Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.11.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 Þjóniistumiðstöð fyrir aldraða tekin í notkun ÞJÓNU STUMIÐSTÖÐ aldraðra að Hvassaleiti 56-58 var form- lega tekin í notkun í gær. Við hátíðlega athöfn þar sem húsn- æðið var afhent félagsmálanefnd til umsjónar sagði Davíð Odds- son, borgarstjóri, að þetta væri í fyrsta sinn sem borgin ætti sam- vinnu við verkalýðsfélag um bygginu þjónustukjarna. Mið- stöðin er á jarðhæð fjölbýlishúss Verslunarmannaf élags Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir því að íbúar hússins og hverfísins geti notfært sér þjónustuna jöfnum höndum. Stefnt er að fjölbreyttu tómstunda- starfí, og verður sérstakt þriggja manna öldungaráð forstöðumanni til ráðgjafar við uppbyggingu starfsins. í húsinu er m.a. til staðar mötuneyti, setustofa, leikfímisalur, vinnuherbergi, snyrti- og hár- greiðslustofa auk aðstöðu til heilsu- gæslu. Kostnaður við byggingu þjónusturýmisins, tækjakaupa og frágangs er áætlaður 44,5 milljónir króna. Reykjavíkurborg rekur félags- miðstöðvar á átta stöðum í borginni. Þegar miðstöðin í Norðurbrún var tekin í notkun árið 1972 voru borg- arbúar 67 ára og eldri tæplega 7.634, en á síðasta ári var tala þeirra 10.100. Gert er ráð fyrir því að ný félags- og þjónustumiðstöð í húsi Samtaka aldraðra við Bólstað- arhlíð verði tekin í notkun á næsta ári, og verið er að hanna miðstöð aldraðra á homi Vesturgötu og Garðastrætis. Kristileg útvarpsstöð hefur út sendingar KRISTILEG útvarpsstöð hefur hafið tilraunaútsendingar á FM- bylgju 102,9. Formleg opnun stöðvarinnar, sem ber heitið ALFA FM-109,2 verður á sunnu- dag kl. 14. I frétt frá forráðamönnum stöðv- arinnar segir að útsendingar hennar verði fyrst um sinn bundnar við Reykjavík og nágrenni, en þær ná- ist einnig í Keflavík og á Akranesi. Efni stöðvarinnar verður boðun kristinnar trúar og verða á daginn ýmsir tónlistar-_og viðtalsþættir um kristilegt efni. Á kvöldin sér kristið fólk um boðum fagnaðarerindisins með ýmsum hætti og verður t.d. útvarpað frá samkomum. Efni stöðvarinnar er ætlað fyrir alla ald- urshópa. Fjármögnun stöðvarinnar bygg- ist annars vegar á auglýsingum á daginn og fijálsum framlögum og stuðningsaðilum á kvöldin. Út- varpsstjóri er Eiríkur Sigurbjöms- VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Viö vesturströnd landsins er 970 milli- bara djúp víöáttumikil lægð sem þokast noröaustur. SPÁ: Norðan- og norövestanátt á landinu, víða allhvass eða hvass (7-8 vindstig) vestan- og norðanlands, en hægari í öðrum lands- hlutum. Snjókoma eða éljagangur á Vestfjörðum og á norðurlandi en minni úrkoma annars staðar. Hiti verður á bilinu -3 til 2 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR: Austan- og noröaustanátt og hiti víðast um eða rétt undir frostmarki. Snjókoma eða slydda sunnanlands og síðar einnig á austurlandi, él við norðurströndina en úrkomulítið vestan- lands. SUNNUDAGUR: Vindur gengur í noröanátt með óljagangi um norð- anvert landiö, en lóttir heldur til sunnanlands. Lítið eitt kólnandi veður. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað m Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■JQ' Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 ígær að ísl. tíma hhi veður Akureyri 0 skýjað Reykjavík 4 snjóél Bergen 7 rigning Helsinki 6 skýjað Jan Mayen -3 skýjað Kaupmannah. 