Morgunblaðið - 15.06.1986, Page 24

Morgunblaðið - 15.06.1986, Page 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ 1986 „Vil gefa barnabarni mínu kost á aö leita upprunans“ Rættvið Vestur-Islendinginn Asgeir Guðjohnsen frá Húsavík „ÉG GAT ekki hugsað mér að verða búðarloka. Þetta var árið 1923, ég 17 ára, nýútskrifaður gagnf ræðingur frá Akureyri og atvinnuleysi í landinu. Þákomu til Húsavikur tvær hjúkrunarkonur, frænkur mínar frá Kanada. Þær stungu upp á þvi við mig að ég skellti mér með þeim til Winnipeg. Mér þótti það góð hugmynd, en ætlaði mér nú aldrei að vera þar nema í nokkur ár,“ sagði Ásgeir Guðjohnsen er blaðamaður ræddi við hann nýverið á heimili bróðursonar hans, Aðalsteins Guðjohnsen í Reykjavík. Asgeir er áttræður og hefur verið búsettur í Winnipeg og í Sebastapol, smábæ við San Francisco, frá árinu 1923, að undanteknum 16 mánuðum árin 1947 og 1948, er hann bjó hér heima. Nú býr hann í Dallas, Texas, hjá syni sínum. Asgeir hefur unnið við prentiðn alla ævi, hóf störf sem vélsetjari við Lögberg í Winnipeg árið 1923. Morgunbladið/Þorkell Asgeir Guðjohnsen á heimili bróðursonar sins, Aðalsteins Guð- johnsen. Foreldrar hans voru Stefán Guðjohnsen kaupmaður á Húsavík og eiginkona hans, Kristín Jakobs- dóttir, langafi hans var Pétur Guðjohnsen organisti í Dómkirlq'- unni. Ásgeir fékk strax vinnu við Lögberg er hann kom út til Winni- peg og sagðist hann ætíð hafa kunnað vel við sig þar, enda margt mætra manna sem unnu við blaðið. Kvaðst hann sérstaklega minnast þeirra Einars Páls Jónssonar skálds og rithöfundar, sem verið hafi rit- stjóri, þá Ásmundar P. Jóhannsson- ar og Ama Eggertssonar. Lögberg var einvörðungu skrifað á íslensku á þessum tíma og sagði Ásgeir að blaðið hefði verið geysilega stórt, a.m.k. átta dálkar og þrír fjórðu metrar að lengd hver blaðsíða. Hann sagði og, að nú væri blaðið að minnstum hluta á íslensku, þó væru leiðarar skrifaðir á íslensku. Félagslífið var blóm- legt í Winnipeg- Aðspurður sagði Ásgeir að fé- lagslíf Islendinga í Winnipeg hefði verið blómlegt á þeim tíma sem hann kom þangað. íslendingar hefðu verið á milli 10 og 12 þúsund og upplag Lögbergs um 2.500. ís- lendingabyggðin hefði verið þétt og sagðist hann minnast þess að hann hefði fyrstu árin getað snúið sér að næsta manni á götum úti og talað íslensku, því yfirgnæfandi meirihluti íbúanna hefði verið ís- lenskur. Á þessum tíma voru gefin út tvö blöð Islendinga í Winnipeg, Lögberg og Heimskringla. Ásgeir sagði að erjur nokkrar hefðu verið á milli blaðanna, mestmegnis trúarlegs eðlis. „Þetta risti þó ekki djúpt. Eg held að það hafí verið meira manna- munur en skoðanamunur en þetta lífgaði upp á félagslífið. Þessi blöð eru nú sameinuð í eitt í dag eins og kunnugt er, Lögberg/Heims- kringlu. Annars var félagslífíð mikið og gott. Þama var Þjóðrækn- isfélag, sem hélt þjóðræknisþing reglulega. Tvær góðtemplarastúkur héldu uppi félagslífí, flutt voru ís- lensk leikrit. Þá var starfandi Karlakór Vestur-íslendinga, sem ég var meðlimur í. Ragnar H. Ragnar stjómaði honum í fjölda ára og var starfsemi hans mjög biómleg.