Morgunblaðið - 06.07.1986, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösia: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Staða
frystihúsanna
Morgunblaðið birti í gær viðtöl
við forráðamenn nokkurra
þeirra frystihúsa, sem eiga við
einna mesta erfiðleika að etja um
þessar mundir og eru á lista
Byggðastofnunar yfir þau frystihús
í landinu, sem þurfa á sérstakri
aðstoð að halda. Athyglisvert er að
kynnast sjónarmiðum þeirra og
skýringum á því hvemig komið er
í rekstri fyrirtækjanna sem þeir
veita forstöðu.
Allir tilgreina þeir sérstaklega
miklar skuldir, sem að sumu leyti
eru til komnar vegna tapreksturs
fyrri ára en að öðru leyti vegna fjár-
festinga. Gengistrygging og vaxta-
kjör á þessum skuldum hafa mestan
hluta tímans verið með þeim hætti,
að þær hafa hlaðið utan á sig og
„vaxið eins og illkynja æxli“ eins
og einn þeirra orðar það. Rekstrar-
skilyrði frystingarinnar hafa verið
slík undanfarin ár að hún hefur
ekki haft möguleika á að borga
þessar skuldir og kannski ekki fjár-
magnskostnaðinn heldur. „Vandi
fyrirtækisins felst fyrst og fremst
í alltof þungri greiðslubyrði lang-
tímalána, miðað við lánsfjárstöðu
er okkur í rauninni ætlað að greiða
yfír helming af öllum langtímalán-
um fyrirtækisins á næstu þremur
árum. Slík greiðslubyrði af eignum,
sem eiga eftir að minnsta kosti 15
ára líftíma, er fráleit og gengur
einfaldlega ekki upp eins og nú er
búið að þessari atvinnugrein," segir
Finnbogi Jónsson, forstjóri Síldar-
vinnslunnar á Neskaupstað.
Auk þessara skýringa nefna for-
stöðumenn fyrirtækjanna áfram-
haldandi fall Bandaríkjadollars og
erfíðleika í öðrum vinnslugreinum,
sem fyrirtækin eru þátttakendur f,
svo sem f skreiðarsölu. Það er
augljóst að þau fyrirtæki sem árum
saman hafa haidið að sér höndum
um fjárfestingar standa mun betur
að vígi en hin, sem lagt hafa í
verulegar fjárfestingar á þessu
tímabili. Að þessu leyti má kannski
segja að aðstaðan sé svipuð og hjá
einstaklingum, sem hafa fjárfest í
íbúðarhúsnæði á þessum árum og
hinum, sem ekki hafa gert það.
Sveiflumar sem orðið hafa í lána-
kjörum og stöðu erlendra gjaldmiðla
á síðustu 6-8 árum hafa verið svo
ofsalegar að þær hafa riðið sumum
fyrirtækjum að fullu. Þeir sem tóku
erlend lán til fjárfestinga í doliurum
í upphafí þessa tímabils og fylgdust
svo með dollaranum æða upp í
verði, jafnframt því sem vextir stór-
hækkuðu, gátu í raun og veru misst
miklar eignar á skömmum tíma og
hafa líklega gert það. í þessum
efnum skiptir ekki sköpum þótt
dollarinn hafí nú fallið í verði. Meðal
forsvarsmanna fyrirtækja hafa við-
skiptabankamir hér og stjómendur
þeirra sætt harðri gagnrýni fyrir
það að hafa beinlínis beint við-
skiptavinum sínum í dollaralán á
þessu tímabili, sem reyndust
óhemju dýr. Þá hafa lánakjör á
innanlandsmarkaði gjörbreytzt á
siðustu tveimur árum og fjármagns-
kostnaður áreiðanlega orðið mörg-
um þessara fyrirtækja þungur í
skauti á árunum 1984 og 1985.
Spuming er hvort bankakerfíð hafí
haft þekkingu og burði til þess að
ráða við fjármögnunarvanda þeirra
atvinnufyrirtækja, sem lögðu út í
einhverja fjárfestingu á þessu tíma-
bili.
