Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.08.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1986 35 Jean-Pierre Jac- quillat — Minning í dag fer fram í Suður-Frakk- landi útför Jean-Pierre Jaequillat sem fórst í bílslysi að kvöldi sl. sunnudags. Jacquillat-hjónin eiga sumarbústað í héraðinu Haute Lou- ire og var hann á heimleið frá kunningjafólki þegar slysið varð. Með Jacquillat er genginn góður drengur sem hafði áunnið sér virð- ingu og vináttu fj'ölda manna hér á íslandi, landinu sem hann að eigin sögn leit á sem sitt annað föðurland. Jean-Pierre Jacquillat kom fyrst hingað til að stjórna Sinfóníuhljóm- sveit íslands árið 1972 fyrir tilstilli hjónanna Barböru og Magnúsar Árnasonar, en þau höfðu kynnst honum þá nokkru áður í Frakk- landi. Árin þar á eftir kom hann oft og stjórnaði hér sem gesta- stjórnandi uns hann var ráðinn aðalstjómandi hljómsveitarinnar haustið 1980, staða sem hann hélt þar til í vor að hann kvaddi hljóm- sveitina með einhveijum stórkost- legustu hljómsveitartónleikum sem hér hafa verið haldnir. Jacquillat átti litríkan lista- mannsferil að baki. Fyrstu skref hans á tónlistarbrautinni voru sem píanóleikari í danshljómsveitum á námsárum, en hann var einnig mjög góður slagverksmaður og lék sem slíkur m.a. inn á hljómplötur með söngkonunni frægu Edith Piaf. Að loknu námi í Conservatoire Nation- al Supérieur de Musique de Paris útskrifaðist hann með fyrstu verð- laun í hljómfræði, píanóleik og leik á slagverk. Á áratugnum 1960—70 starfaði hann sem aðstoðarhljóm- sveitarstjóri við eina af bestu sinfóníuhljómsveitum Evrópu, Orchestre de Paris, og stjómaði henni á tónleikum í Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Kanada og Mexíkó og hljóðritaði auk þess hljómplötur með henni. Árið 1970 var hann ráðinn aðalstjómandi Angers- fílharmoníuhljómsveitarinnar, árið þar á eftir ráðinn aðalstjómandi ópemnnar í Lyon og Rhoue-Alpes- sinfóníuhljómsveitarinnar. Á þeim árum starfaði hann aðallega sem hljómsveitarstjóri við óperuupp- færslur og stjómaði sem gestur í mörgum af helstu ópemhúsum í Evrópu og einnig Metropolitan- ópemna í New York og New York City Opera. Á ámnum 1975—78 var hann tónlistarráðunautur Lam- oureux-hljómsveitarinnar í París og jafnframt átti hann sæti í dóm- nefndum helstu tónlistarskóla Parísar. Hann var sæmdur Silfur- orðu Parísarborgar í viðurkenning- arskyni fyrir tónlistarstörf í þágu borgarinnar. Jacquillat var fastráðinn aðal- stjómandi hljómsveitarinnar okkar haustið 1980 og hélt því starfi fram á sl. vor eins og fyrr sagði. í tón- list, eins og í öllum listgreinum, kennir ýmissa stílbragða. Með Jacquillat við stjónvölinn fékk hljómsveitin að kynnast nýjum stíl og þá sérstaklega í flutningi tónlist- ar sem kennd er við ný-klassíkina sem frönsk tónskáld í upphafi þess- arar aldar vom verðugustu fulltrúar fyrir. Það var hljómsveitinni mikill fengur að fá notið Jacquillat þennan tíma sem hann var hér og starfaði en ekki síður var það hjómsveitar- fólkinu mikil ánægja að vinna með honum. Það er ekki heiglum hent að standa frammi fyrir stómm hópi fólks sem strangur og kröfuharður stjómandi en vera jafnframt ein- lægur og persónulegur vinur þessa sama fólks. Jacquillat átti óvenju sterk ítök í hugum hljómsveitar- fólksins, naut virðingar þess en um leið innilegrar væntumþykju og vin- áttu. Hér á landi eignaðist Jacquillat fjölda vina langt út fyrir raðir tón- listarmanna, vina sem sakna nú hinnar léttu og glöðu lundar sem einkenndi hann ávallt. Svo einkennilega vildi til að sama kvöldið og Jacquillat fórst á svipleg- an hátt var sýnd í sjónvarpinu upptaka frá síðustu tónleikunum sem hann stjórnaði hér. Þar leyndi sér ekki í svip hljómsveitarfólksins þakklæti þess tií hans þegar það kvaddi hann að afloknu ströngu starfsári. Engan gat grunað að verið var að kveðja góðan vin í hinsta sinn. Sinfóníuhljómsveit íslands vottar ekkju hans, fiðluleikaranum