Morgunblaðið - 17.06.1986, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986
far'Tgag.v
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baidvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstrætl 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Háskóli íslands
75 ára
I dag eru 75 ár frá því Háskóli
íslands var settur í fyrsta sinn.
Það var 17. júní 1911, á aldaraf-
mæli Jóns Sigurðssonar forseta.
Það var ekki tilviljun, sem réð
því að J>essi dagur varð fyrir
valinu. I hugum íslendinga var
stofnun Háskólans veigamikið
skref fram á við í sjálfstæðis-
baráttunni, sem Jón forseti hafði
haft forystu um meðan hann lifði.
Nú, þegar við höldum hátíð til
að minnast 42. ára afmælis lýð-
veldisins, er Háskólinn eitt merkið
um sjálfstæði okkar. Miklu skipt-
ir, að skilningur ríki á þýðingu
Háskólans að þessu leyti. Vissu-
lega er Háskólinn mikilvægur
vettvangur fyrir rannsóknir og
rökræður á sviði mennta og vís-
inda, en grundvöllur hans og rétt-
læting er frelsi og sjálfstæði þjóð-
arinnar.
Þegar Háskólinn var settur í
fyrsta sinn, fyrir 75 árum, fór
athöfnin fram í Alþingishúsinu í
Reykjavík, þar sem skólinn hafði
aðsetur fyrstu þrjá áratugina. Er
kennsla hófst um haustið 1911
voru deildir skólans fjórar, guð-
fræðideild, læknadeild, lagadeild
og heimspekideild, og nemendur
45 að tölu. Þegar Háskólinn eign-
aðist sitt eigið húsnæði á Melun-
um árið 1940 voru nemendur
orðnir 227.
Síðan 1911 hefur deildum Há-
skólans Qölgað í samræmi við
nýjar hugmyndir og breyttar
þarfír og eru nú orðnar níu. Yms-
ar deildanna skiptast einnig í
smærri einingar, námsbrautir og
skorir. Nemendum og kennurum
hefur fjölgað verulega. Háskóla-
stúdentar eru orðnir 4.564, flestir
í heimspekideild, 956, og við-
skiptadeild, 840. Stöðugildi fastra
háskólakennara eru um 228, en
auk þeirra starfar við Háskólann
fjöldi stundakennara, sem hafa
mjög misjafnlega mikla kennslu
með höndum.
A Qárlögum fyrir árið 1986 er
gert ráð fyrir rúmlega 512 milljón
króna framlagi úr ríkissjóði til
rekstrar Háskólans. Auk þess
hefur skólinn sértelgur af ýmsu
tagi, s.s. af happdrætti sínu, og
nema ráðstöfunartekjur hans því
rúmlega 630 milljónum króna á
þessu ári. Af þeirri upphæð fara
um 370 milljónir í launagreiðslur.
Forráðamenn Háskólans telja, að
þessar upphæðir hrökkvi engan
veginn til að reka skólann á sóma-
samlegan hátt og hafa margsinnis
á undanförnum árum látið í ljós
sérstakar áhyggjur af þvf, hversu
illa sé búið að rannsóknum. Þeir
telja ennfremur, að launastefna
sú’ómvalda ráði því að skólinn
njóti ekki starfskrafta Qölmargra
manna, sem honum væri mikill
akkur í og raunar nauðsyn á, að
hafa í þjónustu sinni.
Enginn vafí leikur á því, að
þessar umkvartanir hafa við rök
að styðjast. Hitt er annað mál,
að auðveld úrlausn er ekki í sjón-
máli, eins og fjármálum ríkisins
er nú háttað. Háskóli íslands er
heldur ekki einn á báti hvað þetta
varðar, svo sem dæmi frá ná-
grannalöndum okkar sýna. En
það er heldur ekki hægt að sætta
sig við óbreytt ástand, því til
lengdar leiðir vanræksla rann-
sókna og slæmur aðbúnaður há-
skólakennara til afturkipps í at-
vinnulífínu og jafnvel stöðnunar
á sumum sviðum.