Auðvitað er hægt að segja sem
svo að fyrirtækin hafi tekið of mikla
áhættu í íjárfestingum og ætlað sér
að láta verðbólguna greiða hana
niður eins og alltaf áður. Það má
vel vera að svo sé. Á hinn bóginn
má einnig spyija hvar við væmm
á vegi stödd ef öll fjárfesting stöðv-
aðist í undirstöðuatvinnuvegi okkar
eða ef það kæmi í Ijós, að hún
gæti alls ekki skilað arði.
En kannski vekur ekki síður
athygli í ummælum forsvarsmanna
þessara fyrirtækja í Morgunblaðinu
í gær hvað þeir segja ekki. Það
leikur enginn vafí á því að gmnd-
vallarbreytingar em að verða í sjáv-
arútvegi okkar og fískvinnslu.
Markaðimir í Evrópu kalla á meiri
ferskan fisk. Það þýðir að frystihús-
in hafa fengið minni físk til vinnslu
og nýtingin þar af leiðandi orðið
mun verri hjá þeim. Um þetta er
lítið sem ekkert fjallað í viðtölum
þeim sem hér er vitnað til. Þá er
það líka staðreynd að frystingin
hefur verið að færast af landi og út
á sjó. Rekstur frystitogaranna hefur
gengið frábærlega vel og þau fyrir-
tæki, sem áttu í miklum erfíðleikum
með togararekstur en tóku ákvörð-
un um að breyta skipum sínum yfír
í frystitogara, hafa bjargað sér með
því. Þetta hlýtur einnig að hafa
einhver áhrif á stöðu frystingarinn-
ar almennt. Forráðamenn frystihús-
anna minnast tæplega á þessa
gmndvallarbreytingu í sjávarútvegi
okkar. Hvað veldur? Skortir þá
yfírsýn jifír málefni atvinnugreinar-
innar í heild sinni og er það að
einhveiju leyti skýring á þeim
vandamálum, sem fyrirtæki þeirra
hafa ient í?
Þrátt fyrir það mikla starf sem
unnið hefíir verið undanfama ára-
tugi að því að auka flölbreytni í
íslenzku atvinnulífí er það stað-
reynd eftir sem áður, að sjávarút-
vegur og fískvinnsla ræður úrslitum
um afkomu þjóðarinnar. Þess vegna
ríður mikið á að þegar nú er enn
einu sinni tekizt á við vandamál
þessarar atvinnugreinar, verði það
gert á þann veg að menn seilist
ekki eina ferðina enn til bráða-
birgðaaðgerða heldur leitist við að
gera sér grein fyrir hinum raun-
vemlega vanda og taka á honum.
Að einhveiju leyti er hann fólginn
í fjármálalegum aðgerðum, öðmm
þræði byggist hann á gmndvallar-
breytingum, sem em að verða í
atvinnulífi okkar og loks er vafa-
laust um að kenna sums staðar
einfaldlega lélegri stjómun á fyrir-
tælqunum.
rindi Vals Amþórsson-
ar, kaupfélagsstjóra á
Akureyri og stjómar-
formanns Sambands ís-
lenzkra samvinnufé-
laga, á aðalfundi SÍS
fyrir skömmu, sem
Morgunblaðið birti í tveimur hlutum fyrir
nokkram dögum, veitir þeim, sem standa
utan samvinnuhreyfíngarinnar, gleggstu
innsýn í vandamál hennar og hugsunarhátt
forystumanna hennar, sem kostur hefur
verið á um langa hríð. Af orðum Vals
Amþórssonar má ráða, að samvinnuhreyf-
ingin á íslandi stendur nú á vegamótum
og á við margbreytilegri vanda að etja,
en fólk hefur almennt gert sér ljóst.
