Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.07.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986 V. " > í fylgd með bráðlátum og blóðheitum aröbum Aðalheiður E. Ásmundsdóttir segir frá heimsókn til Marokkó Aleið minni í gegnum spænsku vegabréfs- skoðunina, blasti við mér glettnisbros spænska vegabréfs- varðarins er ég rétti honum skilríki mín. „0, Islandia football," sagði hann með handapati, vísaði þumal- fingrinum niðurlægjandi niður á við og hristi höfuðið. Ég brosti bara og skundaði ásamt norskum ferða- félaga mínu, Roy Larsen, í átt til ferjunnar sem átti að flytja okkur frá Algercíras á S-Spáni og yfir Gíbraltarsundið. Það voru menn af mörgum þjóðemum frá mismun- andi stöðum af jarðarsívalningnum saman komnir um borð í fetjunni. Þama voru Ástralíubúar, gulir As- íubúar, jarmandi Bandaríkjamenn í svaðilforum, blámenn frá svörtustu Afríku og svo ég, Norðurhafseyja- búinn, ásamt Skandinavíuvini. Á leið til Afríku Yfírfull feijan leysti landfestar kl. 12.30, í hvössum vindi og steikj- andi sólskini. Við vorum á leið til Afríku, nánar tiltekið til Tanger í Marokkó. Vitneskja mín um Mar- okkó og þjóð þessa lands í N-Afríku var ekkert til að gorta af. Ég hafði þó lesið mér til um landið og kæmi það mögulega að notum til þess að skilja betur menningu og samfélag þessa fjarlæga lands. í Marokkó búa 16,9 miiljónir manns og þar af búa um 10 milljón- ir úti á landi. Arabíska er töluð af helmingi þjóðarinnar og talar hinn helmingurinn berbísku, en sá hluti býr að mestu leyti úti á lands- byggðinni og í fjöllunum í S-Mar- okkó (AtlasQöllin). Franska er töluð af mörgum og eitthvað er um spænskumælandi fólk í norðurhluta landsins. Stór hluti þjóðarinnar lifir af landbúnaði. En framleiðsla og útflutningur af fosfati er sá þriðji stærsti í heiminum. Þjóðin fékk sjálfstæði 2. mars ’56 og tók þá Hassan II (’29) konungur við stjóm iandsins og trónir þar enn í dag. Þjóðtrú Marokkóbúa er Múham- eðstrú og hefur trúin átt stóran þátt í mótun núverandi þjóðfélags. Allah er örlagaspámaður Múhameðstrú- armanna og er því öllu stjómað af honum og allt sem gerist er fyrir- fram ákveðið. Það er því ekkert skrýtið að Marokkóbúar sjái enga ástæðu til að vera að flýta sér. S-strönd Spánar hvarf smám saman bak við misturkenndan sjón- deildarhringinn og ekki yrði langt þangað til við berðum n-strönd Afríku augum. Það var ekki laust við að ónotalegur spenningur, í samblandi við fiðurkennda sjóveik- ina, ólgaði í maganum á mér við tilhugsunina um þá 5 daga sem við ætluðum okkur í Áfríku. Hitabylgjan skall á okkur sem ósýnilegur veggur er við stigum á afríska grund. Mikill mannQöIdi var samankominn við höfnina. Götu- salar, slæpingjalýður og ferðalang- ar er biðu í röðum eftir að komast um borð í feijuna. í suðandi hafnar- látunum, olnboguðum við okkur áfram í gegnum öngþveitið í áttina að tollvörðunum. Við vorum ekki fyrr sloppin í gegnum seinvirka tollskoðunina, er ungur og brosandi Marokkóbúi stökk að okkur. Ólmur og uppvægur, og á frekfr bíag'-'ðri ensku, skildist okkur að hann vildi endilega hjálpa okkur að fínna ódýr- an og góðan gististað. Mér var ekkert um þennan skyndilega átroðning mannsins og sagði að við þyrftum enga hjálp til þess að finna gististað. En sá uppáþrengjandi var ekki á því að gefa sig. Hann fylgdi okkur fast eftir og var lýjandi liðug- ur í málbeininu. Sá broshýri (sem síðar kynnti sig sem Abdel Hamid) sagðist vera sendur frá ferðaskrif- stofu (og sýndi hann okkur skírteini því til stuðnings) og væri starf hans fólgið í því að sjá fyrir öryggi ferða- manna sem ferðuðust á eigin veg- um. Tilgangurinn væri að gera ferðamönnum dvölina í Afríku eftir- minnilega og jákvæða, sem yrði til þess að þeir hefðu áhuga á að heim- sækja landið aftur. Hann vildi forða okkur frá því að lenda í klóm óaldar- manna og eiturlyfjabraskara sem gætu með klækjabrögðum stolið frá okkur