Morgunblaðið - 06.07.1986, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986
íSpandau
Bretar yfirheyra Hess eftir
flugferðina til Skotlands.
Þegar Hess var dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi í stríðsglæparéttar-
höldunum í Numberg virtist hann
mglaður og jafnvel geðveikur.
Hann var sýknaður af ákæmm
um stríðsglæpi, þótt hann væri
fundinn sekur um að skipuleggja
og heyja árásarstríð. Hann hefur
aldrei sagt að hann iðrist fortíðar-
innar og aldrei fyllzt sektarkennd
eins og Albert Speer, sem var
félagi hans í Spandau-fangelsi um
árabil.
EINN í SPANDAU
Speer og æskulýðsleiðtoginn
Baldur von Schirach vom látnir
lausir 1966 og Hess hefur verið
eini fanginn í Spandau í 20 ár.
Hann er vofa frá fortíðinni, sem
Vesturveldin hafa lengi viljað
leysa úr haldi, en það hefur alltaf
strandað á andstöðu Rússa, sem
vilja að hann sé „tákn sigursins
á fasisma Hitlers." Vestur-Þjóð-
veijar hafa kallað hann „dýrasta
fanga heims," því að það hefur
kostað þá rúmlega 20 milljónir
marka (um 315 millj. kr.) að hafa
hann í fangaklefanum í Spandau
síðan 1966.
Skurðlæknirinn Hugh Thomas,
sem hefur skoðað Hess, segir að
fanginn í Spandau sé ekki Hess,
en verður svarafátt þegar hann
er spurður hvaða maður sé í klef-
anum. Hess hefur átt við maga-
veiki að stríða á síðari ámm, en
er að öðm leyti við furðugóða
heilsu eftir aldri. Hann horfir á
sjónvarp, fær að lesa blöð þegar
þau hafa verið ritskoðuð og gefur
fuglunum þegar hann fær að
ganga í fangelsisgarðinum einu
sinni á dag.
Fyrir þremur ámm var komið
fýrir lyftu, sem kostaði 130.000
mörk, til að flytja Hess í klefann
og úr honum, því að hann á erfitt
með að ganga upp stiga. Sumar-
hús hefur verið reist handa honum
í garðinum. Hann má fá og skrifa
eitt bréf í mánuði og taka á móti
gestum í einn klukkutíma einu
sinni í mánuði og um jólin. Sonur
hans, Wolf Riidiger, heimsækir
hann venjulega, en Ilse kona hans,
sem er 86 ára, hefur ekki getað
heimsótt hann síðan í október
1981.
Stjóm Vestur-Berlínar vill gera
Spandau að nútímafangelsi þegar
Hess fellur frá, Rússar vilja gera
fangelsið að minnismerki um
fómarlömb nazismans og Bretar
að það verði jafnað við jörðu. En
Hess röltir enn um fangelsis-
garðinn, og ungir menn í varð-
tumum hafa nánar gætur á hon-
um. Hermennimir, sem mönnuðu
þessa tumá í upphafi, em orðnir
afar, en Hess hefur aldrei séð
bamaböm sín. Sennilega fær
hann aldrei að sjá þau.
GH
Fanginn
Þáttur í sjónvarpinu
annað kvöld um
Rudolf Hess, stað-
gengd Hitlers
ÞÁTTUR í sjónvarpinu annað
kvöld fjallar um Rudolf Hess,
staðgengil Hitlers, sem varð 92
ára í vor og hefur setið í Spand-
au-fangelsi í Berlín síðan hann
var dæmdur í ævilangt fangelsi
í stríðsglæparéttarhöldunum í
Nurnberg 1946 fyrir að hafa
átt þátt í að skipuleggja stríðs-
áætlanir nazista og hrinda þeim
í framkvæmd.
Líklega verður Hess alltaf
minnzt fyrir hlutverk hans í
heimildarmynd Leni Riefens-
thals, „Sigri viljans“ um Niirn-
berg-fund nazista 1934.
