Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 21 Óeirðir í Londonderry __ Londonderry, AP. ÓEIRÐIR brutust út meðan á göngu mörg þúsund mótmælenda í Londonderry stóð. í Bogside, sem er hverfi kaþólikka, skutu lögreglu- þjónar gúmmíkúlum til að dreifa óeirðaseggjum, sem fleygðu bensínsprengjum áður en gangan hófst. Engan sakaði við þessar aðgerðir, en i þann mund sem gangan leystist upp hentu menn í mannfjöldanum hlutum í átt að lögreglu og þar á meðal var ein- hvers konar flugeldur, sem sprakk með þeim afleiðingum að drengur slasaðist. Mótmælendur grýttu einnig ör- yggissveitir og lögreglustöð. Skotið var á hermenn í Gobnascale-hverfi Perú: Maóistar ráðast á bændur Ayacucho, Perú, AP. LÖGREGLAN í Ayacucho skýrði frá því á mánudag að félagar í maóistasamtökunum „Hinni lýs- andi Ieið“ hefðu tekið tvo bændur og skorið þá á háls. Bændumir voru sjálfboðaliðar í eftirlitssveit skipulagðri af lögregl- unni, en töluvert hefur verið um árásir maóista í afskekktum héruð- um, þar sem löggæsla er stijál. Samkvæmt lögreglunni voru bænd- umir á palli vörubifreiðar, þegar um 30 vopnaðir skæmliðar stöðvuðu bif- reiðina. Þeir tóku bænduma tvo, bundu á höndum og fótum og vörp- uðu til jarðar. Skæruliðamir sökuðu þá um að vera svikara og uppljóstr- ara áður en þeir skáru þá á háls í viðurvist um 25 annarra farþega vömbifreiðarinnar. Töluvert hefur verið um morð og önnur hryðjuverk í Perú að undan- fömu. Sérstaklega hafa þær árásir þó beinst að lögregluþjónum. í Londonderry og svömðu hermenn- irnir í sömu mynt. Engan sakaði. Nokkmm bílum var stolið og kom til átaka hér og þar. Iðnsveinagangan er farin árlega í Londonderry til minningar upp- hafi fimm vikna umsáturs um Londonderry 1689. Þá komu 35.000 manns sér fyrir innan múra borgar- innar og neituðu að gefast upp fyrir hinum kaþólska konungi Jakobi II., sem bolað hafði verið frá völdum. Þrettán iðnsveinar komu í veg fyrir að liðsforingjar gæfust upp með því að skella aftur borgarhlið- unum á nefið á innrásarsveitunum. Mörg þúsund manns létust af hungri og sjúkdómum í umsátrinu, sem fylgdi. En borgarbúar neituðu að gefast upp og hrópuðu kjörorðið, sem enn hljómar um götur Lon- donderry: „Enga uppgjöf." Að lokum braut skip sér leið til borgar- innar upp Foyle-ána og lauk þá umsátrinu. Thatcher í fatla eftir aðgerð Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sést hér koma af sjúkrahúsi á föstudag, þar sem hún gekkst undir aðgerð á hendi á miðvikudag. Bandaríkin: Óhæfir verð- ir við vopnabúr? Washington, AP. YFIRMENN Bandaríkjahers hafa áhyggjur af því að verðir við kjarnorku- og efnavopnabúr séu vanhæfir til starfans. I könn- un, sem herinn lét gera á vörðum úr röðum almennra borgara á tímabilinu október 1984 til júní 1985 kom í ljós að þeir eiga margir við alvarleg eiturlyfja- og áfengisvandamál að stríða. Könnunin náði til ellcfu vopna- geymslustaða, þ. á m. stærsta kjamorkuvopnabúrs hersins. Her- inn ákvað að endurskoða reglur um rannsókn á ferli varða fyrir ráðn- ingu. I könnuninni kom í ljós að fjöldi varða höfðu átt við áfengis- og eiturlyfjavandamál að stríða, höfðu orðið fyrir geðtruflunum, heilsubrest og voru á sakaskrá. Við rannsókn á skýrslum um verði við Seneca-herbirgðastöðina í Rómúlusi í New York-fylki kom í ljós að 43 af 198 vörðum höfðu verið handteknir fyrir ölvun á al- mannafæri, að hafa eiturlyf í fórum sínum og gerst sekir um ýmislegt annað. Seneca-stöðin er stærsta birgðastöð Bandaríkjahers fyrir kjamaodda. Landamæradeila Israeia og Egypta: Drög gerð að samkomulagi Tel Aviv, AP. S AMNIN G AMENN ísraela og Egypta hafa gert drög að sam- komulagi um landamæradeiluna milli ríkjanna