8 léttskýjað Narssarssuaq —8 léttskýjað Nuuk -10 heiðskfrt Osló 4 hálfskýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Þórshöfn 10 rignlng Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 10 léttskýjað Aþena 13 skýjað Barcelona 16 mlstur Beriln 8 haglél Chicago -1 þokumóða Glasgow 10 skúr Feneyjar 14 helðskýrt Frankfurt 8 léttskýjað Hamborg 8 hálfskýjað Las Palmas 22 láttskýjað London 11 skýjað Los Angeles 11 heiðskfrt Lúxemborg S skýjað Madrid 11 helðskfrt Malaga 18 Mttskýjað Mallorca 16 hálfskýjað Miami 21 hálfskýjað Montraal 2 alskýjað Nice 13 skýjað NewYork 9 léttskýjað París 10 léttskýjað Róm 17 þokumóða Vín 8 skýjað Washington 9 léttskýjað Frá almennum undirbúningsfundi undir stofnun hlutafélags um rekstur fiskmarkaðar í Reykjavik. Fiskmarkaður í Reykjavík: 45 skráðu sig fyrir tæplega 6 milljónum Á undirbúningsfundi fyrir stofn- fund hlutafélags um rekstur fiskmarkaðar í Reykjavík skráðu 45 aðilar í fiskiðnaði og öðrum atvinnugreinum sig fyrir tæp- lega 6 milljóna króna hlutafé. Skipuð var fimm manna undir- búningsnefnd sem boða mun til stofnfundar hlutafélagsins í des- ember. Á fundinum skýrði Gunnlaugur M. Sigurðsson sem sat í nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra, markmið með stofnun fískmarkaðar og svaraði fyrirspumum fundar- manna. Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri gerði grein fyrir stað- arvali fískmarkaðarins í Faxaskála, en Eimskipafélag íslands mun rýma þar 1400 fermetra undir markað- inn. Möguleikar eru á að afgreiða þijú skip samtímis og benti Gunnar á að stækkunarmöguleikar væru fyrir hendi í skálanum auk þess sem ráðgert væri að bæta aðkomu bif- reiða að markaðinum í framtíðinni. Gert er ráð fyrir að markaðurinn verði tilbúinn og rekstur geti hafíst 1. febrúar nk. í máli Davíðs Oddsonar borgar- stjóra kom fram að borgar- og hafnarsjóður munu hugsanlega ger- ast hluthafar í félaginu, en hann óskaði þess þó að félagið yrði sem mest í einkaeign. Hann lagði áherslu á að hér væri um tilraun að ræða sem enginn sæi fyrir end- ann á, en tilraun sem væri vel þess virði að gera. I undirbúningsnefnd eru Gunnar B. Guðmundsson hafnarstjóri, Ágúst Einarsson framkvæmda- stjóri, Brynjólfur Bjamason for- stjóri, Gísli Jón Hermannsson útgerðarmaður og Jón Ásbjömsson framkvæmdastjóri. Skráning hluthafa stendur fram til áramóta. Hrafnkell Ásgeirsson stjómarformaður Háagranda notaði jarðýtu er hann tók fyrstu skóflustungu að fiskmarkaði í Hafnarfirði. Hann er fyrir miðri mynd ásamt hluthöfum, bæjarstjóraarfulltrúum og Hafnaraefnd. Fiskmarkaður í Hafnarfirði: Áætlaður byggingar kostnaður 31,8 millj. Fyrsta skóf lustungan tekin FYRSTA skóflustungan að 4 þús- und fermetra húsi fyrir fisk- markað á lóð við Óseyrarbryggju í Hafnarfirði var tekin í gær. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 31,8 milljónir króna samkvæmt tilboði frá Hagvirki hf. en samið hefur verið við fyr- irtækið um byggingu hússins. Að sögn Gunnars Rafns Sigur- bjömssonar bæjarritara er það hlutafélagið Háigrandi hf. í eigu Hafnarsjóðs Hafnarfjarðar, sem sér um byggingu hússins. Upphaflega var stefnt að opnun fískmarkaðar- ins við Óseyrarbryggju 1. febrúar nk. en Gunnar Rafn sagði að tíminn hefði reynst of naumur til þess. „Húsið á að afhenda 1. apríl 1987 og það á að vera fullbúið 15. apríl," sagði Gunnar Rafn. Rekstrarfélag- inu sem stofnað hefur verið um rekstur fískmarkaðar hefur verið boðið húsnæði í eigu bæjarins að Melabraut 18 sem bráðabirgðahús- næði fyrir markaðinn þar til nýja húsið verður afhent. Flotinn á landleið LOÐNUFLOTINN hélt aftur tíl lands í gær eftir að rokið hafði upp með hvassviðri á miðunum aðfaranótt fimmtudagsins. Átján skip tilkynntu þá um afla, sam- tals 6.970 tonn, sem fengist hafði f nokkurra klukkustunda lá- deyðu áður en hvassviðrið brast aftur á. Skipin sem tilkynntu um afla í gær vom: Bergur VE 440 tonn, Kap 2 VE 500, Erling KE 350, Helga 2 RE 260, Guðmundur Ólaf- ur ÓF 350, Öm KE 580, Bjami Ólafsson AK 350, Magnús NK 450, Jón Kjartansson SU 700, Fífill HF 250, Súlan EA 480, Þórður Jónas- son EA 250, Dagfari ÞH 80, Guðmundur VE 30, Hilmir SU 700, Börkur NK 600, Sighvatur Bjama- son VE 250 og Víkingur AK 350 tonn. Á miðvikudag tilkynntu fjögur skip um afla, samtals 2.380 tonn. Það vom Hilmir 2 SU 590 tonn, Keflvfkingur KE 540, Rauðsey AK 620 og Svanur RE 630 tonn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.