Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986
Að Borges látnum:
„Heimurinn hefur misst snilling-
— við erum snauðari eftir ...
„HEIMURINN hefur misst snillmg og við erum snauðari að honum
látnum" sagði i fyrirsögn forystugreinar argentinska blaðsins Diario
Popular i Buenos Aires vegna fráfalls argentínska skáldsins Jose
Luis Borges, sem lést í Genf sl. laugardag. Borges hefur verið
minnzt víða um heim og skáld og stjómmálamenn lofað lífsstarf
hans og þann mikla skerf sem hann lagði til bókmennta fyrr og
siðar. Alfonsin forseti Argentinu sagði að á þessum sorgardegi
væri ástæða til að minnast meðvirðingu þeirra ómentanlegu verð-
mæta sem Borges hefði látið eftir sig. „Hann var hafinn yfir allar
stefnur, hann var einfari og hélt sig víðs fjarri öllu pólitisku þrasi“
sagði Jean D’Ormesson, rithöfundur og meðlimur frönsku akademi-
unnar. Hann afhenti Borges verðiaun akademíunnar fyrir sjö árum.
„Kannski var þetta — að hann fylgdi ekki neinum tizkustefnum —
ein af ástæðum fyrir því að hann hlaut aldrei Nóbelsverðlaunin.
Hann var torskilinn og ójarðbundinn, orti ljóð sem einkenndust af
djörfu og frumlegu myndmáli. Hann var yfir aðra hafinn. Og þvi
sem Nóbelsnefndin velur til verð-
féll hann ekki inn i þann flokk
launa“ sgði D’Ormesson.
Jose Luis Borges fæddist í Buen-
os Aires þann 24. ágúst 1899. Faðir
hans var stjómarerindreki og flutt-
ist til Genf með fjölskyldu sína árið-
1914. Þar bjó Borges í nokkur ár,
en hélt síðan til Spánar og tók
höndum saman við framúrstefnu
skáld Spánar á þeim árum. Hann
flutti á ný til Buenos Aires þegar
hann var tuttugu og tveggja ára
og bjó þar lengst langrar ævi. Hann
sendi frá sér ljóðabækur, ritgerða-
söfn og smásögur. Hann sagði alla
tíð að hann hefði andúð á því að
fá á sig einhvem pólitískan stimpil
og kailaði sig stundum, íhaldsmann,
stjómleysingja og guðleysingja.
Hann var opinber andstæðingur
Perons á þeim árum sem hann ríkti
í Argentínu þegar Peron komst til
valda í fyrra skiptið árið 1946 var
eitt af fyrstu verkum hans að færa
Borges úr starfi yfírborgarbóka-
varðar Buenos Aires; og skipaði
hann eftirlitsmann með kjúklinga
og kanínumarkaði borgarinnar.
Borges afþakkaði starfíð.
Borges hafði verið blindur frá
árinu 1956. Hann var tvíkvæntur
og gekk að eiga síðari konu sína
maríu Kodama, sem er 41 árs fyrir
nokkmm mánuðum. Hann veiktist
af krabbameini í lifur fyrir um það
bil hálfu ári. Hannákvað að flytjast
til Genfar en þaðan kvaðst hann
eiga góðar minningar frá unglings-
ámnum. Hann sagðist ekki óttast
dauðann og bætti við: „Ég mæti
dauðanum með þá einu von að þá
sé allt um garð gengið. Að líkami
mitt og sál fylgist að. Ég vil ekki
lifa við þá ógnun að sálin sé ódauð-
leg.“
Ahrif Jose Luis Borges á
spænskuskrifandi höfunda em
óumdeilanleg. Hann skrifaði knapp-
an, hnitmiðaðan stíl og bækur hans
vom þýddar á mörg tungumál.
Menntafrömuðir líktu honum einatt
við Franz Kafka og Edgar Allan
Poe. Hann vann til margra viður-
kenninga á lífsleiðinni, en sjálfur
sagði hann á efri ámm, að hann
væri óánægður með flest það sem
hann hefði látið frá sér fara og tjáði
þá skoðun sína að spænskuskrifandi
höfundar ættu ekki sjö dagana
sæla þar sem enska væri langtum
ljóðrænna tungumál.
Meðal þeirra verka Borges sem
hvað þekktust urðu í ensku mælandi
heimi má nefna „Labyrinths," „Ot-
her inquisitons" og „The Book of
Sands“.
Fyrsta bók hans kom út þegar
hann var rösklega hálffertugur,
„Historia universal de la Infamia".
AIls sendi Borges frá sér 35 verk.
Framan af ævi skrifaði hann eink-
um ljóð, en sneri sér síðan í auknum
mæli að ritgerðasmíð og smásög-
um, þegar hann varð 85 ára sagði
hann í viðtali við blaðamann að
hann nyti lífsins æ meira með aldr-
inum. „Þegar ég var ungur var ég
sýknt og heilagt að stríða við að
vera óhamingjusamur. Að leika
Hamlet. Eða Byron. Enauðvitað var
eintóm vitleysa."
Jose Luis Borges verður jarðsett-
ur á miðvikudag í Genf.
„Ég lærði sparsemi með orð af
íslenskum fombókmenntum".