Hitler lýkur máli sínu hásum
rómi. Fagnaðarlátunum ætlar
aldrei að linna og mannfjöldinn
hyllir hann með því að hrópa:
„Sieg heil! Sieg
h e i 1! S i e g! S i e g!
Heil! Sieghei 1!“
(Heill sigri.)
Hess gengur upp að hljóð-
nemanum og likist manni sem
hefur fengið vitrun. Mannfjöld-
inn þagnar og grafarþögn rík-
ir. Síðan segir hann með ákafa,
sem vekur undrun og furðu,
líkt og páfinn væri að boða
endurkomu Krists á dómsdegi:
„H i t I e r i s t
Deutschland.
H i t 1 e r i s t
Deutschian d.“
(Hitler er Þýzkaland.)
„EGYPTINN“
Hess var einn nokk-
urra frumheija
nazista á þriðja ára-
tugnum, sem voru
ekki eiginlegir Þjóðveijar. Hitler
var Austurríkismaður. „Heim-
spekingur" flokksins, Aifred Ros-
enberg, var „Eystrasalts-Þjóðveiji
og stundaði nám við háskólann í
Moskvu. Göring var fæddur í
Þýzku Suðvestur-Afríku (Namib-
íu).
Hess fæddist og ólst upp í
Egyptalandi. Hann fæddist 26.
apríl 1894 í Alexandríu, þar sem
faðir hans var kaupsýslumaður,
og fékk viðumefnið Egyptinn
þegar hann fór til Þýzkalands til
þess að beijast í heimsstyijöldinni
1914-1918, enda var hann dökkur
yfírlitum.
Hann var um tíma liðsforingi í
herdeild, þar sem Hitler var undir-
foringi, en þeir virðast ekki hafa
hitzt. Síðan gekk hann í flug-
herinn og varð orrustuflugmaður.
Eftir stríðið stundaði Hess há-
skólanám í Múnchen, kynntist
hópum öfgafullra þjóðemissinna
og gyðingahatara og varð vinur
manna eins og Rosenbergs og
Hitlers, sem heillaði hann.
Hess var með Hitler í „bjór-
kjallarauppreisn" nazista í Bæj-
aralandi 1923, valdaránstilraun,
sem var í eðli sínu lítið annað en
fundur í bjórkjallara og kröfu-
ganga.
Hann og aðrir leiðtogar upp-
reisnarinnar voru hafðir í haldi í
virkinu í Landsberg, þar sem
Fanginn íLands- Fanginn íNilrn-
berg{1926). berg(1946).
Hitler samdi pólitíska erfðaskrá
sína, “Mein Kampf“ (Baráttu
mína). Hitler var lítill rithöfundur,
þótt hann væri góður ræðumaður,
og Hess átti nokkum þátt í samn-
ingu bókarinnar, þótt enn sé deilt
um eðli samstarfs þeirra.
í lok þriðja áratugarins var
Hess einkaritari Hitlers. Hess
hafði litla yfirsýn og þekking hans
var takmörkuð, en hann var
mikill eldhugi og ákafamaður.
Ekki fór á milli mála að hann var
mjög hæfur stjómandi og hann
var einn nánasti aðstoðarmaður
Hitlers á uppgangsárum nazista.
Hess dýrkaði Hitler og taldi að
forsjónin hefði sent hann til að
bjarga Þýzkalandi, og andlit hans
ljómaði þegar nafn hans var nefnt.
Hitler valdi jafnvel eiginkonu
hans, Ilse, þegar hann skipaði
honum að kvænast henni á kaffi-
húsi í Múnchen. Aðrir nazistaleið-
togar áttu til að gera meinlegar
athugasemdir um „Foringjann"
þegar fáir heyrðu til, en Hess
aldrei.
SKIPULAGÐIFLOKKINN
Þegar Hitler náði völdunum
1933, á löglegan hátt þótt meiri-
hluti kjósenda hefði greitt atkvæði
gegn honum, varð Hess staðgeng-
ill hans. Þá fyrst varð Hess veru-
lega kunnur. Honum var falið að
fara með málefni flokksins og
stjómaði honum með góðum
árangri. Hann átti lítinn beinan
þátt í ákvörðunum nazistastjóm-
arinnar í innanríkis- og utanríkis-
málum. Hann átti sæti í ríkis-
stjóminni, en hún kom sjaldan
saman.
