Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 2

Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 2
2 MORGUtíéLAéÍlj; tuáTÍJDAGUR 28. NÓVÉMBER Íd86 Fimm umsóknir um flugrekstrarleyfi FIMM umsóknir um flugrekstrarleyfi hafa að undanförnu komið til samgönguráðuneytisins, og hefur flugráð þegar mælt með tveimur umsóknanna, ein er í athugun hjá loftferðaeftirliti en flugráð hefur óskað eftir að frekari upplýsingar verði látnar fylgja tveimur um- sóknanna. Þeir aðilar sem sótt hafa um flug- rekstrarleyfi eru Flugstöðin, Flug- skólinn Freyr, Þotuflug, Guðni Þórðarson og Guðbrandur Jónsson. Flugstöðin sótti um endumýjun á sínu leyfi, og hefur fengið jákvæða umsögn hjá flugráði, svo og Flug- skólinn Freyr, en umsókn skólans takmarkaðist við flugkennslu. Þota Þotuflugs hefur hingað til verið rekin á flugrekstrarleyfi Flug- stöðvarinnar, með samþykki samgönguráðuneytisins, en félagið hefur nú sótt um sérstakt flug- rekstrarleyfi. Að sögn Leifs Magnússonar formanns Flugráðs er búist við því að sú umsókn verði afgreidd frá flugráði í næstu viku en loftferðaeftirlitið fjallar nú um umsóknina. Umsóknir Guðna Þórðarsonar fyrrverandi forstjóra Sunnu og Guðbrands Jónssonar eru í biðstöðu þar sem Flugráð hefur óskað eftir að þeir afhendi samgönguráðuneyt- inu skrifleg gögn með umsóknun- um. Frá spástefnu Stjórnunarfélagsins. Gunnar Hansson, forstjóri IBM á Islandi og fundarstjóri í ræðustól, en næstur honum er Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra og þá Þórður Friðjónsson, efnahagsráðgjafi rikisstjórnarinnar og formaður Stjórnunarfélagsins. Spástefna Stjórnunarfélags íslands: Verðlagsþróunin næsta ár ræðst af kjarasamnmgum Björn B. Björnsson Lést í bílslysi í Skaftártungu MAÐURINN sem lést í bílslysi við Hrífunes í Skaftártungu á miðvikudag hét Bjöm Berg- steinn Björasson. Bjöm heitinn var fæddur 3. okt- óber 1918. Hann var til heimilis að Sólheimum 30 í Reykjavík. Bjöm lætur eftir sig eiginkonu, Ólöfu Helgadóttur, og fjögur uppkomin böm. Ólöf liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir slysið. Markmið ríkisstjórnar er 5% verðbólga, fyrirtækin spá um 12% verðbólgu, en hún gæti allt eins farið upp í 30% K-in tvö, þ.e. kjarasamningamir sem nú era hafnir og kosningarnar til Alþingis í vor, eru þeir tveir þættir sem gera mönnum erfiðast fyrir að spá um framvinduna í efnhagslífi íslendinga á árinu 1987. 011 ytri skilyrði gefa hins vegar eindregið til kynna að það ár geti orðið tímabil aukinnar hagsældar og áframhaldandi góðæris, en kjarasamningarair munu hafa úrslitaáhrif á það hvort unnt reynist að tryggja þann árangur sem náðst hefur í efnahagsstjórauninni á þessu ári. Þetta má segja að hafi verið niðurstaða spástefnu Stjóraun- arfélags íslands sem haldin var í gær. Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- úrslitaáhrif á framvindu efnahags- herra, lýsti á spástefnunni mark- miðum ' ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum fýrir næsta ár og að þar stæðu menn frammi fyrir því að tryggja til frambúðar þann árangur sem náðst hefði á yfir- standandi ári í því að stuðla að stöðugu verðlagi með heildarað- gerðum. Þorsteinn sagði að þar myndi skipta sköpum hvemig til tækist með þá kjarasamninga sem nú stæðu fyrir djmum. Gert væri ráð fyrir að ef allt gengi upp eins og að væri stefnt þá gæti verð- bólgan verið komin niður undir 5% á næsta ári. Niðurstaða kjarasamn- inganna myndi hins vegar hafa málanna á næsta ári. Óvissan í kjaramálunum virðist mjög hafa mótað spár níu íslenskra fyrirtækja sem þátt tóku í að spá um þróun ýmissa hagstærða á næsta ári og vom áætlanir þeirra um t.d. verðbólguþróunina talsvert svartsýnni heldur en lýsir sér í markmiðum ríkisstjómarinnar. Ef tekið er meðaltal af spám fyrirtækj- anna um þróun framfærsluvísi- tölunnar á næsta ári þá spá fyrirtækin því að hún hækki um 12,2%. Með sama hætti spáðu fyrir- tækin að byggingarvísitalan hækkaði um 13,6% ef tekið er meðaltal allra spánna og að lánskjaravísitalan hækkaði um 12,1%. í spá um þróun launa var meðaltalsspá fyrirtækjanna að þau myndu hækka um 14,73% á árinu 1987 en hæsta spá einstaks fyrir- tækis hljóðaði upp á 24,7% hækkun en hin lægsta upp á 8,2% hækkun launa. Ragnar Árnason, lektor, sýndi hins vegar í erindi sínu með tveim- ur dæmum hversu lítið má út af bregða til að íslendingar fari aftur að upplifa gamalkunnar verðbólgu- tölur. í öðm dæminu, sem hann kallaði Iágmarksspá, gerði Ragnar ekki ráð fyrir neinum raunlauna- hækkunum en reiknaði hins vegar með 1,5% launaskriði og að raun- gengi krónunnar hækkaði um 3% frá því sem nú er. í síðara dæminu, hámarksspánni, reiknaði Ragnar hins vegar með 7,5% raunlauna- hækkun á árinu 1987, neikvæðu launaskriði um 1% og óbreyttu raungengi. Samkvæmt lágspánni yrði verð- bólgan á árinu 1987 svipuð og hún er nú eða um eða yfír 11% á 12 mánuðum miðað við breytingu visi- tölu framfærslukostnaðar. Sam- kvæmt háspánni myndi verðbólgan hins vegar fara sívaxandi á árinu 1987 og komast í rúm 26% í árslok miðað við 12 mánaða breytingu verðlags. Verðbólguhraðinn yrði þá kominn yfír 30%. Ragnar kvað hins vegar lfklegast að verðbólgan yrði einhversstaðar á milli þessara tveggja dæma og ljóst væri að ekki mætti mikið út af bregða í raun- gengi eða kjarasamningum til að verðbólgan verði í efri kantinum eða jafnvel yfír háspánni. Kalsaveðri spáð um helgina ÚTLIT er fyrir snjókomu um norðanvert landið í dag, en léttara verður yfir veðri sunn- anlands. Á morgun snýst þetta við, þá verður úrkoma á sunnanverðu landinu, en norðanmenn fá hlé. Um helg- ina verður kalt í veðri og skiptast á norðan- og sunnan- áttir. Nefnd sem kannaði innlendan skipasmíðaiðnað: Brýnt að stöðva streymi verkefna út úr landinu FISKVEIÐASJÓÐUR hefur á þessu ári veitt leyfi fyrir smíði 13 nýrra skipa, en af þeim verða aðeins tvö smíðuð hér á landi. Nær allar viðgerðir og endurbætur á íslenskum fiskiskipum verða fram- kvæmdar erlendis. Til þessara verkefna verður varið meira en einum miUjarði króna. Þessar upplýsingar komu fram á fundi sem nefnd aðila málmiðnaðarins og iðnaðarráðuneytisins hélt í gær. Þar voru kynntar tillögur sem eiga að stemma stigu við streymi verkefna í skipasmíði út úr landinu. „Við teljum okkur ekki vera að hrópa úlf- ur, úlfur,“ sagði Jósef H. Þorgeirsson, forstjóri skipasmíðastöðvar Þorgeirs og EUerts á Akranesi, „aUt útlit er að yfir þennan iðnað sé að riða holskefla sem óvist er hvort hann geti þolað.