda góðu starfí áfram
og sýna fleiri myndbönd með góðum
hljómsveitum s.s. Ozzy Osboume,
Saxon, Rush, Black Sabbath o.fl.
4325-6572
Gypsy áttu
að spila
Kæri Velvakandi.
Við emm tveir óánægðir Gypsy-
aðdáendur. Gypsy á að vísu engan
þátt í óánægju okkar, heldur kæra-
leysið í þeim sem stóðu fyrir músík-
tilraununum í ár.
Hvemig datt þeim í hug að láta
Rikshaw spila á úrslitakvöldinu en
ekki Gypsy? Það er hefð fyrir því,
að sigurvegarar í músíktilraunum
sfðasta árs spili á úrslitakvöldinu
og afhendi sigurvegaranum verð-
launin. Rikshaw hefur aldrei komið
nálægt þessum músíktilraunum og
því alveg út í hött að fá þá til þess
að vera gestir úrslitakvöldsins.
Þá fannst okkur að sigurhljóm-
sveitinni í ár væri sýnd óvirðing
því verðlaununum var hálfvegis
fleygt í strákana.
Við vonum, að betur verði að
þessu staðið næst — verðlaunahöf-
unum þá sýndur meiri heiður en í
ár og verðlaununum ekki fleygt í þá.
Að lokum viljum við þakka Gypsy
fyrir frábæra frammistöðu. Þeir era
sannarlega þess verðugir að spila á
stærri hátíðum.
Tvær fúlar út í Tónabæ
og rás 2
Gleðibankinn,
frelsi,
friður og
bænadagurinn
Morgunblaðið segir 1. maí fréttir
af undirbúningi söngvakeppninnar
í Bergen, gengi Gleðibankans og
um þátttakendur frá ísrael og vest-
ur-þýska lagið segir:
Sérstkar ráðstafanir era gerðar
vegna Israelsmanna og hafa þeir
einnig með sér einkalífverði. Þeir
fá ekki að blanda geði við fjöldann
og era fluttir í sér bílum á milli
staða. Þeir segjast vera vanir slíku,
en vildu auðvitað gjaman geta
gengið frjálsir um eins og aðrir.
Vestur-þýska lagið „Úber die
briicke geh’n" er táknrænt fyrir
þrá mannsins eftir frelsi, en þar
er fjallað um nauðsyn þess að
byggja brú manna á millum, auka
skilning og frelsi á þessari jörð er
viðgistum um stundarsakir.
í sama blaði segir af bænadegi
kirkjunnar á sunnudag, nú á friðar-
ári Sameinuðu þjóðanna. Það er góð
frásögn, en kirkjan má ekki gleyma
þrá manna eftir frelsi, sem er for-
senda friðar. Biðjum fyrir frelsi,
friði og auknum skilningi milli
manna. Þá mun gleðibankinn
blómstra.
hvþ.
Kæri Velvakandi.
Komum okkur upp geislavirkni-
mælingum frekar en að kaupa
heimsmeistarakeppnina f fótbolta í
sjónvarpið fyrir þijár milljónir
króna. Það væri gaman að fá að
vita hvað kostar að koma upp að-
stöðu til geislavirknimælinga.
Ég skora á allt hugsandi fólk að
Velvakandi.
Ég vil þakka Birni Friðfinnssyni
innilega fyrir skelegga grein hans
í Morgunblaðinu laugardaginn 26.
apríl sl.
Hann segir sem satt er, að þetta
gamla tímatal okkar sé svo ódrep-
andi, að við eram skyldaðir til að
halda sumardaginn fyrsta þegar
Harpa gengur í garð, og auðvitað
vilja það bæði böm og gamalmenni.
En víðast hvar er ekki einu sinni
farið að vora, og allur sá fjöldi, sem
fer undir bert loft þennan hátíðis-
dag, getur varla haldið á sér hita
nema í þykkum ullarpeysum eða
kuldaúlpum.
Og af hveiju má ekki breyta hér
um, þótt einhveijar gamlar hefðir
hafí riðið húsum í þessum efnum
sem öðram í annarri nærmynd frá
útbrannum tíma, þegar við í smáu
sem stóra eram að sigla inn í nýrri
og heilsusamlegri heim?
Hvað ætli margir hafí hnerrað
og hóstað þegar heim, undir þak,
var komið eftir rokið og naglakulið?
Væri svo ekki nær, eins og Bjöm
minnist á, að láta sumardaginn
fyrsta bera upp á föstudag svo þjóð-
félagsþegnar hefðu þijá daga til
að mæla sig í friði, og slægi ekki
niður vegna mætingar á vinnustað
fyrir einn dag?
