Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 40
r fu !5l>rrw'r, »rr>- i-.'H/rrtm,* ,^n„
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986
Dúxarnir ©g
framtíðaráform
þeirra
Margur nemandinn he£ur e£laust glaðst innilega í
hjarta sínu núí vorá þvíaugnabliki erhvíta stúdents-
hú£an varsett upp e£tir £jögurra ára námsharáttu í
£ramhaldsskólum landsins. Stúdentshú£an eða öllu
heldur stúden tsprófið er lykill að frekari og æðri
menntun, t.d. íháskóla, ja£n£ramtþvísemprófið
opnarstúdentum ýmsa möguleika. BlaðamaðurMorg-
unblaðsins ræddi viðnokkra þeirra stúdenta erhlutu
hæstar einkunnirá stúdentsprófi — öðru na£ni dúxa
— ogspurðiþá m.a. um £ramtíðará£orm.
Dúxar Fjölbrautaskólans í Ármúla. F.v. Guðrún Ragnarsdóttir, Sigrún Karlsdóttir og Björg Hauksdóttir.
„Ekkert skárri en krakkarnir“
— segir Guðrún Ragnarsdóttir, Fjölbrautaskólanum í Ármúla
„Það var mjög gaman að vera
með unga fólkinu i skóla,“ sagði
Guðrún Ragnarsdóttir, 38 ára
gömul húsmóðir í Kópavogi, sem
var ein þeirra þriggja stúlkna
sem dúxuðu nýverið í Fjölbrauta-
skólanum í Armúla. En Guðrún
lét ekki staðar numið við það
heldur fékk hún einnig viður-
kenningu fyrir besta námsárang-
ur í íslensku, dönsku og frönsku.
„Ástæðan fyrir því að ég fór í
dagskólanám en ekki í öldunga-
deildina var sú, að eftir að ég var
búin að kynna mér þessi mál til
hlítar komst ég að þeirri niðurstöðu,
að álagið á fjölskylduna yrði minna
með þessum hætti. Krakkamir hafa
verið mjög umburðarlyndir í minn
garð, við höfum umgengist mjög
mikið og ég hef síður en svo orðið
var við að þau hafi litið mig hom-
auga.“
Aðspurð sagðist hún alveg ör-
ugglega ætla í háskólanám nú að
stúdentsprófi loknu. „Annars hefði
ég aldrei verið að þessu," sagði
Guðrún. „Aftur á móti veit ég ekki
ennþá hvað ég ætla að læra. Ég
er ekkert skárri en krakkamir að
því leyti. Hef áhuga á öllu og langar
til þess að læra allt.“
Þess má að lokum geta að dóttir
Guðrúnar verður einnig stúdent í
vor frá Menntaskólanum á Akur-
eyri.
„Ætli ég taki mér ekki
árs frí núna“
— segir Björg Hauksdóttir, Fjölbrautaskólanum í Ármúla
„Ætli maður taki sér ekki árs
frí núna,“ sagði Björg Hauks-
dóttir, sem auk þess að fá verð-
laun fyrir góðan heildamámsár-
angur hlaut verðlaun fyrir góða
frammistöðu í þýsku og við-
skiptagreinum. „Manni veitir
ekki af smá tima til þess að
slappa af og safna kröftum áður
en maður fer í háskólann. Auk
þess er ég heldur ekki endanlega
búin að gera upp hug minn um
hva<* ég ætla að læra þar. Þó
b..-ld ég að tölvufræðin sé líkleg-
ust tíl þess að verða fyrir valinu
eins og staðan er í dag. Ég hef
þó nokkura áhuga á tölvum,"
sagði Björg.
Björg vinnur í sumar í vinnslu-
deild Búnaðarbankans, Austur-
stræti, við skráningu. „Það getur
vel verið að ég verði þar áfram í
vetur, þetta er hlutur sem ég er
ekkert farin að hugleiða alvarlega
ennþá," sagði þessi tvítugi dúx úr
Ármúlanum að lokum.
„Kom mér
þægilega á óvart“
— segir Sigrún Karlsdóttir, Fjölbraut, Ármúla
„Þetta kom mér þægilega á
óvart," sagði Sigrún Karlsdóttir,
ein þeirra þriggja stúlkna sem
hlaut verðlaun fyrir góðan náms-
árangur í Fjölbrautaskólanum í
Ármúla. Sigrún, sem er 18 ára
Reykvíkingur, lauk námi sinu á
náttúrufræðibraut skólans á ein-
ungis 3 árum, sem eitt sér telst
góður árangur.
