Morgunblaðið - 13.08.1986, Page 4

Morgunblaðið - 13.08.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Isafjarðarkaupstaður 200 ára: Afmælisins verð- ur minnst með hátíðardagskrá Þann 18. ágnst n.k. eru tvær aldir liðnar frá því ísafjörður fékk kaupstaðan-éttindi og hef- ur bæjarstjórn ísafjarðar fengið ýmis félagasamtök í kaupstaðn- um til að sjá um hátiðardagskrá í tilefni afmælisins. Hinn 18. ágúst 1786 var gefín út konungleg tilkynning um að ein- okun Islandsverslunarinnar, sem staðið hafði í tæpar tvær aldir, skyldi aflétt. Jafnframt var sex höfnum á íslandi: Reykjavík, Grundarfírði, Akureyri, Eskifirði, Vestmannaeyjum og ísafírði, veitt kaupsstaðarréttindi. Það var ekki fyrr en 80 árum síðar sem fyrsta bæjarstjómin var stofnuð á ísafírði og var þess minnst árið 1966. Nú minnast fs- firðingar þess að 200 ár eru liðin frá stofnun kaupstaðar á Skutuls- fjarðareyri, eins og ísafjarðarkaup- staður hét þá. Afmælisins verður minnst með hátíðardagskrá nú um helgina, 16. og 17. ágúst. Afmælisdagskráin hefst laugar- daginn 16. ágúst kl. 17:00 með hátíðartónleikum í Alþýðuhúsinu; Kristinn Sigmundsson óperusöngv- ar og Jónas Ingimundarson píanó- leikari flytja tónlist eftir Schubert. Sunnudaginn 17. ágúst kl. 13:00, verður hátíðin síðan formlega sett á Silfurtorgi með ávarpi Kristjáns Jónassonar, bæjarstjóra. Litli Leik- klúbburinn flytur samantekt um stofnun kaupstaðarins og kórar syngja. Hestamenn munu heim- sækja hátíðarsvæðið kl. 14:00 og bjóða bömum á hestbak og Sæfari verður með hópsiglingu á Pollinum. KI. 17:00 hefst svo grillveisla á Silfurtorgi í umsjá Kiwanismanna. Á sunnudagskvöldið kl. 20:30 hefst skemmtidagskrá á Silfurtorgi þar sem Litli leikklúbburinn, hljóm- sveitir og fleiri kom fram. Að dagskránni lokinni verður gengið yfir í Neðstakaupstað þar sem hátíðinni lýkur með dansleik og flugeldasýningu á miðnætti. Frá kl. 13:00-19:00 á sunnudag- inn verða í gangi leikir fyrir böm og veitingasala á hátíðarsvæðinu. í tengslum við afmælið verður málverkasýning í sal Frímúrara í Hafnarhúsinu þar sem sýndar verða andlitsmyndir eftir Jón Hróbjarts- son og úrval mynda í eigu Lista- safns Isafjarðar. Sýningin hefst 14. ágúst og stendur til loka ágúst- mánaðar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sjö umferðaróhöpp hafa orðið síðustu tvo mánuði á veginum frá Vegamótum í Miklaholtshreppi að Olafsvik. Lögreglan í Ólafsvík kennir slæmu ástandi vegarins um. Þessi bifreið valt í Staðarsveit í siðustu viku. Vegamót - Ólafsvík: „Slæmt ástand vegarins hefur orsakað sjö slys á tveimur mánuðum“ Fulltrúi Grænfrið- unga til íslands Holiandi, frá Etntert H. Kjartanssyni fréttaritara Morgunblaðaina. NÚ ER orðið Ijóst að Grænfriðungar munu ekki senda skip til að hindra hvalveiðar íslendinga í sumar. Þetta kom fram í samtali við Lies Vedder á aðalskrifstofu Grænfriðunga í Amsterdam, en hún sér um samhæfingu aðgerða Grænfriðunga í Evrógu gegn Islending- um. Hins vegar inun fulltrúi Grænf riðunga fara til Islands á næstunni segir Adolf Steinsson varðstjóri til viðræðna við sljómvöld. Það kom fram hjá Vedder að Grænfriðungar eru mjög óhressir með að Bandaríkjastjóm skyldi hafa bakkað í hvaladeildunni við íslendinga. Þeir eru nú mjög ugg- andi um að aðrar þjóðir fylgi í kjölfar íslendinga og he§i hvalveið- ar undir