Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 3 Unnið að vegagerð í Ólafs- fjarðar- múlanum UNNIÐ er af kappi að vega- gerð í Ólafsfjarðarmúla gegnt Látraströnd austan Eyjafjarð- ar. Vegurinn fyrir Múlann er talinn með hættulegustu vegum landsins og er í hópi svonefndra O-vega. Vegurinn fyrir Ólafsvíkurenni hefur verið lagfærður en vegimir fyrir ÓlafsQarðarmúla og Öshlíð við Bolungarvík eru enn í hópi hættulegustu vega, fyrst og fremst vegna hruns og snjóflóða- hættu. Á langtímaáætlun Vegagerðar- innar er gert ráð fyrir þriggja kílómetra löngum göngum í gegn- um Ólafsfjarðarmúlann. Fram- kvæmdir eru ekki hafnar við þau göng enda hefur ekkert fjármagn fengist enn til þess verks. Þær framkvæmdir sem nú er unnið að í Múlanum eru einungis nauðsynlegar viðhaldsfram- kvæmdir. Hér er verið að byggja upp veginn og leggja ræsi. Notað- ar eru stórvirkar vélar til verksins. Morgunblaðið/Snom' Snorrasson Öræfin: Austurlands- veg’urinn opnað- ur í gærmorgun Austurlandsvegur í Öræfa- sveit opnaðist á ný um klukkan átta í gærmorgun. Hann hafði þá verið ófær á kafla vegna vatnavaxta í réttan sólarhring. Að sögn Sigurðar Hauksonar, vega- eftirlitsmanns, unnu þrír litlir vinnu- flokkar sleitulaust að lagfæringunum frá því á mánudag og fram á þriðju- dagsmorgun. Erfiðast reyndist að hemja Kotána sem braut af sér varnar- garða og rauf stórt skarð í veginn. Það getur orðið tímafrekt og kostn- aðarsamt að koma veginum í samt horf. Sigurður sagði að mikið verk væri fyrir höndum, því viðgerðin í gær er aðeins til bráðabirgða. Nýbygging Alþingis: Þrenn verðlaun veitt og fimm tillögur keyptar DÓMNEFND í samkeppni um gerð og skipulag nýbyggingar fyrir starfsemi Alþingis hefur nú lokið störfum. Akveðið er að veita þrenn verðlaun og auk þess kaupa fimm tillögur. Samkeppnin var auglýst í febrúar síðastliðnum og var skilafrestur til 12. júní sl. Alls bárust 25 tillögur. Sýning á tillögum um nýbygginguna verður haldin í Listasafni Háskóla íslands í Odda. Verðlaunaafhendingin ogopnun sýningarinnar verður í dag, miðviku- dag, klukkan 17.00. Samdægurs verður sýningin opin almenningi frá klukkan 20.00 til 22.00. Sýningin mun síðan standa yfir til 20. ágúst daglega frá klukkan 14.00 til klukkan 22.00. Tómas Guðmundsson, Þín er borgin björt af gleði./ Borgin heit af vori og sól./ Strætin syngja. Gatan glóir./ Grasið vex á Arnarhól. úr kvæðinu Hanna litla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.