Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 46
> > 46 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 • Bob Tway hefur heldur betur stadiA sig vel í sumar í atvinnumanna- golfinu. Hann hefur unnið fjögur stór mót í sumar og þaö má segja að hann sé fellibylur kylfinganna því það er ekki á hverjum degi sem ungur kylfingur tekur allt meö trompi þegar hann er að byrja. PGA-golfmótið: Verður Schuster seldur til Benfica? Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunblaðsins í Englandi. SVO viröist sem Gordon Hobson hjá Grimsby Town hafi leikið siðasta leik sinn með félaginu þegar það var á íslandi í síðustu viku því Sunderland ætlar að kaupa kauða fyrir 100.000 pund en hann' þykir mjög efnilegur sóknarmaður og skoraði meðal annars 19 mörk fyrir Grimsby síðasta vetur. Tottenham er nú á höttunum eftir Richard Gough sem leikur með Dundee United í Skotlandi en mörg lið hafa verið á eftir honum Frjálsíþróttasambandi íslands hefur borist tilkynning um að stjórn IAAF hafi samþykkt að veita Erni Eiðssyni fyrrverandi formanni FRÍ og núverandi heið- að undanförnu. Forráðamenn fé- laganna hafa ræðst við að undan- förnu og líklegt er talið að samið verði nú næstu daga. Áætlað verð er um 500.000 pund. Dalglish, stjóri Liverpool, hefur mikinn áhuga á að kaupa Mo Johnson frá Celtics og sagðist hann ætla að bjóða í hann nú í vikunni. Johnson lék um tíma með Watford og skoraði þá 23 mörk fyrir liðið á þeim tveimur árum sem hann var hjá þeim. Hann er aðeins 23 ára gamall og þykir skemmtileg- ur sóknarmaður. ursformanni æðsta heiðursmerki IAAF. Verður þessi viðurkenning veitt við setningu lAAF-þingsins i Stuttgart 22. ágúst nk. Örn er fyrsti íslendingurinn sem hlýtur þessa orðu en mjög fáir Norðurlandabúar hafa hlotið þenn- an heiður allt frá því fyrst var farið að veita viðurkenningu þessa árið 1928. Mikið er nú rætt hér í Englandi um viðtal sem tekið var við Mick Channon en þar viðurkennir hann að leikmenn Southampton hafi árið 1976 selt miða til þeirra sem síðan selja þá á uppsprengdu verði. Hann nefnir Peter Ogsgood í þessu sambandi og segir hann hafa þénað um 17.000 pund á úr- slitaleik bikarkeppninnar en þá léku þeir við Manchester United. Þetta getur komið sér illa fyrir Ogsgood því hann er nú nýtekinn við sem aðstoðarmaður Alan Ball hjá Portsmouth og ekki er víst að öllum líki þessi frétt og heyrst hef- ur að hann verði jafnvel látinn fara frá félaginu. Viðræður standa nú yfir á milli forráðamenna Barcelona á Spáni og Benfica í Portúgal um að síðar- nefnda liðið kaupi Bernd Schuster frá Barcelona en sem kunnugt er hefur hann „leikið" með liðinu und- anfarin ár en nú eru þeir Lineker og Hughes komnir til Barcelona og þeir því ábyggilega hálffegnir að losna við Schuster sem hefur verið þeim ansi erfiður í gegnum árin. Örn heiðraður Tway sterkari í lokin BOB Tway sigraði á PGA-golf- mótinu sem iauk í Bandaríkjunum á mánudaginn, degi seinna en áætlað var, með þvi að setja nið- ur holu upp úr sandglompu á síðustu holu vallarins í sínu siðasta höggi. Þar með lék hann völlinn á 70 höggum og samtais á 276 sem er átta höggum undir pari hans. Glæsilegur árangur hjá þessum unga kylfingi sem tók þátt í þessu móti í annað sinn núna. Greg Norman varð að sætta sig við annað sætið, lék á 278 höggum en hann hafði forystuna hina þrjá daga keppninnar. Þriðji varð Peter Jacobsen á 279 höggum. Norman lék á 65-68-69 höggum fyrstu þrjá dagana