í stómm dráttum em vandamál sam-
vinnuhreyfíngarinnar þessi skv. orðum
kaupfélagsstjórans á Ákureyri: Víðtækar
þjóðfélagsbreytingar hafa gjörbreyt.t við-
horfum í samvinnurekstri svo sem sú stað-
reynd, að við upphaf hans í landinu bjuggu
85% þjóðarinnar í dreifbýli, þar sem helzta
vígi samvinnuhreyfingarinnar hefur jafnan
verið, en 15% í þéttbýli, þar sem hún hefur
jafnan verið veikust fyrir. I dag búa um
85% þjóðarinnar í þéttbýli en 15% í dreif-
býli. Jafnhliða hefur orðið vemlegur sam-
dráttur í umsvifum og framleiðslu land-
búnaðarins, þeirrar atvinnugreinar, sem
samvinnuhreyfíngin var sett á stofn til að
þjóna. Fólksfækkun í dreifbýli, sem leitt
hefur af þessari þróun, hefur orðið til þess
að hlutverk kaupfélaganna hefur breytzt
og viðfangsefni þeirra einnig. Þessar
samfélagsbreytingar hafa jafnframt valdið
breyttum valdahlutföllum innan samvinnu-
hreyfíngarinnar og jafnvel spennu milii
kaupfélaga í dreifbýli og þéttbýli. Jafn-
framt því, að þessar breytingar hafa orðið
á hinum ytri skilyrðum samvinnurekstrar,
á starfsemi samvinnufélaganna við sömu
vandamál að stríða og annar atvinnurekst-
ur í landinu. Valur Amþórsson lýsir þess-
um vandamálum með svofelldum hætti:
„Um langt árabil vom vextir neikvæðir
og fjármagnsbrani í óðaverðbólgu kom í
stað eðlilegs hagnaðar í rekstri jafnhliða
því, sem endurmat eigna í verðbólgunni
byggði upp eigið fé. Óarðbær rekstur
duldist á bak við hina neikvæðu vexti og
fjármagnsbrunann. Mistök í gárfestingum
hurfu sem dögg fyrir sólu. I dag býr at-
vinnureksturinn við mjög háa raunvexti,
mistök í fjárfestingu geta orðið banabiti,
jafnvel hinna traustustu fyrirtækja og
taprekstur hleður á sig vaxtakostnaði sem
snjóbolti á hraðfara leið til glötunar."
Loks bendir Valur Amþórsson á þá
staðreynd, sem raunar kom glögglega
fram á aðalfundi Sambandsins, þegar
skýrt var frá rekstrarafkomunni á síðasta
ári, „að Sambandið og flest kaupfélaganna
búa við allsendis ófullnægjandi rekstraraf-
komu og arðsemi, ef dæmt er út frá rekstr-
inum á síðasta ári. Þær alvarlegu rekstrar-
staðreyndir flokka ég fremur undir afleið-
ingu af breytingunum í umhverfinu en sem
eina af breytingunum sjálfum."
Sennilega hafa keppinautar samvinnu-
félaganna og fyrirtækja á þeirra vegum
ekki til fulls gert sér grein fyrir þeim stór-
felldu rekstrarvandamálum, sem Sam-
bandið og kaupfélögin standa frammi
fyrir. Þau hafa frá sjónarhóli þeirra, sem
utan við standa, líklega verið falin vegna
stærðar og mikilla umsvifa sambandsfyrir-
tækjanna. En þegar þeim er lýst á þann
veg, sem Valur Amþórsson gerir í fyrr-
greindu erindi, verður auðvitað ljóst, að
þau em bæði alvarleg og rista djúpt. Hvaða
skoðun, sem menn kunna að hafa á sam-
vinnurekstri fer mikilvægi hans ekki á
milli mála í atvinnulífi okkar og þess vegna
lofsvert í sjálfu sér að einn af forystumönn-
um þessa mikla viðskiptaveldis skuli opin-
bera vandamál þess með þeim hætti, sem
nú hefur verið gert.
Hver eru úrræðin?
Það liggur beint við að draga þá ályktun
af erindi Vals Amþórssonar, að hann telji
nauðsynlegt að fækka kaupfélögum vem-
lega. Hann segir m.a.:
„Það hlýtur að vera stefna hreyfíngar-
innar að samvinnustarf og samvinnurekst-
ur eigi sér stað um land allt eftir því, sem
við verður komið, en hvort það em fleiri
eða færri kaupfélög, sem hafa þann sam-
vinnurekstur með höndum skiptir aftur
minna máli í sjálfu sér. Þau em í dag um
40, vora áður miklu fleiri en viðbúið að
þau verði færri í framtíðinni vegna þeirra
fjölmörgu breytinga í umhverfínu, sem
orðið hafa... Höfuðatriði er hins vegar,
ef sameina þarf samvinnufélög að það sé
gert í tíma og áður en efnahagslegar
ógöngur loka öllum sameiningarleiðum."
