Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 37 Landverðir í Herðubreiðarlindum hafa þann ágæta sið að draga fánann að húni að morgni hvers dags. Skammt fyrir sunnan þann stað sem Kreppa fellur í Jökulsá má finna þetta gljúfur, sem Jökulsá hefur að öllum likindum átt stóran þátt í að móta. Skammt frá fellur áin í gljúfrið og er fossinn nefnd- ur Gljúfrasmiður. og Trölladyngja, Kollóttudyngja eða Skjaldbreið, ef ísaldaijökullinn hefði ekki takmarkað umfang eld- gosins. Herðubreið er móbergs- stapi, enda er aðalbergtegundin móberg, þ.e. sá hluti hennar sem kom úr iðrum jarðar meðan vatn huldi eldstöðina. Efst er hins vegar hraun. „Hef verið hér lengnr en Fjalla Eyvindur“ „Fáir ferðamenn komu til að byija með, fyrst og fremst vegna þess að upplýsingar um ástand há- lendisvega voru góðar og fólk tók mark á þeim. Við komum hingað 11. júní og var þá ágætlega fært, en hins vegar var ekki fært í Öskju fyrr en í byijun júlí. Gróðurinn hér hefur sjaldan verið eins góður, á 10 dögum spratt hann út, og ég hef sjaldan séð svæðið eins falega gróið eins og núna um miðjan júlí. Við emm þó í vandræðum með sauðfé sem kemur hingað á svæðið og veldur talsverðum spjöllum. Þetta er um 60 til 70 hausar sem hreinsa alla hvönn af árbökkunum. Sambýli sauðfjár og manna fer ekki saman á þessum stað. Fyrir augað em þetta mikil spjöll,“ segir Hreinn Skagfjörð, en hann er land- vörður í Herðubreiðarlindum ásamt Sigrúnu Bjömsdóttir. Hreinn er hagvanur í Herðubreiðarlindum, því þar hefur hann verið í fimm sum- ur, en þetta er fyrsta sumar Sigrúnar á staðnum. Hvernig hefur veðráttan verið í byijun sumars? „Við fengum snjó á 17. júní, að morgni var um 15 sm jafnfallinn snjór, en síðan fór að hlýna mikið. Hitinn var um 25 stig í hálfan mánuð, þá fengum við kuldakast, en síðan hefur veðrið verið mjög gott.“ Hvað gera ferðamenn hér? „Flestir gista hér í tvær nætur og nota tímann til að fara í Öskju og skoða sig þar um, þar er mátu- legt að eyða einum degi. Hér er falleg gróðurvin, hægt er að finna margar notalegar göngu- leiðir. Andstæður í gróðurfari eru miklar og það heillar marga. Allir líta á Eyvindarkofa og tjarnirnar hér fyrir ofan. Þá ganga menn á Herðubreið. Forsendan er að hafa bjart veður. Héðan er skynsamlegt að fara um 6 á morgnana og komið til baka um kvöldmatarleytið. Hægt er að fara á bílum, en samt verður að leggja snemma upp. Gönguleiðin yfir hraunið, frá Lindunum að fjall- inu er merkt. Það er vegna þess að kennileiti eru fá á bakaleiðinni frá há-Herðubreið og í Lindirnar. Uppgangan er sem næst vestan megin í fjallinu og þar er framhrun sem auðvelt er að koma auga á.“ Hafa margir farið á fjallið í sumar? „Já, það eru svona um 30 manns sem ég veit til. Það er til undantekn- ing ef fólk fer í skipulögðum hópum, flestir eru á eigin vegum." Hvenær er best að fara á fjall- ið? „Mér finnst fallegast að fara á fjallið um miðjan ágúst. Þá er nokk- uð farið að kólna og stiilur eru meiri og útsýnið best.