Morgunblaðið - 28.11.1986, Síða 1
80 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
269. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Prentsmiðja Morgunbláðsins
Bandaríkin segja
skilið við SALT-2
Washington, AP.
BANDARÍKIN hyggjast í dag afnema þær takmarkanir um lang-
dræg kjarnorkuvopn, sem settar voru á sínum tima með svonefndum
SALT-2 samningi við Sovétrikin, en hann var aldrei staðfestur.
Skýrði bandariska varnarmálaráðuneytið frá þessu i gær. Var sagt,
að 131. 8prengjuflugvélinni af gerðinni B-52 yrði flogið á áfangastað
i Texas. Sprengjuþota þessi er búin stýriflaugum og með þvi að
gera hana tilbúna til notkunar, verður farið út fyrir mörk SALT-2
samningsins varðandi fjölda kjarnorkusprengja og flugvéla, sem
flutt geta stýriflaugar.
„Þessi ráðstöfun er afleiðing
þeirrar ákvörðunar forseta Banda-
ríkjanna frá því 27. maí sl. um, að
ákvarðanir nú og í framtíðinni varð-
andi langdræg kjamorkuvopn
okkar, verða að byggjast á hemað-
arhagsmunum Bandaríkjanna í
heild og þeirri ógnun, sem við stönd-
um andspænis," sagði í tilkynningu
vamarmálaráðuneytisins.
Sovétríkin hyggjast grípa til af-
Kínverskir bændur
eggjaðir lögeggjan:
Látið hagn-
aðarvonina
lýsa ykkur
Peking, Reuter.
KÍNVERSKUR f rammámaður
hvatti í gær bændafólk í landinu,
800 milljónir manna, til að varpa
af sér oki f ortíðarinnar og gerast
nýir menn, hafa fésældina að
leiðarljósi en ekki gamla for-
dóma.
Préttastofan Nýja Kína hafði það
eftir Wan Li, aðstoðarforsætisráð-
herra, að bændur í betri sveitum
þyrftu ekki lengur að bera kviðboga
fyrir morgundeginum og stefndu
nú „að því að bæta kjör sín með
aukinni vélvæðingu". Sagði Li, að
efnahagslegar framfarir á lands-
byggðinni væri komnar undir því,
að fólk reyndi „að hagnast sjálft
eftir öllum löglegum leiðum jafn-
framt því að leggja sitt af mörkum
til samfélagsins".
Li sagði ennfremur, að gamla
drauga frá lénstímanum, t.d. hjátrú,
giftingar til fjár, óhóf við brúðkaup
og greftranir og Qárhættuspil, yrði
að kveða niður og svo væri einnig
með þá landlægu fyrirlitningu, sem
fólk hefði á kaupmönnum.
dráttarlausra aðgerða vegna
hugsanlegra brota Bandaríkja-
manna á SALT-2 samningnum í
framtíðinni. Skýrði Boris Pyadys-
hev, talsmaður sovézka utanríkis-
ráðuneytisins frá þessu í gær. Hann
sagði jafnframt að ákvörðun
Bandaríkjamanna um að virða ekki
framar ákvæði samningsins, ætti
vafalítið eftir að hafa neikvæð áhrif
á viðræður rísaveldanna í Genf um
takmarkanir á vígbúnaði.
Búizt var við fremur neikvæðum
viðbrögðum sumra bandalagsríkja
Bandaríkjanna innan Atlantshafs-
bandalagsins gagnvart ákvörðun
Bandaríkjastjómar. Þannig var haft
eftir Hans van den Broek, utanríkis-
ráðherra Hollands í gær, að þessi
ákvörðun væri „óheppileg í stjóm-
málalegu tilliti" svo skömmu eftir
leiðtogafundinn á íslandi.
170 millj-
ónirílottói
Gillian Boyd frá Colorado
Springs og maður hennar
fagna stærsta vinningi, sem
nokkru sinni hefur fengist í
sögu ríkislottós i Colorado-
ríki. Hún vann hvorki meira
né minna en 4,2 miiy. dollara
(nærri 170 millj. ísl. kr.) nú í
vikunni. Það var því ástæða
til að fagna.
Kalkúni íþakkargjörð
Svonefnd þakkargjörðarhátíð var í gær í Bandaríkjunum. Þar
er það tíl siðs, að menn færi kalkún að gjöf í tilefni hátíðarinn-
ar, enda er sá fugl þar vinsælasti hátíðarmaturinn. Mynd þessi
sýnir Chad Larson, 13 ára gamlan pUt, færa Reagan forseta
kalkún við sérstaka athöfn, sem fram fór i Hvita húsinu í gær.
Tekið skal fram, að þessi fugl fær að lifa, þvi að eftir athöfn-
ina var honum komið fyrir i fugla- og dýrasafni i nágrenninu.
V estur-Þýzkaland:
Sýrlenzkum
sendimönn-
um vísað burt
Bonn, Reuter, AP.
VESTUR-ÞÝZK stjórnvöld
vísuðu i gær fimm sýrlenzkum
sendistarfsmönnum úr landi
vegna óyggjandi sannana um, að
sýrlenzkur sendistarfsmaður
hefði átt aðild að sprengjutU-
ræði, sem tveir Jórdaniumenn
stóðu fyrir i Vestur-Berlín í marz
sl. Yfirherstjórn Vesturveldanna
þriggja í Vestur-Berlín gerði
jafnframt ótilgreindan fjölda
Sýrlendinga brottrækan úr borg-
inni.