í annan stað er augljóst, að kaupfélags-
stjórinn á Akureyri telur tímabært að
breyta vemlega skipulagi Sambandsins
sjálfs. Hann segir:
„Sambandið er stofnað til þess eins að
þjóna kaupfélögunum og félagsfólkinu.
Starfsemi þess á hveijum tíma þarf því
að aðlaga þörfum félaganna. Skipulag
Sambandsins er ekki heilagt og óumbreyt-
anlegt og þarf að ræðast af félögunum
frá tíma til tíma, þannig að félögin fínni
Sambandið vinna í takt við sínar þarfir."
í framhaldi af þessum orðum er aug-
ljóst, að Valur Amþórsson telur, að sam-
vinnumönnum hafí gengið bezt, þegar
þeir hafí stofnað sérstök fyrirtæki um
ákveðin starfssvið, svo sem Olíufélagið,
Samvinnutryggingar, Samvinnubankann,
Samvinnuferðir og Osta- og smjörsöluna.
Síðan segir hann:
„Þar hefur samvinnuhreyfíngin getað
farið út á hinn víða markað og ekki ein-
skorðað sig við það þrengra svið, sem
samvinnufélögin óhjákvæmilega em. Ár-
angurinn hefur því orðið meiri en hægt
hefði verið að ná með sérstökum deildum
í Sambandinu."
Valur Amþórsson hnykkir á þessum
ummælum er hann segir:
„í framhaldi af þessu hlýtur að vakna
sú spuming, hvort tími sé kominn til að
sérgreina viðfangsefni Sambandsins meira
í formi samstarfs milli Sambandsins og
viðkomandi hagsmunahópa og má þá t.d.
sérstaklega ræða um verzlunina. Verzlun-
ardeildin verður að sjálfsögðu kjaminn í
nýsköpun verzlunarrekstrar samvinnu-
hreyfíngarinnar."
Til þess að veijast fyrirfram gagmýni
þeirra, sem kunna að segja að stjómarfor-
maður Sambandsins boði skiptingu Sam-
bandsins í nýjar einingar segir hann í
erindi sínu:
„Það skal skýrt tekið fram, að hug-
myndir sem þessar fela ekki í sér klofning
Sambandsins í margar einingar heldur
getur þetta allt skeð undir einu þaki, undir
einni regnhlíf, undir einum forstjóra með
ýmsa sameiginlega þjónustu, s.s. á bók-
halds- ogtölvusviði."
Valur Amþórsson er bersýnilega þeirrar
skoðunar, að einkafyrirtækin eigi fleiri
kosti en áður á því að efla fjárhag sinn
er hann segir:
„Áróður fyrir þátttöku almennings í
atvinnulífínu með kaupum á hlutabréfum
hefur farið áberandi vaxandi og skattfrelsi
vegna slíkra hlutafjárkaupa hefur verið
tekið upp. Stofnun starfsmannasjóða hefur
hafíð innreið sína. Þeir kaupa hlutabréf í
atvinnufyrirtækjunum og opna þannig leið
fyrir beinni þátttöku starfsfólks í atvinnu-
rekstrinum. Slíkt á tvímæialaust eftir að
stóraukast hérlendis, sem erlendis."
Svar samvinnuhreyfíngarinnar á að
dómi Vals Amþórssonar að vera þetta:
„Með starfsmannasjóð að bakhjarli gæti
starfsfólkið fengið aukinn rétt til stefnu-
mótunar og stjómunar í heilum félögum
innan ramma ákveðinna samninga við hið
lýðræðislega kjöma vald eða þá að starfs-
fólkið með slíka sjóði að bakhjarli gæti
eignazt hlut í ákveðnum fyrirtækjum með
samvinnufélögunum eða tekið að sér að
reka einstakar deildir innan samvinnufé-
laganna á gmndvelli ákveðinna samninga,
þar sem starfsmannasjóðurinn gæti verið
rekstrarfé og ijármagn til endumýjunar
innréttinga og tælqa."
