Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 178. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. AGUST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóastríðið: Olíuhöfnin á Sirri- eyj u í ljósum logum Manama, Bahrain, AP. FLUGSVEITIR frá írak gerðu loftárásir á olíuhöfn írana á Sirri-eyju. Talið er að 12 sjó- menn hafi farist. Þetta er í fyrsta skipti sem Irakar gera árás á Sirri-eyju frá því Persa- flóastríðið hófst fyrir tæpum sex árum. Fáeinum klukkstund- um áður skutu íranir öflugu flugskeyti á Bagdad, höfuðborg íraks, en að sögn íraka oili það litlum skemmdum. Með þessari árás hafa írakar sýnt að flugvélar þeirra geta ráðist á hvaða skotmark sem er á strand- lengju Irana við Persaflóa. Miklir eldar kviknuðu í þremur risaolíuskipum frá íran, Grikklandi og Hong Kong og olíumannvirki stóðu í björtu báli. Árið 1984 hófu írakar að gera Tveir tamílanna ganga frá borði í St. John’s á Nýfundnalandi en þangað flutti skip kanadísku strandgæsiunnar fólkið. Tamílar finnast á reki við Nýfundnaland: Bátafólkið við góða heilsu St. John’s, Nýfundnalandi, AP. 152 TAMÍLAR frá Sri Lanka fundust á reki í tveimur björg- unarbátum undan ströndum Nýfundnalands í fyrrinótt. Hver um sig hafði borgað indversku fyrirtæki allt að 5 þúsund Bandaríkjadali, um 200 þúsund íslenskar krónur, fyrir að vera smyglað til Kanada. Þeir sögð- ust vera að flýja ofsóknir á Sri Lanka en þar hafa lengi geisað heiftarlegir bardagar svo sem kunnugt er af fréttum. Nafn skipsins hafði verið skrap- að af björgunarbátunum þannig að ekki er vitað hveijir tóku að sér að flytja flóttafólkið inn í landhelgi Kanada. Mikil þoka er nú á þessum slóðum en að sögn talsmanna kanadíska flughersins verður leit hafin að skipinu strax og henni léttir. Að sögn kanadísku lögreglunnar yfirgáfu tamílarnir Indland 7. júlí. Ekki er vitað hvemig fólkið komst frá Sri Lanka til Indlands. Fólkið sagðist hafa verið fimm sólar- hringa í björgunarbátunum en lögreglan telur það ákaflega ótrú- legt. I fyrri fréttum af atburði þessum var sagt að fólkið væri blautt og hrakið en talsmenn lögreglunnar sögðu að fólkið hefði þvert á móti verið vel klætt og að það hefði greinilega ekki þurft að þola vos- búð. Engir flóttamannanna höfðu vegabréf meðferðis en nokkrir þeirra voru með kanadíska dollara. Eftir læknisskoðun vom átta fluttir í sjúkrahús en sagt var að líðan fólksins væri yfir höfuð góð. árásir á Kharg-eyju, mikilvægustu olíuhöfn írana. Iranir breyttu þá Sirri-eyju í olíuhöfn og era loft- varnir þar mjög öflugar. Á síðasta ári beitti Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóð- anna, sér fyrir samkomulagi á milli hinna stríðandi nágrannaríkja þar sem þau skuldbundu sig til að ráðast ekki gegn borgum eða öðr- um skotmörkum sem ekki teldust hemaðarlega mikilvæg. Arabískir og vestrænir sendi- menn sögðust vænta þess að Iranir myndu nú taka upp harðar eld- flaugaárásir á borgir í írak. Afganistan: Eldflaugaárásir á höfuðborgina Islamabad, Pakistan, AP. AFGANSKIR skæruliðar gerðu eldflaugaárás á sendiráð Póllands og Sovétríkjanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, að því er vestræn- ir sendimenn sögðu í gær. Ennfremur var sagt að skæruliðar hefðu fellt 400 sljórnarhermenn í hörðum bardögum norður af Kabúl síðasta mánuðinn. Á föstudag gerðu skæraliðar eldflaugaárás á pólska sendiráðið í Kabúl og varð fjarskiptaherbergi þess fyrir miklum skemmdum. Sama kvöld var gerð eldflaugaárás á sovéska sendiráðið, sem hefur aðsetur í stórri byggingu í borg- inni. Skæraliðar hafa skotið a.m.k. 30 eldflaugum að Kabúl síðustu vikuna. Að sögn hinna vestrænu sendimanna hæfðu eldflaugar þeirra háskóla borgarinnar, hem- aðarmannvirki og íbúðarhús.