Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
Þjóniistumiðstöð fyrir
aldraða tekin í notkun
ÞJÓNU STUMIÐSTÖÐ aldraðra
að Hvassaleiti 56-58 var form-
lega tekin í notkun í gær. Við
hátíðlega athöfn þar sem húsn-
æðið var afhent félagsmálanefnd
til umsjónar sagði Davíð Odds-
son, borgarstjóri, að þetta væri
í fyrsta sinn sem borgin ætti sam-
vinnu við verkalýðsfélag um
bygginu þjónustukjarna. Mið-
stöðin er á jarðhæð fjölbýlishúss
Verslunarmannaf élags
Reykjavíkur.
Gert er ráð fyrir því að íbúar
hússins og hverfísins geti notfært
sér þjónustuna jöfnum höndum.
Stefnt er að fjölbreyttu tómstunda-
starfí, og verður sérstakt þriggja
manna öldungaráð forstöðumanni
til ráðgjafar við uppbyggingu
starfsins. í húsinu er m.a. til staðar
mötuneyti, setustofa, leikfímisalur,
vinnuherbergi, snyrti- og hár-
greiðslustofa auk aðstöðu til heilsu-
gæslu. Kostnaður við byggingu
þjónusturýmisins, tækjakaupa og
frágangs er áætlaður 44,5 milljónir
króna.
Reykjavíkurborg rekur félags-
miðstöðvar á átta stöðum í borginni.
Þegar miðstöðin í Norðurbrún var
tekin í notkun árið 1972 voru borg-
arbúar 67 ára og eldri tæplega
7.634, en á síðasta ári var tala
þeirra 10.100. Gert er ráð fyrir því
að ný félags- og þjónustumiðstöð í
húsi Samtaka aldraðra við Bólstað-
arhlíð verði tekin í notkun á næsta
ári, og verið er að hanna miðstöð
aldraðra á homi Vesturgötu og
Garðastrætis.
Kristileg útvarpsstöð
hefur út sendingar
KRISTILEG útvarpsstöð hefur
hafið tilraunaútsendingar á FM-
bylgju 102,9. Formleg opnun
stöðvarinnar, sem ber heitið
ALFA FM-109,2 verður á sunnu-
dag kl. 14.
I frétt frá forráðamönnum stöðv-
arinnar segir að útsendingar hennar
verði fyrst um sinn bundnar við
Reykjavík og nágrenni, en þær ná-
ist einnig í Keflavík og á Akranesi.
Efni stöðvarinnar verður boðun
kristinnar trúar og verða á daginn
ýmsir tónlistar-_og viðtalsþættir um
kristilegt efni. Á kvöldin sér kristið
fólk um boðum fagnaðarerindisins
með ýmsum hætti og verður t.d.
útvarpað frá samkomum. Efni
stöðvarinnar er ætlað fyrir alla ald-
urshópa.
Fjármögnun stöðvarinnar bygg-
ist annars vegar á auglýsingum á
daginn og fijálsum framlögum og
stuðningsaðilum á kvöldin. Út-
varpsstjóri er Eiríkur Sigurbjöms-
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gær: Viö vesturströnd landsins er 970 milli-
bara djúp víöáttumikil lægð sem þokast noröaustur.
SPÁ: Norðan- og norövestanátt á landinu, víða allhvass eða hvass
(7-8 vindstig) vestan- og norðanlands, en hægari í öðrum lands-
hlutum. Snjókoma eða éljagangur á Vestfjörðum og á norðurlandi
en minni úrkoma annars staðar. Hiti verður á bilinu -3 til 2 stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
LAUGARDAGUR: Austan- og noröaustanátt og hiti víðast um eða
rétt undir frostmarki. Snjókoma eða slydda sunnanlands og síðar
einnig á austurlandi, él við norðurströndina en úrkomulítið vestan-
lands.
SUNNUDAGUR: Vindur gengur í noröanátt með óljagangi um norð-
anvert landiö, en lóttir heldur til sunnanlands. Lítið eitt kólnandi
veður.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
m Hálfskýjað
A
m Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■JQ' Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
hhi veður
Akureyri 0 skýjað
Reykjavík 4 snjóél
Bergen 7 rigning
Helsinki 6 skýjað
Jan Mayen -3 skýjað
Kaupmannah. 8 léttskýjað
Narssarssuaq —8 léttskýjað
Nuuk -10 heiðskfrt
Osló 4 hálfskýjað
Stokkhólmur 7 léttskýjað
Þórshöfn 10 rignlng
Algarve 17 léttskýjað
Amsterdam 10 léttskýjað
Aþena 13 skýjað
Barcelona 16 mlstur
Beriln 8 haglél
Chicago -1 þokumóða
Glasgow 10 skúr
Feneyjar 14 helðskýrt
Frankfurt 8 léttskýjað
Hamborg 8 hálfskýjað
Las Palmas 22 láttskýjað
London 11 skýjað
Los Angeles 11 heiðskfrt
Lúxemborg S skýjað
Madrid 11 helðskfrt
Malaga 18 Mttskýjað
Mallorca 16 hálfskýjað
Miami 21 hálfskýjað
Montraal 2 alskýjað
Nice 13 skýjað
NewYork 9 léttskýjað
París 10 léttskýjað
Róm 17 þokumóða
Vín 8 skýjað
Washington 9 léttskýjað
Frá almennum undirbúningsfundi undir stofnun hlutafélags um
rekstur fiskmarkaðar í Reykjavik.