Sigrún, sem í sumar vinnur í
útibúi Samvinnubankans á Suður-
landsbraut, stefnir á verkfræðinám
í háskólanum nú í haust. „Ég hef
alltaf haft mestan áhuga á raun-
greinum," sagði Sigrún, „efnafræð-
ina er ég þó búin að útiloka og
verkfræðin er líklegri valkostur en
stærðfræðin. Þetta er ekkert sem
maður hefur stefnt að allan náms-
tímann heldur ákvörðun sem ég er
tiltölulega nýbúin að taka.“
Það er engan kvíða að fínna hjá
þessum unga dúxi frammi fyrir
háskólanum, þrátt fyrir hrakspár
kennara í ýmsum deildum hans um
ónógan undirbúning nemenda er
þar innritast. „Mér finnst gaman í
námi. Þetta er líka hlutur sem
maður verður bara að líta á sem
hverja aðra vinnu og leggja hart
að sér í. Þá gengur dæmið upp,“
sagði Sigrún.
„Ætla að þjálfa
mi g í þýskunni“
— segir Bjarni Jónsson dúx
Fjölbrautaskólans á Akranesi
Akranesi.
„Ég er á förum til Þýskalands
og ætla að fá þjálfun í þýskunni.
Ég verð til að byija með til ágúst-
loka, en hugmyndin er að hefja
þar síðan nám í túlkunum og
þýðingum en ég hef ekki fengið
endanlegt svar við því hvort ég
kemst í það í haust,“ sagði Bjarni
Jónsson, 20 ára gamall Akuraes-
ingur, sem varð dúx við mála-
deild Fjölbrautaskólans á Akra-
nesi nú á vorönn.
Bjami sagðist vera í sjöunda
himni yfir árangrinum. „Þetta kom
mér ekki svo inikið á óvart, nema
ef vera kynni vegna þess að það
hefur ekki alltaf verið tilkynnt hver
væri dúx í skólanum. Mér finnst
það liggja beinast við að halda
áfram námi, ég hef hug á því. Fari
svo að ég komist ekki að í Þýska-
landi, en í skólanum sem ég hef í
huga er afar takmarkaður aðgang-
ur, kem ég heim í haust og þá fæ
ég mér vinnu fyrst um sinn. Eg hef
hug á að prófa sjómennsku, sjá til
hvort mér fellur hún. Bjami var
spurður um áhugamál hans. „Þau
em mörg og margvísleg. Ég er
mikið fyrir tónlist og bókmenntir.
Ég hef starfað í hljómsveit um
nokkurt skeið. Ég mun taka mér
frí frá henni meðan ég fer utan en
alls ekki hætta. Þá hef ég gaman
af að skrifa þó ekkert hafí verið
birt eftir mig enn, vonandi tekst
mér þó að koma einhveiju frá mér
meðtímanum."
Við spurðum Bjama að lokum
hvort möguleikar ungs fólks á
Akranesi væru góðir? Fyrir fólk á
mínum aldri sem stefnir að frekara
námi er ekki björt framtíð á Akra-
Bjarai Jónsson. Þessi tvítugi
Akuraesingur varð dúx Fjöl-
brautaskóla Akraness.
nesi. Það verður maður að sækja
annars staðar. En fyrir þá sem fara
á vinnumarkaðinn og stofna heimili
er Akranes ákjósanlegur staður.
Bærinn er í mikilli þróun og atvinna
næg. Ég held að aldurinn frá 20-25
ára séu daufustu árin fyrir þá
Akumesinga sem vilja fara í fram-
haldsnám, því þeir verða að fara
frá heimabænum til þess.“
Þannig að þú kemur til með að
festa rætur á Akranesi að loknu
námi? „Já örugglega. Ég held það
sé mjög erfitt að slíta sig frá Akra-
nesi,“ sagði Bjami Jónsson að lok-
um.
JG.
Brynja Guðmundsdóttir, dúx úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
„Ætla að verða löggiltur
endurskoðandi“
— segir Brynja Guðmundsdóttir, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
„Þetta hafa verið mjög
skemmtileg ár og maður á
eflaust eftir að sakna þeirra síð-
ar meir þó maður sé feginn að
vera búinn þessa stundina," sagði
Brynja Guðmundsdóttir sem
fékk verðlaun fyrir besta náms-
árangur og besta árangur í bók-
færslu í Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ. Brynja, sem er 19 ára,
brautskráðist af viðskiptabraut,
en þvi námi lauk hún á aðeins
þremur árum.
í haust er svo stefnt á viðskipta-
fræðinám I háskólanum. „Ég stefni
að því að verða löggiltur endurskoð-
andi,“ sagði Brynja. „En áður en
alvaran byijar í háskólanum fer ég
ásamt nokkrum krökkum úr Fjöl-
brautaskólanum til Þýskalands í
eina viku. Við ætlum að fara þangað
til þess að læra þýsku."
Eins og stendur vinnur Brynja
hjá Gunnari Ásgeirssyni við út-
keyrslu. „Það er alltaf gaman að
prófa eitthvað nýtt,“ sagði Brynja.
Annars eru helstu áhugamál henn-
ar, fyrir utan bókhaldið, íþróttir.
„Aðallega fótbolti, en hann æfí ég
með Haukum," sagði hún að lokum.