Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 6

Morgunblaðið - 28.11.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 UTVARP / SJONVARP Feilnóta Þátturinn: í takt við tímann var að þessu sinni sendur út frá útvarpshúsinu við Skúlagötu. Þessi rótgróna miðstöð ljósvakamenning- arinnar er kjörinn vettvangur frjórr- ar umræðu og skemmtunar. En hvað gerðist? Jú ekki vantaði svo sem að kvikmyndagengið æddi um hin þröngu húsakynni á Skúlagötunni uns áhorfandann sundlaði og svo dundi stöðugt í eyrum: Og hér sjáiði hversu þröngt er um starfsemina. Loks voru sjónvarpshorfendur sann- færðir um þrengslin á Skúlagötunni og þá upphófst stefnumót við starfs- fólkið í útvarpssal. Fjórir þulir sátu þar líkt og fyrir herdómstóli Jóns Hákons er heimtaði brandara: Manstu virkilega ekkert skemmtilegt úr starfinu? Svo var brugðið upp myndbroti af bömum nokkurra al- þekktra grínista er áttu að lýsa grínistanum á heimaslóð. Þá sullaði Sigmar B. Hauksson í potti og gerði heiðarlega tilraun til að þræða spag- hetti oní Ólaf Haukssson og ekki má gleyma Lottóinu og fatasmyglinu er ég vík að á eftir. I fáum orðum sagt tókst umsjónarmönnum þáttar- ins í takt við tímann ekki að fanga anda útvarpshússins við Skúlagötu. Á þetta menningarhús skilið slík eft- irmæli? Ljósir punktar En þótt ég hafí reiðst vegna með- ferðar sjónvarpsmanna á menningar- setrinu við Skúlagötu þá var vissulega að finna ljósa punkta í þættinum eða í versta falli íhugunar- verð myndbrot. í fyrsta lagi birtist hér alþjóð hin nýskipaða Léttsveit Ríkisútvarpsins er lék af mikilli fimi. Skilst mér að markmið hljómsveitar- innar sé að kynna íslenska dægurtón- list og sé jafnvel ætlunin að skeiða á dansstaði borgarinnar. Er máski léttsveitinni ætlað að verða einskonar útibú frá Symfóníuhljómsveit íslands en sú ágæta hljómsveit er rekin á ábyrgð Ríkisútvarpsins eins og allir vita? Annars hélt ég nú að nóg væri af léttsveitum á poppmarkaðinum en auðvitað er ósköp notalegt fyrir út- valda popptónlistarmenn að komast á ríkisjötuna. Viðræður Ólafs Haukssonar við fulltrúa kaupmanna voru líkt og klipptar út úr Kastljósi en samt at- hyglisverðar enda Ólafur glöggur spyrill. Að sjálfsögðu var rætt um fatasmyglið frá Glasgow en þar hef- ir hinn langi armur laganna komið vitinu fyrir íslenskar húsmæður er vilja bjarga sér og sínum fyrir jólin. Það er auðvitað alveg hárrétt hjá fulltrúa kaupmanna að húsmæðum- ar íslensku hafa ekki hundsvit á fatnaði og því brjóta þær ekki bara lög er þær flytja heim bleðlana held- ur flytja þær inn drasl sem er vart mönnum bjóðandi. Undirritaður hefir nú ekki mikið vit á fötum en um daginn álpaðist hann inní tískufata- búð og mátaði þar jakkaföt. Fötin voru ófóðruð og saumamir gægðust víða fram en samt átti flíkin að kosta um 9000 krónur. Ég er ekki viss um að íslenskar húsmæður myndu kaupa slfkar dulur í Glasgow en hér em unglingamir nánast reknir inní tískudmslubúðimar af auglýsinga- iðnaðinum. En auðvitað er það hárrétt hjá fulltrúa kaupmanna að þar er misjafn sauður eins og annars- staðar. í beinu útsendingunni frá Skúla- götunni notaði Jón Hákon tækifærið og kynnti Lottóið. Svo einkennilega vill til að skyld samtök, það er ISÍ og Ungmennafélagshreyfingin, hirða bróðurpartinn af ágóða Lottósins, er greinilegt að menn á þeim bæjum eiga hauka I homi I stjómmálaflokk- unum. Hefði ekki verið eðlilegra að dreifa ágóðanum til fleiri aðila svo sem Byggingarfélags aldraðra, Skáksambandsins, Blindravinafé- lagsins, Landvemdar, Geðvemdar, Samtaka gegn fíkniefnum, Ópem- vina eða hvað þau heita öll þessi félög er beijast fyrir bættu mannlífi? Ólafur M. Jóhannesson Svipmynd frá marsvínaveiðum Færeyinga. Stöð tvö: Um víða veröld ■■■i í kvöld hefst á OA30 Stöð tvö nýr þáttur, sem bera mun heitið Um víða veröld. Þáttur þessi er frétta- skýringaþáttur I umsjón Þóris Guðmundssonar, fréttamanns á Stöð tvö, og stendur þátturinn I 30 mínútur. Fyrsti þátturinn mun Ijalla um hvalveiðar Fær- eyinga og þann styrr sem um þær hafa staðið, sér- staklega með tilliti til