Morgunblaðið - 06.07.1986, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SÚNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986
„Mér dauðleiðast
breskar bókmenntir og þær
bandarísku eru
lítið skárri“
- segir vestur-íslenski
rithöfundurinn DavidArnason
Á leið minni til fundar við David Arnason,
rithöfund, var ég að hugleiða kynni mín af honum
sem hófust fyrir sjö árum þegar ég var nemandi
hans í kanadískum bókmenntum, en þær eru
sérgrein hans.
Það sem einkennir manninn að ytra útliti er
hversu mikilúðlegur hann er, hávaxinn og
stórfættur. Persónan öll býr yfír miklum krafti.
Hann er glaðvær og opinskár og kann óteljandi
sögur, sem hann er óspar á að deila með öðrum.
Svo mikil er frásagnarsnilld hans að áheyrendur
gleyma bæði stað og stund. Svona segir hann að
það hafí verið þegar hann var að alast upp:
Karlamir sátu í kringum eldhúsborðið hjá afa
hans og ömmu, þeim Petrínu og Guðjóni, sem
bjuggu á bænum Espihóli rétt fyrir sunnan Gimli.
Hver sagði sína sögu, og lá þá stundum við
illindum því margir þurftu að komast að.
avíð hefur
skrifstofu á
þriðju hæð í
byggingu
sem kennd er
við heilagan
Jóhannes.
Þegar komið er inn á fyrstu hæð
blasir við geysistórt málverk af
Þorgeirsbola. Því spurði ég Davíð
fyrst. Hvers vegna er þetta málverk
af Þorgeirsbola hér niðri í anddyri
þessarar skólabyggingar? Og Davíð
svaraði:
I
„Ég ætti þá að byija á því að
segja frá Michael Olito, sem málaði
myndina af Þorgeirsbola og hefur
unnið mikið úr íslénskum fyrir-
myndum. Hann hefur, svo eitthvað
sé nefnt, málað röð af málverkum
af ýmsum atburðum úr Grettissögu
og hyggur á ferð til íslands í vor
þar sem hann ætlar að nýta sér
íslensk efni frekar. Ætli við getum
ekki sagt að af samskiptum við
mig hafi íslandsáhugi hans vaknað.
Ég var um árabil kvæntur systur
hans og hitti hann fyrst þegar hann
var ungur maður í gagnfræðaskóla.
Við urðum nánir vinirogerum enn.
Ég held að ég hafí sjálfur frá
fyrstu tíð verið heillaður af uppruna
mínum og orðið þegar á bamsaldri
óafvitandi hluti af honum, m.a.
vegna mikils samgangs við afa
minn. Afi var gæddur mikilli frá-
sagnargáfu og naut þess að segja
sögur. Þegar ég var krakki sagði
hann mér frá Islendingasögunum,
en hann sagði þær ekki sem sögur
eða ævintýri frá íslandi heldur eins
og eitthvað sem hefði gerst á Gimli
eða í sveitunum þar umhverfís.
Þetta var vitanlega misskilningur
bamsins. Hann rifjaði upp sund
Grettis milli eyjar og lands, og ég
taldi eðlilegt að hann hefði synt út
í Mikley, sem er á Winnipegvatni.
Nöfnin Grettir og Ásmundur voru
líka algeng í okkar byggð. Ég trúði
þessu því eins og nýju neti. Hann
sagði mér líka frá Njálsbrennu.
Nokkrar mílur vestur frá bænum
okkar voru brunarústir, þar hafði
bmnnið kofi eða hús, rústimar
stóðu ámm saman. Þar hélt ég að
Njáll og hans fólk hefði búið. Síðar
skildi ég hvemig þessar sögur vom
til komnar. Afí minn las heil ósköp,
og íslendingasögumar vom hans
uppáhald. Pjöskyldan var ekki trú-
rækin, og við fómm aldrei til kirkju.
