Morgunblaðið - 06.07.1986, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 06.07.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6.JÚLÍ 1986 39 Bilið eykst milli ríkra og fátækra landa New York, AP. ÞEGAR fjárstreymið milli landa á síðasta ári er gert upp, kemur í ljós, að 31 miiljarður banda- ríkjadala streymdi frá fátækum löndum þriðja heimsins til riku landanna. Þetta má sjá af skýrslu Efna- hagsnefndar Sameinuðu þjóð- anna um efnahag heimsbyggðar- innar 1986. Það eru einkum vextir af skuld- um þróunarlandanna og hagnaður af flárfestingum iðnrílq'anna í þriðja heiminum, sem valda flárstreyminu. Athygli vekur, að meginhluti mismunarins eða alls 30 milljarðar dala fór frá löndum Rómönsku- Ameríku, en skuldastaða ýmissa ríkja þar hefur valdið miklum áhyggjum síðastliðin ár. Fjármagnshreyfingamar urðu þróunarlöndunum í óhag árið 1984, en næstu ár á undan voru þeim hagstæð. I skýrslunni er spáð, að lægra olíuverð, gengisfall bandaríkjadals og vaxtalækkanir muni valda nokk- urri aukningu á hagvexti í mörgum löndum næstu tvö árin. Reiknað er með, að olíuverð á tímabilinu verði að meðaltali í kringum 18 dalirtunnan. Hagvöxtur varð að meðaltali 2,7% í löndum með markaðsbúskap á síðasta ári en búist er við, að hann verði 3,1% á þessu ári og 3,3% á næsta ári. í kommúnistaríkjunum varð meðalhagvöxtur 5,3% á siðasta ári, langmestur í Kína eða 12,3%. Spáð er nokkurri minnkun vaxtar í þess- um löndum næstu árín, einkum f Kína. I00ÁRA Al-MÆ-LI LANDSBANKA ÍSLANDSOG ÍSILNSKRAR SEÐLAÚTGÁFU LANDSBANKASÝNING 28.JUNI -20.JÚLÍ í SEÐLABANKAHÚSINU rr Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg. Þar er m.a. rakin saga gjaldmiðils á Islandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgrelðsla bankans endurbyggð, skyggnst inn í framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar vélar og fylgst með hvernig peningaseðill verður tll. rr sýningunni verða seldir sérstaklr minnispenlngarog frímerki, þarer vegleg verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur og daglega eru sýndar kvikmyndir um Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og myntútgáfu. Þá eru einnig sýndsaman opinberlega í fyrsta slnn málverk í eigu bankans eftir marga bestu listmálara þjóðarinnar. Veltlngasala erá sýningunni og lelksvæðl fyrirbörn. ýnlngin er opin virka daga frá kl. 16.00-22.00 og frá 14.00-22.00 um helgar. Við hvetjum alla til þess að sjá þessa stórskemmtilegu sýningu. Aðgangur er ókeypis. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna f 100 ár SRMK taufallö í kramið, -Ted,Dora Svífandi létt og litríkt samlagningardæmi. Ted fellistóll. Grind úr lökkuðu stáli, plast í setu og baki. Litir: Hvítt, gult, skærblátt, skærrautt, brúnt og svart. i fellistólf. Grind úr lökkuðu stáli, málmnet \ setu og baki. Litir: Hv[tt, gult, blátt, rautt Krömað Dora borð. AHt úr tökkuðu stáli. Litir: Hvítt, svart, blátt, rautt og gult OPIÐ FRA KL. 10-20 A FÖSTUOÖCUM. LOKAÐ A LAUGARDÖGUM ( SUMAR. Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.