aleigunni. „This is Africa, madarn," sagði hann sannfærandi við mig er hann sá að ég trúði honum ekki. Við sannfærðumst smám saman um að Abdel vildi okkur vel, en það var ekki að ástæðulausu, þar sem hann fengi örugglega einhvem aukapening frá gistiheimilinu fyrir að vísa ferða- mönnum þangað. Og sjálfsagt væntir hann vasafyllis frá okkur fyrir „hjálpsemi” sína. Eins og að koma 1000 ár aftur í tímann Þær yrðu sennilega ekki margar stjömumar í ferðabæklingnum sem ættu að standa fyrir þægindi og glæsibrag gistiheimilisins, sem Abdel benti okkur á. I þröngu og dimmu húsasundi, bar fyrir augu okkar brotið skilti með áletruninni: Pensjon Lixo, á berum steinveggj- um. Ekki vom fínheitin heldur mikil í herberginu okkar. Tómir og blá- málaðir veggimir virkuðu heldur kuldalega á mann og var flísalagt gólfíð ansi skítugt. Salemið var lík- ast versta fjósahólfi. Lyktin ætlaði allt að kæfa og suðuðu flugurnar niðri við salemisholuna, þar sem fntlast var -ð maður sæti á Höfundur greinarinnar: Aðal- heiður Elisabet Ásmundsdóttir. hækjum sínum. En við Iétum okkur þetta nægja, þar sem við ætluðum aðeins að dvelja í Tanger eina nótt. Abdel vildi endilega sýna okkur borgina og kurteisinnar vegna þáð- um við það boð. Tanger skiptist í tvo hluta, þ.e. hinn nýi borgarhluti (sem við sáum lítið af) og hinn gamli, sem er ca. 1000 ára gamall (skv. uppl. Abdels). Þessi skipting er algeng í velflestum stærri borg- um í Marokkó. Gamli borgarhlutinn, s.k. „Medína", sem er afmarkaður með ca. 4—5 m háum múrsteins- veggjum allt í kring, er í raun hinn upprunalegi hluti borganna. Nýi hlutinn, hinum megin við múrinn, voru aftur á móti stofnaður af ný- lendumönnum. Það var eins og að koma 1000 ár aftur í tímann, að ganga um götumar í „Medína“. Óhijáleg húsin voru há og þéttbyggð, til þess að heitir sólargeislarnir næðu ekki að skína á 1—2 m breiðar göturnar. Það fylgdi því skrítin tilfmning að ganga um krókóttar og illratanleg- ar götunar, sem voru svo þröngar sumar hveijar að varla var hægt að mæta manni. Ég var því hálffeg- in að hafa samfylgd Abdels um völundarhús Tangers, sem hann þekkti svo vel sem sinn eigin buxnavasa. Á götunum var Qöl- skrúðugt mannlíf. Karlmennimir voru klæddir í „kaftan" eða „djellabah", hælasíðan kufl með eða án hettu, sem ýmist var langrönd- óttur eða einlitur gerður úr bómull- arefni eða úlfaldaull. Höfuðfatið var ýmist hekluð (eða ofín) skálalöguð húfa, eða ílangt höfuðfat í líki við túrban. Klæðaburður karlmann- anna var- fylltur L'i'fugleikn ->ír fannst mér gæta samblands af er- lendu og jafnvel fom-rómversku yfírbragði á klæðaburðinum. Flestir yngri karlmennimir vom heldur á línu vestrænnar menningar í klæða- burði, en er Marokkó fékk sjálfstæði fór að gæta mikilla áhrifa þaðan. Konumar vom engu síðri í tignar- leik. Klæddar í silkikufla í öllum regnbogans litum. En margar vom sviptar öllum einkennum og ógegnsæu slöri var sveipað yfir andlit þeirra. Merkilegar þóttu mér tattóveringarnar í andliti eldri kvennanna. Vom þær tattóveraðar í miðju enni og sumar einnig niður eftir öllum hálsinum. Bömin vom tötralega klædd og flest í vestræn- um klæðnaði. Mikið var af litlum verslunum við götumar, verkstæðum og vinnu- stöðum. Verslanimar vom yfírfullar af allslags vömm. Kopar-, silfur- og keramikvömr fýlltu allar hillur og ofin teppi og listilega unnar leðurvömr héngu uppum allt svo hvergi sá í beran vegginn. Inn- fæddir sátu við ýmist fatasaum eða leðurvinnu í litlum skotum, sem gengu inn í húsveggina (varla stærri en 2x3 m 2, karlmenn jafnt sem kvenmenn, ungir sem aldnir. Allt var unnið í höndunum. Hungrið var farið að segja til sín eftir langt ferðalag til Marokkó og villuráf um öngstrætin. Við báðum Abdel að benda okkur á snotran matsölustað þar sem góður matur væri á boðstólum. Á leið í gegnum skuggalagðar götumar gengum við framhjá sljólegum gömlum manni sem sat makindalega