Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 r --------------- „Hér erqób boeg^cK.-'nerbergp. \t>ixb, en pe'ir leyfa eJdci he\pn\li$dgr." © 1984 Universal Press Syndicate £>»23 ást er... .. .meira en sæludraumur TM R«g. U.S. Pat. Otl.—all riflhts reserved e 1986 Los Angeles Ttmes Syndicate Miðað við franjkomu þína í vinnunni, hélt ég að þú værir ekki fjölskyldumað- ur? Með morgrmkaffinu ekki staðurinn sem þú bentir á á atlaskortinu og sag-ðir: „Hingað vil ég fara í næsta sumarfríi“? HÖGNI HREKKVÍSI Frá Þingvöllum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hreinlætisaðstaðan á Þingvöllum til skammar Kona hringdi: „Eg fór eins og margir aðrir landsmenn í útilegu með fjölskyld- una um verslunarmannahelgina og tjölduðum við á Þingvöllum, þessum [ræga stað okkar Islendinga. Eg get varla lýst undrun minni og þeim vonbrigðum sem þessi ferð olli okkur. Þar er þá fyrst og fremst að nefna hreinlætisaðstöðuna. Klósettin eru þar sem sjoppan er og þar með á manni ekki að verða mál eftir kl. 23.30. Ég er með tvö börn og þau þurftu á klósettið eftir þennan sjoppuklós- etttíma sem ég vi) svo kalla. Neyddist ég til þess að líta inn á þessa viðbjóðslegu kamra á staðn- um. Ég hélt að á Þingvöllum, í þessu fallega umhverfi, væri það sem við blasti ekki látið sjást. Sóðaskapurinn var svo agalegur á kömrunum að það var gjörsam- lega útilokað að láta börnin þama inn. Einnig langar mig til að nefna annað á þessum tjaldstæðum sem kom mér á óvart. Þama em engar rólur, engin vegasölt og engir sand- kassar. Það ætti ekki að kosta mikið að koma upp nokkmm sandkössum þó ekki væri meira. Þótt öllu öðm væri sleppt yrðu bömin líklega án- ægð yrði nokkmm sandkössum komið upp. Finnst mér ansi hart að láta yngstu gestina hafa bókstaflega ekki neitt við að vera. Það liggur við að það læðist að manni gmnur um að fólk sé ekkert sérstaklega velkomið á þennan stað þó þeir sem staðnum ráða muni ömgglega ekki viðurkenna það. Mér finnst að æðsta ráðið í þess- um málum á Þingvöllum ætti að ráða hér almennilega bót á því þetta er til háborinnar skammar eins og það er.“ Stjörnufræði og stjörnu- spáfræði eru tvennt ólíkt Guðsteinn Þengilsson skrifar: „Mig langar til að koma á fram- færi athugasemd vegna rangrar þýðingar eða hugtakaruglings, sem mér virtist verða í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið, 3. ágúst. Þetta gerðist í lesmáli því, sem fylgdi myndinni um Jesse Owens. Verið var að ræða um Olympíuleikana í Berlín 1936, sem Hitler ætlaði að hafa sjálfum sér til dýrðar og hinum aríska kynstofni. Þar var m.a. sagt frá því, að Hitler hafi verið mjög áhugasamur um stjömufræði. Ég heyrði ekki betur en að í frumtext- anum væri sagt „astrology", sem er allt annað en stjörnufræði og merkir stjömuspáfræði. Ég hef heldur aldrei heyrt að stjörnufræði (astronomi) hafi verið sérstakt áhugasvið Hitlers, en hann var tal- inn afar hjátrúarfullur. Þess vegna er ekki óh'klegt, að hann hafi haft áhuga á stjörnuspáfræði og tekið mark á henni. Það er mjög bagalegt, þegar þessum tveim greinum er ruglað saman, eins og reyndar oftar hefur verið gert, svo óskyldar sem þær em í raun, þótt stjörnur séu að vísu