Morgunblaðið - 06.07.1986, Síða 42

Morgunblaðið - 06.07.1986, Síða 42
íispr t tt'it. ftqní).tpiv/wi? nvtahhuuuitov' MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986 Aðalpersónur þessarar frásagnar eru Bítlarnir og Imelda Marcos, fyrrum forsetafrú á Filippseyjum. Bítlana er óþarfi að kynna lesendum, en Imelda, kona Marcosar, sem svo mjög hefur verið í fréttunum undanfarið, var ákaflega valdamikil og áberandi kona á valdatíma Markosar. Bandaríska vikuritið Newsweek veitti fyrir nokkru lesendum sín- um innsýn í hugar- heim forsetafrúarinn- ar fyrrverandi. Þar segir eitthvað á þessa leið: Hún virðist vera ákaflega hégómleg kona sem sækist eftir félagsskap frægra manna og henni er ákaflega annt um ímynd sína. Hún svífst einskis við að koma fram vilja sínum og hugðarefnum. News- week segir að fara verði aftur til tíma Rómveija, sem köstuðu upp til þess að geta étið meira, til að finna raunhæfan samanburð við græðgi frúarinnar, slíkur hafi verið íburðurinn og tilstandið í kringum hana. Eftirfaran’di grein lýsir samskipt- um þeirra Imeldu Marcos og Bítl- anna, þegar þeir voru á tónleikaferð á Filippseyjum. Hún er eftir Peter Brown og Steven Gain, og er úr bók þeirra félaga um Bítlana. Bókin heitir á ensku „The Love you Make“. Þess má geta að Peter Brown var einn af framkvæmda- stjórum Bítlanna og náinn vinur Johns Lennon og Yoko Ono. Þegar Bítlarnir komu fyrst til Bandaríkjanna ætlaði allt um koll að keyra. Bítlaæðið var í algleym- ingi. I þeirri ferð voru þeir boðnir til sendiráðs Breta í hiifuðborginni Washington. I Ijós kom að boðið var heldur mollulegt diplómataboð. Þar urðu þeir fyrir aðkasti, þar sem hvítflibbaklæddir embættismenn létu í Ijós efasemdir um að þeir væru færir um að lesa og skrifa, en ein hinna kjólklæddu kvenna gerði sér lítið fyrir, dró skæri úr pússi sínu, vatt sér að Ringó Starr og klippti lokk úr hári hans. Eftir þetta boð ákvað hljómsveitin að taka aldrei þátt í opinberum veisl- um, og þeir stóðu við það. Arið 1966 höfðu Bítlarnir ekki enn hætt hljómleikahaldi og um mitt ár hófst hljómleikaferð í kring- um hnöttinn, m.a. til meginlands Evrópu, Japans, Filippseyja, Ind- lands og Bandaríkjanna. Bítlarnir voru sérlega vinsælir á Filippseyjum um þessar mundir. Selst hafði upp á tvenna tónleika á skömmum tíma. Þegar þeir komu til Filippseyja kmu 50.000 eyja- skeggjar til að fagna hetjunum á flugvellinum. Herinn skáskaut Bítl- unum og föruneyti þeirra í gegnum mannfjöldann inn í glæsivagna sem hljómsveitin hafði á leigu. Daginn eftir komu nokkrir óein- kennisklæddir herlögreglumenn frá forsetahöllinni á hótelið þar sem þeir dvöldust. Þeir heimtuðu að fá að vita hvenær Bítlarnir mundu koma í „boðið". „Hvaða boð?“ spurði Vic Lewis, einn af aðstoðar- mönnum Bítlanna sem varð fyrir Imelda Marcos á velmektardögum sínum. Bítlamir og Imelda Marcos Bítlarnir: Paul McCart- ney, George Harrison, RingoStarr og John Lennon. svörum. „Ég veit ekki um neitt Ixk). Hann beindi herlögreglumiinn- unum til Brians Epstein, fram- kvæmdastjóra Bítlanna, sem var að drekka morgunkaffi með Peter Brown. Herlögreglumennirnir voru ógn- andi og heimtuðu aftur að fá að vita hvenær Bítlarnir myndu koma í „boðið". Epstein og Brown tókst að toga upp