Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986
AKIJREYRI
Velheppnuð M-hátíð:
Höfum lifað ánægju-
lega hátíðisdaga
- segir menntamálaráðherra
Akureyri.
„VIÐ HÖFUM lifað ánægjulega
hátíðisdaga i gær og i dag á
Akureyri. Ef ég ættí að lýsa
ánægju minnl og þakklæti svo
sem best væri þyrfti ég að gripa
til hástigs lýsingarorða og
myndi þó hvergi hrökkva til,“
sagði Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra, meðal
annars er hann sleit M-hátíðinni
i íþróttaskemmunni á Akureyri
siðari hluta sunnudags.
Nokkurt Qölmenni sótti hátíðina á
laugardag og sunnudag, þar sem
boðið var upp á tónlist, upplestur
og ýmis erindi, en auk þess eru
tvær málverkasýningar opnar í
tengslum við hátíðina og verða þær
opnar kl. 14-22 alla daga þar til
22. þessa mánaðar.
Valgarður Stefánsson myndlist-
armaður, sem flutti erindi um
myndlistarmenn í Eyjafirði og á
Norðurlandi færði Akureyrarbæ
að gjöf málverk eftir Þórhall
Bjömsson frá 1912. „Ég vænti
þess að hún hljóti sinn sess sem
henni ber í Listasafni Norðurlands
þegar þar að kemur," sagði Val-
garður í lok ræðu sinnar. Mynd
þessi er ein þeirra sem sýnd er I
Iþróttaskemmunni nú. Sverrir
Hermannsson, menntamálaráð-
herra, sagði einmitt I ræðu á hátíð-
inni að hann myndi veita Akur-
eyrarbæ aðstoð þegar Listasafn
Norðurlands yrði stofnað og „að
sjálfsögðu verða einhver verk úr
Listasafni íslands geymd þar,“
sagði ráðherra.
Nánar verður greint frá M-há-
tiðinni siðar.
Karlakórar taka lagið við undir-
leik lúðrasveitar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrfmason
Morgunblaðið/Skapti Hallgrfmason
Margrét Hólmsteinsdóttir við nýkeyptan tölvubúnaðinn.
Ný hreppsskrifstofa
Akureyri.
Á LAUGARDAG var formlega
tekin í notkun ný sameiginleg
skrifstofa þriggja hreppa,
Hrafnagilshrepps, Saurbæjar-
hrepps og Öngulstaðarhrepps.
Skrifstofan er til húsa í gamla
bamaskólanum á Laugalandi og er
húsnæðið I heild um 65 fermetrar.
Ný tölva hefur verið keypt og
starfsmaður ráðinn á skrifstofuna
í hálft starf, Margrét Hólmsteins-
dóttir. Hún mun annast ýmis þau
störf er áður voru á höndum oddvita
í þessum þremur hreppum, reikn-
ingshald o.þ.h. Skrifstofan verður
opin fyrir hádegi fyrst um sinn.
Af þessu tilefni var skrifstofan höfð
Ibúm hreppanna til sýnis á laugar-
dag kl. 14-17. Margir hreppsbúar
nýttu sér þetta tækifæri og var
aðsókn allgóð.
Morgunblaðið/Skapti
Gamlir og nýir MA-stúdentar taka lagið. Menntamálaráðherra fyrir
miðju.
Bílasýninef á Akurevri
Akureyri. C/ CD (/
17. JÚNÍ verður bílasýning við
Oddeyrarskólann. Það er Bila-
klúbbur Akureyrar sem gengst
fyrir sýningunni og er þetta i 12.
sinn sem hún er haldin.
Hátt I 50 bilar af öllum gerðum
verða sýndir þama. Sem dæmi um
“glæsikerrur" má nefna Chevrolet
tvennra dyra árgerð 1957. Hann
er I eigu Ólafsfirðings, nýuppgerður
og hefur aldrei verið sýndur fyrr.
Dodge Coronett 1967 úr Reykjavík.
Hann er einnig nýuppgerður og
hefur aldrei verið sýndur áður. Þá
má nefna Renault og Citroen 1946
og Corvetta 1977 úr Hafnarfírði.
Þá verða 20 mótorhjól á svæðinu.
Eins og undanfarin verða Bílakúbb-
smenn með “turbo-kassabílarall"
fyrir krakka. Trúður verður á
svæðinu og útbýtir sleikipinnum.
Hljómsvetin Rokkbandið leikur svo
af ot til allan daginn en sýningin
AkureyrL
SKÓGERÐIN á Akureyri á 50 ára afmæli á þessu
ári og af þvi tilefni var opið hús á föstudag og
laugardag þar sem almenningi var gefinn kostur
á að koma og skoða starfsemina. Sverrir Her-
mannsson, menntamálaráðherra og frú, sem voru
' stödd á Ákureyri vegna M-hátíðarinnar, komu í
Skógerðin heimsótt
Morgunblaðið/Skapti Hallgrlmason
er opin frá kl. 10-18. Þess má geta
að Fegurðardrottning íslands, Gigja
Birgisdóttir, opnar sýninguna kl.
