Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 64

Morgunblaðið - 17.06.1986, Side 64
!SSw«ii ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Hvalveið- ar hafnar aðnýju HVALVEIÐAR hófust á sunnu- daginn og að þessu sinni er ásetl- að að veiða 80 langreiðar og 40 sandreiðar, en það eru tæplega helmingi færri dýr en veidd voru í fyrra. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., gerði fyrirtækið samning við Hafrannsóknastofnun- ina um veiðar á hvölunum og verða þær stundaðar á tveimur hval- föngurum, en hafa áður verið stundaðar af flórum hvalbátum. Mynd þessa tók einn ljósmyndara Morgunblaðsins, Júlíus, á sunnu- dagskvöldið þegar Hvalur 8 og Hvalur 9 létu úr Reykjavíkurhöfn og héldu til veiðanna. Búist er við fyrsta hvalnum í Hvalstöðina með morgninum.Skipið þeytti eimpípur um leið og það lét úr höfn. Óbreytt verð á hörpudiski YFIRNEFND Verðiagsráðs sjáv- arútvegsins ákvað á fundi á mánudag að lágmarksverð á hörpudiski frá 1. júní til 31. ágúst 1986 skuli vera óbreytt. Samkomulag var um þessa ákvörðun yfímefndar. í yfímefndinni áttu sæti: Bolli Þór Bollason, sem var oddamaður nefndarinnar, Ámi Benediktsson og Marías Þ. Guðmundsson, fulltrúar kaupenda, og Sveinn Hjörtur Hjart- arson og Óskar Vigfússon, fulltrúar seljenda. Morgunblaðið/Borkur Kátt var íhöllinni Lloyd Cole and the Commotions léku í gær á Listahátið í Laugar- dalshöll við mikla hrifningu nm 5.000 áheyrenda. Aðrir tónleikar verða í kvöld, en þá leikur hljóm- sveitin Madness og Fine Young Cannibals. Á myndinni er Lloyd Cole með gitarinn. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastj óri VSÍ um 26% kauphækkun flugliða: 99 Ekki á móti launahækkunum sem eiga sér efnislega stoðu Telur þessa samninga skila Flugleiðum f ramleiðniaukningu ÞÓRARINN V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands, telur að þótt flugliðar Flugleiða fái 26% kauphækkun á árinu samkvæmt nýgerðum kjarasamningum, þá feli þeir í sér það mikla hagræðingu og aukna nýtingu hjá Flugleiðum, að kostnaðar- auki Flugleiða vegna þessara kauphækkana sé ekki umtalsverður framyfir þau 15%, sem samist hefur um við launþega á almennum vinnumarkaði á þessu ári. ,Þessi samningur við flugliðana felur vissulega í sér þær kaup- hækkanir, sem getið var um S Morgunblaðinu á sunnudag, en hann felur hins vegar ekki í sér samsvarandi hækkun launakostn- aðar, eða 26%. Frá sjónarmiði at- vinnurekandans er það auðvitað launakostnaðurinn sem skiptir rnáli," sagði Þórarinn, er hann var spurður hvort þessir samningar hefðu ekki sprengt þann ramma sem aðilar vinnumarkaðarins mörk- uðu með kjarasamningum í vetur. Þórarinn sagði að margháttaðar breytingar í þessum mýju samning- um hvað varðaði vinnutíma og hvíldartímaákvæði gerðu það að verkum að Flugleiðir og þeirra sér- fræðingar mætu það svo að launa- kostnaðaraukinn við þessa samn- inga væri tiltölulega lítill umfram það sem falist hefði í almennu kjarasamningunum, en erfitt væri að segja til um það hversu mikiil kostnaðaraukinn væri fram yfír 15%: „Það er alveg ljóst að hagsmunir Flugleiða lágu í því að ná fram þessum breytingum á vinnutíma- reglunum með samningum, fremur en að fara út í átök við stéttarfélög flugsins eins og gerst hefur undan- farin ár,“ sagði Þórarinn, jafnvel þótt það þýddi að samningamir færu nokkuð fram yfir þá almennu Iínu, sem samið hefur verið um.