Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 5 Sumarstemmning við Grímsá í Borgarfirði, lengst til hægri má sjá hringi eftir lax sem lyfti sér og veiðimaður beinir löngum fluguköstum á staðinn. Glæðist í Þverá „Þetta var orðið ansi dauft þessa 10-15 daga sem sólin skein í heiði, áin orðin vatnslaus að kalla og laxinn tregur. Það reytt- ist alltaf eitthvað á land, en það var lítið. Eftir rigninguna að und- anfömu hefur veiði glæðst og áin er orðin eðlileg að vatnsmagni á ný,“ sagði Halldór Vilhjálmsson kokkur í veiðihúsinu við Þverá í samtali við Morgunblaðið í gær- dag, en þá var hópur að fara úr ánni með 54 laxa eftir þrjá daga. „Þeir sem hættu á Fjallinu fengu 62 laxa og þar er sagður mikill lax,“ bætti Halldór við. Fyrstu Islendingamir sem veiddu í Kjarránni eftir útlend- ingatímann fengu 105 laxa á þremur dögum og var sú veiði bæði tekin á flugu og maðk. Alls eru nú komnir 952 laxar á land úr Kjarrá og 890 úr Þverá, eða samtals 1842 úr ánni í heild, hún er því í öðru sæti á eftir Laxá í Aðaldal sem gefið hefur um 2.300 laxa. Um stórgöngur er ekki að ræða þessa dagana, það reytast upp nokkrir lúsugir fískar annað veifið, þrír í fyrradag t.d., aflinn er því aðallega tekinn úr þeim laxatorfum sem gengu upp fyrr í sumar. Það er þó mál manna, að af nógu sé að taka og það sé sýnu meira af honum í efri ánni, Kjarránni, heldur en í neðri ánni, Þveránni. Stærsti laxinn til þessa var „aðeins" 19,5 pund og væri það saga til næsta bæjar ef Þverá/Kjarrá næði ekki að skila svo mikið sem einum 20-pundara á þessu mesta stórlaxaári seinni ára. Stórboltar, 20 punda og upp úr, hafa veiðst í ótrúlegustu ám, en ekki í Þverá/Kjarrá, sem löng- um hefur þótt vera með einn stærsta og fallegasta laxastofn landsins. Líflegt í Laxá í Dölum ... Geysigóð veiði hefur verið í Laxá í Dölum í sumar og þar eru nú komnir um 1.170 laxar á land, en í fyrra veiddust 1.600 og þótti með ólíkindum gott. Ætti aflinn að geta orðið enn meiri í sumar, sérstaklega ef vætuveður af og til tryggir nægilegt vatnsmagn. Mikill lax er sagður í ánni, bæði stór og smár, og enn bólar á ný- runnum göngufiskum. Þeir stærstu til þessa vógu 22 pund, en menn telja sig hafa séð stærri dreka í ánni og vonast til að ein- hverjir þeirra missi þolinmæðina á næstu dögum og bíti banabit- ann. Hrútan stefnir í met Hrútafjarðará er nú alveg við það að fara fram úr metveiði sinni frá síðasta sumri, er 345 laxar veiddust þar á tvær stangir. Síðast er Morgunblaðið hafði spurnir af aflabrögðum, höfðu veiðst þar um 320 laxar og mikill fiskur var í ánni, eitthvað í flestum hyljum og mjög mikið víða. Stærstu lax- amir í Hrútunni í sumar hafa vegið 20-22 pund. Djúpvegur á Stein- grímsfjarðarheiði: Lægsta tilboðið kom frá Hetti sf. SJO verktakafyrirtæki gerðu til- boð í lagningu 5,6 km vegarkafla af Djúpvegi um Steingrímsfjarð- arheiði. Lægsta tilboðið var frá Hetti sf. og Kristjáni Guðmunds- syni og var aðeins um 64% af kostnaðaráæthm Vegagerðar- innar. Tilboð Hattar var 11.975 þúsund kr., en kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar 18.692 þúsund. Tvö önnur tilboð vom undir áætlun en þijú yfir kostnaðaráætlun, það hæsta 22,3 milljónir en nærri helmingi hærra en tilboð Hattar. Sjö tilboð bárust einnig í lagn- ingu 2,2 km af Barðastrandarvegi um Ósafjörð í Patreksfírði. Lægsta tilboðið var frá Úlfari Önundarsyni, 6.296 þúsund kr. sem er 81,7% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á 7.708 þúsund krónur og voru tvö tilboðanna yfir henni, það hæsta 8,6 milljónir kr. Heimsmeistaramót unglinga í skák: Þröstur með 4V2 vinning ÞRÖSTUR Þórhallsson gerði í ga*r jafntefli við Danann Lars Bo Hansen á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Gaus- dal í Noregi. Þröstur hefur því 4>/2 vinning að afloknum 8 umferðum en alls verða tefldar 13 umferðir. Efstir og jafnir eru Zuniga frá Perú og Bareev frá Sovétríkjunum, báðir með 6V2 vinning. Hellers frá Svíþjóð er í þriðja sæti með 6 vinn- inga. Alþjóðlegu móti unglinga yngri en 16 ára í Gausdal lauk í gær og hlaut Sigurður Daði Sigfússon 5 vinninga í þeim 7 umferðum sem tefldar voru og lenti hann í öðru til sjötta sæti, en sigurvegarinn var frá Finnlandi, Joose Norri að nafni, og fékk hann hálfum vinningi meira en Sigurður Daði. *«»£$** SUZUKI SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 - Sími 685100 Swiftinn er til afgreiðslu strax: Suzuki Swift Suzuki Swift Suzuki Swift Suzuki Swift 3d.5gíra Kr. 319.000. 3d.Sjálfsk.Kr. 351.000. 5d.5gíra Kr. 343.000. 5d.Sjálfsk.Kr. 371.000. Opið virka daga frá kl. 9-18 laugardaga f rá kl. 10 -17 Suzuki Swift er lipur, snöggur og snar í snúningum. Er það ekki það sem skiptir máli í erfiðari borgarum- ferð? Svo er hann líka ótrúlega rúm- góður. Komdu og reynsluaktu Suzuki Swift og við ábyrgjumst að þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.