10.
Aðgangur á sýninguna er 200 kr
en ókeypis er fyrir böm.
• •
Ongulstaðahreppur:
Emilía hlaut
flest atkvæði
Akureyri.
EMILIA Baldursdóttir frá Syðra
Hóli hlaut flest atkvæði i hrepps-
nefnd Öngulstaðahrepps i kosn-
ingunum um helgina en hér var
um óhlutbundna kosningu að
ræða. Hún hlaut 124 atkvæði.
Aðrir sem kjömir vom I hrepps-
nefnd vom Birgir Þórðarson, Ong-
ulstöðum II, sem fékk 118 atkvæði,
Benjamín Baldursson, Ytri Tjöm-
um, með 84 atkvæði, Kristján
Hannesson Kaupangi með 73 og
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Öng-
ulstöðum HI, með 29 atkvæði. 2
seðlar vom auðir en enginn ógildur.
Þess skal getið að Sigurgeir Garð-
arsson á Staðarhóli, sem var í
hreppsefndinni, gaf ekki kost á sér
áfram.
í sýslunefnd var kjörinn Birgir
Þórðarson, Öngulstöðum II, með
53 atkvæðum.
Kosning hófst kl. 10 fyrir hádegi
og stóð til kl. 21.10. Á kjörskrá
vom 263, 160 kusu sem er 60,84%.
1982 var kosningaþátttaka 65,20%.
skóverksmiðjuna og sjást hér fylgjast með einum
starfsmanna ásamt Birni Dagbjartssyni, alþingis-
manni, Val Arnþórssyni, kaupfélagsstjóra og
stjórnarformanni Sambandsins, Úlfari Gunnars-
syni, deildarstjóra Skógerðarinnar og Jafet Ólafs-
syni, yfirmanni fatadeildar SÍS.
Þj óðhátíðardagskráin
Akureyri.
DAGSKRÁ hátíðahaldanna á
Akureyri í dag, þjóðhátíðar-
daginn, stendur frá kl. 8 að
morgni til 2 eftir miðnætti. Það
er iþróttafélagið Þór sem hefur
veg og vanda af dagskránni að
þessu sinni.
Skúli Lórenzson, formaður
þjóðhátíðamefndar Þórs, sagði I
samtali við Morgunblaðið að reynt
hefði verið að vanda til dagskrár-
innar eins og kostur var — og er
hún fjölbreytt. Dagskráin er þann-
&
Kl. 08.00, Fánar dregnir að húni.
kl. 09.00 Hópakstur Bílaklúbbs Akureyrar
frá Oddeyrarskóla. Blómabfll og gamlir bílar.
RÁÐHÚSTORG
Kl. 13.30 Lúðrasveit Akureyrar leikur.
kl. 14.00 Skrúðganjja að íþróttaveili bæjarins.
ÍÞRÓTTAVÖLLUR
kl. 14.20 Fánahylling
kl. 14.30 Hátíðin sett - Benedikt Guðmunds-
son, formaður Þórs.
kl. 14.35 Hátíðarstund, séra Pálmi Matt-
híasson og kirkjukór Lögmannshlíðar.
kl. 14.60 Ávarp fjallkonu — Gígja Birgis-
dóttir, Fegurðardrottningíslands.
Kl. 15.00 Dansstúdíó Alice — skemmtidag-
skrá.
Kl. 15.10 Ræða dagsins — Valur Amþórsson,
kaupfélagsstjóri.
Kl. 15.20 Ræða nýstúdents — Eggert
Tryggvason.
Kl. 15.35 Fallhlífarstökk.
BARNAKSKEMMTUN Á
EIÐSVELLI
Kl. 16.00 Knattspymudeild Þórs sér um leik-
tæki, BjÖ8si bolla verður á svæðinu og kara-
mellum verður dreift yfir sveeðið úr flugvél.
Þá skemmta “Innflytjendur" — en það eru
Chile-búar sem starfa í Sveinbjamargerði og
lyftingamenn verða með aflraunir þar sem
krakkamir geta fengið að reyna sig. Skemmt-
unin stendurtil kl. 18.
RÁÐHÚSTORG
Kl. 20.30, Lúðrasveit Akureyrar leikur.
Kl. 21.00 „Innflytjendur* skemmta.
Kl. 21.30 Ema Gunnarsdótir flytur nVöggu-
vísu“
Kl. 21.35 ICY-tríóið skemmtir.
Kl. 11.00 Jörundur, Öm Ámason? og fleiri
flytjagrín.
Kl. 22.15 Dansleikur hefst á Ráðhústorgi.
Miðaldamenn frá Sigiufirði leika fyrir dansi
til kl. 02.00.