“ Þú ert búinn að vera landvörð- ur hér lengi? „Þetta er fimmta sumarið sem ég er hér. Mér finnst ákaflega nota- legt að fara burtu frá Akureyri. Starfið er ákaflega skemmtilegt, en hingað koma fleiri útlendingar en íslendingar, um það bil 85% út- lendingar." Hvemig er umgengni ferða- manna hér? „Hún er ákaflega góð. Ég hef aldrei farið hér út fyrir hússins dyr á þeim fimm summm sem ég hef verið hér til þess að tína rusl, þess hefur ekki þurft, ferðafólkið gengur frá því sjálft. Hér er ekkert um fyllerí eða slagsmál. Hingað kemur aðeins það fólk sem kann og vill ferðast." Ætlar þú að koma aftur hingað næsta sumar? „Það er eftir að gera ýmsa hluti hér. Þegar maður er búinn að búa hér svona lengi, þá er alltaf hægt að finna eitthvað til að betrum- bæta. Ég vildi ekki vera neinstaðar annars staðar en í Herðubreiðar- lindum. Eftir fimm sumur hef ég verið hér í samtals 15 mánuði, en það er gott betur en Fjalla Eyvind- ur á sínum tíma. Mér fínnst ég eiga þetta land svo að segja skuldlaust og vil halda áfram að bjóða ferða- menn velkomna hingað í ríki mitt!“ I lokin er ekki úr vegi að geta þess að fastar áætlunarferðir eru í Herðubreiðarlindir úr Mývatnssveit, en það er fólksflutningafyrirtæki Jóns Árna Sigfússonar, sem stendur fyrir þeim. Farið er á þesa staði tvisvar í viku og er leiðsögumaður í ferðinni. Komið er til baka í Mý- vatnssveit samdægurs eftir um tíu tíma ferð. Þessar ferðir opna mögu- leika á að verða eftir milli ferða, annað hvort í Öskju eða Herðubreið- arlindum. Daglegar flugferðir eru á vegum Flugleiða til Húsavíkur og þaðan eru rútuferðir til Mývatns í tengsl- um við flugið. Þannig er hægt að fara samdægurs frá Reykjavík til Mývatns, tjalda þar eða gista á hótel Reynihlíð, jafnvel í svefn- pokaplássi. Daginn eftir er svo hægt að fara í Herðubreiðarlindir og Öskju. Á öðrum hvorum staðnum má vera eftir og nota tíman til skoð- unarferða. Þá er sá möguleiki fýrir hendi að fara gangandi yfír í Kverk- fjöll og skoða sig um þar. Fastar áætlunarferðir eru í Kverkfjöll frá Mývatni, Húsavík og Egilsstöðum, þannig að auðvelt er með ferðir þangað. Bjöm Sigurðsson á Húsavík er með áætlunarferðir í Kverkfjöll og Benni og Svenni frá Egilsstöðum. Höfuadur starfar sem lausráðinn blaðamaður og hefur skrífað und- anfarín tvö ár um innlend ferða- mál í Morgunblaðið. Hann var stofnandi og fyrsti ritstjórí tíma- rítsins Áfangar. Við jaðar Lindahrauns. Þarna hefur gróðurinn fundið sér skjól til að dafna og víst er að hann þrífst vel. Myndin er tekin frá kofa Fjalla-Eyvindar og horft í norðaustur. Herðubreið. Nefna má eina sem var fræg að endemum, að minnsta kosti meðal íslendinga. Á árinu 1881 mun hafa verið hér á ferð Banda- ríkjamaður að nafni William Lee Howard. Hann reit síðar um ferð sína um ísland og gat þess meðal annars, að hann klifið Herðubreið. Lýsingar hans af fjallinu og hættum þeim, sem hann komst í eru magn- aðar og svakalegar. Ferðin á fjallið átti að hafa tekið 38 klukkustundir og kveðst hann hafa notast við flug- dreka til að krækja akkeri í kletta- beltin ofan til í fjallinu! Myndun Herðubreiðar Herðubreið varð til við gos undir ísaldaijökii. Varminn frá eldsum- brotunum bræddi geil í þykkan ísinn og hlóðust þar upp gosefni og studdust við ísinn. Það er skýringin á hinni reglulegu lögun Herðubreið- ar. Má því segja að Herðubreið sé mótuð í ís. Hraunrennsli úr Herðubreið hófst ekki fyrr en eldstöðin komst upp úr vatninu sem eldvirknin bræddi úr jöklinum. Þá myndaðist dyngja, sem var mun víðáttumeiri en fjallið er nú. Brattinn var mestur um- hverfís gígopið. Smám saman hvarf jökullinn og úr fjallinu hrundi. Eftir því sem ár og aldir liðu hafa vindar og vatn mótað Herðubreið á þann hátt sem nú má sjá. Það kemur okkur leikmönnum mest á óvart að heyra að Herðu- breið hefði orðið dyngja rétt eins Þessi laglegi foss er í Grafarlandsá, skammt frá vaðinu. Herðubreið í baksýn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.