“ 1 nefndinni sitja fulltrúar Sam- bands málm- og skipasmiðja, Skipasmíðasambands íslands og iðnaðarráðuneytisins. Að sögn nefndarmanna hefur nýsmíði físki- skipa nánast legið niðri undanfarin þijú ár. í tillögum hennar kemur fram að tilboð frá íslenskum skipa- smíðastöðvum njóta ekki jafnréttis gagnvart erlendum tilboðum og er það talin undirrót ástandsins. „Við viljum að sjónarmiða innlends 8kipasmíðaiðnaðar verði gætt við opinberar lánveitingar, og að veittar verði bankaábyrgðir vegna verk- efna innanlands, en ekki eingöngu þegar verkefni eru unnin erlendis eins og nú tíðkast,“ sagði Skúli Jónsson, Sambandi málm- og skipa- smiðja og formaður nefndarinnar. „Nefndin telur að innlendar skipa- smíðastöðvar séu fyllilega sam- keppnisfærar við þær erlendu bæði hvað varðar verð og gæði. Útgerð- armenn virðast hengja sig í það að innlendar stöðvar standi ekki við skilafrest verkefnanna, en eins og nýleg dæmi sanna er þetta síst meira vandamál hér á landi en er- lendis." Sagði hann að í mörgum tilvikum virtust íslensk fyrirtæki algjörlega sniðgengin, og ekki gef- inn kostur á því að gera tilboð í verkefni innanlands. Nefndin leggur til að ríkisstjómin beiti sér fyrir því að veitt verði lán fyrir 80% af kostnaði við verkefni skipasmíðastöðvanna, til 7-8 ára, og einn sjóður annist lánveitingam- ar. Þetta yrði framkvæmt þannig að fiskveiðasjóður skuldbreytti lán- unum að hluta eða öllu leyti miðað við þær reglur sem hann vinnur eftir. í vissum tilvikum myndi ríkið einnig veita sk. „samkeppnislán". Nefndin vill að fyrirtæki í málm- iðnaði taki upp meiri samvinnu um tilboð. Einnig verði komið á vakta- vinnu til þess að verktími styttist. Eitt höfuðvandamál iðngreinarinn- ar er að mati nefndarmanna skortur á undirbúningi og skipulagi verk- efna. Það sé löstur útgerðarmanna, opinberra aðila og stjómenda stöðv- anna að taka ákvarðanir með of stuttum fyrirvara, og enginn hafi rænu á að jaftia verkefíium niður. LEIT að mönnunum tveimur, sem saknað hefur veríð frá þvi að Arnar ÍS 125 fannst strandaður á sunnudag, hefur enn engan árangur boríð. Mennimir heita Jón Eðvalds- son, skipstjóri og eigandi bátsins. Jón er búsettur að Suðurgötu 28 í Sandgerði. Hann er 53 ára að aldri, fæddur 20. janúar 1933. Jón er kvæntur og á þrjú uppkomin böm. Félagi Jóns heitir Jóhannes Pálsson og er búsettur að Suður- götu 16 í Sandgerði. Jóhannes er 35 ára að aldri, fæddur 31. maí 1951. Hann er kvæntur og á þijú böm. Leit að mönnunum tveimur stendur enn yfír. Leitarmenn hafa gengið §ömr og á næstunni verð- ur fengin neðansjávarmyndavél til að kanna hafsvæðið úti fyrir ströndinni þar sem báturinn fórst. Jón Eðvaldsson Jóhannes Pálsson Sjómannanna enn saknað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.