úr lögreglumönnunum að Imelda Mareos forsetafrú héldi hádegisverðarboð til heiðurs Bítlun- um, og þeirra væri vænst sem fyrst í forsetahöllina. Fólk á Filippseyjum óttaðist forsetafrúna jafnvel meira en einræðisherrann, mann hennar. Hún hafði boðið 300 bömum til hallarinnar til að taka þátt í því með sér að hitta Bítlana. Brian Epstein hélt því fram að þetta væri í fyrsta skipti sem hann heyrði minnst á þetta boð. Hann fékk að vita það síðar að sá er sá um ai- mannatengsl á ferðalaginu hefði tekið á móti þessu boði í Tókýó, en það hefði einhvern veginn farist fyrir að svara. En eins og komið var skipti það engu máli, Bítlarnir færu ekki í neitt boð. Þeir væru sofandi í herbergjum sínum og þyrftu á hvíldinni að halda. Epstein neitað að vekja þá til að segja þeim að þeirra væri vænst í forsetahöll- inni eftir hálftíma. Nokkrum mínútum síðar voru Epstein og Brown komnir aftur til herbergja sinna. Þá hringdi sendi- herra Breta á Filippseyjum og til- kynnti þeim að það væri óráðlegt að hundsa boð frúarinnar. Öll sú hjálp og vernd er þeir nytu á eyjun- um kæmi frá forsetahöllinni og Filippseyjar væru ekki rétta ríkið til halda til streitu þeirri venju Bítl- anna að noita diplómatískum boð- um. Epstein kvaðst því miður vera harðákveðinn að Bítlarnir færu ekki í boðið. Jafnvel þótt þeir hefðu fengið l>oðið í tíma myndu þeir hafa hafnað því. Endur fyrir löngu hefði verið ákveðið að neita öllum opin- berum boðum, hvort sem ættu í hlut diplómatar, kóngafólk eða einræðisherrar. Bítlarnir sváfu svefni hinna réttl- átu á meðan þessir atburðir áttu sér stað. Um daginn héldu þeir tón- leika og aðra snemma um kvöldið. Um hundrað þúsund manns sáu hvora tónleika og þeim fylgdi venju- bundin histería, öskur og læti. Meðan á tónleikunum stóð héldu Brown og Epstein kyrru fyrir á hótelinu og horfðu á sjónvarp. Kvöldfréttirnar hófust og þeir sáu Imeldu Marcos eigra vansæla um höllina sína, lítilsvirta af Bítlunum. Þulurinn útskýrði að Bítlamir hefðu ekki látið sjá sig í boði sem var haldið þeim til heiðurs og til að ýfa enn sárin: Börnin 300 voru mjög vonsvikin, öll munaðarleysingjar eða fötluð. Talsmaður hallarinnar sagði eitthvað á þá leið að Bítlarnir hefðu „hrækt í andlit þjóðarinnar“. Á sama andartaki og útsending- unni lauk rauk Epstein í símann og náði sambandi við framkvæmda- stjóra ríkisreknu sjónvarpsstöðvar- innar. Ákveðnir í að útskýra málið fyrir íbúum Filippseyja hröðuðu Peter Brown og E[)stein sér til sjón- varpsstöðvarinnar og sér til undr- unar voru þeir umsvifalaust settir fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Dagskrá sjnvarj>sins var stiiðvuð og Epstein var skyndilega staddur í beinni útsendingu. Hann hafði varla hafið mál sitt þegar tilskipun kom frá forsetahiillinni og truflanir hófust á hljóðsendingunni. Útskýr- ingar Epsteins og innileg afsiikun- arbeiðni náðu aldrei til sjónvarps- áhorfenda. Meðlimir hljómsveitarinnar hiifðu ekki minnstu hugmynd um fram- vindu mála. Eftir hljómleikana voni þeir fluttir aftur til hótelsins. Kvöld- ið leið á sama hátt og venjulega þegar þeir dvöldu á hótelum, spilin voru dregin upp, og þeir ákváðu að ganga snemma til náða þar sem ætlunin var að yfirgefa Filippseyjar snemma morguninn eftir. Næsti áfangastaður var Nýja-Delhí. Næstu nótt var umboðsmaður- inn, Vic Lewis, vakinn up[) af værum svefni af herlögreglumönn- um og hann fluttur á lögreglustöð. Hann var yfirheyrður af mönnum sem mest, líktust Gesta[)ómönnum Hitlers, og heimtuðu í sífellu svar við sömu spurningunni: „Af hveiju fóruð þið ekki í boðið?