Morgunblaðið - 06.07.1986, Side 54
XI5 a3pr j I?-rl s HUDAQUWÍU2 QIOAJíJiíUaSO*
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6' JÚLÍ1986
honum. En við vissum að hann
myndi heimta peninga í lokin, svo
við gerðum við hann samning um
greiðslu. Sjálfur nefndi hann töluna
10 dirham fyrir leiðsögn um völund-
arhús Medína og samþykktum við
það og fengum við góða leiðsögn
Muhameðs (en það hét leiðsögu-
maðurinn) um hverfm. Ferðafélagi
minn hefur geysilega gaman af
því að spila á gítar og stundar hann
þá iðju daglega. En þar sem hann
hafði ekki handleikið gripinn í meir
en mánuð, sökum stöðugra ferða-
laga var löngunin orðin sterk. Ég
stóð hann stundum að því að gjóa
augunum hýrlega til gripsins, líkt
og aðrir karlmenn gjóa til föngu-
legra kvenna. Þó svo langt væri liðið
að kvöldi og skuggamir famir að
lengjast, ákváðum við að líta aðeins
við í einhverri versluninni sem hefði
strengjahljóðfæri til sölu, áður en
við héldum til farfuglaheimilisins.
Það stóð ekki á Muhamed að finna
slíka verslun, sem var reyndar einn-
ig silfurvöruverslun og var okkur
vísað til sætis, á tepparæksni í
þröngu húsasundi fyrir utan versl-
unina. Við sátum þama í rúmlega
20 mín. án þess að nokkuð gerðist.
Loks birtist svo sjálfur „eigandinn"
að því er mér skildist, hár og ungur
piltur og hafði hann tvo handunna
og fagurlega útskoma gítara í
höndunum. En gítaramir voru báðir
10 strengja, enda marokanskir, svo
Roy gat vart spilað á þá. Allur af
vilja gerður, bauðst gítarseljandinn
til að hlaupa aðrar 20 mín. til að
sækja 6 strengja gítar fyrir okkur.
Okkur var litið hvort á annað,
hugsuðum til heimferðar, en út-
skýrðum kurteisinnar vegna að það
væri algeri óþarfí. Pilturinn tók
þessu illa og hélt því fram að við
værum að gantast með hann. En
til þess að forðast misskilning út-
skýrðum við fyrir honum að við
hefðum ekki tíma til að bíða eftir
þessu, en þökkuðum honum samt
fyrir.
Einkennilegir viðskipta-
hættir
Bráðlæti Marokkóbúa er með
eindæmum og var hann ekkert á
því að láta okkur fara að svo búnu
og án þess að hafa fengið nokkuð
fyrir sinn snúð. Okkur var ýtt inn
í litla verslunarholuna, sem var
yfirfull af allslags silfurmunum,
handunnum af honum. Furðu lostin
stóðum við álkuleg innan um silfur-
munina með „eigandann" gínandi
yflr okkur. Augu hans skutu gneist-
um og heimtaði hann að Roy keypti
eitthvað handa vinkonu sinni, þ.e.
mér. Hann tók fram alls lags stærð-
ir og gerðir af silfurarmböndum,
sem troðið var upp á báða hand-
leggina á mér svo varia sást í þá.
Hellti yflr okkur þeirri sögu að sjálf-
ur hefði hann þurft að klífa há fjöll
og fara langan veg til þess að sækja
málminn í silfurmunina og síðan
hafl hann setið tímunum saman við
smíðar. En við létum harmsögur
smiðsins ekki á okkur fá og sögð-
umst ekki ætla okkur að kaupa
neina silfurmuni, enda voru þeir
FEGRH) OG BÆTH)
GARMNNMED
SANDIOG GRiÓTI!
Sandur
Sandur er fyrst og f remst jarðvegs-
baetandi. Dreifist einnig í ca. 5 cm.
þykku lagi í beð til að kæfa illgresi
og mosa í grasi (ca.3 cm.). Jafnar
hita og raka í jarðvegi. Kjörið
undirlag í hellulagða gangstíga.
Ferlumöl
Perlumöl er lögð ofan á beð, kæfir
illgresi og léttir hreinsun. Perlu-
mölin er góð sem þrifalag í inn-
keyrslur og stíga. Stærð ca. 0,8—
3 cm.
Völusteinar
Völusteinar eru notaðir t.d. til
skrauts á skuggsælum stöðum, þar
sem plöntur eiga erfitt uppdróttar,
einnig með hellum og timburpöll-
um. Mjög til prýði í beðum með
stærri plöntum og trjóm. Kjörin
drenlögn með húsgrunnum. Stærð
ca. 3—5 cm.