Þessari athyglisverðu og opinskáu út-
tekt kaupfélagsstjórans á Akureyri lýkur
á mjög pólitískum nótum, þar sem hann
virðist hvetja til aukinnar samvinnu „fé-
lagshyggjufólks" með samvinnuhreyfíng-
una að bakhjarli um leið og hann sýnist
gefa í skyn, að Framsóknarflokkurinn einn
út af fyrir sig dugi samvinnuhreyfíngunni
ekki lengur sem pólitískur málsvari og
bakhjarl. Hann segir:
„Það er alveg ljóst, að samvinnufólk er
að fínna í öllum pólitískum flokkum í
landinu og samvinnuhreyfíngin á hug-
sjónaleg tengsl við allt félagshyggjufólk.
Það væri að sjálfsögðu mikið slys, ef fé-
lagslega sinnað fólk á íslandi ætti þátt í
því í pólitísku dægurþrasi að kúldra sam-
vinnustarfi í landinu og gera það tortryggi-
legt í augum almennings. Samvinnurekst-
ur lýtur venjulegum efnahagslegum lög-
málum. Hann gengur ekki af sjálfu sér.
Hann getur þurft málsvara eins og annar
rekstur. Þeir flokkar, sem kenna sig við
félagshyggju mega ekki sofna á verðinum
að veija þann félagslega rekstur, sem til
er í landinu. Þeir mega heldur ekki sofna
á verðinum í varðgæzlu sinni fyrir stéttar-
samtök og velferðarþjóðfélag. Samvinnu-
hreyfíngin og félagslega sinnað fólk eiga
samleið í samstöðu um velferðarþjóðfélag-
ið. Svona er þetta í öðmm löndum og svona
er þetta á íslandi. Það er orðin brýn
nauðsyn fyrir pólitíska samstöðu í landinu
um lýðræðissinnaða félagshyggju, sem nái
út yfír núverandi flokksbönd og tryggi
viðhald og eflingu samhjálpar innan fíöl-
skyldunnar íslendingar."
Höfundur Reykjavíkurbréfs hefur varið
töluverðu rúmi til þess að draga athygli
að erindi Vals Amþórssonar af eftirgreind-
um ástæðum: í fyrsta lagi vegna þess, að
það sýnir að samvinnuhreyfíngin á við
stórfelld innri vandamál og rekstrarvanda
að etja, sem hljóta að marka starfsemi
hennar mjög á næstu ámm. í öðm lagi
til þess að beina athygli keppinauta sam-
vinnuhreyfíngarinnar, þ.e. einkaframtaks-
ins í landinu, að þeirri staðreynd, að á
vettvangi samvinnuhreyfíngarinnar fer
fram víðtæk umfjöllun um þessi vandamál
hennar, sem sýnir mikinn styrk og það,
að einkareksturinn má ekki sofna á verðin-
um. Og í þriðja lagi vegna þess, að ómögu-
legt er að skilja orð Vals Amþórssonar á
annan veg en þann að hann hvetji til víð-
tækara pólitísks samstarfs vinstri flokk-
anna í landinu með stuðningi samvinnu-
hreyfingarinnar en áður hefur tíðkazt. Eða
á hvem annan hátt ber að skilja orðin:
„Það er orðin brýn nauðsyn fyrir pólitíska
samstöðu í landinu um lýðræðissinnaða
félagshyggju, sem nái út yfír núverandi
flokksbönd . ..“?
Bréfaskriftir Sverris
Hermannssonar
í Reykjavíkurbréfí um síðustu helgi var
nokkuð fjallað um nýjar reglur, sem Sverr-
ir Hermannsson, menntamálaráðherra,
hefur nýlega sett um starfsemi Lánasjóðs
íslenzkra námsmanna. Af því tilefni hefur
menntamálaráðherra sent öðmm ritstjóra
Morgunblaðsins opið bréf, sem birt var
hér í blaðinu sl. þriðjudag. Sverri Her-
mannssyni á að vísu að vera kunnugt um,
að Reykjavikurbréf lýsir viðhorfum rit-
stjómar Morgunblaðsins sem slíkrar en
látum það vera. Ráðherranum er bersýni-
lega mikið niðri fyrir og kannski ekki að
ástæðulausu.
Það er þörf ábending hjá menntamála-
ráðherra að „blaðamenn skuli kynna sér
mál sem bezt áður en þeir skrifa um þau“.