yfírskini vísinda. SJÖ umferðarslys hafa orðið á veginum frá Vegamótum i Mikla- holtshreppi að Olafsvík á síðustu tveimur mánuðum. I öllum tilfell- unum hefur verið um útafakstur eða bifreiðaveltur að ræða. Adolf Steinsson, varðstjóri í lög- reglunni á Ólafsvík, sagði að orsök þessara óhappa væri slæmt ástand vegarins á þessum kafla. „Þama er oft ekið of hratt miðað við að- stæður, en vegurinn er mjög holóttur og mikil lausamöl á hon- um“, sagði Adolf. „Um þriðjungur þeirra sem lent hafa í slysum á þessum kafla undanfarna tvo mán- uði em útlendingar, sem vara sig síður á slæmum vegum en íslend- ingar. Það hafa ekki orðið árekstrar þama, heldur er eingöngu um það að ræða að ökumenn hafa misst stjóm á bifreiðum sínum vegna ástands vegarins. Nýlega var veg- urinn heflaður, en í mikilli vætutíð sækir allt fljótlega í fyrra horf“. Af þessum sjö slysum hefur orð- ið eitt banaslys. „Það er mikilli notkun bílbelta að þakka að ekki hafa orðið fleiri slys á mönnum, en okkur í lögreglunni hér þykir ástandið vera mjög slæmt. Þetta eru allt of mörg slys á svo skömm- um tíma,“ sagði Adolf Steinsson, varðstjóri. Gullaug’- að lækk- ar í dag ÁGÆTI, dreifingarmiðstöð mat- jurta, lækkar í dag heildsöluverð á gullauga- og bintjé-kartöflum, úr 75 i 67 krónur kílóið, eða um rúm 10%. Má búast við að útsölu- verð verði á bilinu 77-84 krónur. Áður var Ágæti búið að lækka verð á premier-kartöflum úr 63 i 50 krónur, eða um rúm 20%. Algengt útsöluverð á premier er á bilinu 57-62 krónur kílóið. Fleiri heildsöluaðilar hafa einiiig lækkað verð á kartöflum. For- ráðamenn Ágætis stefna svo að frekari lækkun kartaflna siðar i mánuðinum. Gestur Einarsson forstjóri Ágæt- is sagði að verð kartaflna væri fijálst og réðist það því af fram- boði og eftirspum. Hann sagði að til þess að fá bændur til að taka kartöflumar snemma upp og þar með ekki fullvaxnar þyrfti að greiða þeim mjög gott verð fyrir. Neytendasamtökin hafa gagn- rýnt verðlagningu kartaflna að undanfömu og birt samanburð við fyrra ár og var þar m.a. rætt um tvöföldun kartöfluverðs. Gestur sagði að þessi samanburður gæfí ranga mynd af þróun kartöfluverðs- ins. Nefndi hann sem dæmi að þann 6. ágúst í fyrra hefði skráð heild- söluverð á premier verið 48,50, en 6. ágúst í ár 63 kr. og hefði því hækkað um 30% á milli ára. Gull- auga hefði hækkað úr 54,07 kr. í 75, eða um 39%. Hann sagði að ef heildsöluverðið í gær væri borið saman við sama dag í fyrra kæmi það í ljós að premier hefði hækkað úr 48,50 í 50 krónur, eða aðeins um 3%, en gullauga úr 48,50 í 75 krónur, eða um 55%. Eftir lækkun kartaflnanna nú væri meðalverð á premier og gullauga 58,50 og hefði hækkað um 21% frá fyrra ári. „ Annars er verðsamanburður á milli ára varasamur þar sem verð ræðst algerlega af því hve mikið magn berst á markað og hversu snemma," sagði Gestur. Umframhækkun framfærsluvísitölu að mestu vegna hækkunar á kartöfluverði; Hækka laun 1. sept aukalega um 0,38? Launanefnd ASI og VSI kemur saman í dag til að ræða viðbrögð EKKI ER útilokað að almenn laun í landinu hækki nokkru meira en ráð var fyrir gert 1. september næstkomandi. Ástæðan er sú, að framfærsluvísitalan hefur hækkað síðan í maí um 0,38% um- fram það, sem lagt var til grundvallar við gerð kjarasamninganna í febrúar. Þegar laun hækkuðu síðast samkvæmt samningum 1. júni