upp við hús- vegg og reykti af langri og munstr- aðri pípu. Við fengum þá útskýr- ingu frá Abdel að öldungurinn reykti eiturlyf, þ.e. hass. Hass- reykingar em leyfílegar í Marokkó sökum islamtrúarbragðanna. En áfengi er aftur á móti bannað '\ „Medina" (en þó fáanlegt á alþjóð- legum stöðum í nýja borgarhlutan- um). Strangtrúaðir múslimar hreyfa ekki við vínandanum. Þeirra viskí er í formi mynttes og er teð þjóðardrykkur Marokkóbúa. Það var eins og að hoppa inní ævintýraheim 1001 nætur, er við stigum yfír þröskuld veitingahúss- ins. Allt var í arabískum stíí. Skrautlegar og litríkar flísar þöktu veggina, ásamt meistaralega út- skomum viðarfjölum. Lágir og rós- óttir sófar stóðu meðfram veggjun- um með stórum silkinúðum. Okkur var vísað til sætis af ungum og tignarlegum þjóni, sem naut þess út í ystu æsar að þjóna okkur til borðs. „Cous cous“ Er maturinn hafði komið sér bærilega fyrir í maganum, snerum við máli okkar til Abdel og spurðum hann hvort möguleiki væri á að fá skipt ferðatékka einhversstaðar í bænum á þessum tíma kvölds (rúml. 20.00). Hann kvað svo vera og vildi hann fýlgja okkur til markaðarins (The Market). Abdel tjáði okkur að ömggast væri að stunda viðskipti við þá í markaðnum, þar sem markaðurinn væri undir stjórn rík- isstjómarinnar og ríkisstjómin sæi fýrir sem bestum vömgæðum og hagstæðustu verði. Við fylgdum því í fótspor Abdels um rangala mjósundanna. Á leiðinni mættum við aftur öldungnum sem sat við hassreykingar. En nú var sannar- lega annað hljóð í kútnum. Sá gamli var heldur betur í sjöunda himni og ranglaði og dansaði um mjó- strætið og sönglaði eitthvað óskilj- anlegt á arabísku. Tekið var á móti okkur af fjómm brosandi Marokkó- mönnum og var engu líkara en þeir hefðu beðið eftir okkur, þar sem þeir stóðu allir í dyragættinni. Okkur var boðið upp á aðra hæðina og vísað til sætis í litlu herbergi, sem var þakið alls kyns ofnum silki- og ullarteppum sem vom í háum stöflum er náðu hátt til lofts. Er við sátum þama og virtum fýrir okkur teppafaraldurinn birtist ung- ur Marokkómaður, íklæddur jakka- fötum, og tyllti sér við hliðina á okkur. Hann bauð okkur hjartan- lega velkomin og hóf kurteisislegar samræður um þjóðemi og heima- land okkar yfir ijúkandi mynttei, að marokönskum siðavenjum. Minnka tók í glasinu og mér var farið að leiðast málþófíð og langaði helst til að fá skipt ferðatékknum og grennslast fyrir í bænum. En á mig fóm að renna tvær grímur er annar innfæddur spratt inn í her- bergið, eftir kalli sætisfélaga vors, og hóf að bera fram fyrir fætur okkar dýrindis handunnin teppi. Þeir spurðu okur í sífellu hvað okkur fyndist um teppin. Við vomm óspör á lýsingarorðin þar sem okkur þótti teppin stórkostleg. Og eins og af gömlum vana að heiman, spurði ég, bara si svona til að forvitnast, hve mikið þeir gæfu fyrir eitt slíkt silkiteppi. Viðbrögð þeirra við spurningu minni fengu okkur til að skilja að hér var um háalvarlegar viðskiptaumræður að ræða. Fyrst verðið hafði þegar verið nefnt og því taldist það ókurteisi að snúa baki við kaupunum. Nú var um að gera að byija ekki að prútta um verðið. En þar sem þessi hlægilega uppákoma byggðist á misskilningi beggja aðila, reyndum við að út- skýra mál okkar án þess þó að móðga viðskiptavit Marokkóbúans. Hálfsneypuleg, með óskipta ferða- tékka í vasanuin, trítluðum við út úr versluninni með óvingjamleg og brennandi augnaráð Marokkóbú- anna í hnakkann. Abdel sagði okkur frekar sár í bragði, eftir að hafa fært félögum sínum lítið safaríka viðskiptavini, að til þess að fá skipt tékkunum yrðum við að kaupa einhveijar vörur. Við urðum þvf reynslunni ríkari eftir þau „við- skipti", og vissum því hvemig við ættum að haga okkur í næsta skipti er við ætluðum að versla. Tíminn skiptir Marokkóbúa miklu má!i þegar viðskfnti éifra f Miðtorgið í Marrakech, moskan í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.