Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 „Látum ómenn- inguna borga menninguna“ - rætt við Jónas Ingimundarson og Kristin Sigmundsson Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson eru nú að leggja upp í tónleikaferð og er förinni að þessu sinni heitið vestur á firði. Þeir halda tónleika á Þingeyri í kvöld, í Bolungarvík á fimmtudag, á Flateyri á föstudagskvöld, á ísafirði á laugardag, Bildudal á sunnu- dag og lokatónleikarnir verða á Patreksfirði mánudaginn 18. ágúst. Stóri áfanginn í ferðinni er Isafjörður þar sem Jónas og Kristinn frumflytja Vetrarferðina eftir Franz Schubert, en ævinlega þykir það tíðindum sæta þegar þessi dulmagnaði ljóðaflokkur heyrist I tónleikahúsum. Það er mikið í fang færzt að sökkva sér niður í túlkun á svo margslungnu og djúpúðugu verki sem Vetrarferðina þar sem ekki reynir síður á þroska og næmi listamannsins en tækni þeirra. „Við fengum tilmæli frá tónlist- arfélagi ísafjarðar um að koma og frumflytja Vetrarferðina þar í tengslum við 200 ára afmæli kaup- staðarins. Þetta er e.t.v. ekki ákjósanlegasti árstími til að flytja Vetrarferðina en við stóðumst ekki þetta tilboð. Og það er svo sannar- lega ekki í kot vísað að ýta henni úr vör þar því að óvíða er betra að halda tónleika en á Isafirði. Eins er það í nágrannabyggðunum." „Já, og eini staðurinn af þeim sem við höfum talið hér að framan og ég hef enn ekki sungið á er Bfldudalur. Það er óviðjafnanlegt að koma fram á þessum litlu stöðum og einhveijar mínar allra beztu minningar á ég frá Flateyri þar sem okkur var færður harðfískur í stað blóma," segir Kristinn. „Eru áheyrendur úti á landi frá- brugðnir því sem þeir eru hér í þéttbýlinu?“ „Reyndar eru þeir það,“ segir Kristinn, „og það er reyndar allt sem hjálpast að að gera tónleika úti á landi svo ánægjulega. Á þess- um litlu stöðum eru frábær hljóð- færi, dýrindis flyglar sem afar vel er farið með á milli þess sem leikið er á þá. Heimamenn hafa verið að fjárfesta í þessum óaðfinnanlegu hljóðfærum á undanfömum árum, líklega til að geta boðið listamönn- um sem allra bezta aðstöðu. Svo er annað sem kemur til: Á þessum tónleikum er oftast fullt út úr dyr- um og stemmningin gífurlega góð. Hafi einhver látið sér detta í hug að fólkið úti á landi kunni síður að meta sígilda tónlist þá er það mik- ill misskilningur." „Hvemig gengur að láta þetta tónleikahald standa undir sér fjár- hagslega?" „Það gengur en ekki má þó miklu muna," segir Jónas. „Og hvemig gengur að lifa á því að stunda tónlistina eina eins og þið gerið báðir?“ „Þó skömm sé frá að segja þá er nú eiginlega ekki nema ein að- ferð til að gera það og hún er sú að láta ómenninguna borga menn- inguna." „Og hvemig fer það fram?“ „Það er nú svo undarlegt með íslendinga að þegar þeir ætla virki- lega að skemmta sér og hafa mikið við finnst þeim ómissandi að fá atvinnulistamenn til að koma fram og flytja alvömtónlist. Það er ekki ævinlega mjög gott að flytja sígilda tónlist við slíkar aðstæður, en kost- urinn við þessar sérþarfír landans er sá að það er borgað fyrir þessa vinnu og hún gerir okkur þannig kleift að leggja mikla vinnu í undir- búning viðameiri tónleika þar sem allir gera strangar kröfur til frammistöðunnar," segir Kristinn. Nú berst talið að þeirri tónlistar- menningu sem allt ætlar að yfir- gnæfa — dægurtónlistina sem framleidd er í vélum og rennur út úr þeim í síbylju, yfirleitt nákvæm- lega eins hvar