Morgunblaðið - 19.09.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1986
17
Stykkishólmur:
Óvisst um þátttöku
kaupfélagsins í
sauðfjárslátrun
Stykkishólmi.
Réttardagur er ekki langt und-
an og hefur hann alltaf hér um
slóðir sett svip á umhverfið og
svo mun víðar vera. Þá flykkjast
bæði börn og fullorðnir til að
skoða safnið en svo kemur að
siáturtíð og undan henni verður
ekki komist. I Stykkishólmi hef-
ur lengst af verið rekið sláturhús
og nú síðustu árin hafa bæði
Hólmarar og Grundfirðingar
nýtt sér það.
Eigendur þess eru vöruhúsið
Hólmkjör í Stykkishólmi, verslunin
Grund í Grundarfírði, eign Emils
Magnússonar, og svo kaupfélögin,
bæði í Grundarfírði og Stykkis-
hólmi. Nú er ekki vitað um þátttöku
Kaupfélags Stykkishólms þótt það
sé eigandi að hluta, en það hefur
alla tíð slátrað þar fé því sem það
hefur fengið hjá bændum.
Nú hefur félagið fengið greiðslu-
stöðvun hjá sýslumanni og er nú
fjarstýrt af kaupfélaginu í Búðardal
og hafa heyrst þær raddir að öllu
því fé sem lagt verður inn í kaup-
félagið verði í haust ekið í Búðardal
þótt mönnum þyki það ólíklegt og
ekki í samræmi við stefnu kaup-
félagsins, en auðvitað getur allt
skeð.
Þessi greiðslustöðvun og svo hitt
að kaupfélagið ráði nú ekki lengur
gjörðum sínum, hefur áhrif á fram-
hald þess. Sláturhúsið var endur-
byggt og viðbyggt nú fyrir skömmu
með æmum kostnaði og mun sá
kostnaður hafa haft sín áhrif á þró-
un verslunarinnar í Stykkishólmi.
Ámi
Norröna leigð
danska rauða
krossinum
UNDIRRITAÐUR hefur verið
samningur milli Smiril Line og
danska rauða krossins um leigu
á „Norröna" frá 24. september
til 1. mars 1987.
Jónas Hallgrímsson umboðsmað-
ur Smiril Line á Islandi sagði að
samningurinn gerði ráð fyrir að
danski rauði krossinn nýtti skipið
fyrir flóttamenn sem koma til Kaup-
mannahafnar. „Með þessum
samningi hefur afkoma fyrirtækis-
ins verið tryggð," sagði Jónas. í lok
maí á næsta ári hefjast siglingar
feijunnar ti) Islands á ný.
Bláhvammur
í Reykjahverfi:
Gistiheimilið
opið allt árið
STARFSEMI Ferðaþjónustu
bænda á Bláhvammi í Reykja-
hverfi i Suður-Þingeyjarsýslu
hefur gengið vel að sögn þeirra
Jóns Frímanns og Steinunnar
Bragadóttur, sem reka þar gisti-
heimili.
Á vegum Ferðaskrifstofu bænda
eru rekin gistiheimili á 72 bæjum
víðs vegar á landinu, en gistiheimil-
ið í Bláhvammi er fárra, sem opið
er allt árið. í sumar gistu um 240
íslendingar á Bláhvammi og 70
útlendingar. Gist er í sérhúsi og er
sundlaug á bænum. Boðið er ýmist
upp á uppbúið rúm eða svefnpoka-
pláss og morgunverð og hálft eða
fullt fæði.
Bláhvammur er miðja vegu milli
Húsavíkur og Mývatns og er náð í
fólk út á Húsavíkurflugvöll, sé þess
óskað.
/MIKLIG9RDUR
MIKIÐ FYRIR LfTIÐ
St. 36-41
Litir: Svart. hvítt
St. 37-45
Strigaskor
St. 30-46
Verö frá:
Singapore
Nylon
St. 32-46
BlL-fffe
Danmark
Leisure 2000
Leöur
St. 36-46
Litir: Svart, grátt. beige.
3 f 1«
’^SSskí
Sæií