Og þar sem þessi mæti maður
vill, eins og ég og fleiri þúsundir
landsmanna, sem kunna að leita á
vit íslenskrar náttúru, færa sumar-
daginn fyrsta til, þá ætti skilyrðis-
laust að flytja hann aftur um tvær
vikur, því það munar um minna,
og má sjá það best út um gluggann
hjá sér, þegar bramið á tijánum
er að sækja í sig veðrið.
Það veit ég eins og þúsundir
láta til sín heyra um það, hvort það
vill heldur láta nota þessar þijár
milljónir í geislunarmælitæki eða
fótbolta. Ég vil jafnframt hvetja
alla til að fylgjast með og láta í ljósi
álit sitt á notkun almannaQár. Þetta
era okkar Qármunir og við eram
alltaf að borga braðl og fjárglæfra.
Dísa
landsmanna, að Davíð Oddsson,
besti og ijölhæfasti borgarstjóri
Reykjavíkur, kippti þessu snarlega
í liðinn, ef hann einn gæti þar
nokkra ráðið um, ásamt velviljuðum
sjálfstæðismönnum í öllum homum.
Kommakarlamir verða hér eftir
sem hingað til skjálfandi á öllum
dögum ársins, hvort sem er þorri
eða sumardagurinn fyrsti á alman-
akinu. Þeir vora mestu íhaldsjálkar
í borgarmálum og í §ölmiðlum era
þeir svo orðlausir yfír öllum þeim
loforðum, sem borgarstjóri gaf fyrir
síðustu kosningar, að þeir era eins
og afturgöngur og harðlæsa sig
inni í bílaflota sínum.
Sumardagsins sjónarspil
syngur falskt um hlíðar.
Kannski frekar fæst hann til
fjórtán dögum síðar.
Krístinn Magnússon.
Frábær
næturvakt
Kærí Velvakandi.
Við eram tvær stöllur, sem hlust-
uðum á næturvakt rásar 2 laugar-
daginn 3. maí síðastliðinn.
Ástæðan fyrir því, að við viljum
koma því á framfæri, er einfaldlega
sú, að næturvaktin þetta áður-
nefnda kvöld var í einu orði sagt
frábær. Við höfum oft heyrt góða
þætti á rás 2, en engan eins góðan
og þessa næturvakt.
Við viljum því senda stjómandan-
um, Ólafí Má Bjömssyni, okkar
allra bestu þakkir.
Tvær ánægðar.
Færum sumardaginn fyrsta
Bladburóarfólk
óskast!
AUSTURBÆR
Þingholtsstræti Skipholt 1 -50
Hvassaleiti Samtún
MYNDBANDA-
NÁMSKEIÐ
Notkun myndbanda eykst stöðugt í þjóðfélaginu,
bæði í atvinnulífi og á heimilum. Einstaklingar
nota myndbandið í auknum mæli til að geyma
minningar og atburði á skipulegan hátt. Fyrirtæki
og stofnanir hagnýta sér myndbandið til alls kyns
kynningar og fræðslu fyrir starfsfólk og viðskipta-
vini. íslensk myndritun heldur námskeið í mynd-
bandagerð fyrir byrjendur og þá sem lengra eru
komnir og veitir þátttakendum vandaða tækjaað-
stöðu.
Tilgangur: Námskeiðið er haldið til að veita þátttak-
endum undirstöðuþekkingu í notkun vídeómynda-
véla og upptökutækja fyrir VHS myndbandskerfið.
Viðfangsefni: Fjallað er um vídeo sem fjölmiðil.
Tekið er fyrir: undirbúningur upptöku (handrit),
upptaka myndar og hljóðs, og frágangur efnis
(klipping). Til að auðvelda námið fá þátttakendur
kennslugögn, m.a. á íslensku.
Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað öllum sem
áhuga hafa á myndbandagerð. Auk byrjendanám-
skeiðs heldur íslensk myndritun framhaldsnám-
skeið í ákveðnum þáttum myndþandagerðar.
Námskeið íslenskrar myndritunar koma að gagni
þeim sem vilja kynna sér seinna U-MATIC Hl-
BAND tæki, en þau uppfylla kröfur sjónvarps-
stöðva. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Kvöldnámskeiö - 12 timar
27. - 30. mai kl. 20.00-23.00
Helgarnámskeiö - 19 timar
6.-8. júní föstudag, kl. 20.00-23.00
laugardag og sunnudag kl. 10.00-18.00
Námskeiðin eru haldin á Laugavegi
89, 3. hæð. Upplýsingar í síma
621204 frá kl. 10-12.
JVC Húsinu, Laugavegi 89, sími 621204.
Áskriftarsíminn er 83033