afskipta svokallaðra nátt- úmvemdarsinna. Þáttur- inn var gerður af færeyskum sjónvarps- mönnum og er marsvína- veiðum Færeyinga gerð góð skil I þættinum og af- staða eyjarskeggja skýrð. Fjallað er um mótmælin gegn veiðunum og þau áhrif sem þessi neikvæða heimsathygli hefur haft á Færeyinga og um komu skipsins „Sea Shepherd" I sumar, en hún olli mikilli ólgu á þessum annars frið- sælu eyjum. Þátturinn Um víða ver- öld verður framvegis á dagskrá á föstudagskvöld- um, þegar eftir fréttalest- ur. Tónlistarkrossgátan ■■■■ Á sunnudaginn 1 FCOO kemur verður á ÍO Rás 2 þátturinn Tónlistarkrossgátan og er þetta sú 66. I röðinni. Umsjónarmaður er eins og vant er Jón Gröndal og spyr hann hlustendur nokkurra misþungra tón- listarspuminga. Lausnir skal senda til: Tónlistarkrossgátunnar, c/o Ríkisútvarpið, Rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykjavík. UTVARP FOSTUDAGUR 28. nóvember 8.4B Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Þor- grímur Gestsson og Guðmundur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesn- ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. (Frá Akureyri.) 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Oskasteinninn" eftir Björn J. Blöndat. Klemenz Jónsson les frásögn úr bók- inni „Hamingjudagar". 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiö úrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Sögusteinn. Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: „Ör- lagasteinninn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. Sigurður Gunn- arsson lýkur lestri þýðingar sinnar (19). 14.30 Nýtt undir nálinni. Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómþlötum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Lesið úr forustugreinum landsmála- blaða. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfiegnir. 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- endur: Kristín Helgadóttir og Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. a. „Vert — vert", forleikur. Fílharmoníusveit Berlínar leikur; Herbert von Karajan stjórnar. b. Atriöi úr „Ævintýrum Hoffmanns". Tony Poncet, Diséle Viyarelli, Colette Lor- and, René Bianco o.fl syngja með kór og hljóm- sveit undir stjórn Roberts Wagner. 17.40 Torgið — Menningar- mál. Umsjón: Óðinn Jóns- son. Tilkynningar. 18.00 Þingmál. Atli Rúnar Halldórsson sér um þáttinn. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá morgni sem Erlingur Siguröarson flytur. (Frá Akureyri.) 19.35 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Um- sjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Ágústa Ólafsdóttir. 20.00 Lög unga fólksins. Val- týr Björn Valtýsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Ljóðarabb. Sveinn Skorri Höskuldsson flytur. b. Á heljarþröm. Torfi Guð- brandsson les frásöguþátt eftir Gísla Jónatansson frá Naustavík í Strandasýslu. c. Lítið eitt um fornritin, einkum Njáls sögu. Bene- dikt Bendiktsson flytur. 21.30 Sigild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Visnakvöld Guðrún Gunnarsdóttir sér um þáttinn. 23.00 Frjálsar hendur. Þáttur í umsjá llluga Jökulssonar. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnús- syni. 1.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 3.00. SJÓNVARP FOSTUDAGUR 28. nóvember 17.55 Fréttaágrip á táknmáli 18.00 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Babies). 19. þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.25 Stundin okkar Endursýndur þáttur frá 23. nóvember. 18.55 Auglýsingar og dagskrá 19.00 Spítalalíf , (M*A*S*H). Níundi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyöar- sjúkrastöð bandariska hersdins í Kóreustríöinu. Aðalhlutverk Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.30 Fréttir og veður 20.00 Sá gamli (Der Alte). 24. þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aðalhlutverk Sieg- fried Lowitz. Þýðandi Þórhallur Eyþórsson. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnað Greifarnir. 21.35 Þingsjá Umsjónarmaöur Ólafur Sig- urðsson. 