Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 Bandaríkin: Ihugað að herða efna- hagsbann gegn Kúbu Washington, AP. RONALD Reagan, forseti Banda- ríkjanna, íhugar nú að herða efnahagsbann á Kúbu til þess að þrýsta á um að samviskufangar, sem lengi hafa verið í fangelsum, verði látnir úr haldi, að því er tals- maður Hvita hússins, Larry Speakes, sagði í gær. Speakes sagði að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um þetta en forsetinn hefði málið til athugun- ar. Sagði hann að Kúbumenn hefðu undanfarið reynt að skjóta sér fram- hjá banninu og til athugunar væri hvemig hægt væri að koma í veg fyrir það. Indland: Eitur verður átta að bana Nýju Delhí, AP. ÁTTA meðlimir sömu fjölskyldu létust sl. sunnudag eftir að hafa neytt eitraðs dufts við helgiathöfn. Lögreglan í Nýju Delhí sagði að kunningi fjölskyldunnar hefði sagst kunna ráð til þess að sveinbam fædd- ist og hefði hann útvegað hvítt duft er hann sagði blessað af heilögum manni. Viðræðum risaveldanna lokið: Samkomulag um fréttaleynd Kotlikovo, Moskvu, Genf, AP. VIÐRÆÐUM helstu samningamanna Bandaríkjamanna og Sovét- manna um afvopnun lauk í gær eftir tveggja daga fundi. Hvorugur aðili vildi greina frá árangri viðræðnanna, sem haldnar voru í Kot- likovo, útborg Moskvu, ef einhver var. Að sögn Gennady Gerasimovs, talsmanns sovéska utanrikisráðuneytisins, sagði að stjórnin væri enn að íhuga hvort framlengja ætti einhliða bann við kjarnorkutilraun- um. Vestur-þýsk stjórnvöld hafa fagnað tillögum Sovétmanna um að rannsaka leiðir til að fylgjast með að kjarnorkutilraunabann verði haldið og segja að sovéska stjórnin hafi þar nálgast gamalt deilu- mál af ábyrgð. AP/Símamynd Viktor Karpov, einn helsti samningamaður Sovétmanna, tekur á móti Richard Perle, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, við upphaf fundar risaveldanna í Kotlikovo í Sovétríkjunum í gær. Yfirmaður bandarísku sendi- nefndarinnar, Paul Nitze, yfirgaf Moskvu í gær án þess að halda blaðamannafund um viðræðumar og Gerasimov sagði á blaðamanna- fundi að viðræðumar hefðu verið í trúnaði og Sovétmenn ætluðu að virða það. „Ég get aðeins sagt að við vonum að þessum fundi hafi ekki lokið án árangurs. Við skulum vona að hann hafi áhrif á þau mál, sem rædd voru — fækkun kjam- orkuvopna," sagði talsmaðurinn. Viðræður þessar um kjarnorku- vopn og geimvarnir voru haldnar með það að meginmarkmiði að und- irbúa leiðtogafund risaveldanna. Sendiherra Vestur-Þýskalands í Sviss, Henning Wegener, sagði á þingi fjörutíu þjóða um afvopnun í Genf að tillaga Sovétmanna frá 22. júlí um að skiptast á umfangsmikl- um upplýsingum um jarðskjálfta til George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Berum ekki lengur ábyrgð á öryg'gi Nýja-Sjálands San Fraucisco, AP. UTANRÍKISRÁÐHERRA Bandaríkjanna, George Shultz, sagði eftir fund Anzus-bandalagsins í gær að Bandaríkjastjórn bæri ekki lengur ábyrgð á öryggi Nýsjálendinga. Þetta kom einnig fram í sameiginlegri yfirlýsingu Shultz og Bills Hayden utanríkisráðherra Ástralíu eftir viðræður þeirra, en þar segir að þeir séu sammála um að vera fastir fyrir gegn stefnu Nýsjálendinga um að neita að heim- ila skipum, sem eru kjarnorkuknúin eða búin kjarnorkuvopnum, að leita til hafnar á Nýja-Sjálandi. Fulltrúum Nýsjálendinga, sem hafa átt aðild að Anzus-bandalag- inu, var ekki boðið til fundarins, en þeir hafa ekki tekið þátt í starfi bandalagsins síðan i fyrra. Þá lýsti David Lange forsætisráðherra Nýja-Sjálands yfir því að banda- rískum skipum, sem væru með kjarnorkuvopn, væri óheimilt að koma þar til hafnar. Lange kvaðst í gær harma þá ákvörðun Bandaríkjamanna að bera ekki lengur ábyrgð á vömum Nýsjá- lendinga, en ítrekaði jafnframt að stefna stjómar sinnar hefði ekkert breyst í þessu máli. Hann bætti því við að nýsjálenska þingið mundi staðfesta stefnu sína á næstunni með því að samþykkja lög um bann við komu skipa með kjamorkuvopn til Nýja-Sjálands. GENGI GJALDMIÐLA George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir fimm klukkustunda fund fulltrúa Banda- ríkjamanna og Ástrala í San Francisco að Nýsjálendingar hefðu í raun hætt aðild sinni að bandalag- inu, a.m.k. um stundarsakir. Ástæðan væri sú að þeir hefðu neit- að að viðurkenna þá stefnu Bandaríkjastjómar að gefa ekki upp hvort bandarísk skip væm búin kjamorkuvopnum eða ekki. Shultz og ástralskir embættis- menn hvöttu þó Nýsjálendinga að breyta stefnu sinni í þessu efni. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Bandaríski utanríkisráðherrann bætti því við að Anzus-bandalagið væri jafntöflugt og áður, enda þótt Nysjálendingar tækju ekki lengur þátt í starfsemi þess. Ástralski ut- anríkisráðherrann, Bill Hayden; tók í sama streng. Hann sagði að Ástr- alíumenn hefðu skilning á stefnu Bandaríkjamanna um skip með kjamorkuvopn og teldu að afstaða Nýsjálendinga stefndi öryggishags- munum Ástralíu og Nýja-Sjálands í hættu. Anzus-bandalagið var stofnað árið 1951, og halda Bandaríkja- menn því fram að stefna Nýsjálend- inga brjóti í bága við samkomulag ríkjanna þriggja. Lange hefur neit- að því. Hins vegar sagði hann í gær að Nýsjálendingar hygðust halda áfram að virða skuldbindingar sínar í vamar- og öryggismálum í Suður- Kyrrahafi, og bætti því við að ef til vill mundu Bandafikjamenn sjá kosti þess, þótt síðar verði. Suður-Afríka: London, AP. BandarikjadoIIar hækkaði Engan bilbug að finna á Botha gær gagnvart öllum helstu gjald- miðlum heims nema breska sterlingspundinu og gullverð lækkaði lítillega. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,4835 dollara (1,4835), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust: 2,0715 vest- ur þýsk mörk (2,0562); 1,6762 svissneskir frankar (1,6530) 6,7425 franskir frankar (6,6800) 2,3395 hollensk gyllini (2,3175) 1.425,75 ítalskar límr (1.413,50) 1,3907 kanadískir dollarar (1,3845) og 154,70 japönsk jen. J óhannesarborg, AP. í GÆR flutti Botha ræðu á landsþingi suður-afríska Þjóðarflokks- ins, en það er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Botha ráðfærir sig við flokk sinn. 1 ræðu sinni sagði Botha m.a. að S-Afríka myndi ekki láta þvinga sig til eins eða neins, hún yrði ein og óstudd að leita lausnar á vanda sínum. Á landsþingi flokksins sitja um 3000 manns, en ekki er búist við miklum sviptingum á því. Botha varði stefnu sína og sagði að „hin alþjóðlega herferð" gegn Suður- Afríku væri ein „stærsta pólítíska fölsun 20. aldar“. „Við emm eflaust engu betri [en aðrir], en við emm engan veginn verri [en aðrar þjóðir].“ Hann sagði að eng- inn Suður-Afríkani óskaði eftir refsiaðgerðum, en bætti við að ef þeir þyrftu að líða þær til þess að mega halda „frelsi, réttlæti og reglu", þá myndu þeir þola þær. Hann vændi vestrænar ríkis- þess að unnt væri að fylgjast með að bann við kjarnorkutilraunum yrði haldið væri af hinu góða. Ágreiningur hefur verið um hvemig fylgjast skuli með að banni verði framfylgt, en vestrænar þjóð- ir og hlutlausar halda fram að tækninni hafi fleygt svo fram að hægur vandi sé að fylgjast með. Delaware: 200 ár áhafs- botni Lewes, Delaware, AP. FLAKI skips er hvílt hefur á hafsbotni undan- farin 200 ár, úti fyrir strönd Delaware í Bandaríkjunum, var lyft upp á yfirborð sjávar sl. mánudag. Búist er við að fjársjóður finnist um borð. Veður gerði björgunar- mönnum erfitt um vik að lyfta briggskipinu HMS De- braak upp, en það tókst að lokum. Kevin McCormick, er stjórnar verkinu, sagði að taka myndi 2 til 3 vikur að fara í gegnum það sem safn- ast hefði á botn skipsins, þar sem reiknað er með að fjár- sjóðurinn sé. Álitið er að hann geti verið jafnvirði 5 til 500 milljóna bandarikjadala. Unnið hefur verið að því að ná skipinu upp síðan árið 1984 og hafa um 600 gull- og silfurpeningar fundist þar auk ýmissa muna. Skipið var upphaflega í eigu Hollendinga en Eng- lendingar hertóku það árið 1795 og notuðu það til þess að hrella spænsk og frönsk skip er sigldu um Karíbahaf, þar til því var sökkt árið 1798. stjórnir og íjölmiðla um tvískinn- ung og sagði að Suður-Afríku væri gjaman lýst sem hræðilegra ríki en Sovétríkin væru. „í sömu herbúðum er almennt umburðar- lyndi gagnvart Berlínarmúmum, harðstjóm kommúnista í Póllandi, Afganistan [og fleiri löndum, sem of langt mál væri að telja]. Baráttan í Suður-Afríku er ekki barátta milli hvítra og svartra, heldur hugmyndafræðileg barátta milli þeirra sem styðja raunveru- legt frelsi og stöðugleika og þeirra sem vilja koma á sósíalísku ein- ræðisríki." Botha sagðist ekki myndu ræða við róttæk öfl landsins og á hann þar við „Afríska þjóðarráðið", ANC. Að undanfömu hafa ríki Evrópubandalagsins hvatt Botha til þess að ræða við fulltrúa ANC og þá sérstaklega leiðtoga þess, Nelson Mandela, sem situr í fang- elsi. Hófsamir leiðtogar blakkra, þ.á.m. Zulu-höfðinginn Mangosut- hu Buthelezi, hafa krafíst lausnar hans og þess að Mandela taki ásamt þeim þátt í viðræðum um nýja stjómarskrá landsins, þar sem svertingjar fengju stjómmálarétt- indi. Suður-afrísk stjómvöld hafa boðist til þess að leysa Mandela úr haldi vilji hann afneita ofbeldis- aðgerðum ANC, en til þess hefur hann ekki fengist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.