Það er umhugsunarefni, hvort
leið út úr vandanum kunni að
einhveiju leyti að felast í breyttu
skipulagi skólakerfísins. Fram
hefíir komið, að stór hluti há-
skólastúdenta er ekki virkur í
námi eða hverfur frá því þegar á
fyrsta námsári, ýmist vegna þess
að þeir fínna ekki hugðarefni við
hæfí eða standast ekki kröfur
skólans. Hér er um alvarlega
brotalöm að ræða, sem að sjálf-
sögðu hlýtur að tengjast skipulagi
neðri skólastiga. Þetta var raunar
eitt af þeim atriðum, sem fulltrúar
menntamálanefndar OECD
stöldruðu við, þegar þeir könnuðu
skólamál okkar fyrir stuttu. Brýnt
sýnist, að þetta verði athugað
nánar, því augljóslega er verið
að sóa íjármunum, starfskröftum
og dýrmætum tíma til lítils eða
einskis.
Ein leið til að hleypa styrkari
stoðum undir íjárhag Háskólans
(og jafnframt auka möguleika
hans til að sinna rannsóknum
betur en nú er gert) felst í aukinni
samvinnu hans og atvinnufyrir-
tækja. A þessu sviði er þegar
hafíð átak, sem verðskuldar at-
hygli og stuðning. Forráðamenn
fýrirtækja mega ekki liggja á liði
sínu og ánægjulegt væri, að þeir
sýndu einnig nokkurt frumkvæði
til að koma þessum tengslum á
og rækta þau. í þessu efni ættu
að geta farið saman hagsmunir
atvinnufyrirtækja og þjóðlegur
metnaður forráðamanna þeirra
fyrir hönd Háskóla íslands.
Enda þótt afmæli Háskólans
sé í dag verða hátíðarhöldin af
því tilefni ekki fyrr en á hausti
komanda, þegar 75 ár eru liðin
frá því kennsla hófst. Þá ætla
stjómendur Háskólans, að efna
til „opins húss“, þ.e. bjóða al-
menningi að skoða allar bygging-
ar skólans undir Ieiðsögn kennara
og stúdenta. Þetta er ánægjulegt
framtak, sem er til marks um,
að háskólayfírvöld átta sig á
mikilvægi þess, að eiga góð
samskipti við fólkið í landinu, sem
á skólann og greiðir kostnaðinn
við rekstur hans. Háskóli, sem
nýtur skilnings og velvildar þjóð-
arinnar, á bjarta framtíð.
® _j*gp.r n*fTT r r rrrTT ítícia Tflfiím.írnw
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986
33
mmm
mmm
i !» v . K*..-v 1 : • • ■ ■.ji***. • f j ■ X f , ] r,»
t,v v*-"bí>w
Frá þjóðhátíðinni á Þingvöllum 1974
Frá hátíðafundi sameinaðs þings á ÞingvöUum 1930. Ijósm. Kaidai. Kópfa Ljósmyndasafnið.
Að því kemiir fyrr eða síðar að
Alþiiigi verður á Þingvöllum
Rætt við Þorvald Garðar Kristjánsson, forseta sameinaðs þings
Um þessar mundir er að gerast sitthvað er varðar stöðu Alþingis og vettvang.
Samkeppni fer nú fram um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi þingsins.
Er samkeppnin við það miðuð, að heimkynni Alþingis skuli áfram vera í núverandi
þinghúsi svo og í byggingum í næsta nágrenni þess.
Forseti sameinaðs Alþingis sagði um þetta mál í ræðu sinni við þinglausnir í júní 1985:
„En ekki verður gert ráð fyrir, að okkar alþingishús verði það sama um aUa framtíð.
Þess vegna verður að staðsetja þá viðbótarbyggingu, sem við nú tölum um, þannig að
ekki skerði þá möguleika sem kunna að vera fyrir hendi hér á lóðaspUdu Alþingis tíl
að reisa alþingishús framtíðarinar. Við höldum opnum öUum möguleikum tíl ákvarðana-
töku í framtíðmni hvort heldur alþingishús verði reist hér eða annars staðar, svo sem
á ÞingvöUum „ef þjóðarþrek og þjóðarandi heimta þinghald á ÞingvöUum“, eins og
komist hefur verið að orði, svo að gagni verði að flytja þingið.“
Þá hefir komið tU tals að Alþingi noti tílefni þúsund ára afmælis kristnitökunnar til
ráðstafana og framkvæmda sem efla mættu tengsl þess við hinn forna þingstað. Slíkt
mætti í senn treysta Alþingi i þjóðarvitund og auka á reisn þess.
