Morgunblaðið - 17.06.1986, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR17. JÚNÍ1986
Fylkiskosningarnar í Neðra Saxlandi:
Kristilegir demó-
kratar töpuðu fylgi
Bonn, Vestur-Þýskalandi, AP.
SÓSÍAL demókratar fögnuðu í
gær úrslitum í fylkiskosningunum
í Neðra-Saxlandi og sögðust vera
ánægðir með ávinning flokksins í
kosningunum, þrátt fyrir að ekki
hefði tekist að fella meirihluta
Kristilegra demókrata þar, en þeir
ásamt Frjálsum demókrötum hafa
eins þingsætis meirihluta á fylkis-
þinginu. Ernst Albrecht, fylkis-
stjóri i Neðra-Saxlandi, mun þvi
áfram gegna þvi embætti, en nú
með tilstyrk Frjálsra demókrata.
Flokkur Kristilegra demókrata
tapaði rúmum 6% atkvæða frá síð-
Erlendur
Patursson
látinn
ERLENDUR Patursson, lög-
þingsmaður i Færeyjum, lézt á
heimili sinu í Kirkjubæ i gær.
Hann var á 73. aldursári.
Erlendur lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
og talaði íslenzku reiprennandi.
Hann var lögþingsmaður fyrir
Þjóðveldisflokkinn á árunum
1954—66 og frá 1970. Hann var
fulltrúi á þingi Norðurlandaráðs
1970—74 og frá 1980 og átti
sæti í menningarmálanefnd ráðs-
ins.
ustu kosningum árið 1982, er hann
hlaut 50,7% atkvæða og hreinan
meirihluta. Nú fékk flokkurinn 44,3%
atkvæða og sósíal demókratar 42,1%.
Frjálsir demókratar fengu 6% at-
kvæða og flokkur Græningja 7,1%.
Kjörsókn var 77,4%, en á kjörskrá
voru 5,6 milljónir manna.
Fylkiskosningamar eru taldar gefa
mikilvæga vísbendingu um gengi
flokka, en kosningar til Sambands-
þingsins verða í janúar á næsta ári.
Johannes Rau, kanslaraefni sósíal
demókrata, sagði að niðurstaða kosn-
inganna gæfi sósíal demókrötum byr
undir báða vængi í kosningabarátt-
unni. Helmut Kohl, kanslari, sagði
hins vegar að flokkurinn hefði náð
því markmiði sínu að halda áfram
um valdataumana í Neðra-Saxlandi
og að úrslitin sýndu að sósíal demó-
kratar væru ófærir um að ná völdun-
um frá kristilegum demókrötum.
Hann sagði úrslitin sigur fyrir sam-
steypustjóm kristilegra- og ftjálsra
demókrata og stefnu hennar og sagð-
ist vera bjartsýnn á niðurstöðu kosn-
inganna til sambandsþingsins í jan-
úar.
Kjamorkuslysið í Chemobyl hefur
haft talsverð áhrif á stjómmál í
Vestur-Þýskalandi og andstæðingum
kjamorku þar í landi hefur vaxið
fiskur um hrygg. Ríkisstjómin hefur
legið undir harðri gagnrýni vegna
stefnu sinnar í kjamorkumálum, en
Kohl sagði í gær að hann teldi að
stjómin væri komin yfir það versta
hvað það snerti nú.
Kohl hefur átt undir högg að sækja
undanfama mánuði og vinsældir hans
meðal kjósenda eru miklu minni en
leiðtoga sósíal demókrata, Johannes
Rau. I skoðanakönnunum að undan-
fömu hefur Rau iðulega verið vinsæl-
astur stjómmálamanna, en Kohl í
sjötta og sjöunda sæti.
ERLENT
Samstöðumenn sak-
aðir um landráð
Varsjá, AP.
Innanríkisráðherra Póllands
hefur sagt, að Samstöðu-leið-
togar , sem fara huldu höfði
hafi þegið fé af bandarísku leyni-
þjónustunni fyrir ýmsar leynileg-
ar upplýsingar, þám. um hermál.