21.50 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 22.20 Á döfinni 22.35 Seinni fréttir 22.40 Á götunni (Blue Knight) Ban'darísk sjónvarpsmynd frá 1973 sem hlaut Emmy- verðlaun á sínum tima. Höfundur sögunnar er Jos- eph Wambaugh. Leikstjóri Robert Butler. Aðalhlutverk: William Holden og Lee Remick. Söguhetjan er lög- reglumaöur í Los Angeles. Hann er oröinn gróinn í starfi en framinn lætur á sér standa. Hann hugleiöir því aö hætta, ekki sist eftir að hann kynnist fallegri konu og vill festa ráö sitt. Þýö- andi Reynir Haröarson. 00.20 Dagskrárlok. STÖD7VÖ FOSTUDAGUR 28. nóvember 17.30 Myndrokk 18.30 Teiknimynd 19.00 Einfarinn (Traveling Man) Lomax óttast að sonur hans sé viöriöinn eiturlyfjaviö- skipti. Rannsókn hans á málum þekkts eiturlyfjasala vekur með honum hræði- legar grunsemdir. 20.00 Fréttir 20.30 Um víða veröld Fréttaþáttur í umsjá Þóris Guðmundssonar. 21.00 Spéspegill (Spitting Image) Breskur gamanmyndaþáttur. 21.30 Leiktímabiliö ($1.000.000 Infield) Bandarísk sjónvarpsmynd með Rob Reiner, Bob Constanzo, Christopher Guest og Bruno Kirby. Myndin fjallar um eitt leiktímabil hornaboltaleik- manna, störf þeirra og einkalíf. 23.00 Benny Hill Breskur gamanþáttur. 23.25 Hernaðarleyndarmál (Top Secret). Bandarisk gamanmynd frá 1984 með Val Kilmer og Lucy Gutteridge i aöalhlut- verkum. Hér er gert stólpagrím aö kvikmyndum af öllum hugsanlegum gerö- um: táningamyndum, njósna- myndum, stríösmyndum og ástarmyndum. 00.55 Hið yfirnáttúrulega (The Keep) Bandarísk kvikmynd frá 1983. Myndin gerist i sföari heimsstyrjöldinni. Hún fjall- ar um miðaldavirki í fjöllum Transylvaníu. Innan veggja virkisins eru ævaforn öfl sem búa yfir ógnvekjandi krafti. Þýskir hermenn, sem þangaö eru sendir, hverfa einn af öörum. Leikstjóri er Michael Mann. Myndin er ekki við hæfi barna. 02.26 Myndrokk 06.10 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 28. nóvember 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Kristjáns Sigurjónssonar. Meðal efnis: Spjallað við hlustendur á landsbyggð- inni, vinsældalistagetraun og fleira. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Gunnlaugs Helga- sonar. 13.00 Bót í máli Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynnir óska- lög þeirra. 15.00 Fjör á föstudegi með Bjarna Degi Jónssyni. 16.00 Endasprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum átt- um og kannar hvað er á seyöi um helgina. 18.00 Hlé 20.00 Tekið á rás Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson lýsa leik íslendinga og Banda- rikjamanna i kvennaflokki i handknattleik sem fram fer i Laugardalshöll og einnig leik Keflvíkinga og Njarðvík- inga í úrvalsdeild i körfu- knattleik. 22.00 Kvöldvaktin Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Föstudagsrabb. Inga Eydal rabbar viö hlustendur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viöburðum helgarinnar. 989 WfW4t!/ FÖSTUDAGUR 28. nóvember 06.00—07.00 Tónlist í morg- unsárið. Fréttir kl. 7.00. 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur Iftur yfir blöðin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Lesnar veröa afmæliskveöjur og mataruppskriftir. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast meö því sem helst er í fréttum, segja frá og spjalla viö fólk. Flóamarkaöurinn er á dag- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—16.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar síödegispoppiö og spjall ar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavik siödegis. Hallgrimur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar viö fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—22.00 Þorsteinn J. Vil hjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist og kannar hvað næt- urlífið hefur upp á aö bjóöa. 22.00—03.00 Jón Axel Ólafs son. Næturútvarp Bylgjunn- ar fyrri hluta nætur. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gisla son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint í háttinn og hina sem fara snemma á fætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.