Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Þorsteinn Svavar Júlíusson — Mimúng Fæddur 6. desember 1931 Dáinn 5. ágúst 1986 Mig langar til að minnast með nokkrum orðum svila míns, Þor- steins Svavars Júlíussonar, Mið- vangi 147, Hafnarfirði, er lést 5. ágúst síðastliðinn \ St. Jósefsspít- ala, Hafnarfirði. Útför hans fer fram í dag, miðvikudaginn 13. ágúst, frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- firði kl. 1.30. Ég var stödd á Reykjalundi er ég frétti andlát Svavars eins og hann var alltaf kallaður, mig setti hljóða er ég heyrði fréttina, þó að ég vissi að hann væri orðinn mikið veikur, sérstaklega síðustu vikuna, en hann stóð sig eins og hetja þar til yfír lauk. Svavar kenndi lasleika í byijun maí og var lagður inn á sjúkrahús til rannsóknar. 21. maí var Ingu mágkonu minni og bömum þeirra sagt hvað væri að, bölvaldur- inn mikli er læknavísindin ráða enn ekki við væri þar á ferð, en engum datt í hug að þetta mundi taka svona fljótt af. Svavar dvaldi heima eins lengi og unnt var. Það var um morguninn 30. júlí að hann var fluttur í St. Jósefsspítala, þá orðinn helsjúkur. Svavar var fæddur 6. desember 1931, sonur hjónanna Soffíu Ólafs- dóttur og Júlíusar Andréssonar, sem lengst áttu heima á Hverfís- götu 8 hér í bæ. Júlíus er búinn að vera sjúklingur á Sólvangi síðastliðinn átta ár. Soffía býr ein í íbúð fyrir aldraða við Sólvang. Þau syrgja nú ástríkan son, sem af sinni alkunnu ljúfmennsku var þeim jafnan stoð og stytta. Auk Svavars áttu þau hjónin tvö böm, Sverri og Halldóru, en Svavar var elstur systkinanna. Ungur að ámm t Móðir okkar, GUÐBJÖRG VILHJÁLMSDÓTTIR, Skeiðarvogi 22, andaðist í Borgarspítalanum 8. ágúst. Börn hinnar lótnu. t Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, faöir, tengdafaðir og afi, SVAVAR JÚLÍUSSON, Miövangi 147, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi miðvikudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Blom vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Soffia Ólafsdóttir, Júli'us B. Andrósson, Júlía Svavarsdóttir, Smári Kristjánsson, Guðmundur Ó. Svavarsson, Sigurbjörg R. Marteinsdóttir, Helena Svavarsdóttir, Guðmundur Hjaltason, Iris Svavarsdóttir, Eggert Gestsson og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR, Brimhólabraut 33, Vestmannaeyjum, er lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4 ágúst sl., verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Árný G. Guðmundsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Kristín Siguröardóttir, Lilja Sigurðardóttir, Sæþór Ásgeirsson, Magnús Pólsson, Sigurður Gunnarsson, Ásgeir Sverrisson, Magnús Þorstelnsson, t Tengdamóðir mín og amma okkar, GUNNÞÓRUNN EIRÍKSDÓTTIR frá Bakkagerði, N-Múl., veröur jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtudaginn 14. ágúst kl. 10.30. Björgvin Alexandersson, Jóhann Þór Björgvinsson, Sandra Margrót Björgvinssdóttir, Arna Rós Björgvinsdóttir. t JÚLÍA SIGURBERGSDÓTTIR, Kirkjuferjuhjóleigu, Ölfusi, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju föstudaginn 15. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðjón Sigurðsson, Vera Ósk Valgarðsdóttir. byijaði Svavar að vinna í Rafha hf., þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, dóttir hjónanna Friðrikku Bjamadóttur og Guð- mundar heitins Þorvaldssonar er lengst bjuggu á Selvogsgötu 24 hér í bæ. Guðmundur fórst méð Max Pemperton árið 1944, en Friðrikka er vistmaður á Hrafnistu í Hafnar- fírði. Þau giftu sig 13. febrúar 1954. Þeim varð ijögurra barna auðið. Þau heita Soffía Júlía, Guðmundur Omar, Helena og Iris. Þau eru öll flutt að heiman og bamabörnin orð- in sjö. Þau hjónin vom mjög samrýnd, svo varla hef ég vitað dæmi um slíkt annars staðar. Er því söknuðurinn mikill hjá Ingu mágkonu minni. Svavar var mjög listrænn í sér, sama á hvaða sviði var. Á sínum yngri árum fékkst hann við að mála myndir, teiknaði, smíðaði eða spilaði á harmoniku, allt lék í höndunum á honum. Það var oft glatt á hjaila í íjölskylduboð- um þegar Svavar fór