Morgunblaðið - 13.08.1986, Side 45

Morgunblaðið - 13.08.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Þessir hringdu . Óboðinn ffestur við Langholtsveg Garðeigandi hringdi: „Ég get ekki lengur orða bund- ist yfir óskammfeilni manns sem hefur iðkað það í sumar að stel- ast inn í garða á nætumar tii að leita að ánamöðkum. Maðurinn leggst á garða við Langholtsveg og hliðargötur en virðist hafa sérstakt dálæti á garðinum mínum. Garðurinn er mjög viðkvæmur og hefur maðurinn hvað eftir ann- að valdið skemmdum á gróðri og öðru. Síðan iðkar hann það að halla sér upp að hvítmáluðu hús- inu allur útataður í mold og drullu svo að það fyrsta sem bíður manns á morgnana er að þvo skítinn af. Ég hef reynt að vaka á nætum- ar þegar ég hef átt von á þessum óboðna gesti en hann hefur slopp- ið hingað til. Skora ég á íbúa við Langholts- veg og hliðargötur að vera vel á verði gagnvart dónanum svo hægt verði að stöðva hann.“ Leðurjakki hvarf úr fatahenginu Vala hringdi: „Síðastliðinn laugardag brá ég mér á ball í Búðardal og skildi leðurjakka eftir í fatahenginu. Þegar ég ætlaði að vitja jakkans að ballinu loknu var hann horfínn. Þetta kemur sér afar illa fyrir mig því að ég átti jakkann ekki, var með hann í láni hjá vini mínum. Vil ég því beina þeim til- mælum til þess sem tók jakkann, annaðhvort í misgripum eða ófrjálsri hendi að hann hringi í síma 10222 og láti vita hvar jakk- inn er niðurkominn." Ógeðfelldar auglýsingar Sjónvarpsglápendur hringdu: „Okkur, nokkrum sjónvarps- glápendum, finnast ógeðfelldar þessar sífelldu auglýsingamyndir í sjónvarpinu af blóðlituðum líkamsleifum dýra. Skildu ekki flestir vilja minnast yndislegu, litlu fjallalambanna á annan hátt? Svo em það myndimar af hvaladrápi og þeim aðforam öllum sem mikið hafa verið í fjölmiðlum og vakið viðbjóð allra nema hvala- drápsunnenda. Eiga sjónvarps- áhorfendur næst von á að fá að sjá á skjánum framsóknarráð- herrana nagandi hvalspik ásamt áróðursmeistara frá sjónvarpinu með hvalkjötsflall í baksýn?" Hve margir muna Reykjavík sem þorp? Hulda hringdi: „Mig langar að varpa fram spumingu í tilefni af 200 ára af- mæli Reykjavíkur. Hvað skyldu vera margir borg- arbúar á lífi sem em eldri en 70 ára og ólust upp í Reykjavík? Þeir ættu að muna hana sem þorp. Það ætti að vera verðugt verkefni að hafa upp á þeim og vita hveiju þeir geta sagt frá.“ „Gvendur á undan Gústa er .. Gestur hringdi: „Góðtemplarar vom mikið í fé- lagsmálum hér áður fyrr, höfðu samkomuhús, sjónleiki og jafnvel matsölu sums staðar á landinu. Hér í Reykjavík vom þeir mjög Qölmennir og fóm stundum í skrúðgöngur með fána og félags- einkenni niður Laugaveginn. Eg man eftir vísu sem átti við eina af þessum skrúðgöngum: Gvendur á undan Gústa er gekk og bar sinn klafa af því að hann á eftir sér enginn vildi hafa. Gaman væri að vita hvort ein- hveijir gamlir góðtemplarar kannast við þessa vísu." Rautt veski tap- aðist á Lauga- veginum Áslaug hringdi: „Á miðvikudaginn varð ég fyrir því óláni að tapa rauðu veski með tveimur fíðrildum á. Þetta hefur gerst einhvers staðar á Laugaveg- inum. I veskinu vom um það bil átta eða níu hundmð krónur og happdrættismiði. Finnandi vinsamlega hringi i síma 10971.