Hu Yaobang heim-
sækir V-Þýska-
land og Frakkland
MÚnchen, París, AP.
Hu Yaobang, aðalritari kin-
verska kommúnistaflokksins,
kom í gær til Frakklands frá
V-Þýzkalandi, þar sem hann
ræddi m. a. við Helmut Kohl,
kanslara, og Willy Brandt, leið-
toga sósíal-demókrata.
Hu ræddi við Francois Mitterand,
forseta, í Elysée-höll. Samskipti
Frakklands og Kína hafa yfirleitt
verið góð. Frakkland var fyrsta
vestræna ríkið til þess að skipa þar
sendiherra, en það var árið 1964.
Einnig hafa ríkin haft sömu stefnu
í mörgum alþjóðamálum og ber
málefni Afganistan þar hæst.
í dag mun Hu hitta Chirac en á
fimmtudag mun hann svo hitta
Georges Marchais, formann
franska kommúnistaflokksins, en
síðdegis þann dag heldur hann til
Rómaborgar.
Ráðherrann, Czeslav Kiszczak,
sagði pólska leyniþjónustumenn
hafa komið sér vel fyrir í neðanjarð-
arhreyfíngu Samstöðu, sem væri
nú í andarslitrunum. Yfirlýsingar
ráðherrans komu fram í viðtali, sem
birtist f flestum stórblöðum lands-
ins.
Yfirvöld hafa mjög hert áróður-
inn gegn Samstöðu eftir að Zbigni-
ew Bujak, einn af leiðtogum verka-
lýðssamtakanna, var handtekinn
31. maí síðastliðinn. Valinn hefur
verið eftirmaður Bujaks og heitir
sá Viktor Kulerski, fimmtugur fyrr-
verandi kennari frá Varsjá.
í bréfi, sem Bujak sendi konu
sinni úr fangelsinu, kemur fram,
að honum líði vel eftir atvikum og
hafi ekki verið misþyrmt. Hann
gerir ráð fyrir, að fangavistin verði
löng og vonast til að geta notað
tímann til að mennta sig.
í pólsku vikuriti er sagt frá
handtöku Bujaks og sagt, að honum
hafi verið komið gjörsamlega á
óvart. f fbúð hans hafi fundist gögn,
sem sýndu, að hann hefði verið
orðinn sífellt háðari fé frá erlendum
aðilum.
Er lögreglumennirnir spurðu
Bujak, hvort hann væri „Zbigniew
Bujak, leiðtogi neðanjarðarhreyf-
ingar Samstöðu", svaraði hann
háðslega, að þeir yrðu sjálfir að
sanna það.
AP/Símamynd
Franz Vrantizky, hinn nýi kanslari Austurrikis lengst til vinstri ásamt, Rudolf Kirchschláger, fráfarandi
forseta, fráfarandi kanslara Fred Sinowatz og fráfarandi utanríkisráðherra Leopold Gratz, er hinn
nýja ríkisstjóm Austurríkis vann trúnaðareiða.
Austurríki:
Ný ríkisstjórn
sver trúnaðareið
Vínarborg;, AP.
NÝ ríkisstjórn Sósíaldemó-
krataflokksins vann trúnaðar-
eið í gær í kjölfar ósigurs fram-
bjóðanda flokksins í forseta-
kosningunum fyrr í mánuðin-
um.
Kurt Waldheim, fyrrum aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, naut stuðn-
ings Þjóðarflokksins, sem er í
stjómarandstöðu og sigraði í for-
setakosningunum, hlaut tæp 54%
atkvæða, en Kurt Steyrer, fram-
bjóðandi stjómarflokksins laut í
lægra haldi.