Líklega vomm við alin upp sem
trúleysingjar, og það var eitthvað
heillandi við þessar gömlu íslensku
sögur. Ég tek hér nokkuð sterkt til
orða — en ég held að þær hafí
haft trúarlegt gildi fyrir okkur
krakkana.
Þegar ég fyrst hitti Mike málara,
eins og íslendingar hér um slóðir
kalla Michael Olito, ræddum við oft
um goðsagnir og ég náði honum í
eintak af Grettissögu og fleiri ís-
lendingasögum. Sagan bak við
hann Þorgeirsbola héma niðri er
mnnin frá afa mínum. Hann sagði
mér þegar ég var bam að Þorgeirs-
boli hefði flust hingað vestur frá
íslandi með fólki sem settist að í
Árborg og þar sæist hann á ferli.
Ég er viss um að hann var að stríða
mér því hann var sjálfur ekki hjá-
trúarfullur maður. Hann sagðist
aldrei hafa séð Þorgeirsbola, en
hafa heyrt til hans á nóttunni.
Kynjahljóð að nóttu gætu því eins
verið mnnin úr barka Þorgeirsbola.
En sá sem vildi sjá hann varð að
fara til Árborgar. Ég sagði Mike
þessa sögu. Hann greip hana á Iofti
og síðar málaði hann þetta málverk..
Hugmynd hans var sú að draugur
hefði flutt frá öðm landi og öðlast
þegnrétt í Kanada. Myndin er af
Þorgeirsbola en, ef þú athugar nán-
ar, vantar þar íslensku fyöllin og
fírðina; hann er nú staddur á mar-
flatri Árborgarsléttunni. Þjóðsagan
er orðin kanadísk. Það sem fyrir
Mike vakti var þetta: Bolinn gengur
úr húðinni, og það sama má segja
um fólkið sem kom fyrst hingað
frá íslandi. Það kastaði sinni húð
eða hluta af henni. Með öðmm
orðum lét að hluta af sinni þjóð-
menningu og tileinkaði sér nýja. Úr
verður ný saga sem á rætur sínar
bæði á íslandi og hér í Manitóba.
Á þessum tíma var hér ungur
maður frá íslandi sem heitir Ami
Hjartarson, alveg sérstaklega líf-
legur og geðfelldur náungi, hreint
fullur af frábæmm sögum. Þeir
Mike hittust nokkmm sinnum, og
Mike hafði óskaplega gaman af að
tala við Áma. Sögumar hans og
hvemig hann sem Islendingur nálg-
aðist þjóðtrúna urðu honum mikið
íhugunarefni. Frá Áma er því komið
íslenska sjónarhomið í þetta mál-
verk.“
Var gott að alast upp í Nýja ís-
landi?
„Mér hefur alltaf fundist það
athyglisvert við nýlenduna á Gimli
hvað hún er ólík öðmm landnema-
byggðum í fylkinu. Við getum tekið
sem dæmi bæinn MacGregor, sem
var heimabyggð Mike. Þar er nýtt
þorp nefnt eftir einum manni, og
saga þeirrar byggðar er sú sama
og svo margra annarra þorpa sem
byggðust upp sem þjónustumið-
stöðvar við bændur meðfram jám-
brautarlínunni. Á Gimli varð at-
burðarásin önnur. Þar var stofnað
lýðveldið Nýja Island og saga þess
minnir um margt á landnám, og
svipar einmitt til landnámssögu ís-
lands. Lítum til dæmis á Landnáma-
bók. Þá sjáum við að þær sögur sem
segja frá landnámi ísiands eiga
margt sammerkt með landnáminu
hér. Hetjumar eða landnámsmenn-
imir kasta öndvegissúlum fyrir borð
og setjast þar að sem þær rekur
að landi. Landnámið er ekki á fyrir-
fram ákveðnum stað. Hér í Mani-
tóba varð sagan sú að landnám átti
upphaflega að vera norður í River-
ton — þangað var ferðinni heitið —
en þeir Ientu í stormi, bátana rak
frá og síðar að landi á Víðinesi.
