Morgunblaðið - 06.07.1986, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JtJLÍ 1986
Gunnar Klængs-
sonkennari
Fæddur 29. október 1914
Dáinn 28. júní 1986
Ég vil hefja þessa litlu grein á
þakkarkveðjum.
Jónas Pálsson, rektor Kennara-
háskóla íslands, fól mér fyrir sína
hönd og skólans, að flytja góðum
dreng þakkir fyrir langt og gifturíkt
starf við skólann. Geri ég það hér
með í einlægni og veit um leið að
margir kennarar taka undir með
mér.
Það var gróandi lífsorka í starfi
margra ágætra kennara hér á landi,
þegar Gunnar Klængsson undirbjó
starfsvang sinn. Lúðvíg Guðmunds-
son stofnaði Handíða og myndlista-
skólann 1939. Sá skóli annaðist
menntun smíðakennara í verklegum
greinum til ársins 1951. Haustið
1944 réðst Gunnar sem kennari að
Handíðaskólanum og varð það starf
til að marka stefnu í lífi Gunnars
og fyrir verkmenntagreinar í ís-
lenskum skólum síðan.
Gunnar var vel undir þetta starf
búinn. Hafði hann aflað sér mennt-
unar til kennslunnar bæði hér heima
og erlendis, menntunar sem var
haldgóð og vel fallin til að grund-
valla starf hans. Auk þess var hann
búinn hinum bestu kostum sjálfur.
Hann var mikill hagleiksmaður,
bæði í myndgerð og smíðum úr tré
sem málmum. Óvenju smekkvís var
hann og vandvirkur svo að hvaðeina
varð að listaverkum er hann vann
að.
Kennaraskóli íslands tók við
menntun handavinnu og smíða-
kennara í verklegum greinum 1951,
og réðst Gunnar þá sem kennari
þangað. Við þann skóla og síðar
Kennaraháskóla íslands var Gunn-
ar fastráðinn kennari og lektor til
ársins 1976.
Gunnari auðnaðist að lyfta grein-
um sínum til virðingar innan skól-
ans og með nemendum sínum sem
síðan fóru til starfa í öðrum skólum
landsins. Má víða sjá spor hans,'
bæði í námskrá og handbragði
nemenda hans.
í 32 ár vann hann að menntun
kennara svo að hann á marga vini
frá þeim árum, vini sem minnast
hans með þökk í huga. Nú er komið
að kveðjustund. Rúmlega sjötíu og
eins árs féil þetta stórmenni ís-
lenskra handlista fyrir heltaki
krabbameins, sem lengi var búið
að undirbúa lokaþáttinn.
Þegar fegurð íslenskrar náttúru
ber hæst. Sólarbirta kvölds og
morguns falla saman í órofa heild.
Þá kveður Gunnar. Þannig var
hann. Bjartur, skemmtilegur, góð-
lyndur, alltaf eins. Hann hafði yndi
af samræðum og góðum sögum.
Sagði oft skemmtilegar smásögur
og bærist samræðan að einhvetju
eða einhveijum „fyrir vestan" þá
var gaman að hlusta. Hann átti
margs góðs að minnast frá ísafirði.
Enda þótt ég lyki námi í Handíða-
skólanum um vorið áður en Gunnar
kom þar til starfa, tókst strax með
okkur góð vinátta sem aldrei bar
skugga á. Hann hafði nógu að miðla
og má segja að ég hafi verið !æri-
sveinn hans alla tíð. Við vorum
vinir, höfðum sömu áhugamál og
áttum margar eftirminnilegar
stundir saman. Auk kennslustarfa
var Gunnar prófdómari við ungl-
ingastig um langt árabil. Það voru
ávallt tilhlökkunarstundir, er Gunn-
ar kom til að skoða með mér af-
rakstur vetrarstarfsins. Var þá
margt skrafað og ýmsar hnittnar
sögur sagðar.
Gunnar kenndi fyrst við Gagn-
fræðaskólann á ísafirði og við Iðn-
skólann þar. Eftir að hann fór að
kenna við Handíðaskólann í Reykja-
vík, kenndi hann einnig teikningu
við Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Þá kenndi hann á ýmsum námskeið-
um fyrir kennara.
Ymsum trúnaðarstörfum gegndi
Gunnar fyrir Smíðakennarafélagið,
en þar var hann gerður að heiðurs-
félaga er hann sagði starfi sínu við
Kennaraháskólann lausu 1976.
Hann var skorarstjóri List- og verk-
greinaskorar við Kennaraháskólann
og sat í nefndum þar. Auk þess sat
hann í nefndum við námskrárgerðir
fyrir menntamálaráðuneytið.
Reyndist hann þar vel sem annars
staðar. Hann var gætinn og tillögur
hans vel hugsaðar og góðar. Naut
hann alls staðar virðingar og
trausts.