Fred Sinowatz, kanslari Austur-
ríkis, sagði af sér eftir að úrslit lágu
fyrir og tilnefndi sem eftirmann
sinn Franz Vranitzky, fjármálaráð-
herra. Talsverð uppstokkun varð í
ríkisstjóminni. Þannig tók við
embætti utanríkisráðherra Peter
Jankoitsch, fymirn sendiherra
Austurríkis hjá Sameinuðu þjóðun-
um. Erich Schmidth tók við emb-
ætti landbúnaðarráðherra af Gunt-
her Haiden og Ferdinand Lacina tók
við embætti fjármálaráðherra.
Hann fór áður með málefni þjóð-
nýttra fyrirtækja.
í ríkisstjóm Austurríkis em 15
ráðherrar og héldu aðrir ráðherrar
embættum sínum. Þeir sóru þá allir
fráfarandi forseta, Rudolf Krichsc-
hláger, trúnaðareiða. Margir stuðn-
ingsmanna Waldheims hafa gagn-
rýnt þessa uppstokkun á ríkisstjóm-
inni nú og segja að hún jafngildi
lítilsvirðingu við Waldheim, sem
tekur við embætti forseta 8. júlí
næstkomandi.
Beita á hernum
gegn síkkum
— segir Janate-flokkurinn á Indlandi
Nýju Delhf, AP.
RUMLEGA 12.000 hindúar söfnuðust saman í trássi við bann lög-
regiu á mánudag í Nýju Delhí, tíl þess að leggja áherslu á kröfur
um að indverska hemum verði beitt gegn hryðjuverkamönnum síkka
í Punjab-héraði.
Lögreglan sagði að mótmælin
hefðu farið friðsamlega fram í
steikjandi hita og hefðu um 12.000
manns verið handteknir, fyrir að
virða ekki bannið við fundahöldum.
Hefði fólkið verið flutt á íþróttaleik-
vang, því gefíð að borða og síðan
sleppt. Undanfama 11 daga hafa
slík mótmæli farið fram og hafa
þau verið í anda sjálfstæðishetju
Indveija, Mahatma Gandhi, er
hvatti samlanda sína til þess að
beijast fyrir málefnum án þess að
beita ofbeldi eða sýna mótþróa
þegar handtaka ætti þá. Hinn hægri
sinnaði, Bharatiya Janata-flokkur,
sem er í stjómarandstöðu hefur
staðið fyrrir mótmælunum. Krefst
hann þess að Rajiv Gandhi, forsæt-
isráðherra sendi, indverska herinn
til Punjab þar sem hryðjuverka-
menn síkka hafa drepið rúmlega
400 manns, aðallega hindúa, frá
áramótum. síkkar krefjast þess að
fá að stofna sjálfstætt ríki.
Nýtt rít frá Jane’s:
Sovétmenn tíu árum á
undan Bandaríkjamönnum
á sviði geimvísinda
London, AP.
í NÝÚTKOMINNI bók, Jane’s Space Fligfht Directory, segir
ritstjórinn, Reginald Turnill, að Sovétríkin hafi náð tíu ára
f orskoti á Bandaríkin á sviði geimvísinda.
Tumill segir að NASA hafi ekki
lagt nægilega rækt við vissa þætti
geimflugs, en mestu valdi þó að
engin varaáætlun hafí verið til
þegar hvert óhappið hafi rekið
annað. Nú bíði fjöldi gervihnatta á
jörðu niðri og hafa vamarhagsmun-
ir Bandaríkjanna og bandamanna
þeirra beðið mikið tjón af þeim
sökum.
Sovétmenn hafa aflað sér mun
meiri reynslu í geimnum, en sem
dæmi nefndi Tumill það, að sovésk-
ir geimfarar hafa verið meira en
4.000 daga í geimnum, en banda-
rískir aðeins 1.587. Þó er verra, að
bandaríkjamenn hafa litla reynslu
af langri dvöl í geimnum. Þrátt
fyrir að NASA hafí sýnt stórkost-
lega tæknilega yfirburði, t.d. með
geimferðum til annarra reiki-
stjama, er hin gamla hugmjmd um