Morgunblaðið - 15.06.1986, Side 14

Morgunblaðið - 15.06.1986, Side 14
14 B 99 Nútímakonan erá hraðri ferð, alltaf að flýta sér. Hún er að hlaupa ívinnuna og ekur bíl svo að henni hentarsportleg hár- greiðsla 44 99 Þegar húnfer útá kvöldin vill hún samt geta verið glæsileg og setur sig í stelling- artil að vera aðlað- andi 44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 verðurað koma tilmóts við hraða lifnaðarhætti nútímakvenna segir Maurice Franck, listráðunautur heimssamtaka ICD Um leið og Maurice Franck, vara- forseti og listaráðunautur heims- samtakanna Intercoiffure, var kom- inn til landsins í allri rigningunni og drunganum á miðvikudagskvöldið vildi hann hitta íslensku sýningar- stúlkurnar fimm, sem eiga í dag að sýna frönsku hátískuna í lok Norður- landaþings samtakanna á Broad- way. Þetta sýnir e.t.v. vel að fræg- asta og þjálfaðasta fólkið á þessu sviði kastar ekki til höndunum þegar um sýningar er að ræða. Kannski einmitt þessvegna sem það heldur sæti sínu á toppinum og eykur hróð- ursinn. Maurice Franck hafði fyrir löngu fengið nákvæm mál af íslensku sýn- ingarstúlkunum fimm, valið og látið lagfæra þennan dýra hátískufatnað á þær. Eftir Ijósmyndum af þeim hafði hann svo skapað hárgreiðslur á hverja fyrir sig og við flíkurnar og búið til ýmiskonar hárskraut og toppa fyrirfram. Og nú var hann spenntur að sjá stúlkurnar sjálfar með eigin augum, þótt þrír dagar væru til stefnu meðan þingið er á Laugarvatni. Og daginn fyrir sýn- ingu vildi hann fá góðan tíma til að þjálfa stúlkurnar á staðnum og samræma framkomu þeirra við tón- listina, sem gerð hefur verið við hvert atriði. Viðhorfið til slíkra sýn- inga á hátískufatnaði og viðeigandi hárgreiðslum er að það sé listgrein og framleiðslan vandaður listiðnað- ur, sem verði að gera háar kröfur til. Sjálfur ætlar hann að ganga frá greiðslunum á sviðinu. Til að vel megi til takast hefur hann með sér tvo aðstoðarmenn sína. Eitthvað kostar þetta nú að koma með svona sýningu - með hátísku- flíkum frá Ninu Ricci, Philip Bonnet, Lecoannet Hemant og unga jap- anska tískuhönnuðinum Juin Abé — til íslands með tryggingum á öllum þessum hátískufatnaði, varð blaða- manni að orði, er hann leit hátísku- fatnaðinn frá frægustu tískuhúsum Parísasr sem héngu á slánni í sví- tunni á Hótel Loftleiðum, þar sem viðtal við þennan franska meistara skildi fara fram. Hann játaði því, sneri sér að aðstoðarmönnum sín- um og spurði hvort talan væri ekki eitthvað um 400 þúsund frankar. En kannski er ein skýringin að Maurice Franck hefur lengi séð um hárgreiðslur á vor- og haustsýning- um allra þessara tískuhúsa. Síðan dró hann fram sýnishorn af hárskrautinu, sem búið hafði verið til fyrir þessa sýningu á ís- landi. Sagði að þetta væri að vísu nokkuð íburðarmikið, sem kæmi til Maurice Franck og Elsa Haraldsdóttlr. Þau standa fyrlr framan allan dýrmaata hátískufatnaðinn fró tískuhúsun- um f Paris sem búlð var að taka upp úr töskum og bíður þoss að vorða sýndur hér é sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.