að spila og heimilið þeirra bar þess merki að þar bjó listrænn og laghentur mað- ur, tel að Svavar hafí verið einstakt snyrtimenni. Alltaf var Svavar mjög hlýr og vinalegur, ég hafði aldrei séð hann skipta skapi í þessi 32 ár sem við vorum tengd. Hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 1970, vann við það til dauðadags. í mörg ár söng hann með Karla- kómum Þröstum og hafði mikla ánægju af. Svavar er nú syrgður af öllum í Qölskyldunni, því hann var góður drengur, sem vildi öllum gott gera. Sárt er að viðurkenna að hann skuli ekki vera meðal okk- ar lengur. Huggunin er að við eigum öll eftir að hittast aftur, en þangað til mun minningin um hann geym- ast í hjörtum okkar. Elsku Inga mín, ég bið Guð að styrkja þig og fjölskylduna alla í ykkar miklu sorg, einnig foreldra, systkini og tengdamömmu. Didda. Elsku pabbi minn er dáinn. Hann lést í St. Jósepsspítala að morgni 5. ágúst. Hann hafði háð hetjulega baráttu við sjúkdóm þann sem sigr- aði að lokum. Maðurinn með ljáinn hefur höggvið stórt skarð sem aldr- ei verður fyllt. Nú þegar ég sest niður til að skrifa orð um elskulegan föður sem var í senn mikill félagi og vinur, hrannast upp minningamar um hann, sem ég geymi eins og pérlur í hjartanu. Það er eifítt að sjá á eftir svo ungum og atorkusömum manni, sem sífellt var starfandi, sem gaf okkur svo mikið og hjálpaði á allan mögulegan hátt. Þegar við systkin- in stofnuðum heimili okkar, var hann alltaf fyrstur með útréttar hendur, tilbúinn til að bæta og breyta, enda var hann mjög hand- laginn og næmur fyrir öllu listrænu. Pabbi hafði gaman af að ferðast erlendis. Fóru þau mamma margar ferðimar út um allar jarðir. Sér- staklega þótti þeim gott að dveljast á eynni Mallorca. Þau voru svo heppin, að komast þangað um pásk- ana sl. og dveljast þar í hinsta sinn með móðursystur minni og mannin- um hennar. Trúi ég að þetta verði þeim ógleymanlegur tími, því pabbi var alira manna hressastur. Svo stutt er síðan illskæður sjúkdómur uppgötvaðist. Það er erfitt fyrir fullorðna, eftirlifandi foreldra og tengdamóður, að sjá nú í dag á eftir svo góðum syni. Góður Guð styrki þau, elskulega móður mína og öll bamabömin sjö, sem ekki fengu lengur að njóta hans. Þau mamma voru gift í þijátíu og tvö ár, sem þau nutu til fullnustu. En því miður fór hann alltof fljótt. Nú kveð ég elsku pabba minn með trega og söknuði. Ég bið góðan guð að varðveita hann og geyma. Ég veit honum iíður vel þar sem hann er. Það er huggun harmi gegn. Elsku mamma mín, ömmur og afí og þið öll, Guð veri með ykkur. Júlía Kær vinur og svili, Svavar Júlíus- son, er kvaddur í dag. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði þann 5. ágúst sl. eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Svavar fæddist í Hafnarfirði þann 6. desember 1931, sonur hjón- anna Soffíu Olafsdóttur og Júlíusar Andréssonar, sem lengst af bjuggu á Hverfísgötu 8 þar í bæ. Olst Svav- ar þar upp ásamt systkinum sínum yngri, Sverri og Halldóru. Unnustu sína, Ingibjörgu Guðmundsdóttur, gekk hann svo að eiga 13. febrúar 1954, dóttir hjónanna Friðrikku Bjamadóttur og Guðmundar Þor- valdssonar, sem þá var látinn, en þau bjuggu á Selvogsgötu 24 í Hafnarfirði. Var þetta örugglega mesta gæfuspor Svavars í lífinu, eins og hjónaband þeirra Ingibjarg- ar bar vott um. Astúð þeirra og umhyggja fyrir bömum sínum og hvort öðru var til mikillar fyrir- myndar. Svavar reyndist foreldrum sínum ekki síður vel og sjá þau nú á eftir kæmm og tryggum syni. Tengda- móður sinni, Friðrikku, var hann sem besti sonur og nú að leiðarlok- um þakkar hún alla góðvild hans. Svavar og Ingibjörg eignuðust fjögur böm, þau Soffíu Júlíu 1953, hún er gift Smára Kristjánssyni, Guðmund Ómar, 1957, sambýlis- kona hans er Sigurbjörg R. Mar- teinsdóttir, Helenu, 1960, hún er gift Guðmundi Hjaltasyni, og írisi, 1965, sambýlismaður hennar er Eggert Gestsson. Em þau öll bú- sett í Hafnarfirði nema Helena og Guðmundur sem búa í Keflavík. Bamabörn Svavars og Ingibjargar em sjö. Svavar hóf ungur að vinna fyrir