Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 29 AKUREYRI Frakkarnir nýlagðir af stað í hlaupið. Morgunbiaaw/Hjfirtur Frakkar hlaupa yfir hálendið Upphitun fyrir Reykjavíkurmaraþonið 15 FRAKKAR lögðu í gær upp frá Akureyri, þar af um 10 hlaupandi yfir hálendið til Reykjavíkur. Hlaupið tengist Reykjavíkurmara- þoninu, sem verður þann 24. þessa mánaðar. Frakkarnir eru alls 15 en 10 þeirra þreyta hlaupið. Þeir fóru frá Akur- ejrri í gær sem leið liggur um Sprengi- sand með viðkomu í Landmannalaug- um. Þeir munu hlaupa sem svarar einu maraþonhlaupi á dag, rúma 40 kílómetra, til upphitunar fyrir Reykjavíkurmaraþonið, sem verður hápunktur ferðar þeirra hingað. Frakkamir munu kvikmynda hlaup sitt og markverða staði á leiðinni og gera þannig afrekum sínum og landi og þjóð nokkur skil. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRO, hefur undanfama tvo daga hjálp- að til við uppsetningu toglyftu í Hlíðarfjalli á Akureyri. Þyrlan sótti steypuna að skíðahótelinu í steypubila sem þar voru og flaug með 400 lítra af steypu í einu upp í fjallið. Þyrla notuð við uppsetningu nýrrar toglyftu í Hlíðarfjalli í HLÍÐARFJALLI á Akureyri er nú unnið hörðum höndum að upp- setningu nýrrar skíðalyftu, sem mun auka afkastagetu skíðalyftn- anna þar um helming, frá 500 manns á klukkutíma upp í 1.000 manns. Vegna bratta í fjallinu var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GRO fengin til að hjálpa til við steypu- framkvæmdimar og byijaði hún á því að flytja steypuna upp í fjallið sl. mánudag. Gert var ráð fyrir að steypuvinnan tæki tvo daga í góðu veðri, en á mánudag spillti þoka fyrir framkvæmdunum svo hætta varð að fljúga upp úr hádeginu. í gær, í blaðskaparveðri, var síðan haldið áfram og þegar blaðamaður var á ferð í Hlíðarfjalli í gær gerðu menn ráð fyrir að steypuverkinu lyki þá um kvöldið. Alls fara 24 rúmmetrar af steypu í fjallið að þessu sinni og tekur þyrlan 400 lítra í hverri ferð. Steypa þarf niður átta sökkla vegna nýju skíðalyftunnar auk tveggja enda- stöðva. Nýja togbrautin er 900 metra löng og hefur 280 metra hæðarmun. Framkvæmdir hafa taf- ist í u.þ.b. viku vegna bilunar Landhelgisgæsluvélarinnar og eins sumarfría starfsfólks steypustöðv- arinnar á Akureyri. Frá Grenivík. Morgunblaóid/JI „Vandræðaástand á fiskmörk- uðum í haust ef haldið verð- ur í núverandi kvótakerfi“ - segir Knútur Karlsson framkvæmda- sljóri frystihússins Kaldbaks á Grenivík „ÉG ER ákaflega hræddur um að vandræðaástand skapist á fisk- mörkuðum okkar Islendinga erlendis í haust ef haldið verður stíft við núverandi fiskveiðitakmarkanir,“ sagði Knútur Karlsson, fram- kvæmdastjóri frystihússins Kaldbaks á Grenivík, í samtali við Morgunblaðið. „Tækifærin virðast nú fyrir hendi til að koma afla okkar inn erlendis og jafnvel að vinna nýja markaði, en í sumar hafa söluaðilarnir hreins- að upp allar birgðir okkar jafnóðum og sent út. Undanfarin ár hafa hins vegar birgðir safnast og salan ekki byrjað fyrir alvöru fyrr en með haustmánuðum. Því er ljóst að held- ur verður tómlegt um að litast hjá fiskframleiðendum hér á