Morgunblaðið - 06.07.1986, Síða 41
________Brids_________
Arnór Ragnarsson
Sumarbrids 1986
Sl. þriðjudag mættu 28 pör til
leiks í Sumarbrids 1986, sem er all
góð þátttaka miðað við veðurfar
þann dag (sem var í betra meðal-
lagi). Úrslit urðu þessi (efstu pör):
A) stig
Sigfús Þórðarson — Þórður Sigurðsson 192
Sybil Kristinsdóttir — Björn Blöndal 196
Halldór Magnússon — Kári Siguijónsson 168
Baldur Árnason — Sveinn Sigurgeirsson 168
Eyþór Hauksson — Lúðvík Wdowiak 165
B Guðjón Jónsson - Hermann Lárusson 209
Karl Gunnarsson - Pétur Júlíusson 172
Albert Þorsteinsson - Sigurður Emilsson 170
Arnór Ragnarsson - Baldur Bjartmarsson 166
Óskar Benediktsson - Trausti Friðfínnsson 163
Og efstu spilarar í Þriðjudags-
spilamennskunni eru þá þessir:
Sigfús Þórðarson 71, Anton Har-
aldsson og Úlfar Kristinsson 60,
Guðjón Jónsson og Eyjólfur Magn-
ússon 56, Jacqui McGreal 55, Lárus
Hermannsson 53, Guðmundur Ar-
onsson 51, Sveinn Sigurgeirsson
49.
Og 44 pör mættu svo til leiks á
fímmtudaginn og var spilað í 3
riðlum. Úrslit urðu þessi (efstu pör):
A stig
Ingunn Hoffmann — Ólafía Jónsdóttir 244
Karen Vilhjálmsdóttir — Þorvaldur Óskarsson 242
Sybil Kristinsdóttir - Björn Blöndal 231
Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigfurðsson 225
Erla Ellertsdóttir - Lovísa Eyþórsdóttir 217
Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 217
Alfreð Kristjánsson — Guðmundur Bjarnason B Anton R. Gunnarsson - Friðjón Þórhallsson 217
201
Helgi Samúelsson — Sigurbjörn Samúelsson 182
Grethe Iversen — Sigríður Eyjólfsdóttir 176
Jóhann Ólafsson — Ragnar Þorvaldsson 168
Sveinn Sigurgeirsson — Sveinn Þorvaldsson 167
\j Guðni Sigurbjarnarson — Jón Þorvarðarson 197
Sigurður Ámundason — Guðjón Einarsson 193
Magnús Ólafsson - Páll Valdimarsson 191
Anton Haraldsson — Úlfar Kristinsson 178
Óskar Karlsson — Sigurleifur Guðjónsson 174
Og efstu spilarar í fimmtudags-
spilamennskunni eru: Ásthildur
Sigurgísladóttir og Lárus Arnórs-
son 111, Gunnar Þórðarson og
Sigfús Þórðarson 97, Magnús Aspe-
lund og Steingrímur Jónasson og
Anton R. Gunnarsson 71, Murat
Serdar og Þorbergur Ólafsson 59.
Spilað verður alla þriðjudaga og
fimmtudaga út sumarið í Borgar-
túni 18 (hús Sparisjóðsins). Húsið
opnar fyrir kl. 18.30 (hálf sjö) á
þriðjudögum, en fyrir kl. 18 á
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 1986 41
fimmtudögum. Spilað er eftir riðla-
fyrirkomulagi með 2—3 spilum milli
para. Reiknað er svo út á staðnum
um kvöldið.
Sumarspilamennska er öllu
bridsáhugafólki opin, sérstaklega
er byijendum bent á að mæta og
kynna sér þessa íþrótt. (Athuga
ber, að þetta eru tvímennings-
keppnir þar sem tveir aðilar spila
saman út kvöldið) en alltaf er
möguleiki á aö fá sér félaga fyrir
kvöldið.
Frá Bridssambandi
Islands
Bridssambandið minnir á að síð-
ari gjalddagi árgjalda félaganna er
15. júlí nk. Nú þegar hafa all mörg
félög innan sambandsins greitt ár-
gjöld sín, en enn er umtalsverð
vöntun á fullum skilum. Gjaldið er
kr. 20 pr. spilara pr. spilakvöld.
Allar tafir á greiðslum kunna að
hafa áhrif á viðkomandi svæðasam-
band, þegar svæðishlutur hvers
svæðis verður reiknaður út, svo og
á aðalfund Bridssambands íslands
sem haldinn verður í haust.
Greiðslu má koma til BSÍ í póst-
hólf 156 — 210 Garðabæ, eða á
skrifstofuna á Laugavegi 28 frá kl.
13 á daginn, virka daga.
Og enn ítrekar Bridssambandið
til fyrirliða í Bikarkeppni Bridssam-
bandsins að gera skil á keppnis-
gjaldi sem er kr. 4.000 pr. sveit,
hið allra fyrsta. Enn hefur ekki
nema tæplega helmingur sveita séð
ástæðu til að greiða þetta keppnis-
gjald, sem er afspymuslæleg
frammistaða. Enginn ferðakostnað-
ur verður gerður upp nema full
skil verði gerð af hálfu keppenda.
Þátttakan í átakinu hvað varðar
Guðmundarsjóðinn, húsakaupasjóð
Bridssambandsins, hefur ekki verið
næg fram að þessu. Betur má ef
duga skal og nú verða velunnarar
bridshreyfingarinnar að taka á
honum stóra sínum og styrkja mái-
efnið með eigin framlögum. Allir
geta séð af einhveiju í góðan mál-
stað, það höfum við sýnt áður. Sjóð-
urinn er til staðar í Útvegsbankan-
um, hlaupareikningur númer 5005
— aðalbanka.
Gjafabréfum þeim sem dreift var
fyrir skömmu til flestra bridsspilara
landsins, má koma til BSÍ, undirrit-
uðum af gefanda. Tökum á með
Guðmundi Kr. Sigurðssyni.
Bridsdeild
Skagfirðinga
Spilað var í tveim riðlum í sumar-
brids deildarinnar, þrátt fyrir ein-
dæma veðurblíðu.
Hæstu skor fengu þessi pör:
A-riðill:
Jón Oddsson —
Alfreð Kristjánsson 117
Ágpíst Helgason — Gísli Hafliðason 117
Högni Torfason — Sigmar Jónsson 114
B-riðill: Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 131
Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hannesson 119
Steingrímur Jónsson — Þorfmnur Karlsson 118
Meðalskor: A og B-riðli 108
Efstir að stigum eru eftirtaldir
spilarar: Stig
Sigmar Jónsson 11,0
Hulda Hjálmarsdóttir 10,5
Þórarinn Andrewsson 10,5
Guðrún Hinriksdóttir 6,0
Haukur Hannesson 6,0
Högni Torfason 6,0
Spilað er alla þriðjudaga í félags-
heimili Skagfirðinga, Síðumúla 35.
Keppnisstjóri er Hjörtur Cyrusson.
Notið tækifærið
í afmælisvikunni!
Ekki fær sá sem
heima situr!
10% AFMÆUS
AFSLÁTTUR
VK> KASSAHH!
Verslunin Víðir er 35 ára á þessu ári
og við höldum veglega uppá það.
í því tilefni bjóðum við 10% HEILDARAFSLÁTT
af öllum viðskiptum í viku.
Afslátturinn fer fram við kassann - 10% er dregið
frá heildarupphæð, hvort sem hún er stór eða smá.
ATH. TÓBAKSVÖRUR UNDANSKILDAR