Jose Luis Borges var gestur á
íslandi í apríl 1971. Hann var vel
að sér í Islendingasögum og dró
enga dul á að lestur þeirra hefði
haft djúpstæð áhrif á sinn eigin
skáldskap. í samtali sem Matthías
Johannesen ritstjóri átti við Borges
í íslandsverunni sagði Borges að
sig hefði alla tíð dreymt um að
koma til íslands og hann lýsti fyrstu
kynnum sínum af íslenzkum fom-
bókmenntum: „Faðir minn átti ág-
ætt bókasafn. Ég fékk leyfí til að
skoða það. Þar komst ég yfír þýð-
ingar William Morris og Eiríks
Magnússonar á Völsungasögu. Ég
varð mjög hrifinn af að lesa
hana.. . þegar ég löngu síðar
stundaði nám í genf ... kynntist
ég endursögn á Noregskonunga-
sögum." Síðar segir Þorgeir: „Þessi
kjmni leiddu hugann að fomum ís-
lenskum skáldskap. Ég tók þegar
ástfóstri við Heimskringlu, Eddum-
ar og Grettissögu. að vísu hef ég
alltaf átt fremur erfitt með að skilja
Eddukvæðin, en þeim mun auðveld-
ara er að komast að lq'ama Snorra
Eddu. Hún er rituð á yndislegu máli
og einföldu. Ég hef haft gaman af
fyndni Snorra, t.a.m. þegar hann
lýsir því hvemig kjafturinn á Fem-
isúlfí nær heimsskauta á milli,"
Síðar í samtali er Borges spurður
hvað hann hafí einkum lært af ís-
lenskum fombókmenntum og hann
svarar: „Sparsemi. Allir sem skrifa
á spænsku hafa tilhneigingu til að
teygja úr stílnum. Cervantes er
sagður hafa verið raunsæishöfund-
ur. En sögupersónur hans tala aldr-
ei saman. Þær halda alltaf ræðu.
Snorri Sturluson er stórkostlegt
leikritaskáld sem uppi hefur verið.
Leikritaskáld leikhúss. Shakespeare
er alltof langorður. .. .Snorri hefði
lagt Hamlet betri lokasetningar í
munn en Shakespeare. Sögumar
kenndu mér að nota eins fá orð og
unnt er. Cervantes hefði aldrei í
lýsingu á Einari þambarskelfi eins
og: að skjóta Noreg úr hendi þér.
Þegar ég las þetta fyrst, grét ég.“
(Samantekt: J.K)
Allt í eitt hús
— eða næstum því...
í einu föstu tilboði!
Eldhúsinnréttingar
Klæðningar______________
Loftplötur — Milliveggir
Handrið — Stigar________
Fataskápar — Sérsmíði
Líbýa:
Afhending líkams-
leifa háð skilyrðum?
Trípóli. London, AP.
STJÓRNVÖLD i Líbýu virðast
tilbúin tíl að afhenda lík annars
bandaríska flugmannsins er
fórst í árás Bandaríkjamanna á
landið 15. apríl sl. ef þau fá í
staðinn peninga eða Bandaríkja-
stjórn geri einhveijar tilslakanir
gagnvart Libýu.
Vestrænir sendiráðsstarfsmenn
sem ekki vilja láta nafna sinna
getið, sögðu sl. sunnudag að undan-
fama 10 daga hefðu samningavið-
ræður farið fram milli líbýskra
stjómvalda og belgískra sendiráðs-
manna sem gæta hagsmuna Banda-
rílqamanna í landinu. Talsmaður
belgíska sendiráðsins vildi ekkert
um málið segja. í síðasta mánuði
sagði bandaríska vamarmálaráðu-
neytið að enn væri beðið viðbragða
Líbýustjómar við tilmælum um að
líkamsleifum flugmannsins yrði
skilað. Áður hafði komið fram að
tveir flugmenn fórust í árásinni er
Reagan forseti fyrirskipaði vegna
meints stuðnings Gadhafí Líbýu-
leiðtoga við hryðjuverkamenn víða
um heim. Hin opinbera fréttastofa,
Jana, skýrði frá því sl. sunnudag
að flaki bandarískrar sprengjuvélar,
af gerðinni F-lll, hefði skolað á
land í Líbýu.
Gadhafí er sagður veikur og
vangaveltur em uppi um að verið
sé að reyna að velta honum úr
sessi. Breska blaðið, The Sunday
Times, segir að hann hafi ekki
mætt til að halda ræðu á fundi í
Típólí sl. miðvikudag og í upptöku
er sýnd var í sjónvarpinu hafí hann
litið illa út og virst viðutan. Því
hefur verið haldið fram að Gadhafi
þjáist af þunglyndi. Blaðið hefur
einnig eftir vestrænum sendiráðs-
mönnum, að stuðningsmannahópur
leiðtogans sé að reyna að fá hann
til að láta af þeim miklu völdum
sem hann hefur haft síðan hann
hrakti Idris konung frá, árið 1969.
Líklegt sé að hann verði þó áfrajn
leiðtogi að nafninu til.
Innihurðir — Gtihurðir
Baðherbergi
INNRÉTTINGA
BtÍÐIN
ÁRMÚLA17A -
® 84585 & 84461
Voru fíkniefni
banaorsökin?
OLIVfA Channon, 22 ára gömul
dóttir Pauls Channon, viðskipta-
og iðnaðarmálaráðherra Bret-
Iands, fannst látin á miðvikudag
í herbergi sinu við háskólann í
Oxford. Gerðist þetta eftir sam-
kvæmi, sem hún og vinir hennar
höfðu haldið eftir að prófum var
lokið í lok námsannar.
Grunur leikur á, að Olivía Chann-
ön hafí látizt af völdum fíkniefna-
neyzlu. Tveir vinir hennar, Sebast-
ian Guinness, erfíngi að auðæfum
Guinness-ættarinnar, og Rose
Johnston, herbergisfélagi Olivíu,
eru grunuð um að hafa látið henniN
í té fíkniefni.
Olivía Channon