Það er því miður alltof algengt að blaða-
menn fíalli um mál, sem þeir hafa ekki
aflað sér nægilegra upplýsinga um. Enn
verra er að þeir em ekki einir um þennan
ósið. Það færist mjög í vöxt, að stjóm-
málamenn tali of mikið um málefni, sem
þeir hafa ekki kynnt sér vel og taki van-
hugsaðar ákvarðanir án þess að hafa
hugsað málin til enda. Þegar svo illa tekst
til lenda þeir hinir sömu í alls kyns uppá-
komum, eins og dæmin sanna. Blaðamenn
starfa í svo miklu návígi við stjómmála-
menn, að fáir kynnast þessari vanþekkingu
stjómmálamanna á málum, sem þeir em
að Qalia um, betur en einmitt blaðamenn.
Það getur jafnvel borið við, að þeir leiti
til ráðherra um upplýsingar um málefni,
sem ráðherrann hefur nýlega skrifað undir
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986
31
RKYk.JAVÍklRBRÉl
Laugardagur 5. júlí
reglur um, en fái óskýr og loðin svör.
Menntamálaráðherra og höfundur Reykja-
víkurbréfs geta áreiðanlega orðið sammála
um, að í þessum efnum þurfí báðir að
taka sig á, blaðamenn og stjómmálamenn,
jafnvel ráðherrar!
Menntamálaráðherra segir í bréfí því,
sem hér er vitnað til, að minnzt hafí verið
á að „ég hafí skert lán námsmanna sl.
vetur svo mjög, að við borð hafí legið, að
þeir kæmust á vonarvöl. Staðreyndin er
sú, að skerðingin nam aðeins um 25 þús.
kr. á nemanda á 6 mánuðum. Skerðingin
nam vemlega lægri upphæð en ég hefí
nú fengið samþykkta í ríkisstjóm að auka
framlögin um til lánasjóðsins á þessu sama
ári!“ segir ráðherrann.
Það hefur orðið höfundi Reykjavíkur-
bréfs nokkurt umhugsunarefni að undan-
fömu, hversu auðvelt það er fyrir hin ráð-
andi öfl samfélags okkar, stjórnmálamenn,
embættismenn, fjölmiðlamenn og nokkra
aðra starfshópa, að misSa tengslin við
umhverfí sitt. Þessir hópar lifa og starfa
í svo lokuðum heimi, sem sumir kalla fíla-
beinsturn, og eiga svo mikil innbyrðis
samskipti, að það er tiltölulega auðvelt
fyrir þá að hætta að skynja þann veruleika,
sem er til staðar fyrir utan þennan ráðandi
hring þjóðfélagsins. Þessi hugsun ágerðist
við lestur bréfs Sverris Hermannssonar.
Skerðing, sem nemur 25 þúsund krónum
á nemanda í 6 mánuði, þýðir rúmlega 4
þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að
námsmaður í París t.d. hefur 70Ö frönkum
minna á mánuði til ráðstöfunar en ella.
Hvorki blaðamenn né ráðherrar þurfa að
hafa mikið fyrir því að kynnast þeirri
staðreynd, að í þeirri borg t.d., þar sem
námsmenn borga um 60% námslána í
húsaleigu, rafmagn og hita, skipta 700
frankar á mánuði sköpum fyrir námsmann,
sem getur ekki snúið sér til foreldra eða
annarra vandamanna um tímabundna
aðstoð. Við hveiju er að búast, þegar
menntamálaráðherra þjóðarinnar talar um
slíka skerðingu sem svo lítilfjörlegt mál,
að engu skipti?
Annars var helzta umfíöllunarefni síð-
asta Reykjavíkurbréfs varðandi námslánin
sú ákvörðun Sverris Hermannssonar, að
hætta lánveitingum til greiðslu skólagjalda
á fyrri hluta námstíma nema í undantekn-
ingartilvikum. Vöm ráðherrans fyrir þess-
ari ákvörðun er svohljóðandi: „En hefur
þú hugleitt, hvemig á því kann að standa
að fíöldi námsmanna í enskumælandi lönd-
um, Bretlandi, USA og Kanada hefur nær
fjórfaldazt á einum áratug, þrátt fyrir hin
gífurlega háu skólagjöld og þrátt fyrir að
sams konar nám sé hægt í langflestum
tilfellum að stunda með jafngóðum
árangri, þar sem engin skólagjöld em?