“ Þórannn var spurður hvort þeir hjá VSÍ óttuðust ekki að launþegar kæmu fram með auknar kröfur, í kjölfar þessara samninga við flug- liðana: „Svona samningar vekja alltaf vissa ólgu og væntingar, en við höfum fylgt þeirri stefnu af- skaplega stíft að vera jákvæðir gagnvart hagræðingaraðgerðum og breytingum á kjarasamningum, sem auka hagræði í rekstri. Við höfum því síður en svo nokkuð á móti launahækkunum, sem eiga sér efnislega stoð í framleiðniaukningu. Við teljum að svo sé að mestu leyti í samningum Flugleiða við stéttar- félög flugsins." Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, var í gær inntur álits á þessum samningi Flugleiða við flugliða, en VR semur við Flugleiðir fyrir ná- lægt 300 félagsmenn sína: „Okkur hefur ekki enn tekist að fá þennan samning, en það er ósköp eðlilegt að menn spyiji til hvaða ráða við ætlum að grípa, því mér sýnist sem þessi samningur feli í sér verulega umframkauphækkun á árinu, miðað við það sem almennt var samið um,“ sagði Magnús. Magnús sagði að samningaviðræður við Flugleiðir stæðu nú yfír, þar sem VR væri að semja fyrir hönd flugafgreiðslu- fólks. Þeir hjá VR vildu því fá allar upplýsingar upp á borðið, áður en samið væri fyrir hönd flugaf- greiðslufólksins. Guðmundur J. Guðmundsson: • / Albert Guðmundssyni Metlax úr Langá Jóhannes Guðmundsson, bóndi á Ánabrekku, veiddi í gærmorgun 21 punds hæng í Glanna í Langá á Mýrum og eru uppi raddir um að þar hafi farið stærsti lax, sem veiðst hefur í áimi, a.m.k. í áratugi. Á myndinni er Jóhannes með laxinn góða, sem var merktur og því fiskur af Þverárkyni, en Langárlaxinn er að öllu jöfnu fjarri því eins vænn og frændsystkinin í Þverá. Miklu magni merktra seiða af umræddu laxakyni og hefur verið sleppt í Langá síðustu árin í rannsóknarskyni og eftir þetta sumar munu nokkrar niðurstöður liggja fyrir. Annars byijaði laxveiðin vel í í laxveiðinni á landinu hafí yfír- Langá, einnig í Miðíjarðará, sem leitt verið viðunandi. var einnig „opnuð" um helgina, Sjá nánar „Eru þeir að og er óhætt að segja að byijunin fá’ann?“ blaðsíðu 4. GUÐMUNDUR J. Guðmundsson sagði í sjónvarpsfréttum seint í gærkvöldi, að hann hefði þegið fjárstuðning frá Albert Guð- mundssyni árið 1983. Þá hafi hann leitað sér hvíldar í Florida vegna hjartasjúkdóms. Þetta hafi byggzt á persónulegri vin- áttu þeirra Alberts. Það komi sér gjörsamlega á óvart, að heyra á Hafskip minnzt í þessu sam- hengi. Sagðist Guðmundur myndu óska eftir rannsókn á þessu máli og það yrði rannsakað í botn, væri hann fús að láta af formennsku í Dags- brún og Verkamannasambandinu og jafnframt þingmennsku, meðan málið yrði rannsakað. Hann hefði aldrei þegið peninga frá Hafskip. Hann ætlaði ekki að láta svipta sig mannorðinu með ásökunum um að hann gangi fyrir peningum frá atvinnurekendum. Vegna þessa hafði Morgunblaðið samband við Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra, seint í gærkvöldi. Hann sagðist ekki myndu svara spumingum Morgunblaðsins. Sjá yfirlýsingu frá Guðmundi J. Guðmundssyni á bls. 2 Viðskiptin við Sovétríkin verða rædd 23. júní Viðskiptaviðræður við Sovét- menn hefjast þann 23. þessa mánaðar í Reykjavík. Viðræð- uraar munu snúast um fram- kvæmd viðskipta landanna innan rammasamnings, sem um þau gilda, frá þessu ári til ársins 1990. íslendingar selja Sovétmönnum aðallega saltsíld, frystan físk, lag- meti, ullarvörur og málningu. Mest- ur hluti innkaupanna frá Sovétríkj- unum er olía, en einnig kaupum við þaðan bíla og timbur svo eitthvað sé nefnt. í viðræðum þessum er ekki Qallað beint um sölusamninga heldur framkvæmd viðskiptanna í heild. Viðkomandi fyrirtæki og sölusamtök semja síðan sérstaklega við kaupendur fyrir austan með þátttöku stjómvalda hér, þegar samið er um olíuna. Það er Prodin- torg sem sér um innkaup á matvæl- um í Sovétríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.