Cecile Jacquillat, innilegustu samúð. Við vitum að hugir vina þeirra hjóna em hjá henni. Fyrir þá sem vildu senda henni kveðju er heimilisfang hennar: Mme Cecile Jaequillat Grange Haute Sauron Le Chandon S/Lyon 43400 Haute Louire France Gunnar Egilson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Stykkishólmur; Rekstur brauðgerð- arhússins gengnr vel Stykkishólmi. NÝJA brauðgerðarhúsið í Stykk- isliólmi setur svip á bæinn og hefir orðið okkur Hólmurum til mikils gagns og ánægju. Húsið var opnað á kosninga- daginn i vor og þá þegar var straumur þangað i verslunarer- indum. Guðmundur Teitsson, Guðmundur bakari. 2000. farþeginn með skemmtiferðabátnum Brimrúnu í Stykkishólmi Stykkishólmi. LAUGARDAGINN 9. ágúst kom skemmtiferðabáturinn Brimrún úr ferð um eyjasund í Breiðafirði og var margt með, en það sem olli því að fréttarit- ari lagði leið sína niður á bryggju var að í þessari ferð var 2000. farþegi Brimrúnar frá því hún hóf siglingar hér á Breiðafirði i júní sl. Svanborg Siggeirsdóttir, kona skipstjórans Péturs Ágústssonar og útgerðarstjóri bátsins, var mætt með blómvönd til að fagna við þetta tækifæri. Þegar far- þegar höfðu gengið í land var tilkynnt að nú myndi verða dregið um hver talinn yrði 2000. far- þeginn og hann fengi þau verð- laun sem í boði væru. Hóteldvöl á Stykkishólmi fyrir 2 í 2 daga. Þegar dregið var kom í ljós að hin heppna var stúlka úr Reykjavík, sem var í skemmtiferð og dvöl í Stykkishólmi. Herta Kristjánsdóttir er skrifstofustúlka hjá ferðaskrifstofunni Útsýn og henni afhenti Svanborg fagran blómvönd í tilefni þessa merkisat- burðar í sögu farþegaflutninga bátsins. Og um leið var hún boðin velkomin í dvölina á Hótel Stykk- ishólmi, en þetta kvöld var haldið eitt af hinum svokölluðu ágúst- kvöldum á hótelinu. Aðsókn að hótelinu er mjög vaxandi enda hafa aldrei verið jafn margir ferðamenn og gestir í heimsókn í Stykkishólmi og á þessu sumri. _ Árni r—i Svanborg Siggeirsdóttir afhendir Hertu Kristjánsdóttur blóm- vöndinn. bakarameistari, hefir því haft nóg að gera og baksturinn er léttari og líflegri, enda er nú flutt úr 75 ára gömlu bakaríi og í nýtt með öllum hugsanlegum tækjum. Bakaraofninn er eftir nýjustu tísku og brauðabúðin eins og best verður á kosið. Tré- smiðja Stykkishólms hf. byggði húsið eftir fyrirsögn Guðmundar og hannaði allt innan húss svo sem þægilegast gæti verið. Þarna geta 4 til 5 manns unnið að bakstri ef þurfa þykir og einnig má bæta við ef reksturinn stækk- ar. Guðmundur tjáði mér að Hólmar- ar og aðkomumenn hefðu tekið þcssum stakkaskiptum í brauðgerð ákaflega vel og sýndu í verki að þessi góða brauðgerð væri þeim mikils virði. Reksturinn hefir geng- ið vel. Nýlega var svo smekklegt skilti sett á hlið brauðgerðarhússins af Jóni Svan Péturssyni, málara- meistara og listamanni, og fannst fréttamanni tilvalið að taka mynd af bakarameistara við skiltið. Ég átti stutt samta) við Guðmund bakara fyrir utan bakaríið um dag- inn. „Munurinn er gífurlegur, að koma úr þessu gamla húsi sem var að syngja sitt síðasta. Vissulega hafði það þjónað lengi og vel og það er nú svo, það þarf alltaf vissan kjark til að hefjast handa á ný. En hitt er satt að áður kveið ég oft fyrir að bytja á gamla staðnum, en nú er tilhlökkunin í fyrirrúmi og það er gaman að vinna í svona fal- legu húsi og með nýjustu tækninni.“ ^ Og í öllu sést gleðin hans Guðmund- ar, og þegar hún er ívafin bjartsýni njóta Hólmarar og aðrir þess í ljóm- andi brauðum og fjöldamörgum kökutegundum. — Árni nasultur og marmdaði beint á brauðið Þeir sem hafa smakkað sultuna og marmelaðið okkar vita hvað við tölum um þegar við segjum að hún sé frábærlega góð og ódýr, enda fer aðdáendum hennar fjölgandi. Kjarnasultan er unnin úr ferskum ávöxtum. Ef þú hefur ekki smakkað sultuna og marmelaöið frá Kjarnavörum skaltu ekki geyma það lengur. Kjarnavörur Eirhöfda 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.