“ Næsta morgun vöktu aðstoðar- menn Bítlanna þá snemma. Einn þeirra [>antaði morgunverð og þeir undirbjuggu brottför sína á meðan þeir biðu eftir matnum. En ekkert bólaði á morgunverðinum þrátt fyrir ítrekaðar hringingar ogenginn svaraði í hótelmóttökunni. Að lok- um fór aðstoðarmaður niður í and- dyrið til að kanna hveiju þetta sætti. Kyrrð ríkti í anddyrinu. Þar var ekki einn einast hótelstarfsmað- ur. Allir liigi-eglumennirnir og iir- yggisverðirnir sem venjulega voru á stjái í anddyrinu voru á burt. Fyrir framan hótelið stóðu bílarnir sem hljómsveitin hafði á leigu en sá herskari lögreglumanna sem alltaf þurfti til að koma hinum frægu Bítlum á milli áfangastaða var á bak og burt. Loks birtist iinugur hótelstarfsmaður í anddyr- inu og tilkynnti að samkvæmt til- ski[)un frá hærri stiiðum fengju Bítlarnir enga meiri þjónustu á hót- elinu. Aðstoðarmaður sá er hafði farið niður í anddyrið til að kanna málin varð forviða við þessar frótt- ir, þangað til hann rak augun í dagblað sem prentað var á ensku. Risafyrirsögn á forsíðunni var á þessa leið: Bítlarnir vanvirða for- setann. Um það bil sem aðstoðarmaður- inn snéri aftur til hótelsvítu hljóm- sveitarinnar með dagblaðið var búið að kveikja á sjónvarpinu og þulur- inn var í miðju kafi að segja fréttir af Bítlunum. Þá var ákveðið að yfirgefa landið hið snarasta. Að- stoðarmenn hljómsveitarinnar tóku til við að hlaða á cigin spýtur öllum hljómleikatækjunum í sendiferðabíl sem þeir voru með á leigu. Flugvél KLM-flugfélagsins beið þeirra á flugvellinum, en án allrar aðstoðar var öruggt að þeir kæmust ekki þangað í tæka tíð og misstu af vélinni. Brian Epstein hringdi í skrifstofu KLM-flugfélagsins og bað um að fá að komast í samband við flugstjóra flugvélarinnar, sem var þegar farinn um borð. Epstein beindi til hans persónulegum til- mælum þess efnis að skilja þá ekki eftir strandaða í óvinveittu landi. Flugstjórinn samþykkti að hinkra eftir þeim um stund en eftir tiltek- inn tíma myndi hann yfírgefa Manila með eða án Bítlanna. Kap|)hlau[)ið var hafið. Án fylgd- ar lögreglunnar virtist sem það myndi taka marga klukkutíma að komast á flugvöllinn í þungri morg- unumferðinni. Og hvort sem það var með ráði gert eða af slysni þá villtust bflstjórarnir á leiðinni að minnsta kosti einu sinni. Bítlunum og fylgdarliði þeirra brá er þeir komu að flugstöðinni. Flugvellinum í Manila hafði verið breytt í nokkurs konar herstöð. Þarna bliistu við þeim þúsundir hermanna við al- væpni. Nokkur hundruð reiðra borgara stóðu fyrir utan brottfarar- hygginguna. Þegar bifreiðirnar stiiðvuðust myndaði múgurinn göng sem hljómsveitin og fylgdarlið urðu að ganga í gegn til að komast til byggingarinnar. Á leiðinni urðu þeir fyrir aðkasti. Þeim var hrint og sparkað í þá um leið og þeir reyndu að hraða sér í gegn án þess að missa stjórn á sér og taka til fótanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.