sem er í heiminum. „Það er verið að gefa fólki steina fyrir brauð og það merkilega er að það gín við steinunum og virðist aldrei verða fullsatt af þeirn," segir Jónas. „Vönduð og varanleg tónlist á ekki upp á pallborðið hjá ijöldan- um en samt lifir hún áfram á meðan dægurbólumar springa hver af ann- arri. Eg er þeirrar skoðunar að þetta eigi m.a. rót sína að rekja til þess hve illa er staðið að tónlistar- uppeldi bama og ungs fólks í skólakerfinu. Og einmitt þetta hef- ur víðtæk áhrif, svo sem þau að fjöldinn allur af fólki kann ekki að hlusta á alvarlega tónlist eða vand- aða tónlist sem gerir kröfur til áheyrandans. Mötunin verður alls- ráðandi." Vetrarferðina flytja Jónas og Kristinn einungis á Isafírði að þessu sinni, en þegar líða tekur að vetri hefst flutningurinn fyrir alvöru. Gert er ráð fyrir tónleikum í Reykjavík og víða um landið. Á öðmm stöðum fyrir vestan sem för- inni er heitið til verður flutt einskon- ar blönduð dagskrá sem kemur von bráðar út á plötu hjá Emi & Örlygi í tilefni af 20 ára afmæli útgáfufyr- irtækisins. Á þessari plötu em mörg íslenzk sönglög, auk laga eftir er- lend tónskáld. Af hinum fslenzku tónskáldum má nefna Sigvalda Kaldalóns, Áma Thorsteinsson, Þórarin Guðmundsson, Atla Heimi og Jakob Hallgrímsson. Ljóðin vom látin ráða þegar efnið var valið en þau em eftir Davíð Stefánsson, Hannes Hafstein og Halldór Lax- ness. Meðal laga á þessari plötu er Hamraborgin alþekkta sem hingað til hefur ævinlega verið sungin af tenórsöngvumm en óhætt er að fullyrða að túlkun Kristins Sig- mundssonar er afar sérstæð og líkist engan veginn því sem áður hefur heyrzt. Skagafjörður: Heyskap víða lokið Skagafirði. HEYSKAP er nú víða lokið af fyrra slætti með miklum heyjum og góðri nýtingu, en þeir sem síðast byijuðu eiga að einhveiju leyti hey úti, því að skúrir hafa gengið yfir að undanförnu. Er þetta því allmisjafnt á milli bæja hvað líður með heyskaparlok. Kartöflur em snemma á ferð- inni en síðastliðið ár þar sem síðar var sett niður og tíðarfar kaldara en í fyrra. Borgarísjaki hefur verið að þvælast hér um Skagafjörð og er hann eins og stórt vélarvana skip sem aðeins fylgir haf- straum. Hann er ýmist inni í fjarðarbotni eða út við Drangey. Mikil umferð var um verslun- armannahelgina, og sem betur fer engin vemleg slys. Aðeins einn togari er nú gerður út frá Sauðárkióki. Hann aflar vel en þó ekki nægj- anlega til að öll frystihús hafi næga atvinnu. Bætt hefur upp að fiskur hefur borist að frá öðmm stöðum. Uppihald hefur verið á róðr- um smábáta, en í gær gátu þeir komist á Skagagmnn og öfluðu þá margir af þeim mjög sæmilega. Aftur virðist vera að koma þurrkur f Skagafirði. Björn i Bæ. Norrænir tannsmiðir þinga á Hótel Loftleiðum SAMBAND norrænna tannsmiða, NTU, hélt ráðstefnu á Hótel Loft- leiðum laugardaginn 9. ágúst. Undirbúning ráðstefnunnar annaðist Samband islenskra tannsmiðaverkstæða, er jafnframt gekk i norr- æna sambandið. Ráðstefnuna sátu alls 33, þar af 10 íslendingar. Til umræðu vom einkum þróunarmöguleikar í faginu og samvinna um einstök mál. Verk- efni varðandi menntun og sérstak- lega endurmenntun vom ofarlega á baugi, þar sem sérhæfíng og kröfur um meiri fæmi og betri tæknibúnað fara sívaxandi. Tannsmiðir fara fram á að þeir hafi sjálfir hönd í bagga þegar menntun stéttarinnar er skipulögð. Islenskir tannsmiðir fá nú tæki- færi til að taka þátt í nemaskiptum og samnorrænum námskeiðum, m.a. í