Fiskmarkaður í Reykjavík:
45 skráðu sig fyrir
tæplega 6 milljónum
Á undirbúningsfundi fyrir stofn-
fund hlutafélags um rekstur
fiskmarkaðar í Reykjavík skráðu
45 aðilar í fiskiðnaði og öðrum
atvinnugreinum sig fyrir tæp-
lega 6 milljóna króna hlutafé.
Skipuð var fimm manna undir-
búningsnefnd sem boða mun til
stofnfundar hlutafélagsins í des-
ember.
Á fundinum skýrði Gunnlaugur
M. Sigurðsson sem sat í nefnd á
vegum sjávarútvegsráðherra,
markmið með stofnun fískmarkaðar
og svaraði fyrirspumum fundar-
manna. Gunnar B. Guðmundsson
hafnarstjóri gerði grein fyrir stað-
arvali fískmarkaðarins í Faxaskála,
en Eimskipafélag íslands mun rýma
þar 1400 fermetra undir markað-
inn. Möguleikar eru á að afgreiða
þijú skip samtímis og benti Gunnar
á að stækkunarmöguleikar væru
fyrir hendi í skálanum auk þess sem
ráðgert væri að bæta aðkomu bif-
reiða að markaðinum í framtíðinni.
Gert er ráð fyrir að markaðurinn
verði tilbúinn og rekstur geti hafíst
1. febrúar nk.
í máli Davíðs Oddsonar borgar-
stjóra kom fram að borgar- og
hafnarsjóður munu hugsanlega ger-
ast hluthafar í félaginu, en hann
óskaði þess þó að félagið yrði sem
mest í einkaeign. Hann lagði
áherslu á að hér væri um tilraun
að ræða sem enginn sæi fyrir end-
ann á, en tilraun sem væri vel þess
virði að gera.
I undirbúningsnefnd eru Gunnar
B. Guðmundsson hafnarstjóri,
Ágúst Einarsson framkvæmda-
stjóri, Brynjólfur Bjamason for-
stjóri, Gísli Jón Hermannsson
útgerðarmaður og Jón Ásbjömsson
framkvæmdastjóri.
Skráning hluthafa stendur fram
til áramóta.
Hrafnkell Ásgeirsson stjómarformaður Háagranda notaði jarðýtu
er hann tók fyrstu skóflustungu að fiskmarkaði í Hafnarfirði. Hann
er fyrir miðri mynd ásamt hluthöfum, bæjarstjóraarfulltrúum og
Hafnaraefnd.
Fiskmarkaður í Hafnarfirði:
Áætlaður byggingar
kostnaður 31,8 millj.
Fyrsta skóf lustungan tekin
FYRSTA skóflustungan að 4 þús-
und fermetra húsi fyrir fisk-
markað á lóð við Óseyrarbryggju
í Hafnarfirði var tekin í gær.
Kostnaður við bygginguna er
áætlaður 31,8 milljónir króna
samkvæmt tilboði frá Hagvirki
hf. en samið hefur verið við fyr-
irtækið um byggingu hússins.
Að sögn Gunnars Rafns Sigur-
bjömssonar bæjarritara er það
hlutafélagið Háigrandi hf. í eigu
Hafnarsjóðs Hafnarfjarðar, sem sér
um byggingu hússins. Upphaflega
var stefnt að opnun fískmarkaðar-
ins við Óseyrarbryggju 1. febrúar
nk. en Gunnar Rafn sagði að tíminn
hefði reynst of naumur til þess.
„Húsið á að afhenda 1. apríl 1987
og það á að vera fullbúið 15. apríl,"
sagði Gunnar Rafn. Rekstrarfélag-
inu sem stofnað hefur verið um
rekstur fískmarkaðar hefur verið
boðið húsnæði í eigu bæjarins að
Melabraut 18 sem bráðabirgðahús-
næði fyrir markaðinn þar til nýja
húsið verður afhent.
Flotinn á landleið
LOÐNUFLOTINN hélt aftur tíl
lands í gær eftir að rokið hafði
upp með hvassviðri á miðunum
aðfaranótt fimmtudagsins. Átján
skip tilkynntu þá um afla, sam-
tals 6.970 tonn, sem fengist hafði
f nokkurra klukkustunda lá-
deyðu áður en hvassviðrið brast
aftur á.
Skipin sem tilkynntu um afla í
gær vom: Bergur VE 440 tonn,
Kap 2 VE 500, Erling KE 350,
Helga 2 RE 260, Guðmundur Ólaf-
ur ÓF 350, Öm KE 580, Bjami
Ólafsson AK 350, Magnús NK 450,
Jón Kjartansson SU 700, Fífill HF
250, Súlan EA 480, Þórður Jónas-
son EA 250, Dagfari ÞH 80,
Guðmundur VE 30, Hilmir SU 700,
Börkur NK 600, Sighvatur Bjama-
son VE 250 og Víkingur AK 350
tonn.
Á miðvikudag tilkynntu fjögur
skip um afla, samtals 2.380 tonn.
Það vom Hilmir 2 SU 590 tonn,
Keflvfkingur KE 540, Rauðsey AK
620 og Svanur RE 630 tonn.