en síðasta dag- inn lek hann á 76 höggum. Tway lék hins vegar á 72-70-64-70. Eftir þetta mót er Greg Norman enn í efsta sæti yfir þá sem þénað hafa mest í atvinnumannagolfinu á einu keppnistímabili en hann hefur alls þénað 645.729 dollara á þessu ári sem eru um 28 milljónir króna. Tway er annar með 600 þúsund dollara og það er einnig fyrir þetta ár en síðan er það Curt- is Strange sem fékk 542 þúsund dollara í fyrra. Tom Watson er í fjórða sæti en hann hafði 530.000 dollara í tekjur árið 1980 og Tom Watson er í sjö- unda sæti með 462.000 fyrir árið 1979. Knattspymu Félagsfundur verður haldinn að Hlíðarenda fimmtudag- inn 14. ágúst kl. 20.00. Fundarefni: Lagabreytingar. Framhaldssaga Aðalfundur Knattspyrnufélags Vals verður haldinn að Hlíðarenda fimmtudaginn 21. ágúst kl. 20.00. Fundarefni: Lagabreytingar. Stjórnin BIKARKEPPNI KSÍ Fram IBK Aðalleikvangi í kvöld kl. 19.00. AMERIGAN STYLE Felagaskipti í Bretlandi Fré Bob Hennessy, fréttaritara Morgunblaésins á Englandi. EFTIR rúma viku eða 23. ágúst hefst deildarkeppnin i knattspyrnu i' Englandi. Mikið hefur verið um kaup og sölu leikmanna í sumar og í fyrradag voru tveir leikmenn seldir til Aroun Sparta á Möltu. Þeir eru Bob Latchford frá Lincoln og Jimmy Rimmer frá Swansea. Hér fyigir listi yfir helstu leikmenn, sem hafa skipt um félag i sum- ar og kaupverð í pundum. Colin West f rá Watford tii Glasgow Rangers 175.000 ChrisWoods frá Norwich til Glasgow Rangers 600.000 Terry Butcher frá Ipswich til Glasgow Rangers 725.000 David Seaman frá Birmingham tilQPR 225.000 Neil Cooper frá Aberdeen til Aston Villa 350.000 Martin Keown frá Arsenal til Aston Villa 200.000 GaryThompson frá Sheffield W. til Aston Villa 450.000 Colin Clark frá Bournemouth til Southampton 400.000 MitchellThomas frá Luton til Tottenham 200.000 Steve Walsh frá Wigan til Leicester 100.000 Wayne Aspinall frá Wigan til Everton 200.000 Kevin Langley frá Wigan til Everton 110.000 Tony Kelly frá Wigan til Stoke 80.000 Neil Adams frá Stoke til Everton 150.000 Keith Edwards frá Sheffield U. til Leeds 100.000 Barry Venison frá Sunderl. til Liverpool 200.000 Paul Power frá Manch. C. til Everton 65.000 John McNaught frá Hamilton til Chelsea 70.000 Roy Wegerle frá Bandar. til Chelsea 75.000 Gordon Wicks frá Hibernian til Chelsea 350.000 Steve Wicks frá QPR til Chelsea 500.000 lan Crook fráTottenham til Norwich 80.000 Colin Gordon frá Swindon til Wimbledon 90.000 Mark Lillis frá Manch. C. til Derby 100.000 David Phillips frá Manch. C. til Coventry 50.000 Alan Brasil frá Coventry tilQPR 175.000 Tim Flowers frá Wolves til Southampton 75.000 Peter Haddock frá Newcastle til Leeds 45,000 Paui Mariner f rá Arsenai til Portsmouth 60.000 Gary Armstrong fráWBA til Brighton 60.000 Dave Hodgson frá Sunderland til Norwich 60.000 Alan Curtis frá Southampton til Cardiff ' 60.000 Gary Lineker frá Everton til Barcelona 3.000.000 Mark Hughes frá Manch. U. til Barcelona 2.500.000 lan Rush frá Liverpool til Juventus 3.200.000 Eric Black frá Aberdeen til Metz 200.000 TonyWoodcock frá Arsenal til Köln 00.000 MickyThomas fráWBA til Bandar. 35.000 Laurie Cunninghamfrá Leicester til Vallecaon, Sp. 20.000 DaleTempest frá Huddersfield til Lokeren 00.000 Alan Biley frá Brighton til Bandar. Bob Latchford frá Lincoln til Aroun Sparta Jimmy Rimmer frá Swansea til Aroun Sparta NYTT SÍMANÚMER 69-11-00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.