Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 50

Morgunblaðið - 17.06.1986, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, Asta kristjánsdóttir, Esklhlíð 149, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miövikudaginn 18. júní kl. þrjú. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á slysa- varnafélag íslands. Garðar Pálsson, Lilja Jónsdóttir, Hannes Pálsson, Áróra Pálsdóttir, Hafsteinn Jónsson, Bjöm Pálsson, Sigurlaug Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, HELGA LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR, fráJörfa, Melgerði 1B, Reykjavlk, sem lóst þann 12. júní sl., verður jarðsungin frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 19.júníkl. 13.30. Sofffa G. Sveinsdóttir, Gunnar H. Sigurðsson, Viggó Jörgensson, Sigurður Gunnarsson, Helga Jörgensdóttir, Helgi I. Jónsson, Tinna Björg Helgadóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, WALTER RAYMOND PETTY, (fslenskt nafn Valur Vilhjálmsson) lóst f Borgarspftalanum 13. júní. Jaröarförin verður frá Háteigs- kirkju föstudaginn 20. júní kl. 13.30. Þórunn Baldursdóttir, Solveig Nau, Svanhlldur Valsdóttlr, Áslaug Valsdóttir. t Eiginmaöur minn, EINAR VALDIMAR GUÐLAUGSSON frá Efra-Hofi f Garði, - andaöist á heimili sínu, Arnartanga 56, Mosfellssveit, 14. þ.m. t Faðir minn, tengdafaöir, afi og bróðir okkar, ÞORSTEINN STEFÁNSSON, húsasmfðameistari, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 19. júní nk. kl. 10.30. Gráta og Gordon Clarkson Stefán Clarkson Sigrún Stefánsdóttir, Guðmundur Stefánsson, Valgerður Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Jóhanna Stefánsdóttir, og mágafólk. t Systir mín, ÞORBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, lést í San Fransico 13. júnf sl. Marin Magnúsdóttir. t Móðir mfn, tengdamóðir og amma, ÞÓRBJÖRG SIGURSTEINSDÓTTIR, Skarðshlfð 4 C, Akureyri, sem lóst mánudaginn 9. júní, verður jarösungin frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 19. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Bernharð Haraldsson, Ragnheiður Hansdóttir, Haraldur Bernharðsson, Arndfs Bernharðsdóttir, Hans Bragi Bernharðsson, Þórdfs Bernharðsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA ÞÓRDfS ÁRNADÓTTIR, Laugavegi 39, lést mánudaginn 9. júní á Hrafnistu, Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til vina og starfsfólks í Hátúni 10b og Hrafnistu, Reykjavík. Fyrir hönd vanda- manna, Arndfs L. Nfelsdóttir, Ásgelr B. Guðlaugsson. Minning: Gíslína Magnús- dóttirfrá Hnjóti Fædd 18. janúar 1889 Dáín8.júnf 1986 Hún Gíslína frá Hnjóti, sem nú er látin 97 ára að aldri, var einhver tápmesta og hraustasta kona sem ég hefi þekkt. Og það er næstum óskiljanlegt að þessi kona sem fæddist 11 árum fyrir síðustu alda- mót í sveit á Vestfjörðum skyldi verða svona háöldruð og halda bæði andlegri og líkamlegri heilsu mest af ævi sinni. Ég kynntist Gíslínu fyrir 35 árum þegar ég var að ræna frá henni litla syninum, en hún var tengdamóðir mín. Ég fann fljótt að hún var kjarnakona, stjómsöm og ákveðin, svo að ég hlaut að bera fyrir henni ákveðna virðingu. Hún var úr hópi 14 systkina svo trúlega hefir hvert einstakt þeirra þurft að standa sig af eigin rammleik í leik og starfí strax í æsku. Dekur við böm hefir áreiðanlega verið óþekkt þá á tím- um hinnar hörðu lífsbaráttu, sem þegnar þessa fámenna og fátæka lands þurftu að heyja og