Morgunblaðið - 16.05.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MAI1986
55
Valurfertil
Þórs ef fjölgað
verður í 12 lið
Frá Skúla Sveinssyni, fréttamanni Morg unblaðsins (Belgiu.
VALUR Ingimundarson hefur
ákveðið að þjálfa og leika með
Þór frá Akureyri nœsta vetur ef
fyrirkomulagi deildarinnar verður
breytt eins og til stendur. Valur
s'agði að þetta vœri alveg ákveðið
en ef engu yrði breytt varðandi
deildarfyrirkomulagið ' þá yrði
hann áfram f Njarðvík og léki með
þeim.
Allt bendir nú til þess að breyt-
ingar verði gerðar á úryalsdeildar-
keppninni á þingi KKÍ þann 14.
■ 1*
Myndabrengl
MYNDABRENGL urðu i kynningar-
blaði Morgunblaðsins á 1. deildar-
leikmönnunum í knattspyrnu á
miðvikudaginn. ( kynningu á Fram-
liðinu var ekki rétt mynd af Jónasi
Björnssyni. Jónas er einn af yngri
og efnilegri leikmönnum Fram og
leikur sem miövallarleikmaður og
er 19 ára. Meðfylgjandi mynd er
af Jónasi.
júní. Líklegasta formið er talið vera
þannig að leikið verði í 12 liða
forkeppni þar sem þau sex lið sem
nú keppa í úrvalsdeildinni yrðu auk
þeirra sem féllu og fjögur efstu úr
1. deildinni
í þessari forkeppni yrði leikin
einföld umferð og átta efstu liðin
úr þeirri viðureign léku síðan í úr-
valsdeildinni. Þar yrði annað hvort
leikin fjórföld umferð í tveimur
riðlum eða tvöföld í einum riðli.
Almennur áhugi virðist fyrir því
að breyta deildarkeppninni á þann
hátt sem hér er lýst en hvort af
því verður á naesta þingi verður
tíminn að skera úr um. Valur Ingi-
mundarson leikur á Akureyri ef
breytingarnar verða gerðar en ef
ekki þá leikur hann með íslands-
meisturum Njarðvíkur.
Beckenbauerbú-
inn að velja 22
manna HM hóp
FÁTT kom á óvart þegar Franz
Beckenbauer, þjálfari vestur-
þýska landsliðsins í knattspyrnu,
tilkynnti 22 manna hóp sinn fyrir
HM f Mexikó.
Hópurinn er skipaður þessum
leikmönnum:
Markverðir: Harald Schumacher, Köln, Eike
Immel, Dortmund, Uli Stein, Hamburger.
Varnarmenn: Klaus Augenthaler, Bayern
Miinchen, Thomas Berthold, Frankfurt,
Andreas Brehme, Kaiserslautern, Hans-Peter
Briegel, Verona, Norbert Eder, Bayern Múnc-
hen, Karl-Heinz Förster, Stuttgart, Matthias
Herget, Uerdingen, Ditmar Jakobs, Hamburg-
er. Miðvallarleikmenn: Karl Allgöwer, Stutt-
gart, Lothar Mattheus, Bayern Múnchen, Felix
Magath, Hamburger, Uwe Rahn, Mönc-
hengladbach, Wilfgang Rolff, Hamburger, Olaf
Thon, Schalke. Framlínuleikmenn: Klaus All-
ofs, Köln, Dieter Höness, Bayern Múnchen,
Pierre Littbarski, Köln, Karl-Heinz Rummen-
igge, Inter Milano, Rudi Völler, Werder Brem-
Morgunblaðið/AP
•Já, það er ekkert grfn að leika knattspyrnu í þunna loftinu f Mexfkó. Landslið þátttökuþióðanna
24 í úrslitum heimsmeistarakeppninnar eru nú fiest komin til Mexíkó og œfa þar af kappi. A mynd-
inni hér að ofan, sem tekin var f gœr skammt utan við Mexico City, þar sem landslið Argentínu var
á œfingu, er einn af læknum liðsins að mæla blóðþrýstinginn. hjá Diego Maradona, en mjög nákvæm-
lega er fylgst með þvf hvernig líkami leikmannanna bregst við álaginu sem fylgir því að leika í yfir
2.000 metra hæð yfir sjávarmáli.
Strembin dagskrá
landsliðsmanna
Frá Skúla Sveinssyni, frittamannl Morg unblaAalna í Belgfu:
ÞEIR hafa í nógu að snúast
íslensku körfuknattleiks-
landsliðsmennirnir sem
taka þátt í Evrópukeppn-
inni í Belgfu. Mikið er um
fundi og æfingar eru dag-
lega auk þess sem leikið
er á hverjum degi þá fimm
daga sem mótið stendur.
Kristinn Albertsson og Hilm-
Thompson lýstur nýr
heimsmethafi ítugþraut
— tveimur árum
eftir afrekið
Yfirstjórn Heimssambands
frjálsíþróttaheimssambandins
tilkynnti í gær að Daley Thomp-
son væri nýr handhafi heims-
metsins f tugþraut, fyrir afrekið
sem hann vann á Ólympíuleikun-
um f Los Angeles fyrir tveimur
árum. Á Ólympfuleikunum var
Thompson aðeins einu stigi frá
heimsmeti Vestur-Þjóðverjans
Jurgen Hingsen, en tveggja ára
rannsóknir á tfmatökunni f 110
metra grindahlaupinu f Los Ange-
les, hafa leitt f Ijós að hann hljóp
á einum þúsundasta úr sekúndu
hraðar en gefið var upp á sfnum
tíma. Það dugar til þess að bæta
einu stigi við þau sem hann vann
sór inn og or nýja talan þvf 8.797
stig.