“ Komu heim með fyrstu Skymaster-vélinni Af persónulegum högum Ásgeirs má relq'a, að hann kvæntist ís- Ienskri konu árið 1932, Sif Adams- dóttur frá Nesi í Aðaldal. Þau áttu þrjú böm en önnur dóttirin dó áður en hún náði eins árs aldri. Sif varð ekki langlíf, lést klukkustundu eftir fæðingu yngsta bams þeirra. Ás- geir kvæntist á ný nokkmm árum síðar og var kona hans af írskum og hollenskum ættum. Þau áttu saman einn son. „Við fluttum fljót- lega til íslands, eða árið 1947. Þannig stóð á því að mér bauðst vinna hjá Prentsmiðjunni Guten- berg og það var borgað fyrir alla flölskylduna heim. Þá var fyrsta Skymaster-flugvél Loftleiða að koma heim og við vomm farþegar í þessari fyrstu ferð vélarinnar, en hún kom beina leið frá Winnipeg með viðkomu_ í eina nótt á Ný- fundnalandi. Ég var með samning upp á tveggja ára starf hjá Guten- berg en við voram hér aðeins í 16 mánuði. Það kom ýmislegt til, leið- indi í konunni og ég eirði einhvem veginn ekki hér heima." Þegar Ásgeir fer á ný utan með fjölskyldu sína ákveður hann að breyta til og fer því ekki til Winni- peg, sagði ástæðuna hafa verið að vetur vom þar kaldir, kaldari en hér heima, og að hann hafi viljað reyna eitthvað nýtt. „Ég treysti þvi á Guð og gæfuna og við fómm til Sebastopol, sem er smábær nærri San Francisco. Konan var hjúkmn- arkona að mennt og fékk hún strax vinnu, en ég fékk síðar vinnu í Santa Rosa, setjari við dagblað, og þar starfaði ég upp frá því. Þar vinnur nú Stefán, eldri sonur minn. Konan mín er nú látin, ég bý hjá syni mínum, John, í Dallas í Texas. Hann er myndatökumaður hjá ABC-sjónvarpskeðjunni í Dallas og ferðast mikið um heiminn. Káinn fyndinn karl, en fáorður. Ásgeir segist muna eftir mörgum góðum Vestur-íslendingum frá ár- unum í Winnipeg. Aðspurður um hvort hann minnist Káins segir hann: „Já, hann var fyndinn karl, fáorður að jafnaði, nema þegar hann var við skál, sem ég held að hann hafi nú verið oft. Þegar ég kem þama 17 ára þá er hann hér- umbil 60 ára. Hann bjó ekki þama heldur í Norður-Dakota en kom oft til Winnipeg til dæmis á þjóðræknis- þing. Ég man að það var sagt að hann væri óskemmtilegur, þegar hann var ekki fullur en skrítinn var hann og sérstaklega hæðinn eins og kveðskapur hans ber með sér.“ Stephan G. sagðist Ásgeir minnast s 19 fermetrar með fortjaldi. Eldunartæki, vaskur og stóru plúsarnir, 13“ dekk og sá eini á íslandi sem kemur með hemlum. Því eins og allir sjá, þá er það mikið öryggi að fullhlaðinn vagn ýti ekki á eftir bílnum, þegar ekið er niður brekkur eða hemlaö snögglega. Verðið á öllu þessu með fortjaldi, sólskyggni, varadekki og eldhúsi frá kr. 177.500,-. Drífið ykkur nú á sýninguna hjá okkur um helgina og trygg- ið ykkur svo eintak af þessum frábæru tjaldvögnum, þeim mest seldu í Evrópu. Við fáum takmarkað magn í sumar. Erum einnig með hústjöld, gasmiðstöövar og hliöarglugga í sendibíla. Sýningar allar helgar í sumar, opid frá kl. 11.00—16.00 laugardaga og sunnudaga. Fríbýli sf. Skipholti 5, sími 622740. Opið daglega frá kl. 17.15—19.00. RÍKISÚTVARPIÐ Ríkisútvarpið Hljóðvarp minnir á, að skiiafrestur í verð/aunasamkeppni þess um htjóðvarpsieikrit er t/i 15. september nœstkomandi Verkin skuiu send /eik/istardei/d Hijóðvarps, pósthóif 120, í ums/agi merktu Leikritasamkeppni Ríkisútvarpsins 1986. Verkin eiga að vera undir duinefni og réttnafn höfundarað fyigja með í iokuðu ums/agi. Leikritin sku/u vera frumsamin, hvergihafa verið birt áður ogmiðað við aðþauséu40-60mínúturífiutningi. Fyrstu , verð/aun ísamkeppninni verða ekkiiœgrien kr. 200.000, en a/is hefur dómnefnd kr. 350.000 t/i ráðstöfunar. RÍKiSÚTVARPiÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.