I framsögu fyrir tiUögu tU þingsályktunar um þúsund ára afmæli kristnitökunnar, sem
samþykkt var á síðasta þingi, sagði forseti sameinaðs Alþingis: „Þá hefir m.a. komið
fram sú hugmynd að reist verði á ÞingvöUum hús Alþingis. Þar væri þingsal-
ur þar sem halda mætti hátíðafundi I Alþingi þegar sérstök tilefni væru tU. Mætti hugsa
sér að þingsetning og þinglausnir færu þar að jafnaði fram. í byggingu þessari væru
húsakynni tíl guðsþjónustuhalds. Þannig yrðu á ný Alþingi og kirkjan samofin á Þing-
völlum, svo sem áður var í 800 ár. Þar væri hús sem hæfði Alþingi, sögu og náttúru
Þingvalla við Oxará, arfleifð íslendinga og þjóðmenningu. Margs þarf að gæta áður
en Alþingi ákveður hvort slíkt hús skuli reisa, hvar það skuU standa, hverrar gerðar
það skuli vera og hveiju hlutverki það skuli gegna.“
Framkvæmdir, sem gera mögulegt að hagnýta núverandi Alþingishús svo og að koma
upp húsi Alþingis á Þingvöllum tU hátiðafunda varða næstu framtíð. Morgunblaðið
hefir áður skýrt frá þessum málum og gert þeim skU.
En annað mál er bygging nýs alþingishúss, sem er framkvæmd er horfir tíl langrar
framtíðar. Þar kemur upp spurningin um hvar það hús skuli rísa. En það er aftur
spurningin um aðsetur Alþingis, hvort Alþingi skuU áfram vera í Reykjavík eða endur-
reistur verði hinn forni þingstaður við Öxará.
Morgunblaðið hefir nú átt viðtal við Þorvald Garðar Kristjánsson, forseta sameinaðs
þings, um þetta mikla mál, sem vissulega heyrir f ramtíðinni tíl en hlýtur þó að hafa
áhrif á hugsun manna og ákvarðanatöku löngu áður en tíl framkvæmda kynni að koma.
- Á Alþingi afturkvæmt á
Þingvöll við Oxará?
- Alþingi var stofnað á Þingvöll-
um og hafði þar aðsetur í hartnær
níu aldir. Þessu fær ekkert breytt.
Þess vegna er Alþingi órjúfanlega
tengt Þingvöllum við Oxará.
Alþingi var flutt frá Þingvöllum
af húsnæðisástæðum, af því að
húsið til þinghaldsins var að falli
komið. Og Alþingi fékk ekki aðsetur
á Þingvöllum, þegar það var endur-
reist, vegna þess að aðstæður leyfðu
það ekki þá.
Þegar aðstæður leyfa er ekkert
til fyrirstöðu að Alþingi flytji til
Þingvalla. Tímamir breytast og að
því kemur fyrr eða síðar að Alþingi
verði á Þingvöllum. Ekkert annað
fær samrýmst sögu Alþingis og
þjóðarvitund. Bezt hæfir elsta þjóð-
þingi heims að vera háð á sínum
forna stað.
Ákvörðun um flutning Alþingis
til Þingvalla er ekkert dægurmál.
Það skyldi heldur ekki rasað um
ráð fram. Tíminn vinnur málinu í
margföldum skilningi. Þegar þjóðin
fínnur sig umkomna mun hún í
lotningu fyrir Alþingi við Öxará
endurreisa hinn foma þingstað.
- Mun menn ekki greina á
um þetta?
- Deilur um þingstaðinn, sem
upphófust við endurreisn Alþingis,
em enn í dag hugstæðar mönnum.
Annars vegar standa skoðanir eld-
huganna, sem ekki töldu annað
koma til greina en að Alþingi skyldi
háð á hinum forna þingstað. Hins
vegar em rök raunsæismannsins
fyrir valinu á Reykjavík sem þing-
stað. Deilumar milli Fjölnismanna
og Jóns forseta em mönnum hug-
stæðar enn í dag. Mönnum hættir
við að magna andstæðumar milli
rómantíkur og vemleika. Er þá
stundum látið svo sem athafna- og
framfaramaðurinn Tómas Sæ-
mundsson hafí verið gjörsneyddur
raunsæi og sagnfræðingurinn og
þjóðfrelsishetjan Jón Sigurðsson,
hafi ekki haft tilfinningu fyrir
samhengi þjóðarsögunnar. Ekkert
er fjær réttu lagi.
