Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 57 Vantar þig góða aukavinnu Við viljum ráða duglegt og hresst sölufólk bæði í dag og kvöldvinnu. Góðar aukatekjur fyrir t.d. skólafólk og húsmæður. Tilvalin fjár- öflunarleiðfyrirfélagasamtök. Nánari upplýs- ingar í síma 82300 næstu daga. Frjálst framtak Ármúla 18, sími82300. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður FÓStra óskast við dagheimili ríkisspítala, Sólbakka við Vatnsmýrarveg. Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í síma 22725. Læknaritari óskast við krabbameinslækn- ingadeild. Hlutastarf kemur til greina. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásamt góðri íslensku- og vélritunarkunnáttu. Upplýsingar veitir læknafulltrúi krabbameins- lækningadeildar í síma 29000. Starfsfólk óskast við ræstingadeild Kópa- vogshælis nú þegar. Upplýsingar veitir ræstingastjóri Kópavogshælis í síma 41500. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á vökudeild, ungbarnadeild og skurð- lækningadeild. FÓStrur óskast nú þegar við Barnaspítala Hringsins. Sjúkraliðar óskast til afleysinga á dag- deild Kvennadeildar frá 1. sept. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkr- unarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Reykjavík 31. ágúst 1986. Við lifum ekki öll á því að klippa hvert annað Ein helsta stoð góðra lífskjara í hverju landi er þróttmikill og framsækinn framleiðsluiðnaður. Við í Hampiðjunni, öflugasta plastiðnaðarfyr- irtæki landsins, erum stolt af okkar framlagi. — Vilt þú siást í hópinn? Nú þegar skólafólkið hverfur á braut, vantar nokkuð af duglegu og samviskusömu fólki til framtíðarstarfa, enda mikið að gera á næstunni. Við getum boðið: Góða tekjumöguleika. Hressa vinnufélaga og öflugt starfsmanna- félag. Góða staðsetningu við Hlemm. Akstur frá Breiðholti og Kópavogi til verk- smiðju á Bfldshöfða. Tvískiptar vaktir eða næturvaktir eingöngu. 3ja rása heyrnarhlífar með útvarpi. Hampiöjan er eitt helsta iönfyrirtæki landsins meö á 5ta hundraö millj- ón króna veltu og 200 starfsmenn. Þaö rekur m.a. eina stærstu og fullkomnustu trollnetaverksmlðju á sínu sviði í heiminum og flytur út yfir 40% netaframleíöslunnar. Fyrirtækiö framleiöir úr plasti: • trollnet, gam og kaöla fyrir sjávarútveg • heybindigarn fyrir landbúnaö • plaströr fyrir byggingariönaö • endurunniö plast til útflutnlngs HAMPIÐJAN Framsækið fyrirtæki iplastiðnaði Stakkholti 2-4 og Bíldshöfða 9. íþróttamiðstöð Seltjarnarness Starfsmaður óskast til baðvörslu (kvenna- böð), ræstinga og fleiri starfa. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra í síma 611551. Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsmenn til eftirfarandi starfa strax: 1. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Arnar- berg og þroskaþjálfa eða stuðnings- fóstru í þrjár stundir eftir hádegi. 2. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Norður- berg og þroskaþjálfa eða stuðnings- fóstru í tvær stundir fyrir hádegi. 3. Fóstrur eftir hádegi á leikskólann Álfa- berg. 4. Fóstru í fullt starf í 3 mánuði á skóladag- heimilið við Kirkjuveg 7. 5. Dagvistarfulltrúi óskast í hálft starf á félagsmálastofnun Hafnarfjarðar í óá- kveðinn tíma. Upplýsingar veitir dag- vistarfulltrúi. 6. Staða félagsráðgjafa á félagsmálastofn- un Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Helmingur stöðunnar er afleysingastaða í 8 mánuði. Upplýsingar um stöðuna veitir félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf skulu fylgja framangreindum umsóknum. Um- sóknareyðublöð fást á félagsmálaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 4. Umsóknarfrest- ur er til 9. september. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. Líffræðistofnun Háskóla íslands óskar að ráða til starfa sérfræðing í líftækni Við leitum að áhugasömum manni sem getur unnið sjálfstætt. Starfið felst einkum í vinnu með ýmsar tegundir örvera og mælingum á ensímvirkni. Umsækjandi þarf að hafa reynslu í almennri rannsóknastofuvinnu svo og vinnu með hreinræktir og dauðhreinsuð efni og áhöld. Æskileg menntun er masters- og doktors- próf í örverufræði, lífefnafræði, sameindalíf- fræði eða skyldum greinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil, rannsóknir og fyrri störf sendist til Örveru- fræðistofu Líffræðistofnunar Háskólans, Sigtúni 1, 105 Reykjavíkur. Frekari upplýsingar veita Jakob. K. Kristjáns- son og Guðni Á. Alfreðsson í síma 688447. Starfskraftar Óskum eftir tveimur stúlkum til ýmissa af- greiðslustarfa. Um er að ræða heils- og hálfsdags vinnu. Uppl. hjá verslunarstjóra, ath. uppl. ekki veittar í síma. Aðstoðarfólk Brauðgerð Mjólkursamsölunnar þarf að ráða til sín starfsfólk í ýmis störf. Meðal annars í vinnu við: 1. Pökkun á brauðum (unnið á kvöldin). 2. Ýmis aðstoðarstörf við framleiðslu í brauða- og kökudeild. Allar nánari upplýsingar gefa verkstjórar í brauðgerðinni að Brautarholti 10 (gengið inn frá Skipholti). Brauðgerð Mjólkursamsölunnar Matreiðslumenn Fyrirtækið er nýiegur veitingastaður í Reykjavík. Störfin felast í matreiðslu á skyndibitum, en fyrirhugað er að bæta við réttum á matseðil staðarins. Hæfniskröfur eru að viðkomandi séu já- kvæðir og eigi auðvelt með að umgangast fólk. Eingöngu er leitað að menntuðum mat- reiðslumönnum. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í september nk. Vinnuti'mi eru 12 klst. vaktir, 15 vaktir í mánuði. Umsóknarfrestur er til og með 19. ágúst 1986. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Aíleysinga- og rádningaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustig la — 101 Reykjavik - Sími 621355 Verkfræðingur Tæknifræðingur Ein öflugustu hagsmunasamtök landsins, óska að ráða tæknimenntaðan starfsmann, til starfa, fljótlega. Skilyrði að viðkomandi sé byggingar- eða rekstrarverkfræðingur eða tæknifræðingur með hliðstæða menntun, ásamt nokkurra ára starfsreynslu. Starfið felst m.a. í ráðgjöf við fyrirtæki til hagræðingar í rekstri, skipulagningu nám- skeiða og leiðbeinendastörf ásamt þátttöku í gerð kjarasamninga. Leitað er að hugmyndaríkum aðila, með trausta og örugga framkomu, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, sem er fljótur að til- einka sér og komast inn í ný mál. Launakjör samningsatriði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar, fyrir 14. sept. nk. (tIIÐNI ÍÚNSSON RÁÐCJÖF &RÁÐNI ! NCARÞJÓN USTA TÚNOÖTU 5. 101 REYKJAVIK - - PÓSTHOLF 693 SÍMl 621322 KjöcbúS Louhólum 2 - 6 8fml 74100 Tölvuinnsláttur Við leitum að aðila með verslunar- eða stúd- entspróf og góða vélritunarkunnáttu eða reynslu við innskrift til starfa. Nánari upplýsingar á skrifstofu. CjtJÐNT TÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐNl NGARÞJÓN USTA TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVtK - PÓSTHÓLF 693 SlMl 621322 Kranamenn Vanir kranamenn óskast á byggingakrana. Upplýsingar í síma 688882 og í síma 53537. Álftarós hf. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.