Meðal samkennara sinna var
hann vinsæll og skemmtilegur fé-
lagi og veit ég að báðir skólastjór-
amir, Freysteinn heitinn Gunnars-
son og dr. Broddi Jóhannesson,
mátu hann mikils sem kennara og
félaga. Gunnar gaf kost á að kenna
stundakennslu fyrstu vetuma eftir
að hann hætti sem fastur kennari.
Fljótlega sneri hann sér þó alveg
að leiðbeinandi störfum meðal aldr-
aðra í Norðurbrún, þar elskuðu allir
hann og virtu.
Um leið og við sem kynntumst
honum sem samstarfsmanni við
Kennaraháskólann, þökkum sam-
starf og vináttu vottum við frú Jónu
Sigurgeirsdóttur, syni þeirra, Gunn-
ari Klængi, tengdadóttur og
tengdasyni, bamabömum og systur
Gunnars einlæga samúðpkkar.
Bjarni Ólafsson
Gunnar fæddist í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Klængur Jóns-
son ættaður úr Amessýslu og
Rannveig Eggertsdóttir ættuð úr
Amarfirði.
Frá sex ára aldri ólst Gunnar upp
á Isafirði hjá Bergsveini Amasyni
járnsmið og konu hans. Eftir að
Gunnar hafði lokið almennri barna-
fræðslu tók unglingaskólinn við og
síðan Gagnfræðaskóli ísafjarðar,
sem stofnaður var 1931.
Skólastjóri gagnfræðaskólans
var Lúðvík Guðmundsson, sem síðar
stofnaði Handíða- og myndlistar-
skóla Islands. Hann hafði eins og
kunnugt er eldlegan áhuga á listum
og handmennt. Hann fékk að skól-
anum færa kennara á þessu sviði.
Lúðvík veitti Gunnari fljótt at-
hygli vegna framúrskarandi hæfi-
leika hans og árangurs í námi við
skólann í teiknun, smíði og skrift.
A þessum árum hafði Gunnar
mikinn áhuga á listnámi. Þetta var
í miðri kreppunni og öll sund lokuð
félausum manni.
Sautján ára gamall fer Gunnar
til Reykjavíkur og nýtur tilsagnar
ágætra manna eins og Björns
Bjömssonar teiknikennara, Guð-
mundar frá Miðdal og Marteins
myndskera.
Ekki þarf að efa að Gunnar
notaði tímann vel og lagði gmnninn
að frekara námi. Árið 1934 er hann
ákveðinn í því að gera kennslu að
sínu lífsstarfi. Hann fer til Gauta-
borgar og sest þar í kennaraskóla.
1935 er Gunnar aðstoðarkennari
Gústafssonar sem var hans aðal-
kennari við skólann. Einnig vann
hann að listiðn í Arvika.
Árið 1949 stofnaði Lúðvík Guð-
mundsson Handíða- og myndlistar-
skólann, eins og áður er sagt.
Gunnar var fastráðinn kennari við
þann skóla 1944. Skólinn var þá
þegar farinn að njóta virðingar sem
menntastofnun._ Haustið 1951 tekur
Kennaraskóli íslands við smíða-
deildinni og var Gunnar þá beðinn
að veita henni forstöðu. Þegar
Kennaraskólinn er gerður að há-
skóla er Gunnar skipaður lektor við
skólann. Hann er fyrstur hand-
menntakennara sem þann heiður
hlýtur. Gunnar baðst lausnar frá
kennslustörfum árið 1977. Á þess-
um ámm leiðbeindi hann á mörgum
námskeiðum og fullur af áhuga og
trú á gildi starfsins fór hann í náms-
ferðir til Svíþjóðar, Noregs og
Danmerkur.
Það var ekki að skapi Gunnars
að setjast í helgan stein að unnu
34 ára starfi og árið 1977 var hann
ráðinn til kennslustarfa við félags-
starf aldraðra á Norðurbrún 1 og
Fumgerði 1. Nú vom nemendumir
frá 67—90 ára að aldri. Þama naut
Gunnar sín vel og var elskaður og
virtur jafnt af nemendum sem
samstarfsmönnum. Ég, sem þessar
línur rita, átti því láni að fagna að
njóta kennslu hans í Kennarahá-
skólanum um eins vetrar skeið, og
mitt nám hélt áfram eftir að við
urðum samstarfsmenn við félags-
starfið á Norðurbrún 1. Það var
mikið happ fyrir alla þá sem áhuga
hafa á verk- og listmennt að njóta
hæfileika og leiðsagnar þessa
ágæta kennara.
Maðurinn sjálfur sem vinur, fé-
lagi og samstarfsmaður er annað
og meira en fátækleg orð fá lýst.
Gunnar var prúðmenni í orðsins
fyllstu merkingu og drengur góður
eins og við frá alda öðli höfum lagt
merkingu í það orð. Hann kunni
vel við sig í góðra vina hópi og var
glaður á góðri stund og lífgaði þá
upp með sinni skemmtilegu frá-
sagnarlist. En hann gekk hægt um
gleðinnar dyr.
Við höfum fengið nýtt símanúmer
696600
Ath. neyðarvakt iækna er í sama númeri.