Morgunblaðið - 28.11.1986, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986
9
Þakka öllum sem glöddu mig meÖ gjöfum og
kveÖjum á sjötugsafmœlinu 22. nóvember sl.
Þá sendi ég sérstakar kveÖjur til dcetra minna
og fjölskyldna þeirra meÖ kcerri þökk fyrir
ógleymanlegan dag.
Jóhann Guðmundsson.
Skarðshlíð 13d,
Akureyrí.
Félagsvist
og dans
verður í Félagsheimilinu laugardag-
inn 29. nóv. og hefst kl. 21.00.
Húsinu lokað kl. 24.00.
Mætum öll.
Skemmtinefndin.
Skemmtanastjórar
— veitingamenn
Umboðsmaður Nicky Vaughan er á ís-
landi einu sinni enn.
Útvegar allar tegundir skemmtikrafta með stuttum
fyrirvara til lengri eða skemmri tíma.
Nicky er íslendingum góðkunnur sem umboðs-
maður margra skemmtikrafta sem hér hafa verið.
Geymið auglýsinguna.
Verður við í síma 621625 frá kl. 5—7.
JÓLAKAFFI
HRINGSINS
verður haldið á Broad-
way á morgun, laugar-
dag, og hefst kl. 13.00.
Glæsilegt kafflborð.
Skemmtiatriði.
Skyndihappdrætti. Kvenfélagið Hringurinn
Vestur-þýsk
ARA dömu leðurkuldastígvél
með loðfóðri (hægt að bretta
kantinn) og stömum sterkum
stólum.
H. breidd (rúmgóðir).
Litir: Ljósbeige, basalt, mineral
og quarz.
Verð 4.990,-
Elnnlg fjöldl annarrti geröa
Domus Medica,
Egilsgötu 3.
Sími: 18519.
Opið laugardag
til kl. 16.00.
Gorbachev á Indlandi:
Gandhi fagnar komu
„krossfara friðarins“
Nýjo-Drlhi. Bneter. AP. .
MIKHAIL S. GORBACHEV, leið- rt^fumcnn 40 UndflótU Afjfani um yður, herra adalntan, sern
togi Sovétríkjanna, kom i g*r til iem hugðust mótmæla Lnnrás krossfara friðanns,* sagði Rajív
Indlanda og mun hann dvrjjaat Sovétmanna i Afganistan. Gandhi. „Þér virðið hlutlcysi okkar
þar næatu fjóra daga í boði Rajiv Gobachev kvaðst í gær vera kom- og við virðum friðarviðleitni yðar,“
Gandhi. fonurtisráðherra Ind- inn Ul Indlands til að treysta sagði indverski foreætisráðherrann
landa. Gændhi fagnaði komu samband ríkjanna tveggja. Báðir cnnfremur. Að móttökuathófninni
Sovétieiðtogans og sagði hann lciðtogamir fluttu ávarp á fjugvell- lokinni hðfust viðrseður leiðtoganna
vera „kroeafara friðarins“. Eklti inum i Nýju-Delhi og Iðgðu þeir og er talið að þær muni einkum
voru allir jafnsáttir við komu áherelu á samstöðu rfkjanna snúast um afvopnunarmál og ör-
Gorhachevs og handtóku lög- tvcggja í gegnum tiðina. „Við fögn- ygp Aslurikja.
------------------------— ..— ..- ÞÚ8undir Indvcrja þyrptust út á
Tvíheilagt hjá MÍR!
Á jólum 1979, friðarhátíð kristinna manna, réðust Sovétríkin inn
í Áfganistan. Síðan hafa milljónir manna ýmist flúið „friðarboð-
skap Sovétríkjanna" þar í landi eða látið líf sitt á „altari" hans.
Fátæk fjallaþjóð varð að tilraunadýrum fyrir rússnesk vopn og
rússneska hertækni, eiturhernaður ekki undanskilinn. Á sjö ára
afmæli innrásarinnar í Afganistan hélt íslenzkur félagsskapur,
Menningartengsl íslands og Sovétríkjanna (MÍR), hátíðlegt 69
ára afmæli októberbyltingarinnar. Það var tvíheilagt hjá íslenzk-
um Kremlverjum. Þeir settu goðið Gorbachev á stall og lutu því
í auðmýkt.
Afganistan
- Chemobyl
Hér verður ekki rakið
„friðartrúboð“ Sovétrikj-
anna f Afganistan, sem
staðið hefur nærri sjö ár
og fólk þekkir vel til af
fréttum. Enginn atburð-
ur í samtíma okkar
kemst nær þvi að fylla
út í merkingu orðsins
þjóðarmorð. Það er ekki
einungis að fullveldi
þjóðar og mannréttindi
einstaklinga séu fótum
troðin. Sá minnisvarði
sem Kommúnistaflokkur
Sovétríkjanna hefur reist
sér í Afganistan, síðustu
misseri undir forystu fé-
laga Mikhaels Gorhac-
hevs, er hlaðinn úr líkum
mörg hundruð þúsunda
manna, ungra sem ald-
inna, kvenna sem karla.