sér, 14 ára gamall byijaði hann hjá Rafha í Hafnarfirði og vann þar samfellt til ársins 1970, en þá stofn- aði hann Frostverk ásamt öðmm. Síðar tók Svavar einn við rekstri fyrirtækisins og starfaði þar uns heilsan brast nú fyrir skömmu. Svavar var einstakur vinur, traustur, einlægur og hjálpsamur og lundin var létt. Einnig var hann listrænn og sjást þess víða merki. Hann ræktaði fjölskyldu- og vin- áttubönd af einstakri alúð og t Þökkum af alhug alla hjálp og hlýhug sem okkur var sýnd við andlát og útför mansins míns, föður, tengdaföður og afa, BJARNA BJARNASONAR, Erluhrauni 3, Hafnarfirðl. Guð blessi ykkur öll. Branddís Guðmundsdóttir, Grétar Bjarnason, Guðný Elfasdóttir og barnabörn. umhyggju og við, sem nutum vin- áttu hans og tryggðar, minnumst þess nú með sámm söknuði. Sökn- uði en jafnframt þakklæti fyrir allar samvemstundimar, hvort sem þær vom á heimilum okkar eða á ferða- lögum sem fjölskyldumar fóm saman í í gegnum árin, en þær vom ófáar útilegumar sem famar vom í Þjórsárdal og Þrastarskóg við mikinn fögnuð allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem naut sín hvað mest. Nú reikar hugurinn þó mest til frídaganna sem við Lovísa áttum með Ingu og Svavari á Mallorca um síðustu páska. Þess tíma nutum við öll í ríkum mæli og gmnaði þó ekki að þetta yrði okkar síðasta ferðalag saman. En minningin um þær góðu stundir mun lifa áfram með okkur. I veikindum Svavars komu ástúð og umhyggja Ingu best í ljós. Hún stóð við hlið hans, styrkti og hjúkr- aði af alúð uns yfír lauk. Og ekki má gleyma þætti barna og tengda- bama, sem var mikill og veitti ómetanlegan styrk. Þá ber sérstaklega að þakka starfsfólki lyfjadeildar St. Jósefs- spítala í Hafnarfirði, fyrir einstaka umönnun og hlýju til handa Svav- ari og fjölskyldu hans. Þá er komið að leiðarlokum. Margs er að minnast og mikið ber að þakka. Við Lovísa, synir okkar og fjölskyldur þeirra þökkum þá innilegu vináttu sem við höfum notið og biðjum góðan Guð að styrkja Ingu og fjölskylduna á sorg- arstundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð nú þér fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Páll Sigurjónsson Það er sárt, að missa eins góðann vin og tengdaföður, sem Svavar var. Fyrir rúmum sjö árum þegar ég kynntist Júlíu, dóttur hans, tók hann mér strax opnum örmum, ásamt Ingu, eiginkonu sinni. Nú, þegar ég horfí til baka, er þetta alltof stuttur tími, svo margt fínnst mér ég eiga ótalað og gert með honum. Það var gaman að ræða við Svavar, um allt milli himins og jarðar, og ógleymanlegar eru ferð- imar sem við fórum saman upp í Munaðarnes ásamt fjölskyldum okkar í sumarfrí. Þar var Svavar alltaf manna hressastur og lék á als oddi. Hvort sem við vorum í leik, eða sátum við matarborðið yfír grillsteikum, sem Svavari þóttu svo góðar, því matmaður var hann mikill. Svavar var mikill áhugamaður um bíla, og þá sérstaklega um þessa góðu gömlu, eins og hann sagði. Gaman var að hlusta á þegar hann lýsti fyrir manni hvemig hinn og þessi krómlistinn hefði verið á mis- munandi árgerðum sem hann þekkti svo vel. Mörgum stundum dvaldi hann inni í bílskúr við að þrífa og bóna, því alltaf vildi hann hafa hreint og snyrtilegt í kringum sig. Eins og heimili hans og fyrir- tæki Frostverk bera vott um. Svavar var mikill bamavinur, og gaman var að sjá, þegar hann lék við litlu bamabömin sín, og öll vom þau svo hrifín af afanum, sem var svo kátur og hló svo oft með þeim. En nú er hann farinn og þau áttu eftir að kynnast honum svo mikið, já, öll misstum við mikið, svo ein- stakur og hjálpsamur var Svavar í alla staði. En minninguna um hann geymum við vel og lengi. Elsku Inga mín, megi Guð al- máttugur styrkja þig og ykkur öll í þessari miklu sorg og söknuði. Að endingu vil ég kveðja ástkær- an tengdaföður minn með eftirfar- andi ljóðlínum Jónasar Hallgríms- sonar. Vel sé þér vinur þótt vikirðu fljótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfdgnuður æðra cilífan þú iiðlast nú. Smári Krisfjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.