Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986
KSF 50 ára
- hátíðarmessa í Neskirkju í dag
Þann 17. júní nk. heldur Kristi-
legt stúdentafélag (KSF) upp á 50
ára afmæli sitt. I tilefni afmælisins
verður efnt til hátíðarmessu í Nes-
kirkju kl. 14 sama dag.
Upp úr 1930 kynntust nokkrir
ungir íslendingar kristilegu stúd-
entastarfí í Noregi og gengust þeir
fyrir því að KSF var stofnað á 25
ára afmæli Háskóla íslands, þann
17. júní 1936.
Sem fyrr segir verður messa í
Neskirkju við Hagatorg í tilefni
afmælisins og eftir messuna verða
kaffíveitingar í Félagsstofnun stúd-
enta við Hringbraut fram eftir degi,
og eru allir velkomnir.
Q /tmef a
HOLLENSK
HN IFAPÖR
'V* GÆDASTÁL - SPI-dlLSl.ír II)
Munstw: PERLA
Munstur BLÓM
10 (iERDlR AF l 'ÖNDUDl M ()(, FALI.lidl \l
IINÍFAPÖRl M
- I FRDID FR FINST \Kl F(IA UAdST. FI l .
Dæmi:
Hnífur, gaffall, skcid. Kr. 500,-
6 manna scit, 24 h/utir: Kr. 4. 740,-
Þessi hnífapör — eins og svo margt annað
vandað og fallegt — færð þú aðeins hjá okkur.
ITJÍIi-
l.IUSIVII
Lauqaveyi 1í> simi 14320
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Spánn:
Kosningabaráttan hefur
verið daufleg en sósíal-
istum er spáð sigrinum
Baráttan fyrir þingkosningarnar á Spáni þann 22. júní næst-
komandi er nú vel hálfnuð og hefur verið ekki einasta róleg,
heldur afskaplega dauf og litlaus að sögn þeirra sem með henni
hafa fylgst. Astæðan gæti verið — að því er stjómmálamenn segja
— að kosningaþreytu gæti eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um
Atlantshafsbandalagið í marzmánuði síðastliðnum. En flestir hafa
aðra skýringu á áhugaleysi kjósenda: það sé nánast óhugsandi
að vekja áhuga þeirra einmitt nú, þvi að þeir sitji allir sem límdir
við sjónvarpstækin að fylgjast með Heimsmeistarakeppninni í
knattspymu í Mexíko. Spánveijar era öldungis ekki einir um að
einbeita sér að fótboltanum um þessar mundir eins og við ættum
manna bezt að vita. Og að margra dómi var sú ákvörðun röng
að ákveða kosningar nú. Stjórnmálamennirnir era farair að viður-
kenna að þeim tekst ekki að hafa betur i viðureigninni við fót-
boltahetjumar og háttvirtir kjósendur láta það einfaldlega ógert
að mæta á stjórnmálafundi og þeir slökkva á sjónvarpinu þegar
umræðuþættir hafa verið og nota tima unz næsta útsending hefst
frá Mexíko tíl að velta vöngum yfir því hvernig leikirnir fari sem
verði sýndir það kvöldið.
Felipe Gonzales forsætisráð-
herra.
Fréttaskýrendur segja því að
þátttaka verði mjög lítil ef svo fer
fram sem horfír. A hinn bóginn
virðast þeir ekki telja neinn vafa
leika á því að Felipe Gonzales
forsætisráðherra og Sósíalista-
flokkur hans fari með sigur af
hólmi. Pólitískir keppinautar taka
í sama streng en hvetja kjósendur
til að Sósíalistaflokknum sé veitt
meira aðhald. Sósíalistar hafa nú
202 af 350 þingmönnum.
Flokkamir til vinstri við sósíal-
ista eru litlu meira traustvekjandi;
Samtök marxista, friðarsinna og
annarra afla sem hafa sameinast
og hafa á stefnuskránni baráttu
gegn aðild Spánar að Atlantshafs-
bandalaginu. Þessi samtök kalla
sig Vinstri einingu. Lögum og
lofum innan þessara samtaka
ræður spánski kommúnistaflokk-
urinn. Kommúnistar eru samt sem
áður skiptir í ýmis flokksbrot.