“ Sorgarsaga af Gelli hf. Guðbjörg Ólafía Glsladóttir skrif- ar: „Hvort sem mér þykir það ljúft eða leitt þá verð ég að skamma þá hjá Gelli hf. Við skötuhjúin fengum okkur hræódýran isskáp hjá Gelli fyrir tveimur ámm. Þessi tegund heitir Snowcap og skilst mér að þeir hafí selst fljótt og vel. Hvað um það. Það óhapp varð í mars á þessu ári að frystihólfslokið brotnaði vegna mikils íss. í byijun apríl fór ég niður eftir í verslunina til að athuga hvort ég gæti fengið nýtt lok. Það var ekki til hjá þeim en af- greiðslumaðurinn var mjög hjálp- legur og pantaði fyrir mig lokið og lofaði að hringja í mig strax og það kæmi. Síðan þá hef ég gerst óró- Ekkert hrátt kjöt á Kefla- víkurflugvöll Velvakanda hefur borist bréf frá Helgu Magnúsdóttur, þar sem kem- ur fram að henni finnst ástæða til að íslendingar banni Bandaríkja- mönnum að flytja inn til Keflavík- urflugvallar allt hrátt kjöt. legri og hef hringt nokkmm sinnum til að athuga málið. Nú síðast hringdi ég 27. júlí og þá var þetta fast í tollinum. Mér finnst óhæft að bíða á fímmta mánuð og kannski lengur Vegfarandi skrifan „Laugardagskvöldið 26. júlí á milli kl. 7 og 8 var ég að koma að norðan og fór rólega, var á þetta 60 til 70 km hraða. Mér lá ekki neitt á, ég var að komast heim. Rétt fyrir ofan vegamótin að Munaðamesi gerðist það. Allt í einu var komin geysistór gulleit rúta með regnbogaröndum steinþegjandi upp að hliðinni á mér. Þegar hún var komin það nærri að hún braut hliðarspegilinn flautaði hún í gríð og erg. Ég ætlaði að víkja betur en það var ekki hægt nema um nokkra sentimetra. Svo fór rútan fram úr mér, beygði þvert fyrir mig og síðan út í kantinn og nam þar staðar. Út kom bílstjórinn, sýnilega taugaveiklaður yfír því að hafa ekki getað þrælað mér út af veginum og valdið slysi. eftir plastloki á frystihólf. Það er öruggt að við kaupum ekki aftur vörur hjá Gelli hf. Með von um að þetta komi nú fyrir áramót og að þeir bæti þjón- ustuna, blessaðir, kveð ég.“ Ég varð svo undrandi að ég varð orðlaus. Vissi hann ekki að það er bannað að aka fram úr án þess að gefa merki um að það standi til? Hafði hann kannski sérhæft sig í að valda slysum á þjóðvegum? Eg var svo undrandi að ég gleymdi að spyija hann hvort bifreiðastjórar á rútum með A-númerum hafí það fyrir venju að haga sér svona í öðrum landshlutum. Reyndar þurfti ég ekki að spyija því að ég veit að þessi maður er ekki dæmigerður bílstjóri á bíl að norðan. Það eina sem ég tók eftir var að rútan var með A-númeri, ég náði ekki númer- inu. Ég hef gert tilraun til að komast að því hver þetta var en sú tilraun tókst ekki. En ég kemst að því. Á mínum 30 árum hef ég aldrei kynnst svona bílstjóra. Gaman væri að komast að því hvort til eru fleiri eintök af þessu fyrirbrigði." Úr umferðinni ÚTSALA ÚTSALA Mikil verðlækkun Elízubúðin SKIPHOLTI 5 Islenska svæða- sjónvarpið tilkynnir: Stjóm íslensks svæðasjónvarps (ÍSS) býður áhuga- mönnum um stofnun og rekstur sjónvarpsstöðva um land allt að sækja um aðild að samtökunum. THgangur samtakanna er: 1. að dreifa sjónvarpsefni um land allt, 2. að annast eða hafa milligöngu um kaup á tækja- búnaði fyrir þá sem aðild eiga að samtökunum, 3. að vinna að sameiginlegum hagsmunum þeirra sem aðild eiga að samtökunum og koma fram fyr- ir þeirra hönd gagnvart öðrum aðilum þ.á.m. almenningi og stjórnvöldum, 4. að vinna að öðrum málum samkvæmt ákvörðun aðalfundar eða stjórnar samtakanna. Þegar hefur verið ákveðið að útsendingar hefjist í haust á eftirtöldum stöðum: Sv-homi landsins Akureyri Ólafsfirði l/insamlegast hafið samband við skrifstofu íslenska sjónvarpsfélagsins, Húsi verslunarinnar, 108 Reykjavik, simi 687076. Bladburóarfólk óskast! ÚTHVERFI Kleppsvegur 3-38 Selvogsgrunnur Melbaer VESTURBÆR Ásvallargata |NYTT SIMANUMER -11- Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.