Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ1986 O «984 Universal Press Syndicate Sft \á6 komum helm, Láttu pá, ei'ns og þú sért lat/nóður." Með morgunkaffínu 509 'M* 4 POLLUX Hann er með nefið hans pabba síns! HÖGNI HREKKVISI O /7\ „ sbsðo pápa pínu/h ao kl'aka EKKI ALLAK VALHNETUKMAR.'' Um ágang sauðfjár Kona hringdi: „Það hefur verið fróðlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem verið hefur í Velvakanda að und- anfömu um ágang sauðfjár á friðuðum svæðum. Svo er helst að skilja að bændur telji sjálfsagt að beita annarra manna lönd og ef þeir sömu vilja ekki þola ágang- inn beri þeim bara að girða sig af á sinn kostnað. Hvað ætli gerðist ef maður fengi sér rollur og færi að reka þær á beit á lóðir nágrannanna? Það hlýtur þá að vera allt í lagi séu þessar lóðir ekki rammlega afgirtar." Kolkrabbinn — góð framhalds mynd JH hríngdi: „Ég vil þakka sjónvarpinu sér- staklega fyrir sýningar þess á ít- ölsku framhaldsmyndinni Kol- krabbanum. Ég tel þessa mynd framúrskarandi góða — hún skar- ar mjög framúr þessum formúlu- sakamálamyndum sem svo mikið er til af. Aftur fínnst mér fram- haldsmyndadellan Hótel sem sýnd er á miðvikudögum með afbrigð- um léleg, og skil ég ekki hvers vegna hún var tekin til sýningar hér. Að jafnaði mætti sjónvarpið sýna meira af bíómyndum, því þær eru áreiðanlega vinsælasta sjónvarpsefnið, fyrir utan kannski beinu knattspymuútsendingam- ar.“ Hleypið vatni í heita lækinn á ný Sigurður hríngdi: „Sem kunnugt er hefur ekkert vatn verið í heita læknum fræga í vor. Langar mig til að gera urn það fyrirspum til Hitaveitu Reykjavíkur hvort ekki sé hægt að fá heitt vatn í lækinn á ný. Sjálfur stundaði ég lækinn á sín- um tíma og fyrir utan það hversu gott var að baða sig þar held ég að hann hafí orðið mörgum heilsu- lind. Vil ég eindregið mælast til þess að vatni verði veitt í lækinn aftur." Víkverii skrifar Idag minnumst við þess, að 42 ár eru síðan lýðveldi var stofnað á Þingvöllum og 175 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, sem sagt var að hefði verið „óskabam íslands, sómi þess, sverð og skjöldur". Til minningar um þátt Jóns í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar á síðustu öld hefjast þjóðhátíðarhöldin í Reykja- vík jafnan á því, að forseti borgar- stjómar leggur blómsveig frá íbúum höfuðborgarinnar á leiði hans í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Forseti Islands leggur síðan blóm- sveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og forsætisráðherra flytur við svo búið ávarp til þjóðar- innar við fótstall minnisvarðans. Þetta eru fastir liðir í upphafí þjóð- hátíðar ásamt með ávarpi fjallkon- unnar, lúðraleik og söng. Þá er gengið til guðsþjónustu í Dómkirkj- unni. Þessi morgundagskrá 17. júní er í svo föstum skorðum, að mörgum yrði illt við, ef út af henni yrði bmgðið. Þær eru ekki margar at- hafnimar, sem sameina þjóðina með þessum hætti. Eftir því sem líður á þjóðhátíðardaginn verða hátíðar- höldin í höfuborginni að minnsta kosti svipminni. Nú á að breyta til með því að dreifa síðdegisdag- skránni í Reykjavík á þijá staði. Er vonandi að vel takist til í hví- vetna, ekki síst um kvöldið. Mynd, sem bandariskir sjónvarpsmenn tóku fyrir mörgum árum af dauða- dmkknum unglingum að kvöldi 17. júní og sýnd var í vinsælum frétta- þætti þar í landi, hefur orðið landi og þjóð varanlegur álitshnekkir. XXX egar gengið er um Austur- stræti á laugardagsmorgnum, eftir að ungt fólk hefur verið þar að „skemmta" sér um nóttina, mætti halda að götuóeirðir hefðu orðið. Glerbrot þekja göngugötuna og gangstéttir í nágrenninu. Við- gerðarmenn em að störfum við að setja ný gler í verslunarglugga. Hreinsunarmenn frá borgaryfír- völdum em við störf og kaupmenn og starfsfólk þeirra er önnum kafíð við að hreinsa í kringum verslanir. Líklega verður seint unnt að stemma stigu við því, að ungt fólk hópist saman og skemmti sér á götum borgarinnar. Enda er það með öllu ástæðulaust, á meðan það veldur hvorki sjálfu sér né öðmm tjóni. Virðingarleysi fyrir vegfar- endum eða eignum annarra setur því miður alltof oft svip sinn á framferði ungmenna. Uppivaðsla þeirra, þegar þau fara saman í hóp- um, er á stundum með þeim hætti, að þeir, sem eldri em hliðra sér hjá afskiptum. Uppgjöf af því tagi er fáum að skapi, en menn kjósa hana frekar en aðsúg hópsins. Vonandi er ástæðulaust að hafa uppi vamaðarorð í dag um þann blett á borgarlífínu, sem hömlulaus óregla á götum úti er á 17. júní og endranær. Víkveija er ekki kunnugt um, hvemig aðrar þjóðir minnast þjóðhátíðardags síns. Að vísu var hann einu sinni morgunstund í Osló 17. maí og fylgdist með endalausri skrúðgöngu borgarbúa eftir breið- strætinu, sem kennt er við Karl Jóhann, frá Stórþinginu að kon- ungshöllinni. í Lesbók Morgun- blaðsins á laugardaginn segir séra Heimir Steinsson frá því, að hann hafí sótt samkomu í norska Þjóð- leikhúsinu 17. maí og hlýtt þar á dagskrá úr verkum skáldmærings- ins Bjömstjeme Bjömson. Ætíð síð- an hef ég séð fyrir mér hliðstæða viðburði í íslenskum leikhúsum á þjóðhátíðardegi, samtímis sjálf- sögðum útihátíðarhöldum. Matthías Jochumsson leitar á hugann af því tilefni, en eftir hann ótal snillingár aðrir. 1. desember síðastliðinn var að frumkvæði Sverris Hermannssonar efnt til ráðstefr.u í Þjóðleikhúsinu til vemdar íslenskri tungu. Og síð- asta laugardag hófust svonefndir M-dagar á Akureyri einnig að frum- kvæði menntamálaráðherra. Færi vel á því að undir jafn framtaks- samri og menningarlegri stjóm yrði hugað að því, hvort ekki mætti skipa bókmenntunum, sögunni og tungunni fastan sess í þjóðhátíðar- haldinu eins og hinum sjálfsagða virðingarvotti við minningu Jóns Sigurðssonar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.