Hnullungar
Hnullungarnir eru ósvikið íslenskt
rjót, sem nýtur sín í steinahæðum,
öðnum köntum og með innkeyrsl-
um og timburpöllum. Stærð ca.
5—10 cm.
K
BJÖRGUN H.F.
SÆVARHOFÐA 13
SÍMI: 81833
Afgreiðslan við Elliðaár er opin:
mánud.-föstud.: 730-18.00
laugard.: 7.30-17.00
Komdu á athafnasvæði Björgunar hf. á
Sævarhöfða og líttu á sandinn, mölina,
hnullungana og steinana. Við mokum
þessum efnum á bíla eða í kerrur og
vagna, fáanlegt í smærri einingum,
traustum plastpokum, sem þú setur
bara í skottið á bílnum þínum.
allir svo dýrir. Er ég hafði loks
fengið af mér alla skartgripina,
héldum við til útidyranna. En ekki
var þessu með öllu lokið. Skyndilega
var gripið heljartaki í upphandlegg-
inn á mér svo mig verkjaði og mér
hent inn í verslunina. Yflr andliti
mínu blés mórautt andlit Marokkó-
búans og steyttur hneflnn ekki
langt undan. Mér varð hverft við
þessi skyndilegu viðbrögð hans og
vissi í fyrstu ekki hvað til bragðs
ætti að taka. Ástæða var fyrir
þessum stjómlausu viðbrögðum
Marokkóbúans, enda taldi hann
okkur hafa starf hans í flimtingum
og eru það því eðlileg viðbrögð
hvers og eins og reyna að veija
sig. Roy tók heldur betur við sér
er hann sá hvað gerðist og ætlaði
að reyna að leika hetju og stöðva
Marokkóbúann, en var stöðvaður
af sjálfúm af Múhameð sem greip
í hann. Allt stefndi í óefni, þar til
Roy veifaði 50 dirham-seðli og
keyptum við eitt armbandið aðeins
til þess að sleppa lifandi frá ólátun-
um. Seðillinn var hrifsaður úr hendi
Roys og við gátum gengið okkar
leið. Ég var hálfringluð eftir þessi
snöggu umskipti á áður vingjam-
legum viðskiptum sem snémst til
óútreiknanlegra örlaga handalög-
málanna. Okkur langaði mest til
að komast burt frá þessum
óskammfeilna viðskipaheimi og
báðum Múhameð að leiða okkur út
á torgið, því við ætluðum heim á
leið. MannQöldinn á torginu hafði
aukist um meir en helming og iðaði
torgið sem á fjölfarinni mauraþúfu.
Við þökkuðum Múhameð kærlega
fyrir skemmtilega og góða leiðsögn
og réttum honum 10 dirham-seðil-
inn að skilnaði. En okkur féllust
hendur er Múhameð neitaði að taka
við peningunum og heimtaði 50
dirham fyrir leiðsögnina. Við höfð-
um fengið okkur alveg fullsödd af
uppstökkum Marokkóbúum, svo við
skelltum 30 dirham í lófa hans og
hvarf hann fljótlega inn í mann-
þröngina. Andrúmsloftið var dular-
fullt er eldrauð sólin hvarf bak við
tum moskésins. Grátt kvöldmistrið
gaf loftinu ævintýralegan blæ, við
dimman trommuslátt og leyndar-
dómsfullan flautuleik slöngutemjar-
ans sem handlék flmlega slöngum-
ar. Götusalarnir stóðu hver upp í
öðmm og reyndu að selja vömr sín-
ar. Hestakermr, mótorhjól, reiðhjól,
bifreiðir og gangandi vegfarendur
þeyttust fram og aftur um götumar
í óskipulagðri umferðinni. Rútur
fullar af bleikum, hvítklæddum
ferðamönnum, sem spókuðu sig í
þéttskipuðum röðum á torginu. Sár-
fætt og þreytt vomm við dauðfegin
að komast frá masi og þjasi Medína
og út fyrir borgarmörkin. Sólin var
að setjast og pálmatrén stóðu sem
í Ijósum loga við sjóndeildarhring-
inn, er við höktum til farfuglaheim-
ilisins.
Aðalheiður E. Ásmundsdóttir
Nýkomnir
myndbandaskápar.
Verðkr. 8.700,-stgr.
lfalhúsgögn hf.,
Ármúla 4. Sími 82275.