Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 57

Morgunblaðið - 06.07.1986, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1986 Ég hef verið beðinn að láta fylgja þessum línum kveðjur og þakklæti til Gunnars Klængssonar frá Hel- enu Halldórsdóttur forstöðumanni félagsstarfs aldraðra á Norðurbrún 1 og samstarfsmönnum. Arið 1937 kvongaðist Gunnar Jónu Sigurgeirsdóttur ættaðri úr Súðavík við Djúp. Hún hefur verið hans trausti lífsförunautur allt til enda. Böm þeirra eru Ingibjörg, sem nú er látin og Gunnar Klængur félagsfræðingur. Jónu og Gunnari votta ég samúð mína. Vin minn, kennara og sam- starfsmann kveð ég með söknuði og þakka honum samfylgdina. Þungt er tapið, það er vissa— þó vil ég kjósa vorri móður, að ætíð megi hún minning kyssa manna er voru svona góðir - að ætíð eigi hún menn að missa meiri og betri en aðrar þjóðir. Þessar ljóðlínur Sigurðar skálds frá Amarholti koma mér jafnan í hug þegar góðir íslendingar kveðja þettajarðlíf. Friður sé með Gunnari Klængs- syni. Guðjón Þorgilsson í upphafí skólaárs 1944—45 kallaði skólastjóri Handíðaskólans, Lúðvíg Guðmundsson, okkur nem- endur kennara- og smíðadeildar skólans á fund sinn á skrifstofu skólans. Þar kynnti hann okkur tvo aðalkennara deildarinnar, þá Gunn- ar Klængsson og Kurt Zier, og lét þau orð falla að betri kennara hefði hann ekki getað valið nemendum. Við nánari kynni af þessum kennur- um okkar sannfærðumst við um að skólastjóri skólans hafði ekki fullyrt um of er hann kynnti okkur þa fé- lagana. Margir þeirra kennara, sem kenndu þá við skólann em nú horfn- ir. Skólastjórinn og hugsjónamað- urinn Lúðvíg Guðmundsson, sem vann það afrek í skólasögu þjóðar- innar að stofna Handíðaskólann með litlum efnum en óbilandi trú á framtíð og hlutverki skólans. Kurt Zier lést fyrir allmörgum ámm og nú 28. júní sl. lést Gunnar Klængs- son í Landspítalanum. Það var mikið unnið þennan umrædda vetur, 1944—45, í Hand- íðaskólanum. Það var enginn tími til fundarhalda eða sámnings rit- gerða og prófið fór að mestu fram án okkar vitundar. Námið í meðferð og beitingu handverkfæra, meðferð fjölbreytts efnis, smíði sérvalinna verkefna og nýting kennslutímans var fyrir öllu. „Vorsýning skólans sýndi fjölbreytni í verkefnavali, vandvirkni og afköst em furðanlega mikil,“ sagði einn gestanna um sýn- inguna. Það ríki mikill áhugi fyrir náminu meðal nemendanna þennan vetur þótt húsakynni væm þröng. Kenn- arinn, Gunnar Klængsson, átti vissulega stærstan þátt í að vekja og viðhalda þeim starfsáhuga, sem þar ríki. Hann mætti fyrstur manna í smíðastofuna að morgni glaður í viðmóti, tilbúinn til að leiðbeina okkur nemendunum með verkefnin, ekki aðeins með orðum heldur og með því að teikna glögga skýringar- mynd af þætti viðfangsefnisins eins og hann taldi bestan til úrlausnar. Gunnar Klængsson var víðsýnn maður, átti sínar fastmótuðu skoð- anir og fór varlega t að breyta mótuðum kennsluháttum sínum eftir nýjum stefnum sem upp komu öðm hveiju. Afburða hæfileikar hans í verklegum greinum bám af í hópi íjöldans. Hann var jafnvígur á að vinna úr ólíkustu efnum: tré, málmum, homi, beini eða leir. Þetta lék í höndum hans sem smiðs og hann mat síðan fullgerðan hlutinn með gagnrýnum augum lista- mannsins. Hann var ágætur teiknari og málari. Þessir íjölþættu eiginleikar hans, samfara sémámi hans hér heima og erlendis, gerðu hann að afburða kennara, svo að til fyrir- myndar var. Glaðværð hans í kennslustundum, góðlátleg fyndni og gamanyrði vom honum töm um leið og hann leiðbeindi nemendun- um. Það var í andstöðu við við- kvæma lund kennarans og lista- mannsins, ef hann fann að nemend- ur hans vildu ekki tileinka sér al- hliða virðingu fyrir meðferð verk- færanna sem þeir handléku, virð- ingu fyrir verkefni sínu, virðingu fyrir fallega gerðum hlut hver sem efniviðurinn var, og síðast en ekki síst virðingu fyrir vinnustaðnum sjálfum og góðri umgengni um hann. Hverju verkfæri bar sinn staður eins og hver nemandi átti sinn afmarkaða reit við vinnuborðið. Handavinnukennarar nutu kennslu Gunnar Klængssonar í 34 ár, fyrst í Handíðaskólanum í 6 ár, síðan í Kennaraskólanum og síðast við Kennaraháskóla