viðfangsefni beggja." Víkverji skrifar Ferðamál hafa verið Víkveija hugleikin að undanförnu og verða hér enn lögð nokkur orð í þann belg. Viðmót starfsfólks á veitingastöðum og í verzlunum úti um land hefur ótrúlega mikið að segja fyrir fólk á faraldsfæti. Fólk kemur helzt ekki aftur ef það fær ekki góða þjónustu eða því hefur fundizt afgreiðslufólkið hryssings- legt og aðeins að gera viðskiptavin- inum greiða með því að afgreiða hann. Hér verður þó ekki skrifað um slæma þjónustu, heldur hið gagnstæða. xxx Aferð um Borgarfjörð fyrr í sumar verzlaði Víkverji í nýrri verzlun, sem ber nafnið Baula. Staðurinn er í grennd við orlofs- húsin í Munaðamesi og Svigna- skarði. Auk ferðalanga, sem halda lengra, þjónar staðurinn einkum gestum í þessum húsum. Víkveiji verzlaði lítilræði þama kvöld eitt sem ekki er í frásögur færandi. Það sem hins vegar vakti athygli var þægilegt afgreiðslufólk og á leiðinni út var ekki við annað komandi en viðskiptavinurinn þægi kaffi. Kvöldið eftir þurfti Víkverji nauð- synlega að komast í síma, það var auðsótt og skrifstofa verslunar- stjórans opnuð. Aftur var boðið kaffi á leiðinni út. Frá Bauluslóðum lá leiðin í Húsa- fell. Þar kom upp úr dúrnum að grilláhöld höfðu gleymzt heima. Því var úr vöndu að ráða meðan kolin hitnuðu og hvítnuðu, hvorki spaði né töng á staðnum. Lambakjötið úr kjötfjallinu beið tilbúið. í þjón- usutmiðstöðinni í Húsafelli voru því miður ekki til grilláhöld, en verzlun- arstjórinn vildi allt fyrir gestinn gera og niðurstaðan virtist honum sáraeinföld. Bakatil fann hann töng, sem einhverntíma hafði verið notuð í sælgætiskössum verslunar- innar. Gjörðu svo vel, sagði hann, og njótið matarins. Ekkert mál, en þrengingar kokksins gleymna vom úr sögunni. Verðlag í verzlunum, sem gera út á ferðalanga, er ærið misjafnt. Ekki væri úr vegi að Verðlagsstofn- un gerði samanburð á verði á þessum stöðum. Ut úr slíkri verð- könnun kæmi örugglega margt forvitnilegt. xxx egar ekið er um ókunnar sveit- ir er þægilegt að grípa til ferðahandbókar til að fræðast um landið og sögu þess. Slíkt er þó ekki alltaf aðgengilegt þar sem merkingar em mjög mismunandi. í heilu héruðunum em merkingar til fyrirmyndar, en svo koma aðrar sveitir þar sem slíku virðist ekkert sinnt. Viðmælandi Víkveija kvart- aði undan þessu eftir ferðalag um Strandir. xxx Skattamál hafa mjög verið til umræðu meðal fólks síðustu vikur. Mikil gjöld á síðari hluta árs- ins og erfiðleikar við að láta enda ná saman em áhyggjuefni á mörg- um heimilum. Oft er ekki önnur leið fær en reka heimilin með halla eða gati eins og tíðkast í ríkis- búskapnum. Það er bara ekki víst að heimilin komist upp með það. Kona ein, sem á nokkrar krónur inni hjá Gjaldheimtunni, hafði orð á því við Víkveija að illþolandi væri að fá þessar krónur í fimm ávísunum síðari hluta ársins. Hið opinbera hefði ekkert greitt fyrir- fram af barnabótunum og því hefði verið eðlilegast að senda eina ávísun með „allri“ upphæðinni í byijun ágústmánaðar. Krónurnar hefði þá kannski verið hægt að nýta til ein- hvers, en í staðinn lánaði hún þær í nokkra mánuði, eins og hún orð- aði það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.