Hins vegar var rþðurstaðan rétt
til fundin og reynslan hefír sýnt að
hagkvæmara var að fínna hinu
endurreista Alþingi stað í Reykjavík
en á hinum foma þingstað. Skilin
milli mismunandi sjónarmiða hafa
þvi skerpzt í vitund manna. Við
því er ekkert að segja. En hafa
verður í huga að deilumar um
þingstaðinn miðuðust upphaflega
við ástand eins og það var fyrir 140
ámm. Og þá mega menn ekki í dag
tala svo sem að þá hafi verið ákveð-
ið fyrir alla framtíð, að Alþingi
skyldi ekki háð á hinum foma þing-
stað. Ekkert er fjær réttu lagi.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
- Hvernig finnur þú þess-
um fullyrðingum stað?
- Um þetta efni er sá beztur til
frásagnar, sem ákveðnast hélt fram
að Alþingi skyldi á þeim tíma valinn
staður í Reykjavík en ekki á Þing-
völlum, Jón Sigurðsson forseti. Þó
að Jón Sigurðsson færði rök fyrir
því, að Alþingi yrði háð í Reykjavík,
var hann líka snortinn af hug-
myndinni um að Alþingi yrði valinn
*
„ Akvörðun um flutning
Alþingis til Þingvalia
er ekkert dægurmál.
Það skyldi heldur ekki
rasað um ráð fram.
Tíminn vinnur málinu í
margf öldum skilningi.
Þegar þjóðin finnur sig
umkomna mun hún í
lotningu fyrir Alþingi
við Oxará endurreisa
hinn forna þingstað.“
staður við Öxará. Það vora einungis
aðstæðumar á þessum tíma, sem
að hans mati útilokuðu hinn foma
þingstað. En þó era til kaflar í ritum
hans, sem sýna, að hann hefði
glaðst yfir því, ef þjóðin hefði haft
þrek til að heimta þing á Þingvöll-
um. í því sambandi má vitna til
ritgerðar eftir Jón Sigurðsson í 2.
árgangi Nýrra félagsrita þar sem
segireftirfarandi:
„Það er meining mín enn .. .að
jeg vildi ekki segja neinn verra
mann, þó hann fjellist ekki á minn
skoðunarmáta, og það skyldi hafa
glatt mig, ef alþýða hefði orðið
við þeirri ósk minni og skorist í
málið með nokkru fjöri, hvort það
hefði verið með eða móti minni
meiningu í þeirri grein, en þegar
það varð ekki, þá fínst mjer allir
þeir, sem óska, að öðra hefði orðið
framgengt en varð, megi kenna
sjálfum sjer og deyfð sinni, að svo
fór, og það því heldur, sem fleiri
menn hafa verið á þeirra máli, og
þeim þess vegna orðið ljettara að
framfylgja því... Jeg hefði tekið
það sem merki til þjóðaranda og
þjóðkjarks, ef alþýða hefði al-
ment tekið sig fram um að beið-
ast þess, að Alþing væri sett á
Þingvelli, og ekki horft i kostnað
þann og ómak, sem þar við hefði
aukist, svo framarlega sem það
hefir verið meining flestra, að svo
fari betur, og þeir hefðu ekki mælt
fram með því af hugþótta einum,
heldur með anda og krafti."
Af þessum orðum má marka að
Jón Sigurðsson taldi ekki útilokað
að Alþingi væri staðsett á Þingvöll-
um fyrir 140 áram, ef ekki hefði
verið horft í kostnað og óþægindi
þess og þjóðin hefði sýnt í verki
vilja sinn til þess. Slíkt taldi hann
vott um þjóðarstyrk. Maður sem
hafði slíkar skoðanir hlaut að bera
gott skynbragð á þýðingu hins
foma þingstaðar fyrir Alþingi, enda
engum betur til þess trúandi en
einmitt Jóni Sigurðssyni. Hann úti-
lokaði heldur ekki að Alþingi flytti
á Þingvöll, þegar aðstæður breytt-
ust. Það var ekki í anda forsetans,
að Alþingi skyldi um alla framtíð
vera utan hins foma þingstaðar.