sl., hafði framfærsluvisitala hækkað um 0,56% umfram við- miðun febrúarsamninganna og hækkuðu laun því um 3,06% í stað 2,5%, eins og samningamir gerðu ráð fyrir. Sú hækkun var ákveðin ein- róma af fjögurra manna launa- nefnd ASI og samtaka atvinnu- rekenda en samkvæmt samningnum skal oddaatkvæði nefndarinnar færast á milli aðila. ASÍ átti oddaatkvæðið í júní en þar sem samkomulag varð í nefndinni kom ekki til beitingar þess. Því hefur ASÍ áfram oddaat- kvæði í launanefndinni. Láklegt var talið í gær, að nefndin myndi koma saman til fyrsta fundar síns í dag til að ræða hvemig bregð- ast eigi við þessari umfram hækkun vísitölunnar. Samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands í gær reyndist fram- færsluvísitalan 1. ágúst vera 172,82 stig (miðað við 100 stig í febrúar 1984), eða 1,13% hærri en 1. júlí. Síðan segir í tilkynning- unni: „Af þessari 1,13% hækkun stafa 0,3% af hækkun á verði matvöru, sem rekja má til 71,5% verðhækkunar á kartöflum. 0,1% stafa af hækkun á verði fatnaðar, 0,2% af hækkun húsnæðisliðs, 0,2% af hækkun á verði nýrra bifreiða, nær 0,4% vegna verð- hækkunar orlofsferða til útlanda frá því í fyrra og um 0,6% vegna hækkunar á verði ýmissa vöm- og þjónustuliða. Þessu til frádrátt- ar kemur verðlækkun á kindalgöti og smjöri vegna aukinnar niður- greiðslu ríkissjóðs, sem olli um 0,5% lækkun vísitölunnar og verð- lækkun á bensíni um 3,9%, sem olli 0,14% lækkun vísitölunnar. Hækkun vísitölunnar um 2,24% frá maí-ágúst er 0,38% meiri en lagt var til grundvallar við gerð kjarasamninga í febrúar í vetur. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 19,3%. Hækkun vísi- tölunnar um 1,13% á einum mánuði frá júlí til ágúst svarar til 14,4% árshækkunar. Undan- fama þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,2% og jaftigildir sú hækkun 9,3% verðbólgu á heilu ári,“ segir í fréttatilkynningu Hagstofunnar um útreikning Kauplagsnefndar á vísitölu fram- færslukostnaðar. Verðbólguhraðinn, miðað við tólf mánaða tímabil, hefur ekki verið minni síðan í ágúst 1984, þá mældist hann 18,8% fyrir síðustu tólf mánuði þar á undan. Ef miðað er við síðustu sex mán- uði er hraði verðbólgunnar 6,1% og ef miðað er við siðustu tólf mánuði er hraðinn 19,3%. Bjöm Bjömsson, hagfræðingur Alþýðusambands ístands, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær, að þær forsendur, sem launanefndin hefði lagt til gmnd- vallar umframhækkuninni 1. júní, væm margar lítt eða ekki breytt- ar. „Gengisþróun er enn óhagstæð - innflutningsmyntimar halda áfram að lækka og það segir til sín þótt meðalgengi hækki," sagði hann. Hann sagði það vekja sérstak- lega athygli sína, að hækkun á kartöfluverði ylli 0,3% hækkun vísitölunnar milli júlí og ágúst. „Þetta sýnir okkur að kartöflu- skatturinn veldur ekki aðeins hækkun á innfluttum kartöflum heldur hækka innlendar kartöflur og f skjóli skattsins," sagði hann. „Þetta er þeim mun athyglisverð- ara fyrir það, að í byijun júlí sögðu þeir Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra og Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra í viðtali við Morgunblaðið, að kartöfluskattur- inn myndi ekki valda hækkun á framfærsluvísitölu. Þorsteinn hafði að vísu eftir Jóni, að svo yrði ekki,“ sagði Bjöm Bjömsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.