Eitt þeirra er undir forystu hinnar
öldnu kempu, Santiago Cardillo,
og stendur það brot utan ofan-
nefndrar samsteypu. Kommúnist-
ar heita því að Spánvetjar fari úr
Atlantshafsbandalaginu ef þeir
komast til áhrifa. Um þessar
mundir er ekki sennilegt að Atl-
antshafsbandalagsþátttaka skipti
kjósendur meginmáli og áhugi á
því efni ekki mikill að dómi frétta-
manna sem hvað glöggst þykjast
vita.
Felipe Gonzales forsætisráð-
herra hét því fyrir síðustu kosn-
ingar að hann og ríkisstjóm, sem
hann myndi stýra, ætluðu að beita
sér af öllum mætti fyrir því að
draga úr atvinnuleysi á Spáni og
yrði það algert forgangsverkefni.
Þetta hefur ekki tekizt og nú
munu um tuttugu prósent at-
vinnufærra manna vera atvinnu-
lausir. Gonzales hefur viðurkennt
þetta í kosningabaráttunni og
forðast að gefa jafn eindregnar
yfírlýsingar um þetta nú. Hann
segist þó benda á að verðbólgan
hafi minnkað og viðskiptajöfnuð-
urinn batnað. Efnahagsmálin séu
almennt í þokkalegu lagi og hag-
vöxtur sé að aukast verulega. Það
hefur verið auðvelt fyrir stjómar-
andstöðuflokkana að gagnrýna
ýmislegt sem stjóminni hefur ekki
tekizt að standa við á kjörtímabil-
inu og þá er náttúrlega fyrst og
fremst átt við atvinnuleysisdraug-
inn. A hinn bóginn hefur Gonzales
slegið vopnin nokkuð úr höndum
andstæðinga sinna með hrein-
skilnislegum ræðum sínum um
hvað hafí tekizt og hvað ekki
Samkvæmt spám er álitið að
þeir muni fá ámóta fylgi nú. Það
kynni þó að breytast ef Þjóðemis-
sinnaflokkurinn í Baskalandi
vinnur mikið á eins og útlit er
fyrir sem stendur.
Fréttaskýrendur segja líka að
ekki sé nokkmm vafa bundið að
Spánverjar treysti Felipe Gonza-
les forsætisráðherra öðmm betur
til að halda um stjómvölinn á
næstu ámm. Forsætisráðherrann
nýtur óumdeilanlegra vinsælda og
trausts. Það var mikill persónu-
legur sigur fyrir hann þegar úrslit
kosninganna um Atlantshafs-
bandalagið lágu fyrir. En fieira á
sinn hátt i hversu staða sósialista
er sterk en persónulegar vinsældir
Gonzales. Sundmngin innan and-
stöðuflokkanna er ekki til þess
fallin að beina áhuga kjósenda til
þeirra. Meginandstaðan nú kemur
að líkindum frá Alþýðubandalag-
inu, þriggjaíhalds flokka sem lúta
forystu Manuels Fraga. Auk þess
að vera sjálfum sér sundurþykkir
innan bandalagsins í afstöðu til
ýmissa þátta alþjóðamála horfíst
bandalagið í augu við vaxandi
andstöðu og gagnrýni sem kemur
frá tveimur mið og hægri flokk-
um.
Adolfo Suarez fyrrverandi for-
sætisráðherra freistar þess að ná
aftur pólitískri fótfestu. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum mun
hann fá nokkra þingmenn kjöma.
Þrátt fyrir allt nýtur Suarez um
margt virðingar fyrir að leiða
Spán á viðkvæmu tímabili eftir
að Franco féll frá. Suarez er sigur-
reifur og segist ætla að verða
næsti forsætisráðherra Spánar.
Miðflokkamir og ýmsir fylkis-
flokkar einkum í Baskalandi gætu
ráðið verulega framvindu mála,
sérstakiega ef Sóslíalistaflokkn-
um tekst ekki að fá meirihluta
og verður að leita eftir samvinnu
við smáflokka.
Fyrirhugað var að halda þessar
kosningar í október, en í kjölfar
þess sigurs sem Gonzales og sós-
íalistar unnu í marzmánuði ákvað
hann að flýta kosningunum. Og
svo framarlega sem kjósendur
nást frá sjónvarpinu þann 22. júní
er varla áhorfsmál hveijir verði
sigurvegar í þingkosningunum á
Spáni.
(Heimildin NYT, Economist, o.fl.)
Knattspyrnumennirnir hafa sigrað stjóramálamennina, en kosningaþátttakan gæti aukizt ef Spánn
kemst ekki í átta iiða úrslitin.