alltof margir flúðu frá til Ameríku til þess að freista gæfunnar þar. Gíslína var af þeirri kynslóð sem aldrei sleppti verki úr hendi, og hafði hún ávallt tiltæka sauma sína og ptjóna þegar tóm gafst frá öðr- um störfum og var handbragð hennar sérlega vandað. Hún prjón- aði fíngravettlinga úr fínu gami með fallegu mynztri og gaf mér stuttu eftir okkar fyrstu kynni. Hún gaf mér einnig vettlinga á síðasta hausti, pijónaða úr lopa, þá síðustu, tilkynnti hún mér, en þá fyrst varð hún að leggja pijónana alveg frá sér, 96 ára. Ég sé fyrir mér heilt fjall af vettlingum og öðru pijónlesi ef öll sú vinna hennar væri saman komin á einn stað, enda hafa pijón- amir verið henni mikil blessun. Gfsl- ína var fróð kona og minnug og fannst mér mjög ánægjulegt að spjalla við hana, sérstaklega um fyrri tíma. Þá var ekki síður gaman að hlusta á ferðasögumar hennar. Hún var svo lifandi í frásögnum sínum, enda hafði hún alveg sér- stakt yndi af að ferðast og virtist hún alltaf tilbúin til að leggja upp í ferðalag. Gíslína var tvígift. Fyrri mann sinn, Einar Hólm Ólafsson, missti hún eftir tveggja ára sambúð. Seinni maður hennar var Jón Hall- dórsson og missti hún hann árið 1973 eftir meira en hálfrar aldar sambúð. Gullbrúðkaup sitt héldu þau hátíðlegt á ferðalagi með böm- um sínum og tengdabömum á eftir- minnilegan hátt. Þann 12. maí sl. voru 100 ár liðin frá fæðingu Jóns og finnst mér eiga við að minnast hans einnig hér með nokkrum orðum. Hann var einn af þessum sönnu íslenzku hetjum, sem unnu verk sín af stakri samvizku- semi og ljúfmennsku, enda dag- farsprúður, greindur og gætinn. Jón var ekki langskólagenginn maður, en víðlesinn og athugull og leituðu margir tilsagnar hans. Jón hélt mjög góðri heilsu fram á elliár, enda stundaði hann fjall- göngur og átti létt með að hlaupa. Hann gekk t.d. á Esju á hveiju sumri á meðan heilsan entist. Hjól- reiðar stundaði hann einnig og átti mjög sérstætt og skemmtilegt reið- hjól. Honum var hins vegar lítið gefið um vélknúin tæki og lét aldrei hafa sig í það að ferðast með flug- vél. Engan hefi ég vitað halda upp á fimmtugsafmælið sitt með jafti- sérstæðum hætti og Jón. Hann tók hjólhestinn sinn góða og stefndi norður og austur að Mývatni og var viku á leiðinni, en sennilega hafa vegir landsins hvorki verið þægileg- ir né fljótfamir á hjóli fyrir hálfri öld. Þegar Gíslína og Jón komu til okkar Knúts á sumrum hingað til Siglufjarðar fórum við oft saman í ógleymanlegar ferðir um Norður- landið. Þá þótti Jóni fyöllin hér í kring töluvert freistandi til upp- göngu. Ég minnist fjallgönguferðar með þeim hjónum báðum í Hvann- eyrarskál, en Gíslínu fannst sjálf- sagt að fara með Jóni á þann fræga stað. Þá voru þau bæði hátt á átt- ræðisaldri. Gíslína leysti upp heimili sitt á Freyjugötu 27A í Reykjavík þegar hún var 85 ára. Flutti hún þá fyrst til Ólafs sonar síns en síðan á Minni-Grund þar sem hún dvaldi síðustu árin og var talin þar bæði elzt og yngst. Þótt hún væri elzt að árum var hún alltaf ung í anda og létt í lund. Einnig var hún svo létt upp á fótinn að hún fylgdi manni oftast niður stigana allt að útidyrum að lokinni hverri heim- sókn, en hún bjó á fjórðu hæð í lyftulausu húsi. Hún lífgaði alltaf upp umhverfí sitt. