Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 25
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 “'wt-í'W Fyrsti dagur múrsins. Þessi austur-þýski hermaður óhlýðnast fyrir- skipunum yfirboðara sinna og býr sig undir að hjálpa drengnum yfir. Á andartakinu sem myndin er tekin veitti yfirmaður lians þessu at- hygli og var hermaðurinn þegar látinn víkja af verði. Ekki er vitað um afdrif hans. Múrinn fimm ára. Þá þegar var hann orðinn 25 kílómetra langur. Öllum brögðum beitt til þess að flýja Vesturlönd hafa ekki misst að- dráttarafl sitt í augum þess fólks, sem býr fyrir austan og öðru hveiju berast fregnir um flóttatilraunir. Andreas Bratke flúði 17. janúar í ár með því að hlaupa yfir landa- mærin 70 inetra leið til breska hernámssvæðisins þar sem landa- mærastöðin Checkpoint Charlie er. Hann átti von á því að fá kúlu í bakið. „En ég vissi að gripi ég ekki tækifærið þegar það gafst myndi ég iðrast þess allt mitt líf. Múrinn verður ekki rifinn," segir hann. Fólk hefur fundið upp á ótrúleg- ustu aðferðum til þess að flýja. Göng voru grafin undir múrinn oft- ar en einu sinni á sjöunda áratugn- um. í september 1962 komust 142 vestur yfir í gegnum slík göng. Reipi voru strengd yfir múrinn og fólk renndi sér eða handlangaði sig yfir. Bílar voru sérstaklega útbúnir með leynihólfum, þar sem menn gátu falist. Fyrstu mánuðina var trukkum ekið 14 sinnum á múrinn til þess að bijóta gat á hann. Sum- ir notuðu einfaldlega fæturna og hlupu yfir um. Öllu var fórnandi til þess að komast burt, þrátt fyrir að fólk þyrfti að skilja fjölskyldu sína og vini eftir fyrir austan. „Þetta er hurð“ Múrinn sjálfur er 44,8 kílómetra langur, en alls eru landamærin í kringum Vestur-Berlín rúmir 136 kílómetrar. Hann er fleygur í hjarta borgarinnar, liggur um Branden- borgarhliðið og steinsnar að baki gamla þinghússins, sem nasistar ásökuðu kommúnista fyrir að hafa brennt á fjórða áratugnum. Hlykkj- ast um bakgarða á milli húsa og jafnvel þvert í gegnum þau. Þetta er steinsteypt mannvirki, að meðal- tali um 4,2 metra hátt og samfellt nema þar sem ár og skurðir mynda landamærin. Það er unnt að ganga að honum og snerta hann að vestan- verðu eða krota á hann, eins og algengt er. Einn hugvitsamur mál- aði hurð á múrinn og skrifaði: „Þetta er hurð. Ef þú kannt lykil- orðið opnast hún.“ Að austanverð- unni kemst enginn í nánd við múrinn. Gaddavír með upplýstum svæðum á milli, varðturnar og landamæraverðir með hunda sjá til þess. Reiðarslag fyrir Vesturveldin Múrinn var Vesturveldunum reiðarslag og kom þeim gersamlega í opna skjöldu. Þau fengu ekkert að gert og máttu horfa á múrinn rísa nánast aðgerðalaus. Nútíma sagnfræðingar eru sumir þeirrar skoðunar að mótmæli Vesturveld- anna gegn múrnum hafí verið árangurslaus, einkum fyrir þá sök að þau voru ekki tilbúin til þess að styðja kröfur sínar með hermætti. Sagnfræðingurinn A.J. Ryder segir í bók sinni Þýskaland á 20. öldinni frá Bismarck til Brandts, að Vestur- Peter Fechter varð fyrir skoti og lá blæðandi við múrinn, kall- andi á hjálp i 50 mínútur áður en hann var borinn brott af aust- ur-þýskum landamæravörðum. Þá var hann dauðvona. veldin hafi verið óviðbúin því að Austur-Þjóðveijar byggðu múrinn og því hefðu þau ekki undirbúið neinar gagnráðstafanir. Reginmunur á lífsmáta Það trúir því eflaust enginn nema sá sem reynt hefur, hver regin- munur er á umhverfi og lífsmáta austan og vestan múrsins. Vestur- Berlín er í meginatriðum eins og hver önnur stórborg á Vesturlönd- um, en í aðeins nokkur hundruð metra fjarlægð kveður við annan tón. Þar hangir grámi hversdags- leikans yfir og sá sem heimsækir borgina verður lítið var við nokkuð það í umhverfinu, sem má kenna við persónuleg sérkenni. Hvergi er að sjá iðandi mannlíf eða liti og ljós auglýsingaskiltanna, sem blasa hvarvetna við vestan megin og setja svo skýrt mark á borgarlífið. Bíla- umferð er lítil og þær bifreiðir sem sjást eru í yfirgnæfandi meirihluta frá einhveiju austantjaldsríkjanna. Húsum og götum er illa við haldið nema í sjálfri miðborginni. Það þarf ekki að ganga nema spölkorn til þess að sjá hús og götur í niðurníð- slu. Það er einna líkast því að flytjast aftur í tímann og sjá svart- hvíta kvikmynd frá stríðsárunum. Sumar byggingar bera ennþá menj-« ar heimsstyijaldarinnar og ör- skammt frá miðborginni er að finna hálfhrunið bænahús gyðinga. Vestur-Berlín telur 1,9 milljónir íbúa, en Austur-Berlín 1,1. „Allt er öðru vísi hér: fólkið, göturnar, bílarnir, búðirnar," segir Tamara Bauer, læknastúdent, sem fluttist til Vestur-Berlínar í apríl í ár, eftir að hafa beðið árum saman eftir því að fá vegabréfsáritun. Og hún verð- ur einnig vör við annan mun á mannlífmu: „Mannleg tengsl af öllu tagi virðast gegna minna hlutverki á Vesturlöndum. Tími, peningar," áætlanir og verðlag er það sem er mikilvægt hér. í Austur-Berlín talar enginn um vinnuna. Lífið byijar eftir vinnu. Hérna lifir fólk fyrir vinnu sína og frama.“ Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.