Sunnar í þessari
heimsálfu hefur marg-
frægt kommúnistaríki,
Víet-Nam, lagt undir sig
annað kommúnistaríki,
Kambódíu, en þar hefur
staðið mannfrek styijöld
tveggja marxískra heija
árum saman. Hér á landi
starfaði til skamms tima
sérstök Víet-Nam-nefnd
m.a. til heiðurs hernaði
þessum.
Sovétríkin leggja nú
aUt kapp á áróður fyrir
kröftmni um „kjamorku-
vopnalaus Norðurlönd"
(en þar hafa raunar aldr-
ei verið kjamorkuvopn).
Á sama tima hafa Sovét-
menn byggt upp vegg
kjamavopna, hið næsta
Norðurlöndum, ailt frá
Kolaskaga i túnfæti
Finnlands og Noregs (en
þar er stærsta vighreiður
heims), suður með Ianda-
mærum Finnlands, um
Eystrasaltsríkin og
lengra suður.
Og kjamorkuslysið i
kjamorkuverinu í Cemo-
byl, norðan Kiev, hefur
skilið eftir sig rninjar
viða í V-Evrópu, mjl. i
Finnlandi, Sviþjóð, Nor-
egi og Danmörku.
„ Að standa á
öndlnniaf
undrunog
aðdáun“
Maria Þorsteinsdóttir,
sem gefur út áróðursritið
„Fréttir frá Sovétríkjun-
um“ f „samvinnu við
APN á íslandi" flutti há-
tíðarávarp á tvíheilagri
hátið MÍR 9. nóvember
sl. Hún fjallað m.a. um
goðið Gorbachev og
komu þess hingað til
lands. Orðrétt sagði hún:
„Það mun vart ofsagt,
að aldrei hafí nokkur
gestur, sem sótt hefur
þetta land heim, unnið
hug og hjörtu allrar þjóð-
arinnar á jafn skömmum
tima eins og M. Gorbac-
hev á blaðamannafundi
sínum sem sjónvarpað
var tvisvar. Fólk stóð
beinlinis á öndinni af
undrun og aðdáun. Jafn-
framt átti fólk vart nógu
sterk orð til að lýsa
hneykslun sinni og for-
dæmingu á sjónvarps-
ávarpi Ronalds Regans á
Keflavíkurflug-
velli . . .“
Þessi orð, þýdd á tung-
ur Sövétríkjanna, þjóna
sjálfsagt sínum tilgangi,
en hætt er við að þau
kæmu þeim sem eftir lifa
f Afganistan undarlega
fyrir eym eða sjónir.
Flóttamenn
fangelsaðir
Ólafur Ragnar
Grímsson, frambjóðandi
á Rcykjanesi, hefur á
stundum vitnað til
Gandhis, forsætísráð-
herra Indlands, sem
fyrirmyndar fyrir ís-
lendinga i mótun ut-
anríkisstefnu. Þessi sami
Gandhi tók nýlega á mótí
Gorbachev, sem nú verð-
ur að teljast fram-
kvæmdastjóri hemaðar-
ins í Afganistan, með
þeim orðum, að hann
væri „krossfari friðar-
ins".
Landflótta Afganir,
sem vóm á öðru máli, og
notuðu tækifærið til að
mótmæla, friðsamlega,
innrás Sovétmanna f
Afganistan, sættu hins-
vegar fangelsun.
María Þorsteinsdóttír,
útgefandi Frétta frá Sov-
étríkjunum, fagnar þó
hinu gerska goði af enn
meiri innlifun en ind-
verski forsætísráðherr-
ann. Hún hefur aftur á
mótí ekki sagt margt um
innrásina i Afganistan,
vighreiðrið á Kolaskaga,
örlög Eystrasaltstríkj-
anna þriggja, sovézka
kafbáta upp í landstein-
um Svíþjóðar, stöðu
Gyðinga í Sovétríkjunum
o.s.frv. Hún stendur hins-
vegar „á öndinni af
undrun og aðdáun" þeg-
ar Sovétríkin og leið-
togar þeirra eiga i hluL
Og Sovétmenn halda
áfram að hlaða kommún-
ismanum minnisvarða f
Afganistan. Hleðsluefnið
er ekki af lakara taginu.
QEÍSÍPp
MANFORD
Vorum að taka upp enska
herrafrakka úr casmirull
Margar gerðir
og litir.
Verð aðeins kr.
8.950