Hlutverk Hess var því takmark-
að, en það var mjög þýðingarmik-
ið, því að hann gerði nazistaflokk-
inn að kjama alræðisríkisins. Á
því leikur enginn vafí að hann
studdi ofsóknimar gegn gyðing-
um, sem í fyrstu miðuðu að því
að fá þá til að flytjast úr landi
og skilja eigur sínar eftir. Ekki
er vitað hve mikið hann vissi um
fjöldamorðin, sem á eftir fylgdu,
eða hvort hann samþykkti þau,
en engar sannanir gegn honum
virðast liggja fyrir.
Hess var alla tíð sérvitur á
margan hátt og aðrir leiðtogar
nazista drógu d^r að honum.
Hann gekk að vísu ekki eins langt
og Rosenberg, sem reyndi að
endurvekja ásatrú, og Himmler,
sem var miðaldadýrkandi, en hann
gutlaði við dulspeki og stjömu-
speki.
Sérvizka Hess í mataræði vakti
athygli. Hitler var grænmetisæta,
en Hess gekk skrefi lengra og
fann upp „lífræna jurtafæðu",
sem hann neytti. Hann gekk svo
langt að hafa með sér nesti þegar
Hitler bauð honum í mat.
Því fór þó fjarri að Hess væri
aðeins hlægilegur valdagosi. Völd
hans voru mikil og hann tók þátt
í að stjóma miskunnarlausu al-
ræðisríki. Þótt hann ætti lítinn
sem engan þátt í mótun utan-
ríkisstefnu Hitlers og hefði lítið
vit á utanríkismálum studdi hann
hana af alefli.
Stríðið varð til þess að Hitler
TIL SKOTLANDS
Hess komst að því að Hitler
hugðist gera innrás í Sovétríkin
til að tortíma „bolsévismanum“
og tryggja Þjóðveijum „lífsrými"
(Lebensraum). Hess var þessu
samþykkur, en taldi á einhvem
óskýran hátt að hættulegt yrði
að hefja innrásina meðan Þjóð-
veijar ættu enn í stríði við Breta
í vestri. Eins og margir aðrir Þjóð-
veijar skildi Hess ekki hvers
vegna Bretar héldu áfram að
beijast. Hann ákvað að reyna að
koma vitinu fyrir Breta og fá þá
til að gæta hlutleysis í væntan-
legri krossferð gegn bolsévíkum,
eða taka þátt í henni.
Hann var orðinn 47 ára, hafði
ekki flogið í rúm 20 ár og fór í
flugtíma á laun. Síðan flaug hann,
klæddur einkennisbúningi yfir-
manns í þýzka flughernum, í
Messerschmitt-flugvél frá Ágs-
borg í Bæjaralandi yfir Norðursjó
til Skotlands og nauðlenti á akri
skammt frá Glasgow. Hann
kvaðst vilja ræða við hertogann
af Hamilton, sem hann hafði
kynnzt á Ólympíuleikunum í Berl-
ín 1936. Hann taldi greinilega að
hertoginn hefði mikil áhrif f brezk-
um stjómmálum, þótt hann væri
raunar aðeins lágtsettur foringi í
brezka flughemum.
Vonir Hess urðu að engu.
Heimavamarliðið tók hann fastan
og stjóm Churchills virti hann
ekki viðlits. Allir afneituðu hon-
um, meira að segja Hitler sem
sagði að hann væri bijálaður, og
hann hefur verið fangi í 45 ár.
einbeitti sér að hermálum og áhrif
Hess dvínuðu. Sem fyrr var það
fyrst og fremst hvötin til að þjóna
Hitler sem rak Hess áfram, en
sú þörf tók undarlega stefnu
1941.
Hess og Hitler þegar allt lék í lyndi.