fyrir milligöngu Bandarikjamanna og spá þeir nú bættum samskiptum og fundi leið- toga sinna. Israelar og Egyptar gáfu á sunnu- dag út sameiginlega yfírlýsingu, sem er sú fyrsta síðan samningaviðræður hófust í janúar, og sagði þar að tek- ist hefði samkomulag um milligöngu annarra ríkja á landamærunum, sem nú eru í höndum ísraela, við Rauða- hafið. David Kimche, formaður ísraelsku viðræðunefndarinnar, sagði að stjómir ríkjanna myndu ekki undir- rita samkomulagið fyrr en þijú milligönguríki hefðu verið valin og svæðið, sem deilan stendur um, kort- lagt. Fjölmiðlabyltingin: BBC íhugar gervihnattar- útsendingu „Heimsfrétta“ BRESKA útvarps- og sjónvarpsstöðin BBC íhugar nú að hefja sjónvarpssendingar um allan heim, en i mörgár hafa fréttaútsend- ingar BBC notið virðingar og trausts um heim allan. Tæknilegir möguleikar eru fyrir hendi, en aðalvandamálið virðist fjármögn- BBC er þess albúið að hefja „Heimssjónvarp" sitt. Nú þegar hefur sjónvarpsdeild BBC gert nokkra hálftímalanga fréttaþætti i tilraunaskyni. Það gerði hún í samvinnu við Heimsþjónustu BBC, sem stendur fyrir stutt- bylgjusendingum um heim allan. Verið er að gera skýrslu um mál þetta, sem verður lögð fyrir framkvæmdaráð BBC seinna í þessum mánuði. 1 skýrslunni er sú hugmynd studd að BBC verði með í næsta þætti fjölmiðlabylt- ingarinnar, sjónvarpi um gervi- hnött. I skýrslunni kemur ennfremur fram að nægur markaður er fyrir slíka þjónustu, sérstaklega í ljósi þess að BBC hefur orð á sér fyrir áreiðanlega fréttamennsku. í fyrstu yrðu, „Heimsfréttir“ eins og þær eru þegar kallaðar, boðnar öðrum alþjóðlegum sjón- varpsstöðvum, kapalkerfum og hverskonar fjölmiðlunarfyrirtækj- um. Til að byija með stæði útsending í sex eða tólf klukku- stundir, en ekki allan sólarhring- inn, eins í fréttakapalkerfi Teds Tumer. Gert er þó rað fyrir að á næsta áratug muni milljónir áhorfenda geta séð „Heimsfréttir" með eigin móttökudiski beint frá gervi- hnetti, eða um kapal, á svipaðan hátt og fólk hlustar nú á Heims- þjónustu BBC með „transistor"- tækjum víðsvegar á hnattkúlunni. „Heimsfréttir" yrðu í samræmi við útvarpssendingar Heimsþjón- ustu BBC. Nú þegar hafa Bandaríkjamenn og Frakkar hrundið slikum áætl- unum úr vör. Hins vegar er gjaman litið á Voice of Ameríca og frönsku stöðina sem áróðurs- stöðvar. „Heimsfréttir" BBC njóta góðs af því orði, sem af Heims- þjónustunni fer fyrir hlutleysi í fréttaflutningi. „Heimsfréttimar“ yrðu byggð- ar á efni úr ýmsum áttum; bæði frá BBC og skyldum fyrirtækjum, eins og NBC í Bandaríkjunum, Evrósjón og Wisnews-fréttaþjón- ustunni. Þeir tilraunaþættir, sem gerðir hafa verið, hafa þótt svipaðir fréttaþáttum BBC í Bretlandi að efni og lengd, eða með um 15 til 20 fréttaatriði. Ef af „Heimsfrétt- um“ verður, yrðu fréttirnar endurteknar á nokkurra klukku- stunda fresti, en að sjálfsögðu breytt í takt við nýjar upplýsingar og þróun mála. Aðalvandi BBC í þessu máli er hvemig fjármagna beri áætlun- ina. Ljóst er að ekki er hægt að láta afnotagjaldsgreiðendur í Bretlandi greiða fyrir hana. Hugs- anlegt er að hægt væri að fá styrk frá sérstökum sjóði utanríkisráðu- neytisins, en úr honum em nú veittir um 5,6 milljarðar ísl. króna á ári. Talið er að áætlun BBC myndi kosta um 300 til 630 millj- ónir ísl. króna á ári, en þá er stofnkostnaður ekki meðtalinn. Einnig er sá möguleiki að láta viðtakendur greiða fyrir, hvort sem það yrði gert með því að selja þættina til annarra stöðva eða kapalkerfa, eða með auglýsing- Um. (Obscrver) Öryggi í öndvegi Viðurkenndir og fallegir J J Allt í bílinn «_ mm raciy ©t Síðumúla 7-9, ‘E* 82722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.