Svarið er sáraeinfalt: Eftir að gjafastefna
lánasjóðsins tók við skiftir þetta ekki máli.
Gera má ráð fyrir að námsmaður í Banda-
ríkjunum í 4ra ára námi nái 2 til 3 millj.
kr. hjá sjóðnum og helmingur er vegna
skólagjaldanna. Hann þarf engar áhyggjur
að hafa af þessu, þar sem hann borgar
væntanlega aðeins um 1,2 millj. kr. á
næstu 40 ámm, samkvæmt núgildandi
endurgreiðslureglum sjóðsins."
Með fullri virðingu fyrir ráðherranum
og þekkingu hans á málefnum lánasjóðs
og námsmanna er þessi vöm of einföld.
Hér skal fullyrt, að yfirgnæfandi meirihluti
námsmanna hugsar ekki um námslánin á
þann veg, að verulegan hluta þeirra þurfí
ekki að endurgreiða og íhuga jafnframt
vandlega hversu langt þeir geti gengið í
því að taka námslán án þess að standa
uppi að námi loknu með of þungar skulda-
byrðar. Skólagjöld í Bandaríkjunum t.d.
em ákaflega mismunandi, líklega em þau
á bilinu 3.000 dalir og allt upp í 18 þúsund
dali og kannski meir. Það em ríkisskólamir
í Bandaríkjunum, sem em með lægstu
skólagjöldin. Margir íslendingar, sem leita
náms þangað, fara einmitt í slíka skóla,
þar sem skólagjöldin em lægst. Sennilega
hefur straumurinn til Bandaríkjanna
aukizt eitthvað eftir að skólagjöld vom
tekin upp í Bretlandi vegna þess, að þótt
þau séu kannski aðeins lægri þar er
munurinn ekki svo mikill að úrslitum ráði.
En hvers vegna leita þeir náms til Banda-
ríkjanna og Bretlands, þar sem skólagjöld
Morgunblaðið/RAX
em? Ein ástæða er áreiðanlega tungumál-
ið. Enskan er það erlenda mál, sem þeir
ráða bezt við. í annan stað kemur ákveðinn
metnaður til sögunnar. Margt íslenzkt
æskufólk vill afla sér beztu menntunar,
sem völ er á. Það er trú margra, að þá
menntun sé að fá í bandarískum háskólum
og það mat er alls ekki út í hött, þótt
skólar þar séu auðvitað afar misjafnir,
allt frá því að vera með eindæmum lélegir
og til þess að vera frábærir. í þriðja lagi
má ekki gleyma því, að lækkandi gengi
Bandaríkjadollars hin síðustu ár hefur
auðvitað auðveldað námsfólki að fara
þangað vestur. Að auki geta verið ótöluleg-
ar persónulegar ástæður fyrir því, að ís-
lenzkir námsmenn leita vestur um haf.
Kjami málsins er þó sá, sem að var
vikið á þessum vettvangi um síðustu helgi,
að það er ákaflega varhugavert að ætla
að safna námsmönnum saman við Háskóla
íslands að eins miklu leyti og mögulegt
er en beina þeim að öðm leyti að mestu
fram hjá hinum enskumælandi heimi.
Sjálfsagt er heldur ekki nema tímaspurs-
mál, hvenær skólagjöld verða tekin upp í
öðram ríkjum V-Evrópu. Að því kemur,
að skattgreiðendur í þessum löndum telja
óeðlilegt, að þeir haldi uppi háskólakennslu
fyrir fólk frá öðmm ríkjum.
Annars gætir einhverrar beizkju hjá
menntamálaráðherra í bréfaskrifum hans
vegna námslánanna. Hann telur að sér
hafí verið brigzlað um „níðingsverk — •
hver hefur gert það? Nú ætlar hann að láta
„sverfa til stáls" og ekki „una við einskis-
vert hálfkák". Hefur hann stundað það
hingað til að eigin dómi?! Höfundur
Reykjavíkurbréfs ætlar að taka að sér að
hugga Sverri Hermannsson ofurlítið svo
að beizkjan nái ekki alveg tökum á honum.