þar sem sovéskir embættismenn bjuggu.og ollu miklum skemmd- um. Sendimennimir sögðu skæraliða að undanfömu hafa gert árásir á höfuðborgina á hveiju kvöldi og að þeir beittu nú nýjum 122 m.m. eldflaugum sem væru mun öflugri en þær sem þeir hefðu áður ráðið yfír. BERLINARMURINN I ALDARFJORÐUNG Bcrlin, AP. Berlínarmúrinn, eitthvert kunnasta og illræmdasta mann- virki í heimi, er 25 ára í dag. Hefur þess verið minnst víða um heim og í dag munu þeir Hel- mut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, og Willy Brandt, formaður Jafnaðarmanna- flokksins, flytja ræður í þýska rikisdeginum af þessu tilefni. Kommúnistastjórnin í Austur- Þýskalandi ætlar líka að minnast tímamótanna og hefur skorað á fólk að ganga um Aust- ur-Berlín „til stuðnings við múrinn“. Það var að morgni dags 13. ágúst árið 1961 sem a-þýskir her- menn girtu Austur-Berlín af með múrvegg og gaddavírsgirðingu til að koma í veg fyrir stórkostlegan flóttamannastraum til vesturhluta borgarinnar. Síðan hafa 74 menn látið lífið við flóttatilraunir, orðið fórnarlömb drápsgildranna eða verið skotnir til bana af a-þýskum hermönnum. Nærri 5.000 manns hefur þó tekist að ná heilu og höldnu vestur yfir. I austur-þýskum fjölmiðlum var í gær skorað á Austur-Berlínarbúa að taka í dag þátt í göngu „til stuðnings við múrinn . . . þetta vamarvirki gegn fasismanum". Erich Honecker, leiðtogi a-þýskra kommúnista, ætlar að ávarpa göngumenn en göngunni lýkur með hersýningu á Karl-Marx- stræti. Horst Schumm, frammámaður í mannréttindasamtökum í V-Berlín, sagði um gönguna fyrir- huguðu í A-Berlín, að hún væri „óhugnanleg". „Frá sjónarhóli a-þýskra kommúnista hlýtur hún hins vegar að vera ofur eðlileg," sagði hann. Sjá ennfremur grein: „Minnisvarði mannfyrir- litningar" á bls. 24—26. Líbanon: Friðar- gæslumenn særast í átökum Beirút, París, AP. FRANSKA varnarmálaráðu- neytið lýsti yfir því í gær að þrettán franskir hermenn, sem eru í friðargæslusveit- um Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, hefðu særst í skot- bardaga við þjóðvarðliða amal-shíta. Talsmenn Sam- einuðu þjóðanna segja að sautján Frakkar hafi særst og þrír shítar beðið bana í átökunum í suðurhluta Líbanon. Timur Goksel, talsmaður Sam- einuðu þjóðanna í Líbanon, sagði að þetta væra alvarlegustu átök, sem friðargæslusveitirnar hefðu lent í síðan Israelar kölluðu megn- ið af hersetuliði sínu heim frá Suður-Líbanon 6. júní, 1985. Vopnahléi var lýst yfir skömmu eftir að Nabih Berri, dómsmála- ráðherra og leiðtogi amal-shíta, sem er í opinberri heimsókn í Damaskus, gaf út yfirlýsingu um að skotbardaganum við frönsku friðargæslumennina yrði hætt, að því er sagði í fréttum útvarps- stöðva múhameðstrúarmanna í Beirút.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.