Landið fínnst fremur en að það sé
valið. Örlögin ráða ferð landnem-
ans. Síðan vex byggðin, stjómar-
skrá er rituð, goðsögur verða til.
Stórabólan geisar á fyrstu ámnum
og reynir þol landnemanna í harð-
býlu landi. Síðan koma níu flóðaár.
Allt minnir þetta á goðsögur sem
jafnan verða til þar sem nýtt þjóð-
félag er í deiglunni í áður ónumdu
landi. Og það hefur óneitanlega
haft áhrif á mig sem rithöfund að
mótast í þessu umhverfi. Hér er líka
allt svo nálægt í tíma. Ég var sjálf-
ur fæddur þegar fyrstu landnáms-
menn Nýja Islands vom að hverfa
af sjónarsviðinu. Þessi lifandi bönd
em sterk og margt af því sem ég
hef skrifað byggir á þeim skilningi
sem ég legg í þessi bönd við fortíð-
ina.“
Em þau þá uppistaða allra verka
þinna?
„Nei, nei, margar af smásögum
mínum fjalla um fólk dagsins í dag.
Ég er fæddur í vestur-íslensku
samfélagi og kemst ekki frá þeim
rótum, en ég bý í kanadfsku borgar-
samfélagi nútímans og þangað sæki
ég líka fyrirmyndir.“
Nú var nýtt leikrit eftir þig fmm-
sýnt í síðustu viku.
„Þetta'er annað leikrit mitt sem
tekið er til sýningar. Það fyrsta var
sýnt hér í Winnipeg á sama tíma
fyrir ári. Þetta nýja leikrit, sem við
getum allt eins kaliað kabaret, nefni
ég „Welcome to Hard Times“.
Hér er á ferðinni pólitískt verk þar
sem fjallað er um eðli listarinnar
og stöðu listamannsins í Kanada í
dag. Ifyrirmyndin að aðalhlutverk-
inu er Mike málari, sem við höfum
verið að tala um. Mike hefur í
mörg verka sinna notað kassa og
skúffur af aldeilis ótrúlegu hugar-
flugi. Sama er að segja um aðalper-
sónu leikritsins sem býr í kommóðu-
skúffu. Sú hugmyndafræði sem
fram kemur í leikritinu er sprottin
úr viðræðum okkar Mike. Við skul-
um því segja að íslenski þátturinn
í hans verkum sé kominn frá mér,
og að ferill hans sem listamanns
endurspeglist að einhveiju leyti í
þessu leikriti mfnu. Mike er nú með
sýningu í listasafni borgarinnar —
Winnipeg Art Gallery. „Happen-
ings“, eða uppákomur, hafa verið
hluti af tjáningarformi hans hin síð-
ari árin. Eitt verka hans, sem hann
flutti held ég í fyrra, nefnist Dans
rísanna, og við sköpun þess varð
hann fyrir áhrifum af skáldverkinu,
The Mulatta, sem skrifað var af
Nóbelsverðlaunahafanum Miguel
Ángel Asturias frá Quatemala. Ég
lánaði Mike þessa bók. Þar fann
hann marga samsvörun við hluti
sem hann sjálfur var að vinna að.
Svona kalla mannleg samskipti
fram hugmyndir sitt á hvað.“
n.
Annar vestur-íslenskur rithöf-
undur sem mikið orð fer af er W.D.
Valgardson. Hvað getur þú sagt
mér af honum?
„Við Bill ólumst báðir upp á Gimli
og gengum saman á skóla, þó hann
væri reyndar nokkrum árum á
undan mér. Síðar vorum við sam-
kennarar og höfum haft töluverð
samskipti. Ég er hrifínn af verkum
hans og ber mikla virðingu fyrir