Hann er nefnilega ekki eini menntamála-
ráðherrann á vesturhveli jarðar, sem hefur
lent í ógöngum vegna tilrauna til þess að
breyta námslánakerfí!
Athyglisverd grein
í Economist
í nýju tölublaði brezka vikuritsins Eco-
nomist er athyglisverð grein um námslána-
mál í ýmsum löndum. Þar kemur fram,
að núverandi stjóm brezka íhaldsfíokksins
hefur gert þijár árangurslausar tilraunir
til þess að breyta því kerfí, sem ríkir í
Bretlandi! Nú er kominn nýr menntamála-
ráðherra og hann ætlar að gera eina tilraun
enn. Blaðið segir, að brezka kerfíð sé
einstakt að því leyti til að Bretar veiti
námsstyrki til allra námsmanna, hversu
ríkir sem foreldrar þeirra kunni að vera,
tjl þess að greiða hluta námskostnaðar.
Önnur ríki byggi á lánakerfí, þar sem lán
eigi að endurgreiðast, annaðhvort ein-
göngu eða með styrkjakerfí. Fjölbreytileiki
þessara lánakerfa hafí valdið miklum
umræðum í Bretlandi um það hvaða kerfí
sé bezt. I sumum löndum eins og t.d. í
Bandaríkjunum byggist kerfíð á hæfnis-
prófi, annars staðar eins og í Svíþjóð ekki.
Vestur-Þjóðveijar hafi hætt við styrki og
tekið upp lán 1984 en þau séu vaxtalaus
en algengast sé að þau beri lága vexti.
Lánin geti komið frá fylkisstjómum eins
og í Kanada eða sambandsstjórnum eins
og í V-Þýzkalandi eða frá bönkum með
ríkisábyrgð eins og í Bandaríkjunum.
í Economist kemur fram, að Svíar telji
að það mundi kosta minna að afhenda 65%
af lánunum sem styrki. Því er spáð að
spamaður Vestur-Þjóðveija af því að
breyta til frá styrkjum og yfír í lán verði
lítill. Flestir þýzkir námsmenn muni greiða
aðeins 23% af þeim lánum, sem þeir hafí
fengið, til baka. Jafnvel er talið, að sumir
námsmenn muni ekki greiða nema 11%
til baka vegna sérákvæða um þá, sem ná
góðum námsárangri.
Blaðið segir, að í Svíþjóð, þar sem lánin
hafí smátt og smátt tekið við af styrkjum,
fari nú færri námsmenn frá efnalitlum
fjölskyldum í háskólanám. Á sl. 10 ámm
hafí háskólaganga ungs fólks frá efna-
minnstu fjölskyldunum minnkað um 11%
en háskólaganga æskufólks, sem kemur úr
röðum menntastétta, hefur aukizt um 13%.
Economist spáir því, að hinn nýi mennta-
málaráðherra Breta muni ekki ná fram
miklum breytingum á brezka kerfínu fyrir
kosningar og bætir þvi við, að það kunni
að verða vinstri sinnuð ríkisstjórn, sem
hafí ekki jafn miklar áhyggjur af uppreisn
miðstéttanna, sem að lokum muni hreinsa
til í þessu kerfí.
Þegar á allt þetta er litið þarf kannski
engum að koma á óvart, þótt íslenzkur
menntamálaráðherra, sem segir af mikilli
djörfung: Skilmálalausar endurgreiðslur
allra lána með vægum vöxtum em skilyrði
mín! lendi í svolitlum erfíðleikum.
„Og í þriðja lagi
vegna þess, að
ómögulegt er að
skilja orð Vals
Arnþórssonar á
annan veg en þann
að hann hvetji til
víðtækara pólitísks
samstarfs vinstri
flokkanna í landinu
með stuðningi sam-
vinnuhreyfingar-
innar en áður hefur
tíðkazt. Eða á
hvern annan hátt
ber að skilja orðin:
„Það er orðin brýn
nauðsyn fyrir póli-
tíska samstöðu í
landinu um lýðræð-
issinnaða félags-
hyggju, sem nái út
yfir núverandi
flokksbönd...“?“