Morgunblaðið - 06.07.1986, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6.JÚLÍ 1986
Á áhorfendabekknum ríkti sannkölluð landsmótsstemmning, enda fer vel um fólk i góða veðrinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Landsmót hestamanna
Ófeigur 818 frá Hvann-
eyri efstur stóð-
hesta með afkvæmi
NÚ ER ljóst að Ófeigur 818
frá Hvanneyri mun standa
efstur af stóðhestum með
afkvæmum á Landsmóti
hestamanna. í gær voru kyn-
bótahrossin sýnd og kynnt og
fengu mótsgestir að sjá glæsi-
lega skeiðspretti í hundraða
tali. Ófeigur 818 hlýtur heið-
ursverðlaun ásamt Náttfara
776 frá Ytra-Dalsgerði. Þá
hafa fimm hestar náð þessum
áfanga.
í gær var ekki ljóst hver stæði
efstur af þeim stóðhestum sem
keppa til 1. verðlauna, en líklegir
þykja Dreyri 834 frá Álfsnesi,
Gáski 920 frá Hofsstöðum og
Ófeigur 882 frá Flugumýri.
Hrafnhetta 3791 frá Sauðár-
króki varð efst af þeim hryssum
sem keppa til heiðursverðlauna.
Nös 3794 frá Stokkhólma sem
átti að keppa til heiðursverð-
launa fellur út og mun ástæðan
sú að aðeins eitt afkvæmi hennar
er til staðar og þykir ófært að
hafa þau ekki fleiri. Af þeim
hryssum sem keppa til 1. verð-
launa stendur Sif 4035 frá Laug-
arvatni efst.
Af fímm vetra stóðhestum
varð Kjarval 1025 frá Sauðár-
króki efstur eins og búist hafði
verið við. Viðar 979 frá Viðvík
var talinn líklegastur í efsta
sæti 6 vetra stóðhesta og eldri,
þó ekki sé útséð með það enn.
Tveir fjögurra vetra hestar berj-
ast um efsta sætið, þeir Otur
1050 frá Sauðárkróki og Gassi
frá Vorsabæ, en það mun skýrast
í dag hvor hefur betur.
Þær Máría 6017 frá Hólum
og Krafla 5649 frá Sauðárkróki
standa efstar af hryssum 6 vetra
ogeldri.
Farið var í sameiginlegan út-
reiðartúr um Rangárvelli á föstu-
dagskvöld, með þátttöku 180
manna og lauk ferðinni í Reyðar-
vatnsrétt þar sem Gunnar Jó-
hannsson, formaður Landsmóts-
nefndar, grillaði ofan í mann-
skapinn. Um hádegisbilið í gær
höfðu 6.500 keypt sig inn á
svæðið og þykir sennilegt að í
dag verði á svæðinu um 10.000
manns. Bjart veður var í gær
en nokkuð hvasst.
Á sölusýningu í gær voru sýnd
75 hross, fjölskylduhross og
gæðingar. Er það Félag hrossa-
bænda sem stendur fyrir þessari
sýningu í samvinnu við Búvöru- {
deild Sambandsins. Lestarmenn ríða yfir Rangá á leiðinni á mótsstað.
Björn Jónsson í Vorsabæ stillir
hér upp stóðhesti sinum, Gossa
frá Vorsabæ, en hann er
fjögurra vetra.
Nokkur ölvun var á svæðinu
í fyrrakvöld en allt fór þó frið-
samlega fram og fólk virtist
skemmtasérvel.
í dag hefst dagskrá klukkan
11.00 með hátíðardagskrá. Eftir
hádegi verða ræktunarhópar
sýndir og unglingum afhent
verðlaun. Þá verður dómum
kynbótahrossa lýst og verðlaun
afhent. Klukkan 15.30 hefjast
úrslit í flokki klárhesta með tölti
og alhliða gæðinga. Landsmót-
inu lýkur svo með úrslitum í
kappreiðum.
Á morgun verður haldinn
aðalfundur FEIF, Félags eigenda
íslenskra hesta, í félagsheimili
Fáks á Víðivöllum og verður
hann í fyrsta sinn opinn almenn-
ingi til kynningar á samtökun-
um.
fulltrúar Fáks i unglingakeppninni, frá vinstri Edda Sólveig
Gísladóttir á Seifí, Hörður Haraldsson á Háfí og Róbert Pedersen
á Stelk. Hörður sigraði.
Júni frá Syðri-Gröf var lengi vel með hæstu einkunn í A-flokki
og töldu margir hann liklegan til að halda þvi sæti en hann lenti
í 4. sæti.