endurmenntun, sem stundum em flutt á milli landanna. Þar sem Norðurlandabúar þurfa engin at- vinnuleyfi, flytji þeir búferlum til annarra Norðurlanda, er afar mikil- vægt að samræma menntunarkröf- ur á þessu sviði sem öðmm. NTU nýtur íjárhagslegs stuðnings frá Norðurlandaráði. Tannsmíði fyrir Islendinga fer nú að langmestu leyti fram innan- lands, en um margra ára skeið var þessi þjónusta að vemlegu leyti keypt erlendis. Kennsla í faginu var áður stund- uð af tannlæknum í húsakynnum Tannlæknafélagsins, en undanfarin ár hefur engin kennsla farið fram. í byggingu Tannlæknadeildar Háskólans, „Tanngarði", er mjög vel búin stofa til kennslu í tann- smíði og luku erlendu gestimir lofsorði á allan útbúnað þar. Ekki er hafin kennsla í stofunni, þar sem fjárveiting hefur ekki fengist til að hrinda henni úr vör. I NTU em eigendur og starfs- menn tannsmíðaverkstæða, en á íslandi hafa starfsmenn með sér sérstakt félag, Tannsmiðafélag ís- lands. Alls munu lærðir tannsmiðir á landinu vera um 60 talsins. Á myndinni sjást fv.: Sigurbjöm Fanndal, formaður Sambands íslenskra tannsmíðaverkstæða, Thorsten Wremer, formaður Sam- bánds norskra tannsmíðaverkstæða, Elvy Nyqvist frá Félagi tann- smiða í Svíþjóð, Lars Nordberg, formaður Sambands finnskra tannsmíðaverkstæða og jafnframt forseti NTU, Agne Kfimpe frá Sambandi sænskra tannsmíðaverkstæða og Nils Bang, aðalritari NTU, frá Finnlandi. Morgunblaðið/Einar Falur íslenska landsliðið í hárgreiðslu ásamt þjálfara liðsins og sýningarstúlkum með viðhafnargreiðslur samskonar og sýndar verða í Verona. Landsliðið skipa, talið frá vinstri: Dóróthea Magnúsdóttir, núverandi íslandsmeistari, frá hársnyrtistofunni Papillu, Helga Bjarnadóttir frá hárgreiðslustof- unni Ýr, Guðfinna Jóhannsdóttir frá hárgreiðslustofunni Carmen og þjálfari liðsins John Scults frá HoUandi. Heimsmeistarakeppnin í hárgreiðslu og hárskurði: Islendingar með í fyrsta sinn Heimsmeistarakeppnin í hár- greiðslu og hárskurði verður haldin i Veróna á Ítalíu dagana 14.—16. september nk. íslend- ingar munu nú í fyrsta skipti senda lið í keppnina og hefur þjálfun keppenda staðið yfir í nokkra mánuði undir hand- leiðslu Hollendingsins John Scults sem hefur mikla reynslu af keppnum sem þessari og unnið tU fjölda verðlauna. í júnímánuði síðastliðnum fór landsliðið á viku námskeið í Hol- landi þar sem John lagði línumar fyrir þjálfun þeirra og í framhaldi af því kom hann hingað til lands nú. Torfi Geirmundsson, formaður meistarafélags hárskera, sagði í samtali við Morgunblaðið að þátt- taka íslands í heimsmeistara- keppninni yrði án efa mikil landkynning og mikill hugur væri í keppendum að standa sig sem best. „Að þessu sinni taka 42 þjóð- ir þátt í keppninni og við gemm okkur vonir um að geta náð tíunda sæti en verðum ánægð með allt fyrir ofan meðallag. I fyrra urðu Bandaríkjamenn í fyrsta sæti og Hollendingar í öðm og við emm mjög ánægð með að hafa fengið eins færan þjálfara og Scults, en það var einmitt hans lína sem Bandaríkjamenn notuðu til sigurs í fyrra." Landsliðið í hárgreiðslu var valið eftir Islandsmeistarakeppn- ina í fyrra. í hárgreiðslu keppa þær Dóróthea Magnúsdóttir, Guð- finna Jóhannsdóttir og Helga Bjamadóttir og í hárskurði þau Eiríkur Þorsteinsson, Gísli V. Þór- isson og Hugmn Stefánsdóttir. Dómarar fyrir íslands hönd verða Amfríður ísaksdóttir og Torfí Geirmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.