Það er aðeins heimsmetsjöfn-
un, en breytingar á stigakerfinu í
tugþraut, sem gerðar hafa verið
síðan, gera Thompson að heims-
metshafa, með 8.847 „ný“ stig.
Jurgen Hingesen er næstur honum
með 8.832 stig.
Svo viröist sem lengi hafi leikið
grunur á um að eitthvað hafi verið
bogið við tímatökuna í 110 metra
grindahlaupinu, en tímataka á
Ólypíuleikum og öðrum stórmót-
um er margslungið fyrirbaeri sem
byggist á flóknum tölvubúnaði og
•Daley Thompson á OL f Los Angeles 1984, þegar hann settl metlð
sem loks var staðfest f gær.
Ijósmynda- og sjónvarpsbúnaði.
Það var því ekki fyrr en í gær að
tilkynnt var um að endanleg niður-
staða langra umræðna opinberra
aðila um tímatökuna.
Daley Thompson og Jurgen
Hingsen mætast að öllum líkindum
aðeins einu sinni í sumar - á Evr-
ópumeistaramótinu í Stuttgart í
ágúst.
ar Gunnarsson hafa undanfarna
daga verið á ferðalagi um Evr-
ópu þar sem þeir hafa tekið leiki
mótherja okkar upp á mynd-
band og nú verður legið yfir
þessum upptökum og reynt að
komast að því hverjir veikleikar
andstæðinga okkar eru.
í dag verður dagskrá liðsins
þannig að klukkan 10 árdegis
verður fundur þar sem farið er
yfir nokkra leiki andstæðing-
anna og klukkan 11.30 verður
æfing í höllinni sem leikið er í
og eftir það snæða menn. Eftir
matinn eiga menn að hvíla sig
til klukkan 15 en þá verður farið
á leik Ungverja og Tyrkja og
strax eftir hann verður snætt.
Klukkan 17.30 horfir liðið á
leik ísrael og Svía og setningar-
athöfnin er strax að honum
loknum. Að henni lokinni leika
íslendingar og Pólverjar og
klukkan 22.15 er annar fundur
þar sem farið verður yfir leikinn
og hann skoðaður af mynd-
bandi. Kiukkan 23 eiga allir að
vera komnir í rúmið og hvíla sig
fram til klukkan hálfníu daginn
eftir en þá hefst sama dagskráin
aftur. Það er sem sagt í nógu
að snúast hjá landsliðsstrákun-
um og hver mínúta skipulögð út
í ystu æsar.
Reyklaust
landslið
Frá Skúla Svelnssyni, fréttamanni
Morgunblaösins f í Belgfu:
íslenska landsliðið f körfu-
knattleik sem nú tekur þátt f
Evrópumeistaramótinu í Belg-
íu er reyklaust meö öllu. Eng-
inn leikmanna liðsins reykir
og reyndar er það bannað í
þeirra hópl.
„Þeir sem voru valdir í hóp-
inn urðu að hætta að reykja og
það var ekkert mál fyrir strák-
ana. Við höfum þetta eins og í
MR í gamla daga, þá mátti ekki
reykja en það var í lagi að taka
í nefið og það er leyfilegt hér
hjá okkur líka,“ sagði Einar
Bollason annar þjálfari liðsins í
gaer.
Torfi Magnússon fyrirliði
liðsins sagðist vel vita skýring-
una á að menn mættu taka í
nefið en ekki reykja: „Það er
bara af því Einar tekur í nefið
en hann reykir ekki.“ íslenska
landsliðið er sem sagt reyk-
laust hér á Evrópumeistara-
mótinu í körfuknattleik.
Evrópumótið:
Sigurður dæmir
Frá Skúla Svoinssynl, fróttamannl Morg unblaðslns f Belgiu:
SIGURÐUR Valur Halldórsson
körfuknattleiksdómari mun
dæma fyrir íslands hönd a Evr-
ópumótinu í körfuknattleik hér f
Belgíu. Hver jóö sendir einn dóm-
ara og að auki eru fjórir hlutlausir
dómarara mættirtil leiks.
Siguröur mun dæma í þeim riðli
sem Island leikur ekki í, það er að
segja riðlinum í Antwerpen og
sömu sögu er að segja af dómur-
um allra þeirra ríkja sem leika í
okkar riðli. Tveir hlutlausir dómarar
verða í Liege og tveir í Antwerpen.
Sigurður er meðal okkar reynd-
ustu körfuknattleiksdómara. Þetta
er í þriðja sinn sem hann dæmir í
Evrópukeppni karla, fyst í Osló árið
1984, siðan í Reykjavík í C-riðlinum
í apríl og núna hér i Belgíu. Einnig
hefur hann dæmt nokkrum sinnum
hjá unglingaliðum á alþjóðavett-
vangi og í Norðurlandamótum.
Mesta skrautfjööri í dómarahatt
hans var þó þegar hann var út-
nefndur dómari á tvo leiki í Evr-
ópukeppni félagsliða, í fyrra skiptið
árið 183 og síðan aftur í fyrra.
Hann er eini íslenski dómarinn
sem hlotnast hefur slikur heiður.