Friedhelm Ost, talsmaður vestur-
þýzku stjómarinnar sagði, að hún
myndi ekki skipa nýjan sendiherra
í Sýrlandi um ótiltekin tíma, en
sendiherra Vestur-Þýzkalands þar
fór þaðan 16. nóvember sl.
Þessar ráðstafanir komu í kjölfar
dóma, sem kveðnir voru upp yfír
tveimur Jórdaníumönnum í gær.
Þeir heita Ahmad Hasi og Farouk
Salameh. Komu þeir fyrir sprengju
í samkomuhúsi í Vestur-Berlín 29.
marz sl. Þrír menn fórust í spreng-
ingunni og um 200 manns slösuðust.
Hasi var dæmdur í 14 ára og Sal-
ameh í 13 ára fangelsisvist. Þeir
báru það fyrir rétti, að þeir hefðu
fengið sprengjuna, sem þeir notuðu,
frá sýrlenzka sendiráðinu í Austur-
Berlín.
Los Angeles Times:
Oliver North eyðilagði
fjölda af leyniskjölum
Los Angeles, Reuter, AP.
BLAÐIÐ Los Angeles Times hélt þvi fram í gær, að Oliver North
ofursti hefði eyðilagt mörg leyniskjöl um þátt annarra embættis-
manna í vopnasendingum Bandaríkjamanna tíl írans og í þvi að
koma hagnaðinum af sölu þeirra i hendur Contra-skæruliðum i
Nicaragua. Á North að hafa eyðilagt skjölin um síðustu helgi.
North ofursti var áður háttsett-
ur starfsmaður þjóðaröryggisráðs
Bandaríkjanna, en var leystur frá
störfum á þriðjudag. Hafði Los
Angeles Times það eftir ónafn-
greindum heimildum í Washington,
að hin týndu skjöl hefðu fyrst og
fremst haft að geyma upplýsingar
um þátt annarra embættismanna
stjómarinnar í að koma fé fyrir
vopnasendingamar til skæruliða í
Nicaragua. Málið hefði nú verið
fengið alríkislögreglunni (FBI) til
meðferðar og ætti hún að rann-
saka, hvort rétt væri, að mikilvæg
leyniskjöl um málið hefðu verið
eyðilögð.
Sovietskaya Rossiya:
Mistök, bruðl og léleg skipu-
lagning valda rafmagnsskorti
Moskvu, Reuter.
Á ÞESSUM vetri horfast Sovét-
menn ( augu við alvarlegan
rafmagnsskort og eru ástæð-
urnar sagðar vera mistök og
slys, botnlaust bruðl, illa þjálf-
að starfsfólk og ómöguleg
skipulagning. Dagblaðið Sovi-
etskaya Rossiya skýrði frá
þessu í gær.
í greininni, einhverri óvægnustu
gagnrýni á ástandið í sovéskum
orkumálum, sem birst hefur í sov-
ésku blaði, sagði, að annar
kjamakljúfurinn f Kalinin-orku-
verinu hefði verið tekinri í notkun
nú nýlega þótt hann hefði átt að
vera tilbúinn í ársbyijun. Væri
þar um að kenna lélegri skipu-
lagningu, sem ásamt Chemobyl-
slysinu og þurrkum í sumar
legðust nú á eitt við að valda raf-
magnsskorti og vandræðaástandi.
„Erfíðasti tíminn er þó enn
framundan," sagði f blaðinu, sem
benti á, að þótt stjómendum orku-
veranna hefði fyrir tveimur
mánuðum verið skipað að auka
rafmagnsframleiðsluna eftir
mætti, virtist sem það ætlaði lítinn
árangur að bera. Var það nefnt
sem dæmi, að á síðasta vetri hefðu
12% orkunnar farið fyrir ofan
garð og neðan af ýmsum ástæðum
og þannig væri það enn.
í Sovietskaya Rossiya sagði,
að leiðtogar kommúnistaflokksins
hefðu sérstakar áhyggjur af hve
tæknileg geta orkuveranna væri
illa nýtt. Stafaði það af því hve
starfsfólkið fengi slæma þjálfun
og af agaleysi og lélegum stjóm-
endum.
Greinin í blaðinu kemur í kjöl-
far áskorana á almenning um að
spara rafmagnið í vetur auk þess,
að sums staðar hefur verið gripið
til skömmtunar.
Los Angeles Times sagði það
ekki vera fullkomlega ljóst, hvort
North hefði eyðilagt skjölin, áður
en hann var yfírheyrður af Edwin
Meese dómsmálaráðherra og fleiri
háttsettum embættismönnum úr
bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
Blaðið hafði það eftir heimildar-
mönnum sínum, að sennilega hefði
North farið á skrifstofu sína á
sunnudaginn var og eyðilagt skjöl-
in, en skrifstofa hans var í bygg-
ingu skammt frá Hvíta húsinu í
Washington. Hefði þetta gerzt ein-
um og hálfum sólarhring, áður en
öryggisverðir voru sendir á vett-
vang síðdegis á þriðjudag, til að
breyta læsingum að skrifstofu
Norths og skjalaskápum þar.
Blaðið hélt því ennfremur fram,
að North væri nú í senn hryggur
og reiður yfír brottvikningunni,
enda þótt hann hefði tekið henni
með jafnaðargeði í upphafi.
Sjá ennfremur fréttir á bls. 28.