landi þeg- ar á meiri fiski þarf að halda. Sumir markaða okkar em mjög viðkvæm- ir fyrir miklum sveiflum í innflutn- ingi, sérstaklega öll merkjavara, eins og til dæmis Long John Silver í Bandarfkjunum. Það virðist vera sókn í sölu í Bandaríkjunum og því slæmt að geta ekki fylgt henni eft- ir,“ sagði Knútur. Knútur sagði að útlitið væri ekki bjart með hráefnisöflun frystihúss- ins í haust því skip frystihússins, Núpur, ætti ekki eftir nema um 200 tonn af kvóta sínum. „Við vonumst til að geta haldið uppi dagvinnu starfsfólksins í frystihúsinu með því að fá aðra báta til að landa hjá okkur, til dæmis landaði Hákon ÞH 250 fyrir helgi 116 tonnum. Við ætlum að geyma þau 200 tonn sem Núpur á eftir um tíma og reyna við grálúðuna næstu daga, en hing- að til hefur lítil grálúða veiðst í sumar. Við reyndum hana bæði í júní og júlímánuði, en afli var treg- ur.“ Hjá Kaldbaki starfa nú milli 50 og 60 manns og sagðist Knútur nú vera mun varkárari í ráðningum en endranær. Flest hefði verið ráðið hátt í 100 manns yfir sumarmán- uði. Fi-ystihúsið keypti Núp síðla árs árið 1983, áður en kvótakerfið var tekið upp. „Við teljum að Núp- ur afli ekki nú nema milli 60-70% af því hráefni sem hann gæti skilað vegna takmarkananna, sem gerir okkur illkleift að vinna okkur út úr þeim skuldum sem meðal annars var stofnað til við skipakaupin og eins stækkun frystihússins vegna mikils afla á árunum 1977-1983. Við höfum mjög verið sveltir við- víkjandi kvótakerfinu. Árin 1977- 1983 var vinnsla frystihússins rúm- Knútur Karlsson, framkvæmda- stjóri á Grenivík. lega 3.600 tonn á ári, en var á árunum 1984 og 1985 rúmlega 2.700 tonn árlega, þrátt fyrir að við fengum Núp í byijun árs 1984. Ef skipið hefði ekki verið til staðar hefði afli aðeins verið 1.640 tonn, sem er aðeins 45% af vinnslu áranna áður,“ sagði Knútur Karlsson að lokum. raðauglýsingar — raöauglýsingar —- raðauglýsingar húsnæói i boöi | tilboö — útboö | t@if' VRYGGINGf Nýr danssalur til leigu fyrir djassballett, aerobic eða dans- kennslu. 200 fm dansgólf, setustofa, eldhús og böð. Við Sigtún í Reykjavík. Upplýsingar í síma 71314 eða 686741 eftir kl. 18. i~S:. Skólaakstur Trygging hf. óskar eftir tilboðum í neðan- greind flugvélaflök: Cessna 152, Maule M5, Piperaztic. Flökin verða til sýnis í flugskýli nr. 28a í Flug- görðum milli kl. 13.00 og 16.00 fimmtudaginn 14. þ. m. Tilboð óskast send til skrifstofu okkar, Laugavegi 178, fyrir kl. 16.00 föstu- rianinn 1 h m Húsnæði til leigu Falleg, stór efri sérhæð í tvíbýlishúsi nálægt Mjóddinni til langtímaleigu fyrir heimili og/eða starfsemi. Upplýsingar um fyrirhugaða notkun sendist augld. Mbl. merkt: „Útsýni — 05526“. Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í skólaakstur. Upplýsingar um aksturstíma, daglega viðveru, vegalengdir o.fl. eru gefnar á fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar í síma 53444. Frestur til að skila inn tilboðum er til 22. ágúst nk. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar. TBYGGINGI LAUGAVEG1178, SÍMI621110.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.