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þessi heiðurshjón að tengdafor- eldrum. Guð blessi minningu þeirra. Anna Snorradóttir, Siglufirði. Legg ég, nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég softia fer sitji Guðs englar yfír raér. (Hallgrimur Pétursson). Nú er langamma okkar dáin, og munum við sakna hennar. Við vilj- um þakka henni fyrir hvað hún var alltaf góð við okkur. Hún fylgdist vel með okkur frá því við fædd- umst. Eftir að við fórum í skólann spurði hún oft hvemig okkur gengi að læra. Hún vildi fylgjast með því. Alltaf var gaman þegar hún kom í heimsókn, því hún sagði ' okkur margar sögur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Nú vitum við að langamma er komin til Guðs og þar mun henni líða vel. Orri Sigurður og Arnar Þór. Á morgun miðvikudaginn 18. júní verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Reykjavík Gíslína Magnús- dóttir frá Hnjóti í Örlygshöfn, sem lengst var búsett að Freyjugötu 27a hér f borg. Hún andaðist 8. þ.m. á 98. aldursári eftir nokkurra mánaða sjúkdómslegu. Allt til þess tíma hafði hún búið við góða heilsu. Hún var sívinnandi við pijónaskap og önnur hugðareftii, enda féllu henni aldrei verk úr hendi. Gíslína fæddist að Hnjóti í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi 18. janúar árið 1889 og var þriðja í aldursröð 14 systkina, dóttir hjón- anna, Sigríðar Sigurðardóttur ljós- móður og Magnúsar Árnasonar, sem þar bjuggu góðu búi. Á átjánda ári fer Gíslína til starfa á Patreks- firði og stundaði þar margvísleg störf næstu fimm árin. Gíslína var tvígift. Fyrri maður hennar var Einar Hólm Ólafsson skósmiður frá Patreksfírði. Þau settust að í Reykjavík, en Einar lést úr berklaveiki eftir þriggja ára hjú- skap árið 1915. Þau eignuðust einn son, Ólaf Hólm fyrrverandi verk- stjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Eiginkona hans er Þorgerður Grímsdóttir ættuð úr Reykjavík. Árið 1920 giftist Gíslína öðru sinni, Jóni Halidórssyni frá Bring- um í Mosfellssveit. Jón var góðum gáfum gæddur og með góða kenn- arahæfileika. íslensku og stærð- fræðikunnáttu hans var viðbrugðið og nutu margir tilsagnar hans og hollráða í þeim efnum. Jón hafði lokið kennaraprófi frá Flensborgar- skólanum i Hafnarfirði. Hann starf- aði um 40 ára skeið hjá Gasstöð Reykjavíkur. Jón lést árið 1973, 87 ára að aldri. Sambúð þeirra stóð því í 53 ár. Böm þeirra Gíslínu og Jóns eru þijú: Gyða.en eiginmaður hennar var Friðjón Bjarnason prentari. Hann lést á besta aldri árið 1971. Ema, gift undirrituðum. Knútur, framkvæmdastjóri, giftur Önnu Snorradóttur. Þau búa á Siglufirði. Öll voru börnin sett til mennta, þrátt fyrir knappar tekjur heimilis- ins á krepputímum. í það lögðu þau hjónin metnað sinn. Gíslína Magnúsdóttir var mikil- hæf dugnaðarkona með ágætar gáfur og stálminni. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á félagsmálum og gerðist fljótlega félagi í verka- kvennafélaginu Framsókn og var í stjóm þess um árabil. Hún var kjörin heiðursfélagi þar árið 1964. Meðal starfa hennar í verkalýðs- hreyfingunni má nefna, að hún sat í stjóm Vorboðans, sem sá um sumardvöl reykvískra bama. Þessi starfsemi var rekin af miklum myndarskap í mörg ár við góðan orðstyr og miklar vinsældir. Þetta var eins og nærri má geta mikið ábyrgðarstarf sem krafðist árvekni og aga. Margir hafa minnst þessa starfs í mín eyru og þá sérstaklega þakkað Gíslínu og hennar sam- starfsmönnum. Henni voru líka kærar minningamar frá þessum ámm. Félagsstörfín voru Gíslínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.