Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986
finiílaiidi
AKMULA 40 REYKJAVIK S'-83555
f
’ * í t ; , V;
1 ftwfg f ® j
11É ' : A V- ' 7 ; ^
:; t %'% fWm
/; jyl
Ferðaþjónusta á Hellu:
Mosfell sf. býður ferðamönnum
fjölbreytta gistimöguleika
Hefur komið upp einu besta tjaldsvæði á landinu
„ÞETTA er tvímælalaust besta
tjaldsvæði landsins og sú aðstaða
sem hér er boðið upp á fyrir-
finnst hvergi annars staðar,“
sagði gamalreyndur ferðaskrif-
stofumaður á kynningarf undi
Mosfells á Hellu þar sem ferða-
skrifstofufólki og fjölmiðlum var
kynnt starfsemi Mosfells og sú
aðstaða fyrir ferðafólk sem fyr-
irtækið hefur byggt upp á undan-
förnum árum.
Mosfell á Hellu rekur gistihús,
verslun og tjaldsvæði á bökkum
Rangár, neðan brúarinnar. í gisti-
húsinu eru 20 tveggja manna her-
bergi og rúmgóður matsalur og
aðstaða til eldunar fyrir hópa. Tjald-
svæði Mosfells er einstakt fyrir þá
sök að ekki er eingöngu um tjald-
svæði að ræða heldur hefur þar
verið byggt upp svæði með sumar-
húsum af þremur stærðum, eldun-
arskála fyrir tjaldgesti og stórum
skála sem opinn er fyrir gésti
svæðisins. Þar er eldunaraðstaða
fyrir hópa sem vilja annast sína
matseld sjálfir. Mjög góð snyrtiað-
staða er á svæðinu f sérstöku húsi
þar sem einnig er hægt að fara í
steypibað. Og þeir gestir á svæðinu
sem vilja þvo af sér geta gert það
í þvottahúsi stóra tjaldskálans þar
sem eru tvær þvottavélar til reiðu
gegn vægu gjaldi.
Minnstu sumarhúsin eru 10 m2.
Þau eru með rafmagni og eldunar-
aðstöðu en vatn og snyrtingu þurfa
gestir að sækja annað. Húsin af
millistærðinni eru 16 m2, og eru
með snyrtingu, svefnplássi fyrir 6
og eldunaraðstöðu. Stærstu húsin
eru 28 fermetrar. í þeim eru tvö
sjö manna herbergi, eldhús og góð
snyrtiaðstaða. ÖIl húsin er hægt
að fá leigð með rúmfötum eða án
þeirra og öll eru með tækjum og
áhöldum til eldunar.
Tjaldsvæði Mosfells er í alla staði
mjög snyrtilegt, þar hefur verið
plantað tijám og þar eru leiktæki
fyrir böm auk þess sem eigendur
fyrirhuga að útbúa golfbrautir fyrir
þá sem áhuga hafa á slíku. Auk
þess að geta tjaidað á svæðinu eða
gist í sumarhúsum er hægt að fá
á svæðinu rafmagnstengingu og
heitt og kalt vatn í hjólhýsi.
Hús og bíll á Hellu
„Fólk miðar sumarhúsin gjaman
við sumarhús verkalýðsfélaganna
og finnst þá verðið hátt en ef miðað
er við verð gistihúsa á gistingu þá
er verðið lágt,“ sagði Einar.
Minnstu húsin kosta 1.200 krón-
ur í eina nótt og 6.000 krónur
vikan. Húsin af miðstærðinni kosta
1.980 krónur nóttin og 9.900 vikan.
Stærstu húsin, tveggja herbergja,
kosta 2.990 nóttin og 14.950 vikan.
Ef miðað er við leigu í viku fyrir
flóra á er meðalverð á mann kr.
355 fyrir nóttina.
Stómm vinnustöðum og verka-
lýðsfélögum stendur til boða til-
boðsverð ef húsin eru tekin í 12
vikur eða lengur. Þá er verðið á
stærstu húsunum 11.585 á viku og
7.595 fyrir húsin af miðstærðinni.
Einar gat þess að ef svo færi að
nýting húsanna yrði lítil kæmi til
greina að leigja með þeim bfl. Bfll-
inn yrði þá eins og hvert annað
húsgagn sem fylgdi húsunum.
Sig. Jóns.
Husqvarna
VERÐLÆKKUN
VEGNA NYRRA SAMNINGA
VERKSMIÐJURNAR, TÓKST OKKUR
AÐ LÆKKA VERÐIÐ Á HEIMILISTÆKJUM.
DÆMIUM VERD'.
UPPÞV0TTAVÉLEL2,°
ÁÐURstgr.kr. 42.060,- KOSTAR NÚ stgrvjO,vj0^f,-
UPPPV0TTAVÉLEL200 ,infM
AÐUR stgr.kr. 36.322,- KOSTAR NÚ stgr. O
Gunnar Ásgeirsson
irSi iHanrichvrai it 1R ^imi Q1
___________________________hf.
Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200
Áskriftarsíminn er 83033