Það verður ekki sóttur stuðningur
til forsetans um slíka afstöðu.
Á það má og minna að í tilskipun
Kristjáns 8. frá 8. marz 1843 um
endurreisn Alþingis segir í 40. gr.:
„Fyrst um sinn á Alþingi að haldast
í Reykjavík".
- En hefir flutningnr Al-
þingis til Þingvalla ekki átt
sér formælendur fáa?
- Naumast verður það sagt. Og
hafa ber í huga að alla tíð síðan
Alþingi var endurreist hafa verið
uppi raddir um að endurreisa hinn
foma þingstað á Þingvöllum við
Öxará.
Þegar á Alþingi 1849 kom þing-
staðurinn til umræðu. Bænaskrá
var lögð fram „um að Alþingi eftir-
leiðis verði haldið við Öxará á Þing-
velli." Framsögumaður „gat þess
að það hefði lengi verið áhugi og
ósk þjóðarinnar, að fá hinn foma
þingstað við Öxará reistan á fót
aftur og væri bænarskrá þessi með
fjölda af undirskriptum." Miklar
umræður urðu um málið. Var leitað
atkvæða um „hvort nefnd skyldi
kjósa eður ekki; og féllu atkvæði
svo að ekki varð af nefnd og málið
féll niður."
Málið er tekið upp á Alþingi með
miklum þrótti árið 1926. Þá er lögð
fram í neðri deild tillaga til þings-
ályktunar um þjóðaratkvæði um
þinghald á Þingvöllum. Tillagan var
um að skora á ríkisstjómina að láta
fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu á
sumri komanda, jafnhliða lands-
kjörinu, um það hvort samkomu-
staður Alþingis skuli vera á Þing-
völlum frá 1930. Flutningsmenn
þessarar tillögu vora Sveinn Ólafs-
son í Firði, Ásgeir Ásgeirsson, síðar
forseti íslands, og Benedikt Sveins-
son, bókavörður.
í greinargerð með tillögu þessari
segir
„Þingvellir era í augum íslensku
þjóðarinnar ógleymanlegur helgi-
dómur. Óskin um að geyma þar
elstu og dýrastu stofnun landsins
er ljúfur draumur, sem þjóðina hefir
dreymt frá því baráttan fyrir endur-
reisn Alþingis hófst. Þúsund ára
hátíðin, sem nú fer í hönd, hefír
gefið þessum óskum og vonum byr
undir báða vængi. Hefír það best í
ljós komið af samþykktum þing-
málafunda, umræðum blaða og
tímaritagreinum. Má af öllu þessu
ráða, að hugur ijöldans horfí til
Þingvalla."
- Hlaut þessi tillaga nokk-
urn hljómgrunn?
- Þessi tillaga til þingsályktunar
hlaut mikla umræðu. Fram kom
tillaga um að vísa málinu til ríkis-
stjómarinnar. Sú frávísunartillaga
var felld með 22 atkvæðum gegn
5 og þingsályktunartillagan sjálf
var felld með naumum meirihluta
eða 14 atkvæðum gegn 12.
Sama tillaga er endurflutt af 10
flutningsmönnum árið 1929 en
hlaut ekki afgreiðslu. Og enn var
tillagan endurflutt árið 1930 og
hlaut þá ekki heldur afgreiðslu.
En hugmyndin um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um það hvort Al-
þingi skuli háð á Þingvöllum hefír "
verið lífseig. Árið 1965 er lögð fram
tillaga til þingsályktunar um þjóð-
aratkvæðagreiðslu um samkomu-
stað Alþingis. Tillagan var um að
láta samtímis sveitarstjómarkosn-
ingum árið 1966 fara fram þjóðar-
atkvæðagreiðslu um það hvort
stefnt skuli að því, að Alþingi verði
háð á Þingvöllum. Flutningsmenn
vora Ágúst Þorvaldsson og Gísli
Guðmundsson. Tillagan hlaut ekki
afgreiðslu.
- Sýnir þetta nú ekki
fremur lítinn áhuga?
- Hér hefír verið vikið að
dæmum sem sýna hve lífseig sú
hugmynd hefir verið að taka til
endurskoðunar ákvörðunina frá
Sjá næstu síðu.