Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986
59
Um barnameðlög og kjör
einstæðra foreldra
Til Velvakanda.
Að undanfömu hefur töluverð
umræða verið um kjör einstæðra
mæðra, skilnaði og félagslegar
aðstæður bama fráskilinna foreldra
í Qölmiðlum. Þar sem ég er ein úr
þessum hópi langar mig að leggja
orð í belg. Ég er ein með 3 böm á
mínu framfæri, sem ekki er neitt
einsdæmi í dag. Fyrrverandi eigin-
maður minn borgar rétt rúmlega
10 þúsund kr. með þessum þremur
bömum sínum á mánuði, sem er
eins og allir hljóta að sjá, dropi í
hafið. Gert er ráð fyrir að ég skaffi
10 þúsund kr. á móti fyrrverandi
maka til að framflejrta fjöskyldunni
en það dugar engan veginn. Ég
verð að leggja mun meira fram til
að endar nái saman.
Svo skilst mér að bamameðlög
séu frádráttarbær frá tekjuskatti.
Sé það rétt er varla hægt að segja
að það foreldrið sem ekki hefur
bömin á sínu framfæri sjái fyrir
bömum sínum. Það leiðir hugann
að þeirri spumingu hvort menn eða
konur sem ganga út af heimilinu
hafí nokkrar skyldur gagnvart þeim
bömum sem þau eiga.
Kona ein skrifaði í Velvakanda
fyrir nokkm og var hún gift manni
sem greiddi með nokkmm bömum
frá fyrra hjónabandi. Barmaði hún
sér mjög yfír að þau hjónin þyrftu
að borga þessi bamameðlög. Sagði
hún m.a. að enginn gæti gert að
því þótt hann hefði verið giftur
áður. Nú langar mig til að spyrja
þessa konu: Hver á að borga fram-
færslu bamana á móti hinum
makanum, nkið kannski? Veit hún
ekki að ríkið borgar næstum jafn
mikið og bamameðlögum nemur í
mæðralaun. Ríkið borgar einnig
stóran hluta dagvistunargjalda.
Er hægt að ganga meira á þjóð-
félagið? Er þjóðfélagið ekki að ýta
undir fíjálsljmdi og kæmleysi í hjú-
skapar- og ástamálum með þessum
greiðslum?
Nú verð ég að viðurkenna að sá
aðili sem hefur bömin þarf mjög á
þessum greiðslum að halda og
kemst ekki af án þeirra vegna þess
hve bamameðlagið er skammarlega
lágt. Víst er það rétt að enginn
getur gert að því þó hann hafí verið
giftur áður - en hver á að bera
ábyrgð á því er hjónaband fer í
vaskinn nema þeir tveir aðilar sem
stofnuðu til þess?
Annað sem kemur mér undarlega
fyrir sjónir er það, að sá aðilinn sem
gerist brotlegur í hjónabandi hefur
alveg sama rétt hvað íjármálin
varðar og hinn sem heldur hjúskap-
arheitið. Að minni hyggju er það
nóg fyrir konu eða karl sem verður
fyrir svikum að þurfa að yfírstíga
hina tilfínningalegu hlið, sem oftast
er mjög sársaukafullt, þó ekki sé
troðið á fjárhag hans líka. Öllum
fínnst okkur sjálfsagt að réttlætið
sé af skomum skammti í þessu þjóð-
félagi. Að þessu leyti finnst mér tími
til kominn að tekið sé í taumana
og fólk látið bera ábyrgð á gerðum
sínum, þó ekki sé nema bamanna
vegna. Mestu máli skiptir að bömin
verði fyrir sem minnstu tjóni, þvf
aldrei verður hægt að koma í veg
fyrir að skilnaður komi niður á
bömunum.
Skilnaðarböm hafa oft þungan
kross að bera. Þau þurfa oft að
sjá um sig sjálf flesta daga og bera
meiri ábyrgð en þau hafa þroska
til. Er ekki tími til kominn að taka
í taumana og hækka meðlög til
bama svo hægt sé fyrir forráða-
menn þeirra að sinna þeim sem
skyldi? Því að góðri umönnun og
öryggi búa þau alla ævi.