íslands til 1977, auk margra námskeiða þar sem hann kenndi. Þannig hafði hann á íjórða tug ára annast og skipulagt menntun íslenskra handa- vinnukennara og útskrifað flesta smíðakennara, sem nú eru í starfi, og átti sinn mikla þátt í að móta kennslu þeirra um ókomin ár. En þótt samstarfi í skóla væri lokið var hann alltaf tilbúinn til að gefa fyrri nemendum sínum góð ráð, er þeir leituðu á fund hans, en þeir voru margir. Gunnar Klængsson naut óskor- aðs trausts forystumanna skóla- mála. Hann var kallður til starfa, þegar námsskrár voru endurskoð- aðar. Hann átti sæti í handíðanefnd 1971—73 er skilaði merkustu grein- ar- og tillögugerð sem gerð hefur verið um handmennt innan hins ís- Ienska skólakerfís. Því miður virð- ast þær tillögur, sem þar eru fram- settar, eiga langt í land til fram- kvæmda. Hann var í hópi þeirra mörgu sem töldu — og telja — að alhliða handmenntum sé ekki skip- að það sæti innan skólakerfisins sem þeim beri, þar sem einstakling- urinn eigi að hljóta alhliða undir- búningsmenntun fyrir lífið. Hann var gjörkunnugur íslenskum heim- ilisiðnaði. Margar voru hugmyndir hans, sem hann byggði á verkefna- val sitt, einmitt sóttar í þann farveg íslenskrar heimilismenningar og snillinga meðal alþýðunnar víða um land. Um fjölda ára var Gunnar Klængsson prófdómari við bama- skóla borgarinnar. Þar kynntist maður vel nákvæmni hans í mati á vinnu nemendanna og glögg- skyggni hans á hæfileikum þeirra. Þegar hann hætti að kenna við Kennaraháskólann var það fjarri eljumanninum Gunnari Klængssyni að hætta störfum, — enda fékk hann það ekki. Hann átti enn eftir að leggja lið sitt á nýjum vettvangi. Á vegum borgarinnar var Félags- stofnun aldraðra. Þangað réðist hann og kenndi í Furugerði 1 og á Norðurbrún 1. Þar átti Gunnar ánægjustundir í starfi meðal aldr- Guðrún Egils- dóttir — Kveðja til móður, teng’damóður og ömmu Fædd 6.júlí 1902 Dáin 23. maí 1986 Elskulegamammamín, má ég örstutt Ijóð þér færa lítt þótt mýki meinin þín mæðraprýðin góða, kæra. Mcirisólogsældarkjör sjálf þú öðrum léttir valin heldurenþinnifylgduför Minning fram í gegnum kaldan dalinn. Vciti Drottinn nokkrum náð, náð og sæld þú átt þér vísa, öll þín hyggja, allt þitt ráð æðri krafta leiðsögn prisa. Elsku mamma, mild og gúð mildur Guð þig ennþá styrki. Fyrirgefþú lítiðljóð. Lífsins faðir mátt þinn yrki. (HannesHafstein) Blessuð sé minning Guðrúnar. Dóra og fjölskylda aðra nemenda, karla og kvenna, sem raunar höfðu lengi leitað að tækifærum til að sinna hugðarefn- um sínum. í litlum vinnustofum þessara staða opnaðist þessu fólki nýr heimur, nýir möguleikar með nýtingu tímans, kynni við nýja fé- laga og ný viðfangsefni. Þetta fólk sannfærðist um að þótt það tilheyrði „öldruðum" þá væri fjarri því að eiginleiki þess til gleði í starfi væri horfínn. í svipmóti þessa fólk birtist þakklæti þess til kennarans er hann leiðbeindi því með glaðværum svip sínum og orðum — sama hugarfari og hann kenndi yngri nemendum sínum áður. Það greip því djúpstæð- ur ótti ráðamenn þessara stofnana, þjónustufólk, nemendur og sam- kennara er það vitnaðist að Gunnar Klængsson gengi með hættulegan sjúkdóm. Sá ótti er nú orðinn að köldum veruleika. Sæti Gunnars er autt og vandfyllt. Gunnar Klængsson var fæddur í Reykjavík 29. október 1914. For- eldrar hans voru þau Klængur Jóns- son járnsmiður og kona hans, Rannveig Eggertsdóttir. Hann var kvæntur Jónu Sigurgeirsdóttur, glæsilegri konu, frá Súðavík. Þau áttu tvö böm, Ingibjörgu, kennara, er dó 28. febrúar 1984 og Gunnar Klæng, félagsfræðing, er vinnur hjá sálfræðideild skóla hér í borg. Á fimmta áratug hefí ég átt kynni við þessi drenglyndu hjón, sem unun var að heimsækja og njóta samvista við á heimili þeirra í Efstasundi 29, sem ber vott um snyrtimennsku og hlýleik hús- bændanna. Við hjónin flytjum þeim hjartans þakkir fyrir liðin ár um leið og við vottum konu hans og fjölskyldu allri okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkar helgu minning- ar. Ingimundur Ólafsson Gunnar Klængsson er dáinn. Hann lézt í Landspítalanum laugar- dagsmorguninn 28. júní eftir rúm- lega fjögurra mánaða næstum samfellda sjúkrahúsveru. Gunnar