Því segi ég. Tökum höndum
saman og tryggjum öllum bömum
góð uppvaxtarskilyrði. Gaman væri
ef fleiri létu til sín heyra um þessi
mál.
Einstæð móðir.
Vinsældalisti rásar
tvö er ekki marktækur
Til Velvakanda.
Ástæðan fyrir því að ég ákvað að
setjast niður og skrifa Velvakanda
er val á vinsældarlista rásar tvö.
Þessi vinsældarlisti á að sýna hvaða
lög em vinsælust hveiju sinni og er
ekkert við það að athuga í sjálfu sér.
Allsstaðar í heiminum em vinsældar-
listar teknir saman. í flestum löndum
þar sem valin er vinsældalisti er það
gert með könnun á sölu minni gramó-
fónsplata. Þar sem við emm lítil þjóð
og kaupum ekki mikið af litlum
plötum þá er þessi möguleiki ekki
fyrir hendi hér. En vissulega er hægt
að komast að vinsældum laga þrátt
fyrirþetta.
Rás tvö velur sinn lista með því
að hlustendur hringja og nefna þijú
uppáhaldslög sín. Þetta er fáránleg
aðferð og listinn verður ómarktækur.
Ég nefni máli mínu til stuðnings þá
smölun sem stundum hefur verið
hjá íslenskum tónlistarmönnum við
að koma sínum íögum að. Þá má
ekki gleyma þeim sem hringja ofar
en einu sinni til að koma sinni uppá-
haldshljómsveit ofar á listann. Ég á
frænda sem sagði mér að hann hefði
einu sinni hringt 8 sinnum og vinur
hans hefði gert slíkt hið sama. Einu
sinni þegar ég hlustaði á kynningu
á listanum sagði þulurinn að lægið
sem væri í 20 sæti hefði um 50
atkvæði á bak við sig. Af þessu sést
að það er ekki ýkja erfitt fyrir fáa
einstaklinga að koma lögum hátt á
lista.
Hvað er hægt að gera? Ég tel að
breyta þurfí fyrirkomulagi á vali list-
ans, því að hann skipar mikinn sess
í dagskrá rásar tvö og sífellt eru
dagskrárgerðarmenn að vitna t hann
og kynna lög af honum.
Rás tvö á að leggja metnað sinn
í að standa að marktækum vinsælda-
lista. Það eru til margar aðferðir við
að velja vinsældalista. Hugsanleg
aðferð er að starfsmenn rásar tvö
myndu hringja í hlustendur og spyija
þá álits, en kannski væri það of dýrt.
Annar möguleiki er að hlustendur
skrifi rás tvö og tilgreini þijú uppá-
haldslög sín og verði þau að vera á
ákveðnum seðli_ sem birst gæti í
dagblöðunum. Á þessum seðli yrði
sendandi að gefa upp nafn og heimil-
isfang. Einnig mætti taka mið af
skoðun dagskrárgerðarmanna rásar
tvö sem þá myndu hafa ákveðið
vægp á móti skoðunum hlustenda.
Bandarfski vinsældalistinn er valinn
á þann hátt að tekið er mið af plötu-
sölu og flutningi einstakra laga í
útvarpi — þvf ekki að láta dagskrá-
gerðarmenn hér hafa áhrif eins og
í Bandaríkjunum. Ég vona að ég
hafí ekki verið að skrifa til einskis
og að við megum eiga von á að fá
marktækan vinsældalista sem fyrst.
Áfrarn rás tvö.
Sigurður Ragnarsson.
SUMAR- OG
HAUSmSKAA
1986
Barnaregnfatnaður
í sérflokki
SEXTÍU OS SEX NORÐUR
SJOKLÆÐAGERÐINHF
Skúlagötu 51 Sími 11520