hafði veikzt af krabbameini áður en ég kynntist honum og náði sér vel eftir það. Svo var það sl. haust að sjúkdómsins varð vart á ný og upphófust nú óteljandi rannsóknir og lækningameðferðir. Gunnar stundaði vinnu sína, oft illa þjáður, unz hann varð að leggjast inn á sjúkrahús um miðjan febrúar. Að sjálfsögðu átti það bara að verða til stuttrar dvalar og leit út fyrir það lengst framan af, en svo tók að halla undan fæti og séð var hvert stefndi. Það er erfitt að ímynda sér fé- lagsstarfíð í Norðurbrún og í Furu- gerði án Gunnars. Kemur þar margt til en fyrst og fremst var gott að vera nálægt Gunnari. Frá honum streymdi hlýja og svo voru brosið hans og glettnin aldrei langt undan. Gunnar réðst sem stundakennari við Félagsstarf aldraðra í Reykjavík eftir að hafa starfað við Kennara- skólann í áraraðir og kennt flestum smíðakennurum á landinu. Það var mikill fengur fyrir ellilífeyrisþega að fá svo góðan kennara sem Gunnar var, því fyrir utan mann- kostina hafði hann áratuga reynslu af kennslustörfum og var listamað- ur af Guðs náð. Enda var eftirsókn- arvert að komast í tíma til hans. smíðisgripimir sem prýða heimili jafnt innan lands sem utan, sem unnir hafa verið af nemendum Gunnars, eftir teikningunum hans Vc57 og að sjálfsögðu með dyggri hjálp hans. Það var fyrir sex árum að við Gunnar urðum samkennarar. Það var vissulega örlítið ný tilfínning fyrir rúmlega þrítúga stúlku að ráða sig á vinnustað þar sem meðalaldur nemenda og kennara var 70 ár. En eins og menn vita er aldur ákaflega afstæður. Við Gunnar urðum fljótt góðir vinir og gátum mikið spjallað. Hafði ég sérlega gaman af að hlusta á hann rilja upp skólaárin á heima- t Útför mannsins míns, bróður, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS KLÆNGSSONAR, verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Krabbameinsfélagið. Jóna Sigurgeirsdóttir, Klara Klængsdóttir, Gunnar Klængur Gunnarsson, Móeiður Gunnlaugsdóttir, Sigurður Haraldsson, og afabörnin. t Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓSKAR JÓNSSON, skipstjóri, Hafnargötu 78, Keflavík, lést í Landspítalanum 3. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Halldóra Jónasdóttir, Hreinn Óskarsson, Guðrún Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginmanns míns, PÁLS GESTSSONAR, stýrimanns, Selvogsgrunni 8, ferfram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. júlíkl. 13.30. Gunriþóra Jónsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðirog amma, SIGRÍÐUR P. ÁSBJÖRNSDÓTTIR, Heiðarási 10, Reykjavik, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 4. júlí sl. Fyrir hönd vandamanna, Jóhannes Guðmundsson, Ásbjörn Jóhannesson, Elin Aðalsteinsdóttir, Jóhannes Ásbjörnsson. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÍÐAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Kristleifur Einarsson, Anna Hjálmarsdóttir, Margrót Elnarsdóttir, Jón Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilega þökkum við alla þá vinsemd og samúð sem okkur var sýnd við fráfall og jarðarför, EGGERTS HANNAH, úrsmfðameistara. Sérstakar þakkir flytjum við Þorsteini Gíslasyni lækni og starfs- fólki öllu á deild 2B Landakotsspítala. Sigurbjörg Hannah, Georg V. Hannah, Eygló Geirdal, Bryndfs Þ. Hannah, Gfsli Thoroddsen, Guðmundur B. Hannah, Svandfs Rögnvaldsdóttir og barnabörn. t Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fósturföður og afa, SIGTRYGGS JÓNSSONAR, Skeiðarvogi 19. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarliöi deildar A-4 á Borgarspítalanum. Elfn Sigurðardóttir, Slgrfður Slgtryggsdóttir, Sigurlaug Sigtryggsdóttir, Gunnar Halidórsson, Erla Sigtryggsdóttir, Gunnar Jónsson, Sigrfður Elnarsdóttir, Lúðvfk Nordgulen. slóðum hans á ísafirði og svo seinna í Reykjavík og í Svíþjóð. Ég sakna þess að geta ekki fylgt Gunnari að leiðarlokum en sendi þér, kæra Jóna, mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og fjölskyld- unni allri. Fyrir hönd okkar „leirkvenn- anna“ svo og samstarfsfólks kveð ég Gunnar Klængsson og þakka honum alltof stutta samleið. Löngumýri í Skagafirði, Sigríður Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.